Morgunblaðið - 28.07.1974, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUK 28. JULI 1974.
9
hefndu hans og fóru síðan til ís-
lands
22. Þrándur mjögsiglandi nam
land f Eystrahrepp og bjó f Þránd-
arholti.
23. Ásmundur Öndóttsson kom
út I Eyafirði og gaf Helgi magri
honum land i Hllð.
24. Ásgrimur Öndóttsson kom
einnig f Eyafjörð og gaf Helgi hon-
um land næst bróður sinum og
bjuggu þeir á syðri og ytri Glerá.
Vegna viðurnefnis föður sins voru
þeir kallaðir kræklingar og siðan
var hliðin við þá kennd og kölluð
Kræklingahlíð, sem hún heitir enn
i dag. Ásgrimur var afi Ásgrims
Elliaðgrimssonar.
25. Öndóttur Öndóttsson kom
út i Skagafirði. nam þar og bjó i
Viðvik.
26. Sleitu-Björn átti Þuriði dótt-
ur Steinólfs lága og nam hálfan
Saurbæ i Dölum. Hann hafir verið
af Egðum.
Jaðar
1. Finnur hinn auðgi Halldórs-
son. Högnasonar. fór af Stafangri
til fslands. Hann nám Leirársveit
og bjó að Miðfelli (sem nú telst til
Strandarhrepps).
2. Hafnar-Ormur nam Mela-
hverfi inn til Andakilsár og bjó i
Höfn.
Landnáma talar um þessi tvö
landnám eins og það hefi verið
eitt, „landnám þeirra Finns og
Orms". Má þvi telja liklegt að
Ormur hafi einnig verið frá Staf-
angri. en þá er átt við fjörðinn, en
ekki borg þá er nú stendur þar.
Sagt er að þeir feðgar Ásvaldur
og Þorvaldur á Dröngum hafi flúið
af Jaðri fyrir vlgasakir, en þeirra
er getið hér áður.
3. —4. Fóstbræðurnir Vest
mann og Úlfur fóru einu skipi til
fslands og námu Reykjadal i S.
Þing. að austan. Úlfur bjó undir
Skrattafelli, en Skrattaland var á
Jaðri og þykir fágætt og einkenni-
legt nafn.
Þelamörk
Úlfur gyldir hér hersir rfkur á
Þelamörk og bjó að Filavöllum.
Sonur hans var Ásgrimur, er bjó
þar siðan. Hann vildi ekki greiða
Haraldi konungi skatt og þess
vegna lét konungur drepa hann.
Tveir synir hans, Þorsteinn og
Þorgeir fóru þá til islands.
1. Þorsteinn Ásgrimsson nam
land á Rangárvöllum efri suður af
Heklu og bjó i Skarðinu eystra.
2. Þórgeir Ásgrímsson keypti
Oddalónd af Hrafni Hængssyni og
bjó siðan i Odda.
3. Þórunn móðursystir þeirra
bræðra. er út kom með þeim, nam
Þórunnarhálsa hið næsta við land-
nám Þorsteins.
:ItU- <'M
v jí'x
í4 $
—lir !' ■ v
$..*yr i;-V/ fí'Vl fó:. C V ^
Haddingjadalur
Grfmur hét maður Ingjaldsson,
Hróaldssonar úr Haddingjadal,
bróðir Ása hersis. Hann fór til
fslands og hafði vetursetu i Grims-
ey á Steingrimsfirði. Hann
drukknaði i fiskiróðri. En Bergdis
kona hans og Þórir son þeirra
námu siðan land i neðanverðum
Hnappadal.
1. Þórir Grfmsson bjó á Rauða-
mel ytra langa ævi. Hann var kall-
aður Sel-Þórir og var höfðingi mik-
ill. f elli sinni var hann blindur en
sá þó fyrir eldsuppkomu þar sem
Eldborg er nú. Hann dó I Þóris-
björg.
2. Þórir son Ása hersis Ingjalds-
sonar, Hróaldssonar, nam Kald-
nesingahrepp og bjó á Selfossi.
3. Kollur hét maður Veðrar-
Grimsson. Ásasonar hersis. Hann
kom út með Auði Djúpúðgu og
hafði forráð með henni. Hann gift-
ist sonardóttur Auðar og gaf hún
honum Laxárdal úr landnámi sínu.
Síðan var hann kallaður Dala-Koll-
ur.
Haddingjadalur kallast nú Hall-
ingdal.
Valdres
1. Bjöm hét maður auðugur og
ofláti mikill. Hann fór til fslands af
Valdresi. nam land milli Kerlingar-
dalsár og Hafursár og bjó á Reyni.
Var hann siðan kallaður Reyni-
Bjöm. Hann var forfaðir Þorláks
biskups helga.
Rogaland
Þaðan voru þeir bræðurnir Geir-
mundur heljarskinn og Hámundur
heljarskinn. Eru þeir taldir synir
Hjörs konungs, sonar Halfs kon-
ungs. Þeir voru I hernaði vestan-
hafs um þær mundir er Haraldur
konungur brauzt til valda i Noregi.
1. Geirmundur heljarskinn fór
úr Suðureyjum til fslands og nam
Skarðsströnd milli Fábeinsár og
Klofasteina og bjó á Geirmundar-
stöðum undir Skarði.
2. Hámundur heljarskinn réðist
til lags við Helga magra og kom út
með honum og nam land. Hann
bjó á Espihóli syðra i Eyafirði.
3. Örn hét maður. frændi þeirra
bræðra og kom hann hingað af
Rogplsndi. Hann nam fyrst land i
Arnaríirði og er sá fjörður við
hann kenndur. En er hann spurði
til Hámundar frænda sins fyrir
norðan. fluttist hann þangað og
fékk land út með Eyafirði og bjó i
Arnamesi.
4. Þórir sonur Grims Gráfetdar-
múla á Rogalandi nam land um
Ljósavatnsskarð. Hannvarafi Þor-
geirs Ljósvetningagóða.
Hörðaland
Ætt Hörða-Kára: Snorri Sturlu-
son segir i Heimskringlu, að á
dögum Ólafs konungs Tryggva-
sonar hafi ættbogi Hörða-Kára
verið mestur og göfgastur á
Hörðalandi. Koma þeir frændur
vfða við sögur. Sonur Hörða-Kára
var Þo leifur spaki. sem aðstoðaði
Úlfljót. við að semja fyrstu stjórn-
arskrá fslands. Annar sonur hans
var Ögmundur faðir Þórólfs
skjalgs. föður Erlings á Jaðri.
Þriðji sonur hans hét Þórður og
var hann faðir Klypps hersis, er
drap Sigurð konung slefu; dóttir
klypps var Guðrún kona Einars
Þveræings. Fjórði sonur Hörða-
Kára var Ölmóður gamli, faðir Ás
láks Fitjaskalla. sem varð bana-
maður Erlings Skjalgssonar og
þótti það frændvig óskaplegt.
Dóttir Hörða-Kára var Vilgerður
móðir Hrafna-Flóka. Önnur dóttir
hans var Þóra móðir Úlfljóts lög-
sögumanns. Landnáma segir að
Hjörleifur fóstbróðir Ingólfs hafi
verið af þessari ætt. Þóra mostur-
stöng, móðir Hákonar konungs
Aðalsteinsfóstra var f frændsemis-
tölu við Hörða-Kára. — Þórður
hreða. sem bjó að Ósi f Miðfirði,
er talinn Þórðarson. Hörða-Kára-
sonar.
1. Hrafna-Flóki hugðist fyrstur
Norðmanna nema hér land. Hann
hafði vetursetu hjá Brjánslæk og
aðra i Borgarfirði, en sigldi svo
heim. Seinna kom hann svo og
nam þá fyrst land norður í Fljótum
I Skagafirði. Hann hefir liklega átt
heima i Etnesókn á Hörðalandi
áður.
2. Eyvindur Þorsteinsson hersis
á Hörðalandi, nam fremri hluta
Reykjadals i Suður Þingeyarsýslu
og bjó á Einarsstöðum.
3. Ketill hörðski bróðir hans
nam einnig Reykjadal og bjó á
Helgastöðum.
4. Grenjaður Hrappsson nam
Þeojandadal i Suðursýslu og bjó
á Grenjaðarstöðum.(Ekki er annað
til marks um að hann hafi verið frá
Hörðalandi en hann skfrir dalinn
Þegjandadal, en svo hét þá dalur á
Sunnhörðalandi og er er það fá-
gætt nafn).
5. Þrasi sonur Þórólfs horna-
brjóts Herjúlfssonar kom af
Hörðalandi og bjó i Skógum undir
Eyafjöllum. Hann átti illdeildur
við Loðmund gamla i Sólheimum.
Sagt er að hann hafi falið gullkistu
undir Skógafossi.
6. Þórolfur Mostrarskegg kom
frá eynni Mostur. sem er undan
Sunnhörðulandi. Hann kom út
884 og nam Helgafellssveit á
Snæfellsnesi. Hann var mikill
Þórsdýrkandi og kallaði landnám
sitt Þórsnes og reisti mikið hof.
Hann stofnaði héraðsþing og hann
lagði bannhelgi á Helgafell og dó i
fellið.
7. Sölmundur sonur Þórólfs
smjörs hefir sennilega átt heima á
Sunnuhörðalandi. Eyrbyggja segir
að margir vinir Þórolfs Mostrar-
skeggs hafi ráðist til ferðar með
honum, og hafa þeir þá verið af
meginlandinu og haft sin eigin
skip. Meðal þeirra hygg eg að
Sölmundur hafi verið, en hann
nam land i Brynjudal i Hvalfirði.
Margir Hörðar hafa komið út
Kortin með greininni
eru úr Egils sögu Forn-
ritaútgáfunnar.
með Þórolfi, þótt ekki sé þess
getið.
8. Hallsteinn sonur Þórolfs
Mostrarskeggs kom út nokkuru
siðar. Þótti honum litilmannlegt
að þiggja land af föður sinum og
nam þvi land utan Þorskafjarðar á
Hallsteinsnesi.
9. —10. Frá Vors á Hörðalandi
voru þeir bræðurnir Þormóður og
Þórður gnúpa. Námu þeir land
sunnan á Snæfellsnesi innarlega.
Bjó Þórður i Gnúpudal, en Þor-
móður á Rauðkollsstöðum.
11.— 12. Frá Vors voru þeir lika
fóstbræðumir Loðmundur gamli
og Bjolfur. Loðmundur nam milli
Fúlalækjar og Hafursár og bjó að
Sólheimum, en Bjolfur nam Seyð-
. isfjörð.
13. Þórir hin hávi var kominn af
Vors. Hann nam Geitisvfk á milli
Gerpis og Reyðarfjarðar.
14. Krumur var frá Vors. Hann
nam Hafranes, Þernunes og
Skrúð.
15. Böðvar hinn hviti á Vors,
sonur Vikinga-Kára, fór til fslands
og nam Alftafjörð hinn syðra i
Austfjörðum. Hann bjó að Hofi og
reisti þar hof mikið. Dóttir
Böðvarðs var Ólöf er átti Teitur
Ketilbjarnarson og var Gissurhviti
sonur þeirra. Sonur Böðvars var
Þorsteinn, faðir Siðu-Halls. Þeir
feðgar bjuggu á Hofi þar til dfsir
drápu Þiðranda son Halls, þá
fluttist Hallur að Þvottá.
16. Brandönundur, frændi
Böðvars kom út með honum og
nam Kambsdal og inn til
Hamarsár.
1 7. Önundur tréfótur var bróðir
Guðbjargar móður Guðbrands
kúlu, en föðurkyn hans var mest
um Rogaland og Hörðaland. Hann
nam Kaldbaksvik á Ströndum.
sonur hans var Þorgrimur hæru-
kollur, faðir Ásmundar á Bjargi,
föður Grettis.
18. Ulfur vorski keypti land af
Hrollaugi jarlssyni frá Heinabergs
á að Hregggerðismúla og bjó að
Skálafelli fyrst, en síðan á Breiða
bólstað i Papsýli.
19. Reistur sonur Bjarneyja
Ketils. nam land milli Reistar-
gnúps og Rauðagnúps og bjó i
Leirhöfn. Ketill faðir hans hefir
liklega verið kenndur við Bjarn-
eyar hjá Sunnmæri. Ketill var gift-
ur Hildi, systur Ketils þistils.
20. Ketill þistill nam Þistilfjörð
milli Hundsness og Sauðaness
Sonur hans var Sigmundur land
námsmaður undir Jökli, faðir
Laugarbrekku-Einars.
21. Sigmundur Ketilsson þistils
námu land fremst á Snæfellsnesi
og bjó á Laugarbrekku.
22. Eysteinn meinfretur, sonur
Alfs úr Ostu, nam fyrst Hrúta
fjarðarströnd og bjó þar nokkra
vetur, áður en hann fékk Þórhildar
sonar dóttur Auðar djúpúðgu. Þá
réðist hann norðan i Dali og bjó
þar siðan. — Nafnið Osta hefi ég
hvergi getað fundið. en gæti ekki
skeð að hér væri átt við Ostru i
Ostrarfirði fyrir norðan Bergen?.
23. Þorgeir hörðski keyðti land
af Ásgeiri kneif undir Eyafjöllum
og bjó i Holti. Kenningarnafn hans
virðist ótvirætt benda til þess. að
hann hafi verið frá Hörðlandi. en i
Landnámu segir að hann hafi
„farið af Viggjum i Þrándheimi"
til íslands. Hann var faðir Holta-
Þóris.
Hjörleifur Hörðakonungur átti
Æsu hina Ijósu. Þeirra son Ótrygg-
ur, faðir Óblauðs, föður Hógna
hins hvíta, föður Ulfs skjalga.
24. Ulfur skjalgi Högnason kom
út samtímis Geirmundi heljar-
skinn og nam Reykjanes milli
Þorskafjarðar og Berufjarðar.
Hann átti Björgu dóttur Eyvindar
Austmanns, systur Helga magra
(Þórðarbók telur hann kominrt frá
Rogalandi).
25. Geirolfur Eiriksson, Högna-
sonar hins hvlta nam Barðaströnd
Hann var afi Gests Oddleifssonar
hins skyggna
26. Örlygur Böðvarsson fór til
íslands fyrir ofríki Haralds
konungs hárfagra. Kona hans var
Signý, systir Högna hins hvita.
Hann hafði veturvist hjá Geir-
mundi heljarskinn, en um vorið
gaf Geirmundur honum bú sitt i
Aðalvik. Örlygur nam Sléttu og
Jökulfjörðu.
27. Ketill gufa var sonur Örlygs
Hann kvæntist Ýri Geirmundar-
dóttur og nam siðan Gufufjörð og
Gúfudal.
Sogn.
Ætt Bjarnar bunu: Björn buna
hét ágætur hersir í Sogni. sonur
Gríms hersins f Sogni, Hjaldurs
sonar, Vatnarssonar konungs. Frá
Birni er nær allt stórmenni komið
á íslandi, segir Landnáma. Hann
átti 3 sonu. Einn var Ketill flat-
nefur Böm hans voru: Björn
austræni. Helgi bjóla, Auður
djúpúðga. Þórunn hyrna. Jórunn
mannvitsbrekka. Annar sonur
Bjarnar bunu var Helgi faðir
Heyangurs Bjarnar. Þriðji bróðir-
inn hét Hrappur, faðir Þórðar
skeggja og Örlygs gamla Þeir
voru þremenningar Björn buna og
Olvir barnakarl.
1. Auður djúpúðga var gift Ólafi
hvíta konungi i Dyflinni, hann fell
i orustu. Sonur þeirra var Þor-
steinn rauði, er fell á Katanesi. Þá
brá Auður til íslandsferðar. Hún
nam Dali, öll lönd í innanverðum
Hvammsfirði frá Dógurðarár til
Skraumuhlaupsár. „Auður var
vegskona mikil".
2) Björn austræni bróðir hennar
var vinur Þórolfs Mostrarskeggs
og nam land næst fyrir utan hann
á Snæfellsnesi, hann bjó i Bjarnar-
höfn.
3. Helgi bjóla bróðir þeirra nam
Kjalarnes og bjó að Hofi.
4. Ketill fiflski. sonur Jórunnar
mannvitsbrekku. nam land á Siðu
og bjó I Kirkjubæ. þar sem Papar
höfðu áður setið. Sá bær kallast
nú Kirkjubæjarklaustur.
Þórunn hyrna og Helgi magri
áttu mörg börn. Synir þeirra eru
taldir með landnámsmönnum, en
Helgi verður ekki talinn hér vegna
þess að hann var ekki norskur.
faðir hans var sænskur en móðir
irsk, en hann sjálfur fæddur á
írlandi.
Framhald á bls. 23.