Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULI 1974 3 Þrír núverandi þingmenn voru á þingfundinum á Lög- bergi á Igöveldishátíöinni 1944 FUNDUR hefst I sameinuðu Alþingi á Lögbergi kl. 11 á sunnudags- morgun. Eins og áður hefur verið skýrt frá, verður tekin til slðari umræðu á þessum þingfundi þingsályktunartillaga um land- græðslu- og gróðurverndaráætlun. Á fundi I sameinuðu þingi f fyrradag var málinu vfsað til annarrar umræðu og sérstakrar nefndar, sem f voru kjörnir þingmennirnir Gunnar Thoroddsen, Þórarinn Þórarinsson, Ragnar Arnalds, Benedikt Gröndal og Magnús Torfi Ölafsson. A þingfundinum á Lögbergi munu allir nefndarmenn taka til máls og tala f um 5 mínútur f sömu röð og þeir voru nefndir að ofan. Að loknum þessum ræðum verður málið tekið til afgreiðslu og þingsályktunartil- lagan væntanlega samþykkt. Að þvf búnu verður þingfundi slitið og þingmenn og gestir ganga til Valhallar. Gert er ráð fyrir, að þingfundurinn standi f um 45 mfnútur. Þetta verður í þriðja sinn á þessari öld, sem fundur í sameinuðu Alþingi fer fram úti undir berum himni á Lögbergi. Aður voru slíkir fundir á Alþingishátfðinni 26.—28. júní 1930 og þegar lýðveldi var stofnað 17. júní 1944. Forseti sameinaðs Alþingis á Lögbergs- fundinum 1930 var Asgeir Asgeirsson en þingforseti á lýð- veldishátfðarfundinum 1944 var Gísli Sveinsson. Þrír núver- andi þingmenn sátu á Alþingi 17. júní 1944, þingmennirnir Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson og Lúðvík Jósepsson. Á þingpallinum á Lögbergi verður komið fyrir sætum og ræðustól, sem sérstaklega hafa verið smfðuð af þessu tilefni. Nokkrir stólar verða fluttir úr Alþingishúsinu f Reykjavfk til Þingvalla, sömuleiðis bjalla þingforseta, fundagerðabækur og önnur þinggögn. A meðfylgjandi korti má sjá, hvernig sætum hefur verið komið fyrir á þingpallinum. t sæti númer 1 mun þingforseti sitja en skrifarar sameinaðs Alþingis f sætum númer 2 og 3. Ráðherrar munu sitja í sæt- um 4—9, en aðrir þingmenn f sætum 10—60 eftir hlutartölu f sameinuðu þingi. Ræðustóllinn verður framan við sæti þingfor- seta. Forseti Islands og kona hans munu sitja f sætum and- spænis þingforseta og ræðustól, en aðrir gestir að baki þeim. Alls er um 250 gestum boðið á þingfundinn, þar af rúmlega 100 erlendum. Boðið er fyrr- verandi forsetum sameinaðs Alþingis, ráðuneytisstjórum og ýmsum öðrum gestum. Frá þingfundinum á Lögbergi 17. júnf 1944. A myndinni eru m.a. Pétur Ottesen f fremstu röð til hægri, næstur honum Ólafur Thors, þá Hermann Jónasson og Ingólfur Jónsson. Næst fyrir miðri mynd má sjá Sigurð Bjarnason. Reynum að stöðva eyðingu gróðurs og jarðvegs — segja landgræðslustjóri og skógræktarstjóri um landgræðslu- og gróðurverndaráætlunina „Við erum mjög ánægðir með framvindu þessa máls og þá ein- ingu, sem náðst hefur að hrinda þessari miklu áætlun af stað,“ sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri, þegar Mbl. hafði samband við hann f gær. „Við hjá Landgræðslunni munum eftir sem áður leggja höfuðáherzlu á að stöðva gróður- og jarðvegseyð- ingu f byggð, en einnig vinna að þvf að hefta uppblástur fjær byggð, þar sem brýna nauðsyn ber til, þannig að miklum gróður- skemmdum verði forðað.“ Eins og fram kom f Mbl. f gær, fær Landgræðslan ein 700 milljónir króna til ráðstöfunar á næstu 5 árum til stöðvunar sand- foks, jarðvegs- og gróðureyðingar, til gróðurverndar og landgræðslu. Sveinn Runólfsson sagði, að þegar væri orðið nokkuð fastmót- að, hvernig fénu verður varið. Yrði þvf varið til allra þátta í starfsemi Landgræðslunnar, framkvæmda við landgræðslu- girðingar, áveitur, endurgræðslu á jarðvegssárum og til kaupa á áburði, grasfræi og til reksturs landgræðsluflugvélanna, sem Sveinn sagði, að verða mundu einn mikilvægasti liður starfsem- innar. Sagði hann, að nú mundi unnt að ráðast í ýmsar fram- kvæmdir, sem áður hefðu setið á hakanum, gróðureftirlit yrði auk- ið verulega og gróðurvernd og reynt að fylgjast betur með því, að landið yrði skynsamlega og hóflega nýtt. „Okkur er ljúft og skylt að geta þess,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri að lokum, „að við höfum þegar átt víðtæka og góða samvinnu við bændur f sam- bandi við notkun beitilanda og vonum, að sú samvinna muni halda áfram að aukast. Þvf að árangursrfkt landgræðslustarf verður ekki unnið nema i sam- vinnu við þá, sem nýta landið.“ „Við erum að sjálfsögðu ánægð- ir með það fé, sem við fáum f þessari áætlun, þótt við hefðum vcl getað notfært okkur meira fjármagn," sagði Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri, þegar Mbl. talaði við hann f gær. Sagði Hákon, að Skógræktin mundi fyrst og fremst beita sér fyrir þvf að forða frá eyðingu þeim skóg- lendum, sem eru f mestri hættu, og bætti þvf við, að heimingur alls skóglendis f landinu væri nú á þvf stigi. Skógrækt rfkisins fær f sinn hlut 170 milljónir af þeim milljarði, sem ákveðið hefur ver- ið að verja til landgræðslu og gróðurverndar. Hákon Bjarnason sagði, að Skógræktin hefði augastað á Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.