Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULI 1974 „Almenn ánægja þátttak- enda eftirminnilegust” — segir Bergur Jónsson mótsstjóri á landsmóti skáta . ■■sV A B?j -4 S * * l>eir sterku gátu spreytt sig á að berja f þetta kraftmælingatæki. Afl höggsins réð þvf hvað lárétti staurinn iyfti þeim lóðrétta hátt — og svo var hægt að sjá af strikunum, hvað aflið var mikið. Þegar lóðrétta staurnum var lyft sériega hátt upp, togaði hann f spotta, sem hringdi bjöllu — og þá beindust ailra augu að kraftajötninum! vík. Var þetta hápunktur tjald- búðaverðlaunaveitingar. Þessu næst komu fulltrúar nokkurra þjóðlanda og félaga og færðu mótsstjórn gjafir. Bandarísku skátarnir af Kefla- víkurflugvelli komu á óvart við þetta tækifæri; tveir þeirra voru klæddir í Indíánabúning og færðu þeir fyrst bandalags- stjórninni að gjöf áritað skinn, en gáfu mér síðan „totem-súlu“ og tóku mig jafnframt inn í bræðralag Indíána. Gerðu þeir það þannig, að þeir tóku um axlir mér og slógu tvisvar sinnum þrjú högg á hægri öxl- ina. kölluðust „kýrverð" og var greitt fyrir þátttöku f leikj- unum með þessum miðum. Þau félög, sem áttu vinsælustu leik- tækin, fengu þannig inn fjöl- mörg kýrverð til að dreifa til liðsmanna sinna að nýju. Þarna var gífurleg stemmning og verður þetta án efa geysivin- sæll liður á komandi skáta- mótum. Þvf miður varð þó þarna það óhapp, að piltur við- beinsbrotnaði, er hann stökk úr rólu og kom illa niður.“ — Hefur verið ákveðið, hvar næsta landsmót verður haldið eftir fjögur ár? LANDSMÓT skáta 1974 að (Jlfljótsvatni, sem lauk sl. sunnudag, var fjölsóttasta landsmót frá upphafi og jafnframt eitt hið bezt heppnaða. Mótsstjórinn, Bergur Jónsson verkfræðingur, svaraði að mótinu loknu nokkrum spurningum blaðamanns Mbl. um mótið. I Iokin fékk Páll Gfslason skátahöfðingi svo orðið; hann þakkaði fyrir undirbúnings- starfið og framkvæmdirnar á mótinu og hvatti skátana til dáða og enn betra starfs. Loks var komið að hinum eiginlegu mótsslitum. Móts- söngurinn var sunginn í sfðasta sinn og sfðan lagið „Undraland við Ulfljótsvatnið blátt“. Sfðan þakkaði ég gestum fyrir komuna og lýsti mótinu slitið. Á tfvolf-kvöldinu gafst þátttakendum kostur á að skjðta með risastórri teygjubyssu á skilti, sem átti að tákna Berg mðtsstjóra — og hér er Bergur sjálfur hjá skiltinu. Koddaslagur á rá var vinsæll leikur. Um leið var seglið á hátíðar- pallinum fellt, allir fánar á mótssvæðinu dregnir niður, eldurinn, sem logað hafði í landnámsvörðunni á Ulfljóts- vatnsfelli allan tfmann, var slökktur, skotið var upp flug- eldum og mörgum blöðrum sleppt lausum, þannig að þær svifu upp í loftið. Jafnframt tóku fulltrúar hvers félags og þjóðlands skjöld síns hóps, sem staðið hafði á hátíðarsvæðinu allan tfmann, og báru hann til sinna félaga. Var athöfninni þar með lokið, en hún stóð í hálfan annan tíma.“ — Ef við lítum á mótið í heild, hvað viltu þá segja um framkvæmdina? „I heild gekk framkvæmdin einstaklega vel og engin umtalsverð vandamál komu upp. Það er hreint furðulegt, hvað þátttakendur voru al- mennt ánægðir með alla hluti og engin alvarleg gagnrýni komu fram. Vissulega komu upp minni háttar vandamál, en þau tókst jafnan að leysa á Staðnum og stundinni. T.d. þau atriði, sem mest hefur verið kvartað yfir á fyrri lands- mótum, maturinn og hrein- lætisaðstaðan, fengu nú bara lof og hrós og enga gagnrýni. Allir kepptust um að lofa mat- inn og menn voru sammála um, að hreinlætisaðstaðan væri sú bezta, sem þekkzt hefði á lands- móti. Enda var miklum fjár- munum varið í að gera hana sem bezt úr garði, ekki sfzt vegna þess, að þar var einnig verið að hugsa um framtfðar- málefni staðarins. Við reistum sérstakt hús með salernum og hreinlætisaðstöðu og það mun standa áfram, þótt flest önnur landsmótsmannvirki hafi verið felld.“ — Og veðrið hefur ekkert spillt fyrir mótshaldinu? „Nei, við fengum ljómandi gott veður fyrstu dagana, en sfðari hlutann var veðrið hins vegar misjafnt, rigndi einn daginn og var groddalegt ann- an. En þetta háði dagskránni lítið, rétt aðeins dró úr þátttöku í sumum liðum." — Urðu nokkur alvarleg slys eða óhöpp á mótinu? „Nei, sem betur fer var ekkert um slíkt. Aðeins einn piltur meiddist; hann viðbeins- brotnaði í leik á fimmtudags- kvöldið. Þá vorum við með eins konar ,,tívolf“, sem var alveg sérstaklega vel heppnað og vakti mikla hrifningu þátt- takenda. Félögin höfðu fengið það verkefni að leggja eitthvert sérstætt leiktæki til þessa kvölds og komu þarna fram m.a. risavaxin teygjubyssa til að skjóta boltum í líkneski af mótsstjóranum, stórar rólur, kraftaþrautir, koddaslagsrá og margt fleira. Hverjum þátt- takanda á mótinu var úthlutað fjórum aðgöngumiðum, sem „Nei, það hefur ekki verið ákveðið ennþá. Mér persónu- lega finnst sjálfsagt að halda næsta landsmót líka á Ulfljóts- vatni. Gerð hefur verið fimm ára áætlun um uppbyggingu á staðnum í þágu skátastarfs og þar sem alltaf þarf að verja svo og svo miklu fé í framkvæmdir á mótsstað yrði það mikilvægt, ef hægt væri að leggja féð f varanlegar framkvæmdir eins og gert hefur verið fyrir þetta mót. Mér finnst Ulfljótsvatn kjörinn staður fyrir skátamót sem þetta og vantar ekkert nema skóginn til að staðurinn sé fullkominn og hafi upp á allt það að bjóða, sem skátar sækjast eftir fyrir mót sín. Hef ég raunar rætt um það við for- mann Skógræktarfélags Reykjavíkur, hvort félagið myndi vilja leggja okkur lið f skógrækt á svæðinu og tók hann vel í það.“ — Og að lokum, hvað er þér sjálfum eftirminnilegast frá þessu landsmóti? „Mér er eftirminnilegast, hvað þátttakendur hafa almennt verið ánægðir með mótið frá upphafi til enda. Maður á því ekki að venjast, að menn séu svo samtaka í að vera ánægðir. Alltaf hefur eitthvað á bjátað þar til nú. T.d. komu útlendingarnir margoft til mfn og lýstu ánægju sinni með allt, matinn, mótssvæðið, dag- skrána, veðrið, hreinlætis- aðstöðuna og fleira. Og margir þátttakendur þökkuðu mér einnig persónulega fyrir mótið og það er mér mjög eftirminni- legt.“ —sh Við báðum Berg fyrst að segja okkur frá mótsslita- athöfninni á sunnudag. „Eftir messurnar á sunnu- dagsmorguninn, lúterska og kaþólska messu, var byrjað að fella tjöld og ganga frá á tjald- búðasvæðinu, en kl. 15 söfnuð- ust þátttakendur saman á hátíðarsvæðinu. Fyrst var móts- söngurinn sunginn og sfðan stigu upp á hátíðarpallinn tveir skátar f fornmannabúningum. Var annar þeirra Ulfljótur og ávarpaði hann þátttakendur. Þá flutti ég ávarp, þakkaði skát- unum samstarfið og þakkaði hinum ýmsu aðilum, sem veitt höfðu okkur aðstoð á einn eða annan hátt, m.a. Reykjavíkur- borg, sem veitti okkur stórt fjárframlag, ýmsum borgar- stofnunum, sem aðstoðuðu okkur, ’.tafmagnsveitu Reykja- vfkur og Vatnsveitunni, borgar- verkfræðingi og hans mönnum, Landsvirkjun, Landgræðslu ríkisins og ýmsum fleiri aðilum. Þá þakkaði ég einnig þátttakendum í mótinu fyrir prúðmannlega og skemmtilega framkomu. Síðan voru veittar viður- kenningar ýmsum þeim, sem höfðu lagt okkur lið við móts- haldið. Við höfðum látið slá minnispening úr eir með merki mótsins og veittum hann stjórnarmönnum Bandalags ísl. skáta og ýmsum fleiri aðilum. Þá fengu mjög margir árituð skinn í viðurkenningarskyni. Þetta var feiknalega stór hópur, sem fékk viður- kenningu, starfsmenn og fleiri, og voru allir kallaðir upp á hátfðarpallinn. Þá voru farar- stjórum veittar gjafir frá móts- stjórn, áritaðar axir og negldur skjöldur með merki mótsins á skaftinu. Þessi gjöf var á sinn hátt táknræn fyrir kjörorð mótsins, Landnám. Sfðan voru veitt aðaltjaldbúðaverðlaun mótsins þeim félögum, sem voru með beztar tjaldbúðir yfir mótið f heild. 1. verðlaun hlutu Einherjar á ísafirði, 2. verð- laun Landnemar í Reykjavík og 3. verðlaun Garðbúar í Reykja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.