Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. slemka þjóðin hefur margt reynt á göngu sinni gegnum tfS- ina. væmnislaust og me8 karl- mennsku hefur hún unnið bug á margvíslegum erfiðleíkum, sum- um Iffshættulegum, en þó yfirstfg- anlegum eins og dæmin sýna. f Völuspá segir, að Askur og Embla, forfeður mannkyns að trú þeirra sem höfðu sömu viðhorf og fyrsti landnámsmaðurinn, hafi f upphafi verið örlöglaus. Aldrei var það hlutskipti fslenzku þjóðarinnar Þvert á móti hefur hún mátt þola þung örlög og mikil, en einnig góð örlög af hendi þeirrar forsjónar, sem ræður ekki einungis fyrir löndum hefdur fyrir Iffi manna og dauða. Sú kynslóð, sem nú lifir f landi voru, hefur hlotið slfk GÓD orlog og mætti þvf staldra við og hugleiða, hver gæfa henni er búin. En jafnframt hvernig þessi gæfa megi falla æskunni, bömum vorum og niðjum f skaut. Vár höfum ekki unnið til þess frekar en þær kynslóðir á jslandi, sem á undan oss hafa búið f þessu landi, að eignast það hlutskipti, sem raun ber vitni. Að þvf skulum vár hyggja f dag — og eigi síður — þvf. að það er f erfiðleikum sfnum og list. andöriögum sfnum. sem fslenzka þjóðin hefur risið hæst. Þegar vér eigum svo góða daga ems og þá, sem kynslóð vor ein þekkir f landinu. er oss hollt að minnast þess. hve aumt það hlut skipti er að verða að bráð átaka- lausu skvaldri. sem oft fer eins og lamandi mengun um þjóðlff vort og skiptir sjaldnast neinu máli — er skvaldur skvaldursins vegna, rfgur rfgsins vegna — en hefur ekki að markmiði neinn háleitan eða eftirsóknarverðan tilgang. Það er f slfku góðæri. sem vér nú höfum lifað, sem Iftil þjóð getur lotið lágt. Hún getur jafnvel lotið að sundrunginnieinni, þóað vitað sé. að flestir Islendingar eiga eitt takmark: frelsi lands vors og þjóð- ar, varðveizla þess sjálfstæðis. sem vér endurheimtum eftir harða baráttu. Að þessu skulum vér hyggja ekki sízt á hátfðarári f Iffi þjóðar vorrar. Vonandi eigum vér nógu sterk bein til að þola góða tfma og í dag ættum vér að biðja þess, að vér, fyrsta kynslóð lýðveldis á islandi, megum bera gæfu til að skila landinu aftur f hendur niðja vorra betra og gróðursælla en vér tók- um við þvf, frjálsu og óháðu og þjóðinni sameinaðri f anda þess- ara orða skáldsins: Land. þjóð og saga þrenning sönn og ein. xxx Sagt hefur verið, að mikil list sé eins konar andörlög þeirra, sem að henni standa Sagan sé frásögn um örlög manna. en listin sé and- örfögin j henni birtist sköpunar- kraftur mannsins, í henni lyfti hann sér f hæðir. I sögunni lifi maðurinn, en f listinni lifi hann af. Það sé f mikilli list, sem menn og þjóðir vinni bug á þungum og erfiðum örlögum sfnum. Mér er nær að halda. að fslenzka þjóðin hafi löngum haft grun um þetta hlutverk listarinnar. Þegar ásatrú- in féll, reyndi höfundur Völuspár að bjarga trú feðra sinna með Ijóði sfnu. Óðinn féll, en Völuspá hélt velli. Áður hafði Egill Skallagrfms- son lifað af þungbærustu raunir, sem á hann voru lagðar, f öðru snilldarverki norrænnar tungu, Sonatorreki. Þar stóð hann and- spænis örlögum sfnum, þungum og næsta óyfirstfganlegum, en sigraði I Sonatorreki lifir enn sá orðstfr, sem skáldið óskaði sonum sfnum. Vór minnumst á þessu ári 300. ártiðar Hallgrfms Péturssonar. Holdsveikin var hans Golgata, eymdin og fátæktin, en Passfu- sálmarnir upprisan. Og f þeim sigr- aðíst þjóðin á veraldlegri vesöld sinni. IIM Matthias Johannessen formaður hlððhátíðarnefndar 1974: Fyrlrhelt eftirvæntlng Þannig getum vér lengi nefnt dæmi úr þjóðarsögunni. Islenzka þjóðin átti við margvfslegar plágur að strfða, en örlöglaus varð hún aldrei. Söiin í munni Egils, þegar hann hefur að yrkja Sonatorrek verða eins konar tákn þeirrar seiglu, sem kynstofninn flutti með sér út hingað fyrir ellefu öldum. Vonandi eigum vér enn söl f poka- horninu. ef illa færi, og einhvem Egil til að bjóða örlögunum birginn — og þá ekki sfzt Þorgerði, fmynd konunnar, fórnarlundar hennar, umhyggju og útsjónarsemi; konuna f fylgd með þessu harð- býla landi; eikina, sem ávallt og æðrulaust hefur það, er af annarri skefur. xxx island hefur mikið aðdráttarafl fyrir þá útlendinga, sem hafa ekki einungis áhuga á mergð, heldur manngildi. Fátt «jr oss styrkari stoð en sú rækt, sem þetta fólk hefur lagt við land vort og þjóð. f menningu þjóðarinnar hefur það fundið svör við ýmsum erfiðum spurningum vorra tima og er ástæðulaust að tfunda það. Sú staðreynd blasir við, að Fslenzk þjóð hugsar og talar á fslenzku ellefu öldum eftir að land var numið og aldrei hefur þjóðin verið staðráðnari f þvf en nú að verja frelsi sitt, vemda tungu sfna og ávaxta arf sinn. Ég hef trú á þvf, að það. sem islendingar ætla sér, muni þeir og gjöra. Bandarfska Nóbelsskáldið William Faulkner sagði, þegar hann var hér f heimsókn. að út- lendingar gætu af hreinni slysni stigið ofan á þjóðernistána fs- lenzku. hún væri viðkvæm og menn skyldu varast hana. Það er gott að hafa slfka tá, svo þétt sem salarkynnin eru skipuð f Hótel Jörð. En það er einnig nauðsynlegt að vera ekki of viðkvæmur, rækta það innra þrek. sem úrslitum ræður, draga réttar ályktanir af arfleifð vorri og sögu og rugla ekki saman þjóðarmetnaði og þjóðar- hroka. Einstigið milli þessara tveggja eiginda er vandratað, en það mun ráða úrslitum um gæfu vora og farsæld, hvernig oss tekst það. Annað bandarfskt skáld, Long- fellow. sem var eins konar þjóð- skáld sinnar samtfðar, var heitl- aður af fornri fslenzkri og nor- rænni menningu. Hann minnist þó nokkrum sinnum á fslenzk efni f skáldskap sfnum, styðst við Ólafs Sögu Tryggvasonar f Ijóðaflokki sfnum, Tales of a Wayside Inn, notar jafnvel stuðla að fslenzkum sið. En hann komst aldrei til fs- lands frekar en ýmsir aðrir aðdá- endur þess á sfðustu öld eins og Wagner og Nietzsche. sem sumir telja mesta stflsnilling þýzkrar tungu. En upp úr sfðustu þjóðhátfð fyrir 100 árum hefur fsland opnað faðminn móti mörgum erlendum vinum sfnum. Brezka skáldið Auden kom hingað pflagrfmsferð, eins og alkunna er; heilaga jörð nefndi hann það land sem Ingólfur Arnarson helgaði goðum sfnum. Hann sagði að fsland væri Iffi sfnu eins og sólin landinu, hún varpaði lit á fjöllin, jafnvel þótt hún værí gengin til viðar. Og mesti höfundur á spænska tungu nú um stundir, argentfnska skáldið Borges. kom einnig fyrir nokkru til fslands, heillaður af fornri menningu vorri, sem seiddi hann út hingað. Hann hefur lagt sérstaka stund á forna fslenzka Ijóðlist og sagnagerð og ritað og ort um hvort tveggja, m.a. Ijóð um Snorra Sturluson, sem hann segir, að sé meiri dramatisti en sjálfur Shakespeare. xxx Ég hef kallað þessa erlendu vini fslands til vitnis um styrk Fslenzks þjóðlffs og menningar. en ætla mér að sjálfsögðu ekki þá dul, að þeir kunni betri skil á seiðmagni og styrk arfleifðar vorrar en vér sjálfir. Ég hef ekki skipað þá f neinn kviðdóm sem sé æðri og meiri en heilbrigð dómgreind al- mennings f landi voru. Ég hef einungis nefnt þá f þvf skyni að vekja athygli á þvf. að fslenzk menning hefur einnig átt erindi við aðrar þjóðir, hún hefur einnig verið andlegum stórmennum ann- arra þjóða mikil og eftirsóknar- verð reynsla. fslenzka þjóðin hefur þannig getað miðlað öðrum þjóð- um af list sinni og Iffsreynslu. Örlög hennar og andörlög eru snar þáttur heimsmenningar. Það hefur verið styrkur hennar. Fyrirheitið, sem Gunnar Gunnarsson minnist á f skáldverki sfnu um landnámið, Fóstbræðrum, hefur orðið að fag- urri staðreynd: „Fyrir þöndum seglum stefndu tveir þunghlaðnir knerrir út á vorblátt hafið," segir skáldið á einum stað f skáldverk- inu, en á öðrum: „Yfir landinu hvfldi friður og kyrrð. sem fyllti hug þeirra fjálgleik, djúpri eftir- væntingu og fyrirheitum." Með eftirvæntingu og fyrir- heitum var land vort numið; þannig horfum vér einnig út á vorblátt hafið. sem bíður nýrra kynslóða f landi voru. Borgfirðmgar fjölmenntu til Reykholts á þjóöhátíðina, en aðalhátíðar- svæðið var á flötinni framan við Reykholts- skóla, þar sem stytta Snorra Sturlusonar stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.