Morgunblaðið - 28.07.1974, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
„Þjóðhátíðarárið er fyrir allra hluta sakir merkasta og
minnisverðasta ár í sögu íslendinga á 19. öid. Á Þingvöllum
mættust menn úr flestum sveitum landsins. Snortnir af
helgi staðarins og hrifnir af þeirri hátíð endurminninga og
vona, sem þar var haldin, hljóp þeim kapp í kinn, og heima
fyrir urðu margir þeirra aflgjafar nýrra framkvæmda og
þjóðernislegrar vakningar. Þeir minntust Þingvalladaganna
til æviloka. — Samhugur þjóðarinnar varð meiri og inni-
legri en áður. Trú á land og þjóð glæddist þessa hásumar-
daga. Þjóðernisvitundin varð skýrari en áður. Þjóðin söng
öll hina nýju söngva Matthiasar og Steingrims, og áttu þeir
eigi lítinn þátt i þjóðernisvakningunni. — Sr. Matthias
Jochumsson, höfuðskáld þjóðarinnar, kallar hana „hin
miklu aldamót í sögu lands vors í ýmsan veg.""
ÞjÓÖ-
hátíð n
Gísli Sigurðsson
——i tðksaman
Svo segir Brynleifur Tobfasson I
riti stnu „ÞjóShátiðin 1874". Nú,
að hundraS árum liðnum frá þjóð-
hátiðinni 1874, er fróðlegt að Ifta
um öxl og meta stöðu okkar f Ijósi
sögunnar. Ef dæma má eftir þvf.
sem sagt var og ort 1874, þá hafa
Ifklega orðið einhver merkustu
þáttaskil f allri sögu þjóðarinnar.
Kannski mætti orða það svo, að
nútfminn hafi byrjað þá. Svipuð
vakningaralda fór um landið um
aldamótin 1900 og þriðju þátta-
skilin urðu um 1940, þegar nú-
tfma véltækni hélt ínnreið sfna
fyrir alvöru, og segja má að
bændaþjóðfélagið hafi þá heyrt
sögunni til. En við þau þáttaskil
varð engin vakning. enginn sér-
stakur þjóðemismetnaður.
Nú eru enn tfmamót og
þjóðhátíð. En tæpast er hægt að
gera sér Ijóst, að við stöndum á
þröskuldi nýrra tfma. eða að þetta
ár marki veruleg þáttaskil. Við
njótum velmegunarinnar, erum
flest södd og sæl, það er allt og
sumt. Skáldin hafa ekki orðið fyrir
teljandi innblæstri; ekkert hátfða-
Ijóð þótti verðlauna vert. Það
segir llka sfna sögu. Þjóðhátfðin f
ár hefur verið skipulögð eins og
sæmir velferðarþjóðfélagi. En eld-
móðurinn, sem fyllti hugi manna
fyrir 100 árum, virðist ekki lengur
fyrir hendi. Liklega er það ofur
eðlilegt; þegar öllu er á botninn
hvolft, hefur óteljandi takmörkum
verið náð.
Steinhús og stytta
HalldórKr. Friðriksson. alþingis-
maður og latfnuskólakennari,
hreyfði þvf fyrstur manna opinber
lega. að íslendingar ættu að halda
þjóðhátið 1874. Kom þessi
skoðun Halldórs fram f grein. sem
hann ritaði f Þjóðólf f nóvember
1863. Það var hinsvegar Sveinn
Skúlason. þingmaður NorðurÞing-
eyinga, sem fyrstur hreyfði þjóð-
hátíðarmálinu á Alþingi. sumarið
1865. Þar flutti hann
„Uppástungu um þjóðhátfð i
minningu islands byggingar".
Varð brátt verulegur áhugi á mál-
inu og töldu sumir. að á þessum
tfmamótum ætti að reisa steinhús
handa Alþingi og styttu af Ingótfi
Arnarsyni. Hafin voru samskot t
þvf skyni að koma þessu áleiðis.
Þegar kom fram á árið 1871. varð
Ijóst. að samskotaféð væri
„öldungis ónógt" til þess að koma
upp steinhúsi handa Alþingi og
var það tekið af dagskrá. En úr-
slitaþýðingu fyrir væntanlega
þjóðhátfð hafði. að á árinu 1871
var stofnað Hið fslenzka þjóðvina-
félag og stóð það fyrir þjóð
hátfðarhaldinu. f stofnskrá félags-
ins segir. að það vilji „kappkosta
að vekja og Iffga meðvitund Is-
lendinga um. að þeir séu sjálf-
stætt þjóðfélag. og hafi þvf sam-
boðin réttindi. Nú sem stendur
liggur næst að fylgja þvf fram, að
vér fáum þá stjórnarskrá. er veiti
oss fullt stjórnfrelsi f öllum
fslenzkum málum. ..."
Hugsjónamönnunum f þjóðvina-
félaginu varð að ósk sinni;
stjórnarskráin „um hin sérstak-
legu málefni tslands" var undir-
rituð f janúar þjóðhátfðarárið og
birt f heild f Þjóðólfi með tilhlýði-
legum formála:
„Vér Christian hinn Nf-
undi, af Guðs náð Dan-
merkur konungur, Vinda og
Gauta, hertogi í Slésvík,
Holtsetalandi. Stórmæri,
Þéttmerski, Lauenborg og
Aldinborg gjörum kunn-
ugt" o.s.frv.
Heima á Fróni töldu menn mikið
vanta uppá. að komið hefði verið
til móts við óskir ísfendinga i hinni
nýju stjórnarskrá. Þó var sjálfsagt
að senda kónginum þakkarávarp.
sem hófst með svofelldum orðum:
„Yðar Konunglega Hátign hefir
af landsfoðurlegri mildi látið að
bænum Alþingis og gefið oss fs-
lendingum þá stjómarbót. er veitir
þessu þingi fullt löggjafarvald og
fjárforræði. ..."
Kóngurinn kemur
Sjðlf þjóðhátfðin var ákveðin á
Þingvöllum dagana 5.—7. ágúst.
Þjóðhátiðamefnd var starfandi og
auglýsti hún f júnfmánuði eftir
frjálsum framlögum, þvf fjármagn
hafði nefndin nálega ekki neitt til
umráða. Um allt land fóru fram
eldheitar umræður um það, hvaða
mál ætti helzt að tengja þjóðhátfð-
Halldór Kr. Friðriksson, yfir-
kennari, einn af frumkvöðl-
um þjóðhátíðarhaldsins
1874 og stjórnandi þess.
inni og bera fram til sigurs. Hvatn-
ingargreinar voru skrifaðar f blöð-
in og vorið 1874 tók skáldið
Matthias Jochumsson við ritstjórn
Þjóðólfs. Hann skrifaði meðal ann-
ars:
„Þetta sumar á þjóð vor í
andlegum skilningi að
halda heilagt; tíminn er
helgitími, Drottinsdagur
sögu vorrar; nú er vitjunar-
dagur; nú eigum vér að
vera trúmenn og minnast
leyndardómanna er byrja
og enda lífið, minnast guð-
legrar forsjónar."
Þegar bloðin frá þessum tfma eru
lesin, verður Ijóst, að þrátt fyrir
hugsjónahitann og frelsisandann,
er konungskoman þungamiðja
hátfðarinnar. Fór sú frétt eins og
eldur f sinu um bæinn. þegar kon-
ungsskipið nálgaðist Seltjarnar-
nes. Reykvfkingar drifu sig niður f
fjöru. hver sem betur mátti, en
skautbúnar hefðarkonur fengu að
standa á bak við gler og horfa á
dýrðina þaðan, þvf skúraveður
var. Heiðursbogi hefði verið
reistur á landgöngubryggjunni og
hjá honum stóð embættisaðallinn.
Mannfjöldinn hrópaði húrra, þegar
kóngurinn gekk eftir rauða dregl-
inum, sem hafði verið lagður á
bryggjuna og landshöfðinginn
ávarpaði „Vorn allramildasta kon-
ung".
Þetta var áhrifamikill og eftir-
minnilegur dagur. Ólafur læknir
Finsen hefur minnzt hans svo:
,. Mikil var hrifning okkar
Reykjavikurbarna Það, sem vakti
hana. var svo margt; skreytingin f
bænum, hinn mikli fjöldi aðkom-
andi gesta hvaðanæva, skipa-
mergðin á höfninni, prúðbúnir,
einkennisklæddir hermenn og
konungsþjónar. hin yndisfagra
hljómsveit, sem fylgdi flestum
skipunum og oft létu til sfn heyra
og hrifu alla. unga sem gamla. Allt
þetta höfðum við bömin hvorki
Kristján konungur í við-
hafnarbúningi Ekki sáu
menn það á honum að
honum þætti mikið til um
Ijóðin, sem ort voru til hans
og lesin, en hinsvegar vann
hann hugi manna með alúð-
legri framkomu.
séð né heyrt áður, og getur það
aldrei liðið úr minni, þrátt fyrir
háan aldur."
Hér var brotið blað á fásinninu.
Kóngurinn bauð á hverjum degi
einhverjum embættismönnum i
miðdegisverð og purpurakæddir
þjónar báru út boðskort. Þeir
þóttu jafnvel skrautlegri en
kóngurinn sjálfur.
Gylltir skufar
og fallbyssuskot
Svo var að sjálfsögðu fylgzt
með þvf, þegar kóngurinn gekk
sjálfur um bæinn. Það gerði hann
einkum á morgnana. Þá heilsaði
hann vegfarendum og þeir heils-
uðu kurteislega á móti. Hann
langaði til að koma f islenzkan
torfbæ og kotbýlið Lækjarkot varð
fyrir valinu. Það stóð, þar sem nú
er Lækjargata 10. Þessi torfbær
fékk talsverðan frægðarljóma
vegna þess að kóngurinn leit þar
inn.
Þegar farið er yfir frásagnir af
Þjóðhátíðinni 1874, fær maður
varla varizt þeirri hugsun, að allt
umstangið hefði orðið miklu dauf-
legra án kóngsins. Svo mjög virð-
ist athygli fólks hafa beinzt að
nærveru hans. Brynleifur Tobfas-
son segir svo f bók sinni:
„Auðvitað var Reykjavík
eins og annar bær, meðan
konungur dvaldist þar með
fylgdarliði sínu og hátíða-
höldin stóðu yfir. Konungs-
fylgdin setti svip sinn á bæ-
inn og herskipin á höfnina.
Öðru hvoru drundu við fall-
byssuskotin, svo að Reyk-
víkingarnir stóðu sem
steini lostnir. Gullfjaðraðir
sjóliðsforingjar stikuðu
strætin, og hirðþjóna gat
að líta i alla vega litum
einkennisbúningum, sumir
í rauðum, aðrir í bláum
klæðum, með mislitum
fjaðraskúfum f höttunum,
með gylltum og silfruðum
axlaskúfum og skúf-
um......."
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort við á þessu herrans ári 1974
höfum nokkuð, sem jafnast á við
allt þeð gullfjaðraða stáss og fall-
byssuskyttirf, sem fylgdi kóngin-
um fyrir 100 árum. En hverfum
frá slfkum hugleiðingum. Áfram
með kónginn.
Um hríð höfum við hér f höfuð-
staðnum haft mynd hans fyrir
augum, þar sem hann stendur
teinréttur, steyptur f eir á blettin-
um framan við Stjórnarráðshúsið
og réttir fram stjórnarskrána,
þetta þráða plagg. Á þjóðhátíðar-
samkomunni í Reykjavík, annan
dag ágústmánaðar 1874. var
kóngurinn miðpunktur herlegheit-
anna og Pétur biskup komst svo
að orði i hátfðarræðunni:
„Nú hefur vor allramild
asti konungur Kristján 9. af
landsföðurlegri mildi sinni
fullkomnað þetta verk og
gefið Alþingi sína fullu þýð-
ingu sem löggjefandi þingi;
með þessari dýrmætu
frelsisveitingu hefir vor
allramildasti konungur
stofnað hér sannarlegt
þjóðllf. . . . Þessum allra-
mildasta konungi vorum
eigum vér íslendingar þvi
meira að þakka en
nokkrum öðrum Danmerk-
ur konungi. . . ."
ÞjóSsöngur og sjö
kvæði í einum hvelli
Já, mikil var sú mildi. En fleira
gerðist fréttnæmt á þjóðhátiðar-
samkomu f Reykjavfk. Meðal
þess, sem þá heyrðist sungið f
alfyrsta sinn. var nýr lofsöngur
eftir höfuðskáld þjóðarinnar á
þeim tfma. Matthfas Jochumsson:
Ó guðs vors lands. Gerðu menn
góðan róm að hinum verðandi
þjóðsöng fslendinga og þótti hann
hljóma fagurlega úr Dómkirkj-
unni. Þó var þar maður meðal
hátfðargesta, sem lét sér fátt um
finnast. Það var höfundurinn
sjálfur, séra Matthfas. „Fannst sál
minni það sem „hljómandi málm-
urog hvellandi bjalla". og gladdist
ég hvorki né metnaðist", sagði
skáldið sfðar.
Ekki má gleyma þvf. að eins-
konar listahátfð fór fram á Þjóð-
hátfðinni 1874. Myndlistar-
frömuðurinn Sigurður málari var
að vfsu deyjandi maður og átti um
þetta leyti mánuð ólifaðan, sjúkur
og misskilinn. En ég kem nánar að
þætti hans sfðar. Hin lifandi list