Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 7

Morgunblaðið - 28.07.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULÍ 1974. 7 fslenzk tunga er undirstaðan a8 tilveru fslendinga sem sérstakrar og sjálfstæSrar þjóðar I ellefu ald ir, einnig þá er fsland var ekki sjálfstætt og fullvalda rlki. Land- nám fslands og upptök tslenzkrar tungu eru eitt. Megineinkenni tslenzkrar mál- sögu eru þær litlu breytingar. sem tungan hefur tekiB, mi8a8 t.d. við nánustu frændtungur á NorSur- löndum. Eins og alkunna er. get- um vi8 fslendingar enn lesiS okkur a8 fullu gagni texta frá fyrstu öldum ritaldar, 12. og 13. öld. a.m.k. óbundið mál, þó a8 fyrir geti komiS. a8 vi8 hnjótum um eitt og eitt or8 e8a orSasamband. Ö8ru máli virSist gegna um elzta bundiS mál, einkum dróttkvæSi. En þar koma til ýmsar sérástæBur, sérstæSur orSaforSi, óvenjuleg og flókin orSasambönd (hinar svo- kölluSu kenningar), flóknar og fastskorSaSar bragreglur, óvenju- frjáls og fjölbreytileg orSaröS. Auk þess er svo bundiS mál a8 jafnaSi erfiSara viBfangs á öllum tlmum en óbundiS. Þa8. sem sagt var um óbundiS mál. á raunar fyrst og fremst viS' um nútlmaútgáfur fomra texta. t.d. fslendingasagna. meS ein- hvers konar samræmdri stafsetn- ingu. Ef leitaS er beint til frum- heimilda um fornt mál, ver8ur raunin sú. a8 þa8 er ekki eins auSlesiS og I nútlmaútgáfum. eins og allir þeir vita, sem skoSaS hafa forn handrit á söfnum e8a I Ijós- prentuSum útgáfum. Hefur flesta þeirra sjálfsagt ósjaldan rekiS I vörSumar viS fyrstu tilraunir af þessu tægi. En þetta breytir I engu þvl, sem sagt var um skilning á fomu máli óbundnu. Flest þa8. sem vand- kvæSum veldur vi8 lestur fomra handrita. á ekki rætur slnar a8 rekja til mismunar á fornu máli og nýju. hetdur til mismunar I skrift. Annars vegar var stafagerS a8 fornu um margt óllk þeirri. sem nú er. stafir dregnir á annan hátt. stafaafbrigSi notuS. sem nú em óþekkt. og jafnvel ritaSir stafir, sem ekki tlSkast I 20. aldar skrift. Hins vegar varsvo stafsetning a8 fornu mjög á reiki og sjálfri sér ósamkvæm. ein og sama orðmynd skrifuS á fleiri vegu I sama hand- riti eSa tvö óllk orð stafsett eins. Auk þessa voru svo hinar mörgu styttingar og skammstafanir I fornri skrift, og torvelda þær lest- ur. Hafa ber og I huga. a8 síSari alda skrift er oft ekki slBur torráS in en hin forna. Svo sem getið var. hafa frænd- tungur Islenzkunnar tekið svo miklum breytingum á einu árþús- undi. að nánast er um óllk tungu- mál að ræ8a I þjóðarvitundinni. enda kemur sá skilningur gjarna fram I sjálfri nafngiftinni. Þannig tala Englendingar um fornensku og nýensku nánast sem tvær tungur (Old English og New eða Modern English). Hjá okkur er þessu öðruvlsi fariS. Okkur er ekki tamt a8 tala um fornislenzku, held- ur um fornt mál eða fornmál, til aðgreiningar, og felst I þvl. að litiS sé á islenzkt mál að fornu og nýju sem eina órofa heild. Til þessa eru sennilega tvær megiriástæður. Annars vegar hefur sjálft mál- fræðikerfið haldizt lítt breytt frá fyrstu tið. Breytinga r eru með sama meginsniði, fall- og tölubeyging nafnorSa, fall-. tölu-, kyn- og stig beyging lýsingarorða, tlða , hátta- og persónubeyging sagna. Setn- ingaskipan er með svipuðu móti og orðaröð enn tiltölulega frjáls. Breytingar hafa aðeins orðið I minni háttar atriðum eins og t.d. I fleirtölu þátlSar viðtengingarhátt- ar faerum, færuð, færu fyrir eldra færim, færið, færi eða tilurð orða- sambands eins og að vera að gera e-ð. sem vafalltið hefur ekki verið til I máli landnámsmanna. Hins vegar hefur orðaferSinn tekið minni breytincfum I Islenzku en flestum skyldum málum. Fyrir rúmum þremur áratugum var gerð orðtlðniathugun á Islenzkum text- um. sem samtals voru um 100.000 orðmyndir að lengd. At- hugun sýnir, að 1000 algengustu orðmyndirnar teljast til um 520 orða. ef taldar eru saman óllkar beygingarmyndir einstakra orða. Af þessum 520 orðum eiga um 500 rætur slnar að rekja til fom- máls, ogaf hinum 20 eraðeins um helmingur örugglega til kominn eftir siðaskipti. Þvl má bæta við. að enda þótt þessar 1000 tlSustu orðmyndir væru ekki nema um 7% af heildarfjölda óllkra or8- mynda. sem fyrir komu I textun- um. þá kom hver þeirra svo oft fyrir, að samanlagt tóku þær yfir um 75% af lengd textanna (þ.e. komu fyrir samtals um 75.000 sinnum). Af þessu má ætla. að I texta, sem valinn er af handahófi. sé mikill meirihluti orðmynda a8 jafnaði af fornum toga. — 0 — En þó að Islenzk tunga hafi breytzt minna en skytd nágranna- mál. hefur hún þó að einu leyti tekið mun meiri breytingum. jafn- vel I grundvallaratriðum. en virð- ast kann vi8 fyrstu sýn og menn gera sér almennt grein fyrir. Er þá átt við breytingar á framburði, sem orðið hafa meiri I sumum atriSum I Islenzku en I skyldum grannmálum. Ein höfuðástæðan til. að menn gera sér almennt ekki grein fyrir. að þessar breytingar hafa orðið. er sú, að I ritmáli hafa ýmsir bókstafir verið áfram I notk- un, þó að hljóSgildi þeirra hafi breytzt, og stafsetning orðs hefur þvl oft haldizt óbreytt eða lltt breytt, þó að framburSarmyndin hafi gjörbreytzt. Á samhljóðum hafa orðið fjöl- margar framburðarbreytingar. og skulu örfá dæmi nefnd. Nú segja flestir eða allir t.d. baddn. steiddn l stað bar-n. stein-n (með sama n- hljóði og I enn). Nú er sagt ebbla, ebbna I stað evla. evna eða siggía. riggna I stað sig-la. rig-na (með sama g-hljóði og 1 saga). Nú má rlma saman t.d. höggnum og brögnum. sem ekki var unnt að fornu. Nú er sagt taldi I stað talði (af telja), og rlmar sú orSmynd nú við valdi (af vald), en það gerðí hún ekki a8 fornu. V-hijóðiS hefur ver- i8 óllkt þvl, sem nú er, sennilega svipað og enn er I ensku w. En þó að margar breytingar hafi orðið á framburði samhljóða, «r það þó einkum sérhljóðakerfið, sem tekið hefur grundvallarbreyt- ingum. Vi8 getum leikiS okkur að þvl I huganum. að hljóðupptaka væri til af tali landnámsmanns. Má þá með sterkum rökum ganga svo langt að segja. a8 mönnum myndi nú reynast erfitt a8 skilja þaS I fyrstu atrennu. Eru þa8 eink- um sérhljóðabreytingamar, sem þvl yllu. En á hinn bóginn eru þessar breytingar flestar svo regtulegar, að ætla má. að ekki þyrfti a8 hlusta oft, til að úr þeirri flækju færi að greiðast SérhljóSa breytingarnar, hinar helztu, má greina I eftirfarandi sex atriBi: 1) Lengd sérhljóðs er breytileg nú eftir stöðu þess I orðinu Þann- ig er i-i8 I vina langt. þar sem aðeins fer eitt samhljóð á eftir þvl. en I vinna stutt. á undan tveimur samhljóðum; hið sama t.d. I hvítur, hús. með löngu i-i og ú-i, en hvitt, húss. með stuttu. Að fornu var lengdin hins vegar föst án tillits til stoðu, en hvert sérhljóð var eins að hljóðgildi, stutt og langt. Þann- ig var munurinn á i-i og i-i lengdar- en ekki hljóðgildismunur eins og nú. Orðið visthefur t.d. verið borið fram svipað og vist nú, en I þvl orði hefur i aftur á móti verið langt, vi-st. Hið sama á við um u og ú. full hefur verið borið fram fúl-l (með II eins og I Alli). en fúll greinzt frá þvl með löngu ú-i. fú-l-l; fúl hefur hins vegar verið borið fram svipað og nú. Sams konar munur var á öðrum sérhljóðatvenndum. Voru þau sér- hljóð löng. sem nú eru rituð með broddstöfum (auk æ-s). ÞaS orð, sem nú er fár. hafði langt a og var þvl borið llkt fram og far nú. En I þvf orði, sem nú er far (með löngu a-i á undan einu samhljóði). var sérhljóðiS llkast a-inu t.d. I barr nú (þó að r-ið væri ekki langt eins og I barr). í orðum eins og far, fara var þvl stutt sérhljóð (a) og stutt sam- hljóS (r), þ.e.a.s. stutt áherzluat- kvæði af þvi tægi, sem islending- um er ekki lengur tungutamt. en er enn varðveitt á afskekktum Hreinn Benediktsson prðfessor: Um islenzka lungu að tornu og nýiu ' ' >f i rr. svæðum I NorSurlandamálum (t.d. ofartega I Guðbrandsdal). auk þess sem þessi gerð atkvæSa hef- ur orðiS til á nýjan leik annars staSar, t.d. I dönsku. 2) Að fornu var greint á milli i-s og y-s, stuttra og tangra, svo og tvihljóSanna ei-s og ey-s. á svipað- an hátt og enn er gert I Norður- landamálum. Var y (og langt ý) borið fram með kringdum vörum, svo og ey. sem hefur sennilega ekki verið ósvipað ogauer nú. 3) Það hljóð, sem nú er ritað æ og er tvfhljóB (samsett af a-i og i-i) á rætur slnar að rekja til tveggja langra hljóSa að fornu, er nú hafa runnið saman. Var annað svipað að hljóðgildi og ö nú, en hitt svip- að og e, en þó ef til vill kveðið nokkru opnari munni. Þá rímuðu t.d. ekki saman sagnirnar færa og særa; I færa var ö-hljóð, en e-hljóð I særa. Ekki var heldur sama sér- hljóð I miðst. stærri og færri (sbr. t.d.stprre og færre I dönsku). 4) Ö-hljóð nútlmamáls á rætur slnar að rekja til tveggja stuttra sérhljóða að fornu. Annað var svipað að hljóðgildi og ö nú (en lengdin greindi það frá þvf ö-i, sem orðið hefur æ). Hitt hefur verið llkara o-i. en þó ef til vill kveðið enn opnari munni (svipað t.d. og sérhljóðið I orSinu law I ensku). En það hljóð, sem nú er o og er allopið. hefur veriS lokaðra, ef til vill svipað og o I þýzku. t.d. I orðinu Sohn. Að fornu hljómuðu þvt nafnorðið ör (eftir sár) og lýs- ingarorðiS ör (I geði) ekki eins. Þá war ekki unnt að rlma saman t.d. glöggum og höggum; hið fyrra hef- ur verið borið svipað fram og nú. en hið slðara hoggum. Það hljóS, sem nú er ritað ó og er tvihljóS (lokað o + ú), var a8 fornu langt lokað o (sbr. samsvar- andi stutt o hér að ofan). Senni- lega myndi það þó ekki hljóma ósvipað I eyrum okkar og nú, þar sem munurinn á sllku einhljóði og tvlhljóðinu er ekki auðgreindur. Ennfremur var é langt einhljóð. sennilega svipað og i er nú eða litlu opnara; vél hefur þá veriB bori8 fram sem vif nú (en það or8 aftur á móti vll, möð stuttu l-i, en orðið vll svipað og'nú. með löngu í-i; um v-ið sjá hér að ofan). 5) Það hljóð, sem nú er ritað á og er tvlhljóð (samsett af a-i og i-i), á rætur stnar að rekja til tveggja langra sérhljóSa (ein- hljóða) a8 fornu. Var annað langt a (sbr. fár hér að ofan), en hitt langt opið o (og samsvaraði að hljóðgildi stutta o-inu. sem rann saman við ö). Orðin ás „stöng" og ás „guð" hljómuðu þá ekki eins (a-ss o-ss), og eintölu og fleirtölumyndirnar af ráð voru óllkar: rað og roð, þ.e. með sams konar mun og á stuttu hljóðunum I eint. land: fleirt. lond (land : lönd I nýmáli); munur á orBmyndum af þessu tægi hefur haldizt. þegar sérhljóðin voru stutt, ekki þegar þau voru löng. 6) Loks er þess að geta, að gerður var munur á venjulegum sérhljóðum og þeim, sem voru kveðin I nef. þ.e.a.s. sams konar nefhljóðum og nú eru til t.d. I frönsku. í á „kind" (þolf.) var a-i8 ónefkveðiS, en I forsetn. á var nef kveðið a. A sama hátt var gerð- ur munur á ö8rum sérhljóðum, nef kveðnum og ónefkveðnum. Auk þessara kerfisbreytinga hafa svo orðið fjölmargar breyt- ingar á einstökum sérhljóðum I vissum samböndum. t.d. er nú sagt lángur fyrir langr, seia. seli fyrir segja, segi. kvöld fyrir kveld, hvolfa fyrir hvelfa o.fl. Enn eitt dæmi má taka: Ætla má, að sögnin leyna hafi að fornu verið fram borin llkt og launa nú, en launa hafi að fornu hljómað llkt og lána nú, en lána a8 fornu svipað og lana nú; en I lana var stutt a að fornu, eins og t.d. I banna nú (þó vitaskuld án þess að n-ið tvöfald aðist I framburði eins og I banna). Til gamans skal taka sem dæmi vel kunna vlsu forna, en skipta bókstöfum og setja bandstrik til að beina athygli lesanda að þeim atriSum. þar sem helzt hefur veríð hljóðgildis- og lengdarmunur I framburði frá þvl. sem nú er. sam- kvæmt þvl sem segir hér a8 framan: Hljó-Ss blSk al-lar helgar kfndir meíri -ók mln-ni m-ogu Heim-dal-lar; wlldu -at WalfoSr w-el f-yr teljak f-ór-n spjol-l f-Ira, þás fremst -óf m-an. — 0 — A8 lokum er rétt að vtkja mjög stuttlega að öðru höfuðeinkenní á þróunarsögu (slenzkrar tungu. Litlar beinar heimildir eru um norskt mál fyrr en á 12. og 13. öld. Gætir þá nokkurs málmunar eftir landshlutum I Noregi, og er ekki ósennilegt, að sumt af þvl nái aftur til 9. og 10. aldar máls. Þó að flestir landnámsmenn kæmu úr Vestur-Noregi, greina heimildir þó frá flutningum úr öllum landshlut um. Má þvl ætla, að flest afbrigði norsks máls hafi borizt hingað. En hér hafa þau ugglaust blandazt þegar I upphafi. Hefur það óéfað leitt til jöfnunar I máli, þannig a8 á 10. öld má ætla. að Islenzkt mál hafi verið eins heilsteypt og óskipt og hugsanlegt er á jafnstóru mál- svæði. Ekkert þeirra atriða. sem óllk eru eftir landshlutum hér, á rætur slnar að rekja til landnáms- aldar. Þegar flestir segja lángur I sta8 langur, svo sem enn er til einkum á Vestfjörðum, eða dærnn fyrir da-jinn (daginn), svo sem sagt er I Skaftafellssýslu, er um að ræða breytingar, sem hafa senni- lega hafizt á 14. öld. Eiga engin landshlutaeinkenni I framburði sér eldri rætur, svo að öruggt sé. En svo sem alkunna er. eru staðbund in einkenni Islenzks máls fá og Iftilvæg, enda hefur það ætlð vertð annað höfuðeinkenni Islenzkrar tungu miðað við nánustu frænd- tungur I Evrópu, hversu lítill mun- ur er hér á máli eftir landshtutum. ■ Hér sér yfir hluta af hátíöar- svæði að Eiðum er Austfirð- ingar héldu þar þjóðhátíð sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.