Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1974.
13
SKÝRINGAR VIÐ LANDNÁMSKORT:
1. Ingólfur Arnarson • Reykjavík. 2.
Skalla-Gnmur Kveld-Ólfsson • Borg.
3. Þórólfur Mostrarskegg • Helgafell.
4. Auður djúpúðga • Hvammur. 5.
Geirmundur-Heljarskinn • Geir-
mundarstaðir. 6. Úlfur skjálgi •
Miðjanes. 7. Ingimundur gamli • Hof.
8. Sæmundur suðureyski • Sæmund-
arstaðir. 9. Helgi magri • Kristsnes.
10. Bárður Heyangurs-Bjarnason •
Lundarbrekka. 11. Uni danski •
Unaós. 12. Hrollaugur Rögnvaldsson
• Breiðabólstaður. 13. Þorgerður
ekkja Ásbjarnar Heyangurs-Bjarnason-
ar og synir hennar • Sandfell. 14.
Gnúpa-Bárður • Gnúpir (sjá 10.
Bárður Heyangurs-Bjarnarson). 15.
Ketill fíflski • Kirkjubær. 16. Ketill
hængur • Hof. 17. Ketilbjörn gamli •
Mosfell.
fjarðardölum. Merfcastur þeirra
var Þóröur gellir. sem uppi var é
fyrri hluta sögualdar.
Olfur skjálgi
Högnason
Úlfur skjélgi (rangeygi) sonur
Högna hins hvlta fór af Rogalandi
fyrir ófriSi Haralds hérfagra til (s-
lands og nam land milli Berufjarft-
ar og Þorskafjarftar, — Reykjanes
allt milli Þorskafjarftar og Hafra-
fells, segir Hauksbók. Úlfur var
höfftingi mikill og er hans vlfta
getift I sögnum, s.s. Þorskfirftinga-
sögu. Knrteikar voru meft Úlfi og
Geirmundi heljarskinn og höfftu
þeir samflot til fslands. Úlfur hús-
afti bn sinn é Miftjanesi. Kona
hans var Björg systir Helga magra
og voru synir þeirra Jörundur og
Atli hinn raufti, en Reyknesingar
voru komnir af Ara Méssyni Atla-
sonar raufta.
Geirmundur Hjörsson
heljarskinn
Geirmundur var afkomandi
Hjörleifs Hörftakonungs hins
kvensama og var sjélfur fylkiskon-
ungur I Noregi. Hann var vlkingur
mikill og herkonungur og haffti
herjaft I vesturvlking. Geirmundur
étti rlki é Rogalandi, en Haraldur
hérfagri hrakti hann frá völdum,
svo aft hann tók þaft ráð aft leita
fslands. Haffti hann samflot meft
Úlfi hinum skjélga eins og áftur
greinir. Geirmundur nam fyrst
land fré Fábeinsá til Klofasteina é
Skarftsströnd, en þótti landnám
sitt of lltift og fór þvl vestur á
Strandir og nam þar land fré
Rygtagnúp vestan til Horns og
þaftan austur til Straumness. Geir-
mundur bjó é Geirmundarstöðum
undir Skarfti, en snemma munu
bœjarhúsin hafa verið flutt, þar
sem Skarft á Skarðsströnd stendur
enn i dag. Skarð á Skarðsströnd
mun hafa haldizt I ætt Geirmundar
fram á vora daga.
Ingimundur gamli
Þorsteinsson
Ingimundur var sonur Þorsteins
Ketilssonar hersis I Raumsdal I
Noregi. Hann var víkingur mikill
og herjaði jafnan I vesturveg. Ingi-
mundur var I kærleikum við
Harald konung hárfagra og gifti
konungur honum Vigdlsi dóttur
Þóris jarls þegjanda. Ingimundur
undi hag sínum illa I Noregi og þvl
fýsti Haraldur konungur hann að
leita forlaga sinna til fslands. Áður
en Ingimundur lagði upp i íslands-
förina, var honum vísað til landa
„I dal einum milli holta tveggja".
Ingimundur tók fyrir sunnan land
og var um veturinn á Hvanneyri
með Grirni fóstbróðir sinum. I
Vatnsdal kenndi Ingimundur lönd
þau, er honum hafði verift visað
til, og nam hann dalinn allan upp
frá Helgavatni og Urðarvatni fyrir
austan. Hann reisti bæ sinn að
Hofi.
Um Ingimund er sagt. að ekki
hafi meiri öðlingur til fslands
komið, og er fræg sagan, er hann i
andarslitrunum skaut banamanni
sinum undan til að forða honum
frá hefndum. Synir Ingimundar
voru Þorsteinn, Jökull, Þórir og
Högni og tóku þeir við mannafor-
ráðum eftir föður sinn, en frá þeim
voru Vatnsdælir komnir.
Sæmundur suðureyski
Sæmundur hét maður, suður-
eyskur, félagi Ingimundar gamla.
Hann kom skipi sinu i Göngu-
skarðsós og nam Sæmundarhlíð
alla til Vatnsskarðs fyrir ofan
Sæmundarlæk og bjó á Sæmund-
arstöðum (Geirmundarstöðum —
Hauksbók). Hans sonur var Geir-
mundur, er þar bjó siðan. Sæ-
mundur hefur löngum verið talinn
fyrir landnámsmönnum i Skaga-
firfti.
Helgi magri
Eyvindarson
Eyvindur faftir Helga var sonur
Bjöms Hrólfssonar frá Ám á Gaut-
landi. Hann hafði farift i vesturvik-
ing og gengið að eiga Raförtu.
dóttur Kjarvals frakonungs, og
staðfestst á frlandi. f bemsku var
Helgi sendur I fóstur i Suðureyjar,
en var sveltur i fóstrinu, svo að
foreldrar hans þekktu hann ekki.
er þau komu aft vitja hans. Fékk
hann af þvi viðumefnið hinn
magri. Er Helgi varft fulltiða. fékk
hann Þórunnar hyrnu, dóttur
Ketils flatnefs. systur Auðar djúp-
úftgu. Um Helga segir Landnáma,
aft hann hafi verift mjög blendinn i
trúnni. Hann trúði á Krist. en hét á
Þór til sæfara og harðræða og alls
þess, er honum þótti mestu varða.
Helgi lét Þór visa sér til landa.
Hann nam allan Eyjafjörð milli
Sigluness og Reynisness og gerði
eld mikinn vift hvem vatnsós og
helgaði sér svo allt héraftift. Bæ
sinn kenndi Helgi við Krist og
kallaði Kristsnes. Niðjar Helga
magra réðu lögum og lofum i Eyja-
firði fram eftir öldum. Einn afkom-
anda hans var Viga-Glúmur, sem
miklar sögur gengu af á seinni
hluta 10. aldar.
Bárður Heyangurs-
Bjarnason
(Gnúpa-Bárður)
Bárður var sonur Heyangurs-
Bjarnar hersis úr Sogni. Hann kom
skipi sfnu I Skjálfandafljótsós og
nam Bárðardal upp frá Kálfa-
borgaré og Eyjardalsá og bjó að
Lundarbrekku um hrið. Þá mark-
aði hann af veðmm. að landviðri
voru betri en hafviðri, og ætlaði af
þvi betri lönd fyrir sunnan heiði.
Hann fluttist þvi suður yfir öræfi
með búslóft sina, fór Vonarskarð,
sem siðan heitir Bárðargata og
settist að suður i Fljótshverfi. Þar
reisti hann bæ sinn að Gnúpum og
nefndist upp frá þvi Gnúpa-
Bérður. Bárftur var maður kynsæll
og átti fjölda barna. Frá honum
var kominn Þorgeir goði að Ljósa-
vatni, sem hafði úrslitavald um
það, að kristni var lögtekin á
alþingi.
Uni danski
Garðarsson
Uni danski var sonur Garðars
Svavarssonar, þess er fyrstur fann
landið norrænna manna. Hann fór
til fslands að ráfti Haralds hár-
fagra og ætlafti að leggja landið
undir sig. og hafði konungur heit-
ið að gera hann síðan jarl sinn.
Uni tók land. þar sem nú heitir
Unaós og húsaði þar, — hann
nam land fyrir sunnan Lagarfljót.
allt hérað til Unalækjar. En er
landsmenn vissu ætlan hans, tóku
þeir að ýfast við hann, svo að
hann hrökklaftist með menn sina
til Leiðólfs kappa i Leiðólfsstöðum
á Siftu. Þar lenti hann I ástar-
ævintýri með Þórunni. dóttur
Leiðólfs. og var hún með bami um
vorift. Vildi Uni þá hlaupast á
brott, en Leiðólfur vildi, að hann
ætti dóttur sina og tæki arf eftir
sig. Lauk viðskiptum þeirra
þannig, að Leiftólfur drap Una og
förunauta hans. Sonur Una og
Þórunnar var Hróar Tungugoði.
sem tók arf eftir Leiftólf. og segir
Landnáma, aft hann hafi verift
„hift mesta afarmenni".
Hrollaugur
Rögnvaldsson
Hrollaugur var einn af frilluson-
um Rögnvalds jarls á Mæri. og
segja heimildir, að hann hafi verið
hálfbróftir Göngu-Hrólfs. sem
vann Normandí á Frakklandi. Um
Hrollaug sagði faftir hans, aft hann
mundi eigi jarl verfta, þar eft hann
heffti ekki skap til styrjalda. —
„munu vegir þinir liggja til is-
lands. Muntu þar göfugur þykja á
þvi landi og verða kynsæll. en
engi em hér forlög þin". Fór
Hrollaugur þá til Haralds konungs
og var með honum um hrift, þvi að
þeir feðgar áttu ekki skap saman
eftir þetta. Hrollaugur fór til fs-
lands með ráði konungs og hafði
með sér konu sina og syni. Kom
hann að landi austur við Hom og
skaut þar fyrir borð öndvegissúl-
um sfnum, og bar þær á land i
Homafirði. Þar nam Hrollaugur
land austan fré Horni til Kviér og
bjó fyrst undir Skarðsbrekku, en
siðan á Breiðabólstað i Fellshverfi.
Hrollaugur var höfðingi mikill, og
var jafnan vingott með honum og
Haraldi konungi. Segir sagan. að
konungur hafi sent honum ger-
semar, ölhorn gott og sverð, sem
Kolur. sonur Siðu-Halls, eignaðist
siðar, og gullhring er vó 5 aura
silfurs.
Þorgerður
á Sandfelli
Ásbjöm Heyangurs-Bjamason
maður Þorgerðar, lézt f hafi á
leiðinni til fslands, en Þorgerður
og synir þeirra tóku land og námu
Ingólfshöfðahverfi. „En þar var
mælt, að kona skyldi ei vfðara
nema land, en leiða mætti kvigu
tvævetra vorlangan dag sólsetra
milli", segir Landnáma. Þorgerður
leiddi kvigu sina undan Tóttafelli
skammt frá Kviá suður og í Kiðja-
klett hjá Jökulsfelli fyrir vestan og
nam þvf land um allt Ingólfshöfða-
hverfi á milli Kviár og Jökulsár.
Hún bjó að Sandfelli og Guðlaugur
sonur þeirra Ásbjamar eftir hana.
Annar sonur þeirra var Þorgils.
sem Hnappfellingar voru frá
komnir og sá þriðji var Össur,
faðir Þórðar Freysgoða.
Ketill fíflski
KetHI var sonur Jórunnar
mannvitsbrekku, dóttur Ketils
flatnefs. Hann fór af Suðureyjum
til fslands og nam land milli Geir-
landár og Fjarðarár I Skaftafells-
sýslu. Ketill var vel kristinn og
hlaut af þeim sökum viðumefnið
hinn fiflski. Ketill bjó að Kirkjubæ
á Siðu. og er sagt. að þar hafi
engir heiðnir menn mátt búa.
Ketill var kynsæll og átti margt
barna.
Ketill hængur
Þorkelsson
Ketill hængur var sonur Þorkels
Naumdælajarls og Hrafnhildar
dóttur Ketils hængs úr Hrafnistu
Hallbjarnarsonar hálftrölls. Ketill
hængur hefndi Þórólfs Kveldúlfs-
sonar og brenndi inni þá Hárek og
Hrærek Hildiriðarsyni. Eftir það
var honum ekki vært f Noregi fyrir
Haraldi hárfagra. og tók hann það
ráð að sigla til fslands. Hann kom
skipi sfnu i Rangárós og nam öll
lönd milli Þjórsár og Markarfljóts
og bjó að Hofi. Kona Ketils var
Ingunn og áttu þau margt bama,
en einn sona þeirra var Hrafn, sem
síðar varð lögsögumaður. Ketils er
víða getið í sögum, s.s. Egils sögu,
og einnig hafa afkomendur hans
orðið frægir i sögum þ.á.m. Ormur
sterki Stórólfsson og Gunnar á
Hliðarenda.
Ketilbjörn gamli
Ketilsson
Ketilbjörn átti Helgu, dóttur
Þórðar skeggja. og bjó i Naumudal
i Noregi. Hann fór til fslands, þá er
landið var vifta byggt með sjó.
Hann átti skip það, er Ellifti hét,
og tók land i Elliðaárós fyrir neðan
heifti. Ketilbjörn nam Grímsnes
allt upp frá Höskuldslæk, Laugar-
dal og alla Biskupstungu upp til
Stakksár. Hann byggði bæ sinn aft
Mosfelli. Sagt er. að Ketilbjörn
hafi verið svo auðugur að iausafé,
að hann hafi boðift sonum sinum
að slá þvertré úr silfri i hofift, sem
þeir létu gera. Þessu neituðu syn-
irnir, en Ketilbjörn lét þá klyfja tvo
uxa með silfri og hélt ásamt þræli
sinum og ambátt, Haka og Bót,
upp á fjalt eitt. þar sem þau fólu
féð. Siðan drap hann Haka i Haka-
skarði og Bót i Bótarskarði.
Landnáma segir. að margt stór-
menni hafi verift frá Ketilbirni
komift. Teitur sonur hans. sem
fyrstur reisti bú i Skálholti, var
faftir Gissurar hvita, sem var faðir
fsleifs biskups föftur Gissurar
biskups.
Hér lýkur þessu yfirliti, en rétt
er aft benda á. aft með þvi fylgir
landnámskort mönnum til nánari
glöggvunar.
sv.g.
Heimildarit:
Landnáma, útg.
Helgafels.
Ný íslandssaga, Björn
Þorsteinsson.
íslendingasaga I, Jón
Jóhannesson.