Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULl 1974 Bæ, Höfðaströnd — 26. júlí. EINS og frá var skýrt f Morgun- blaðinu sl. þriðjudag hefur undir- gangur fundizt við uppgröft á Hólum f Hjaltadal, og virðist hann liggja frá kirkju að gamla biskupssetrinu. Um einn metri og 30 sentimetrar er niður á undir- ganginn, sem hefur verið það hár, að maður hefur getað skriðið eða gengið hálfboginn eftir honum. Gólf er hellulagt, veggir hlaðnir úr grjóti og hellur lagðar yfir, en þar yfir virðist hafa verið lagður hrfs. Sums staðar hefur hrunið ofan f göngin, svo að þau eru lokuð á kafla og þvf ekki hægt að kanna þau til fullnustu né hvern- ig þau Iiggja. Norrænt prest- kvennamót hér NORRÆN prestkvennamót eru' haldin 3. hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum, en nú f fyrsta skipti á tslandi, og er það 12. mótið.^em haldið er. Mótsgestir frá Norðurlönd- unum koma mánudaginn 29. júlí og dvelja hér í eina viku, eða til mánudagsins 5. ágúst. Umferðar- leiðbeiningar í útvarpi A SUNNUDAG hefst útvarp fyrr en venjulega, eða kl. 7 að morgni. Verður þá útvarpað upplýsingum, m.a. um umferð- ina, helztu akstursleiðir, ástand vega og annað, sem fólki á leið á þjóðhátfð gæti komið að gagni. Ef ástæða þykir til verður einnig út- varpað upplýsingum f hádeginu og kl. 17.10 til 18.30. Eftir að þjóðhátfðinni lýkur, eða um kl. 19.30, verður út- varpað leiðbeiningum til þeirra, sem eru á heimleið. Þeir, sem ekki hafa útvarp f bifreiðinni, en eiga ferðavið- tæki, eru hvattir til að hafa þau meðferðis. Þátttakendur eru alls um 200 manns, 28 frá Danmörku, 36 frá Finnlandi, 15 frá Noregi, 68 frá Svíþjóð og 50 frá íslandi. Mótið er haldið í Norræna hús- inu dagana 29. júlí — 1. ágúst og hefur Prestkvennafélag Islands séð um allan undirbúning þess og nefnir mótið „Island f 1100 ár“ í tilefni af Þjóðhátfðinni, og verður dagskráin sniðin eftir því með kynningu á fslenzkri menningu fyrr og nú. Formaður Prestkvennafélags Islands er Rósa Björk Þorbjarnar- dóttir, en formaður mótsnefndar Guðrún S. Jónsdóttir. Erlendu gestirnir búa á Hótel Garði og einnig á fleiri stöðum út um bæinn. Sagnir eru til um fleiri göng, sem áttu að liggja frá kirkjunni. Hafa t.d. fundizt göng, sem virð- ast liggja að Gvendarbrunni og sagnir eru um göng, sem sögð voru liggja að Virkishóli og benda óneitanlega til, að biskupar hafi haft varnir góðar, ef á það væri ráðizt. Ymsar minjar hafa komið upp við þennan uppgröft, eins og oft áður á Hólum. Til dæmis hefur nú fundizt skinnpjatla, sem sýnilega hefur verið áletruð eða þrykkt — líklegast spjald eða blað úr bók. Einnig hafa komið upp skrautlega handmáluð brot — á um það bil 2ja metra dýpi, — sem gætu verið kínverskt postulín. Ekki er búið að grafa skurðinn nema að litlum hluta, en svo virðist sem komið hafi verið niður á öskuhaug eða taðleyfar og þar komu upp ofan- greindar minjar. Auk þess er þar að finna ýmsar samanþjappaðar leyfar, heiðbláar margar hverjar, en ekki er unnt að greina hvað verið hafi. Liklegt þykir mér, að þarna eigi meira eftir að koma upp, en von er á þjóðminjaverði til Hóla næstu daga. — Björn. Islendingaspjöll eftir Jónatan Rollingstón Geirfugl: Barnasagan f sjónvarpinu. Asdfs Skúladóttir, Sofffa Jakobsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. r Islendingaspjöll Geirfuglinn kemur á sýningu í kvöld Það hefur verið mikið leyndar- mál, hver leynist á bak við höf- undarnafnið Jónatan Rollingstón Geirfugl, sem sett hefur saman nýju revíu Leikfélags Reykja- víkur, Islendingaspjöll. Um það Ákvörðun um hús n æðiss t j órnarlán Trillu stolið ÞEGAR eigandi trillu einnar, sem lá bundin við Grandagarð, kom að vitja um fley sitt á fimmtudags- morguninn, hafði verið skorið á festarnar og var trillan horfin. Trillan er eitt og hálft tonn að stærð, ljósgul með brúnum borð- stokkum, en blá að innan. I henni er Lister-díselvél. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um hvarf trill- unnar, eru beðnir að láta rann- sóknarlögregluna vita. A FUNDI húsnæðismálastjórnar hinn 24. júlf sl. voru teknar ákvarðanir um veitingu lána sem hér segir: 1. Þeir lánsumsækjendur, sem fengu frumlán sín greidd eftir 15. desember 1973 og eiga fullgildar umsóknir um síðarihlutalán hjá stofnuninni, fá þau lán greidd eft- ir 10. september 1974. 2. Þeir lánsumsækjendur, sem fengu frumlán sín greidd út eftir 10. febrúar 1974 og eiga fullgildar umsóknir.um síðarihlutalán hjá Gunnar Thoroddsen flytur þakkarávarp fyrir hönd Norrænafélagsins. Vinstra megin við hann stendur forstjóri sambands norrænnar samvinnu f Finnlandi, Veikko Karsma, sem afhjúpaði myndina, og hægra megin formaður sambandsins, Tuure Salo borgarstjóri, sem flutti ávarp og afhenti gjöfina. Ljósm. Ól. K. M. Táknmynd norrænnar samvinnu AUSTAN gatnamóta Hring- brautar og Birkimels var, í gær föstudaginn 26. júlí, afhjúpað minnismerki um norræna sam- vinnu. Minnismerkið er gjöf Landssambands norrænnar samvinnu í Finnlandi til Is- lands og Norrænafélagsins á Is- landi. Það voru fulltrúar sam- bandsins, Tuure Salo, Terhi Nieminen og Veikko Karsma, sem afhentu gjöfina að við- stöddum fulltrúum Reykja- víkurborgar, Norrænafélagsins og Háskóla Islands. Minnis- merkið er unnið í finnsk- íslenzkri samvinnu. Gfsli G. Björnsson hefur hannað merk- ið, en það er smíðað í Finn- landi. Merkið hannaði Gísli fyrir 7 árum sem tákn norrænn- ar æskulýðsráðstefnu, sem haldin var á tslandi 1967. Síðan hafa norrænu félögin notað merkið sem sín tákn. Minnis- merkið, sem nú hefur verið af- hent, er unnið í járni, um 2 metrar í þvermál og vegur um 800 kg. Minnismerkið var unnið í járni hjá fyrirtækinu Rautar- uukki I Finnlandi án endur- gjalds. Það og kom til Reykja- víkur með m/s Skógarfossi, einnig án endurgjalds. A fæti minnismerksins stendur letrað á plötu: Landssamband norr- ænnar samvinnu í Finnlandi, Pohjola-Norden, færði Islandi og Norræna félaginu þetta minnismerki að gjöf í tilefni af 1100 ára afmæli þjóðarinnar þann 26.07. 1974. leyti sem revían var frumsýnd, kom frá höfundinum skeyti, þar sem hann var staddur austur í Ravhalapindi, og var það á þessa leið: „Leikfélagar Stop Kem laugardaginn 27 Stop Passið hass- hundinn Stop Látið mömmu vita — Geirfuglinn." Höfundurinn er því væntanlegur fram á sjónar- sviðið á sýningu revíunnar í kvöld. Uppselt hefur verið á allar sýn- ingar fram að þessu og svo er einnigí kvöld. stofnuninni, fá þau lán greidd eftir 1. okt. 1974. 3. Þeir lánsumsækjendur, sem sent höfðu lánsumsóknir sínar til stofnunarinnar ásamt öllum til- skildum gögnum fyrir 1. febrúar sl. og sent fokheldisvottorð fyrir hús sin fyrir 15. febrúar sl. fá fyrrihlutalán greidd eftir 15. september 1974. 4. Veiting lána til kaupa á eldri íbúðum stendur nú yfir til þeirra umsækjenda, sem sendu lánsum- sóknir sínar til stofnunarinnar fyrir 1. aprfl sl. Stefnt er að því að greiðsla þessara lána fari fram eftir 20. ágúst 1974. Samtals nema lánveitingar þessar um 467 millj. kr. Undirnefndir 1 ríkis- stjórnarviðræðum ÓLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði I samtali við Morg- unblaðið f gær, að undirnefndir f viðræðum um rfkisstjórnar- myndun hefðu starfað f gær, en ekkert nýtt væri að frétta. Reikn- aði Ólafur með, að Iftið yrði um viðræður fyrr en eftir helgi. Steinninn lokaður vegna sumarleyfa STEININUM VIÐ Skólavörðustfg hefur nú verið lokað vegna sumarleyfa fangavarðanna. Hall- dór Þorbjörnsson sakadómari sagði f viðtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væru þeir þó gæzlu- fangelsislausir, því Sfðumúli væri f notkun. Halldór sagði, að þarna væri um hagræðingu að ræða, fangaverðir Síðumúla hefðu fyrst farið í sumarleyfi og síðan þeir á Skólavörðustígnum. Kvað Halldór unnt að gera þetta vegna þess, að það væri minna um afbrot manna að sumarlagi og svo hefðu þeir upp á Litla-Hraun að hlaupa, þvf þar væri ekki fullsetið. ■ ♦ ■»- Góð gjöf til Hvalsneskirkju FYRIR skömmu barst Hvalsnes- kirkju góð gjöf, 50 þúsund krónur, til minningar um hjónin Agnesi Ingimundardóttur og Júlíus Helgason frá Bursthúsum í tilefni þess, að hinn 24. júní 1974 voru 100 ár frá fæðingu Júlíusar og hinn 25. mai 1975 eru liðin 100 ár frá fæðíngu Agnesar. Gjöfin, sem er frá börnum þeirra hjóna, skal fara í orgelsjóð kirkjunnar, en Júlíus var virkur þátttakandi í kór kirkjunnar um hálfrar aldar skeið og börn þeirra hjóna öll um langan tíma. Júlíus gegndi einnig hringjarastörfum við Hvalsneskirkju um langt skeið. Sóknarnefnd þakkar af alhug hina höfðinglegu gjöf. Tungufoss afhentur 1 gær NÝJASTA skip Eimskipa- félags fslands, Tungufoss, var afhent félaginu f gær f Fredrikshavn. Skipið er væntanlegt til landsins 12. ágúst. Skipið er 499 brúttólestir að stærð, og er eins að gerð og önnur fjögur skip af sömu stærð, sem félagið hefur keypt á þessu ári. A leiðinni hingað kemur skipið við í Odda og Limhamn og tekur vörur. Tungufoss, sem er smíðaður árið 1973, er 18. skip félagsins, en það 19. bætist við í september, og er það skip 4000 lestir að stærð. Skinnpjatla og postulínsbrot fínnast við uppgröft á Hólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.