Alþýðublaðið - 12.10.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.10.1930, Blaðsíða 2
2 ALÞtÐÖBLAÐIÐ Hæstaréttardómnrinn f vaxtatoknmáli Jóhannesar, fyrrv. hæjarSógeta. (Nl.) ---- Af þeim ófullkomnu upplýsing- um, sem fyrir hendi eru, þykir mega ráða, a'ð það hafi verið venja að láta embættismenn njóta vaxta af fé í embættissjóði, er þeir geymdu um stundarsakir í banka, og beið þar útborgunar, og að yfir höfuð hafi verið venja skiftaráðenda, eftir að reglugerð 17. júní 1915 gekk í gildi, að leggja búafé, er inn til þeirra greiddist, í sameiginlegan sjóð embættisins og greiða búunum eigi vexti af því meðan það stóð þar, nema um verulegar upp- hœðir hafi verid ad rœða eða dráttur á báskiftunum hafi verið fyrirsjáanlegur. Að eigi hafi verið venja að greiða vexti af fé í sam- eiginlegum embættissjóði, á það bendir einnig það, að þegar ríkis- sjóður hefír samkvæmt 100. gr. skiftaíaganna orðið að greiða búafé, er staðið hefir inni hjá skiftaráðanda, þá hefir ríkissjóður eigi, svo vitað sé, greitt búum vexti af innstæðunum. Enn frem- ur er það Ijóst, að ákvæði síðari hluta 8. gr. í lögum nr. 67/1928 um að embættismenn þeir í Reykjavik, er ræðiir um í lög- unum, þar með talinn skiftaráð- andi, skuli ávaxta fé það, er þeir faafi undir höndum vegna emh ættis síns, til hagnaðar fyrir eigendur þess, hvilir á þeirri for- sendu, að hér sé um nýmæli að ræða, enda er þá jafnframt á- kveðið, að rekstur umræddra embætta greiðist úr ríkissjóði; en lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1929, samtímis því, er ákærði lét af embætti. Og í umræðunum á alþingi um lög nr. 25/1929, er Iögleiða almenna skyldu fyrir skiftaráðendur til að ávaxta búa- fé í bönkum og sparisjóðum til hagnaðar fyrir eigendur þess, kemur það skýrt fram, að gengið hefir verið út frá því, að til þess tíma hafi sú venja viðgengist, að skiftaráðendur hafi riotið vaxta af fé búa undir skiftum búa til reksturs embættis sins. Að öllu þessu athuguöu verður ákærða eigi refsað fyrir það út af fyrir sig, að hann hefir eigi tilfært búum vexti í hér um ræddum tilfellum. En hins vegar var ákærða sem skiítaráðanja skylt, þegar verulegt fé búi t;l- heyrandi Lá hjá honum eða í embættissjóði vaxtalaust og fyr- ÍTsjáanlegt var að dráttur yrði á skiftunum, að aðvara rétta um- í ráðamenn fjárins um það og gefa þeim kost á að taka ákvörðun um ávöxtun þess, og sömuleiðis var honum skylt að sjá um, að enginn ónauðsynlegur dráttur yrði á skiftum búsins, en á þessu hefir orðið misbrestur hjá á- kærða, og er vanræksla hans í þessu efni reísiverð samkvæmt j 144. gr. hegmngarlaganna. J Þá er það sannað, að ákærði hefir haft þá venju að hefja innstæður, er bú hafa átt í bönk- um og sparisjóðum, og leggja þær inn í sjóð embættisins. Hefir ákærði neitað því eindregið og afdráttarlaust, að hann hafi gert þetta í ávinningsskyni, en kveðst hafa hagað þessu þannig til þess að vera ætíð- undir það búinn að geta borgað útgjöld búanna með peningum eða ávísunum á banka, en hitt hafi verið ógerlegt með þeirn starfskröftmn, er hann hafi haft á að skipa, að hafa banka eða sparisjóðskonto fyrir hvert einstakt bú, enda hafi það verið aetlun sín að skifta búunurn þá þegar eða mjög fljótt eftir að innstæðan var hafin, þótt þessu ástundum hafi ekki orðið fram- gengt. Hafi reglan verið sú, að búunum hafi verið gerð grein fyrir vöxtum til þess dags, er iinnstæðan var tekin út, en þar á móti hafi búinu ekki verið reiknaðir neinir vextir eftir að féð var komið inn á sjóð embætt- isins. Hefir í allflestum eða öll- um tilfellum verið lögð fram á skiftafundi skilagrein fyrir inn- stæðum ag vöxtum til þess dags, er innstæðan var tekin út. Hefir skrifstofa lögmannsins í Reykja- vik tekið þessar skilagreinir út úr búskjölunum og þær verið lagðar fram af nýju í hæstarétti. Undir rannsókn málsins var þess farið á leit af hálfu ákærða, að rannsóknardómarinn léti búa til sérstakan útreikning yfir vöxtu af því fé, sem ákærði hefir tekið út úr sparisjóðsbókum búa, frá því er það var tekið út og til þess, er það var útborgað eða skifti fóru fram, en með því að það var eigi gert hefir hinn skip- aði verjandi látið semja skrá yf- ir öll þau bú, þar sem sparisjóðs- innsfæður hafnar hafa verið — þar með þó eigi talin innritunar- skirteini — og reikna út vextina, samkvæmt skrá þessari, er lögð hefir verið fram í hæstarétti, hef- ir ákærði hafið sparisjóðsinn- (Stæður í 88 búum og hafa vextir af imnstæðunum á þeim tæpléga 11 árum, er ákærði hefir gegnt bæjarfógetaembættinu í Reykja- vik, getað numið samtals kr. 9971,83, reiknað með vaxtarfæti 3/4 o/o. 1 50 búum hafa vextirnir ekki numið meiru en 50 kr. og í mörgum þeirra undir 10 kr. I nokkrum af búum þeim, er vext- irnir hafa numið hærri upphæð, er það sjáanlegt, að ástæða hefir verið til að taka upphæðina út að öllu eða nokkru leyti, þann- ig má t. d. nefna dánarbú Mor- ten Hansen. f>ar hafa verið hinn 24. sept. 1923 hafnar sparisjóðs- innstæður að upphæð um 43 000 kr., en daginn eftir hafa tveimur erfingjum verið greiddar 30 000 kr. fyrir fram upp í arf log þriðja erfingjanum 5000 kr. tveim mán- uðum síðar. Pað er ná að vísu Ijóst, að ákœrði hefir í mörgum báum hafið innstœður búsins úr spari- sjóði án pess að séð verði af aðalreikningsbókum eða skifta- bókum embœttisins, að úttektin hafi verið nauðsynleg vegna út- borgana úr búinu, en engu að síður verður það þó ekki álitið, að ákærði hafi gert þetta í þeim tilgangi að afla sér óréttmæts ávinnings og brestur því heimild til að refsa honum fyrir þetta eftir 142. gr. hegningarlaganna, enda bera skiftabækumar það með sér, að í flestum þeim bú- um þar sem verulegar spari- sjóðsinnstæður hafa verið hafn- ar, hafa erfingjar eða umboðs- menin þeirra mætt í skiftalok: samþykt skiftin og gefið skilyrð- islausa kvittun fyrir arfinum. Hins vegar bar ákærða rík skylda til að láta eigi skifti búa þessara dragast að nauðsynjaíláusu eftir að innstæður voru hafnar, en af rannsókn málsins og skiftabók- unum pykir pað Ijóst, að skiftin hafa í eigi allfá skifti dregist lengur en nauðsyn bar til, og þótt aðkallandi embættiisannir og dagleg störf, sem eklri mátti fresta, hafi valdið miklu í þessu efni, verður það þó í ýmsum til- fellum eigi talin nægileg rétt- lætjng á drætti búskiftanna og verður því að telja dráttinn refsi- verðan samkvæmt 144. gr. hegn- ingarlaganna. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 800 kr. sekt til rílkissjóðs og komi 40 daga éinfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan mánaðar frá hirtingu dóms þessa. Ákærða ber .og að greiða allan kostnað máls þessa bæði í héraði og hæsta- rétti, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, sem ákveðast 200 kr. til hvors. Mál þetta kom til réttarins í byrjun dezbr.mán. f. á., og var þá þegar skipaður sækjandi og verjandi; skiftust þeir svo á sóknar- og varnar-'skjölum og var málið því næst lagt í dóm 23. júní þ. á., en þar sem máliið er umfangsmikið og mikil vinna hefir verið lögð í sókn þess og vörn og margra nýrra skjala afl- að af verjanda hálfu, málinu til upplýsingar, þá þykir dráttur sá, er orðið hefir á sókn þess og vörn, réttlættur. Kauphallasveiflurnar. “ Lundúnum (UP). 11. okt. FB. Frá New York er símað: Mikil verðbréfahækkun á kauphöllinni í gær. Verð á komi og hveiti hækkaði mikið. Tveir menn hverfa. 1 fyrra kvöld eftir að „Detti- foss“ var kominn hingað kvaðsí Pétur Guðmundsson vélstjóri, sem á heima á Klapparstíg 18r ætla að fara út í skipið til að skoða vélar þess. Fór hann síðan að heiman, og vita menn ekki meira um ferðir hans; en hann kom ekki heim aftur, og seint í gærdag var ekki kunnugt um, að neinn hafi orðið hans var eftir að hann fór að heiman, og í „Dettifoss" kom hann ekki. Var leitað talsvert að honum í gær,. meðal annars meðfram allrihöfn- inni og fyrir innan bæ, en ár- angurslaust. Pétur er ættaður úr Önundar- firði. Hann er meðal elztu vél- stjóra hér í Reykjavík, hefir oft- ast verið á togurum, dugnaðar- maður og kunnur Reykvíkingur. Hann er 52 ára að aldri, kvæntur og á uppkomin böm. Sveinbjörn Jakobsson úr ölafs- vík var staddur hér í Reykjavík og dvaldi hjá dóttur sinni. Hann hefir ekki sést síðan á fimtudag- inn. Var í fyrstu ekki leitað að mun, því að haldið var, að ekki væri neitt athugavert við, þótt hann kæmi ekki þangað heim þá þegar; en hann hafði ráðgert að fara heimleiðis í fyrra kvöld. Þegar hans varð þá enn ekki vart, var fengin aðstoð lögregl- unnar til að leita að honum, en hann var ekki fundinn í gær- kveldi, og vita menn ekki, hvað af honum hefir orðið. Fær Gunnar Gunnarsson [bókmentaverðlaun Nobels? Nýlega barst danska blaðiaiu „Berlingske Tiiende" símskeyti; frá Stokkhólmi þess efnis, að þeir rithöfundar, sem helzt liti út fyrir að fengju bókmentaverðlaun Nobels að þessu sinni væru; fs- íendingurinn Gunnar Gunnarsson, Daninn Jóhannes V. Jensen og Ameríkumaðurinn Theodor Drei- ser. Þess var enn fiemur getiö, að ef að tveir hinir fymefndu ekki fengju verðlaunin, þá myndi það valda, að sænska „Akadem- íið“, sem á að úthluta verðlaun- unum, væri hrætt við að veita verðlaurin Norðurlandarithöfund- um ár eftir ár. Atlantshafsflugið. Lundúnum (UP). 11- okt. FB. Frá Croydon er símað; „Coíum- bia“ fór frá Tresco á Scillyeyj- um kl. 1 e. h. í dag og kom tiL Croydon kl. 3,55 e. h. Kaup ð Kyndil, blað Sambandis ungra jafnaðar- m,anna! Gerist áskrifendur í af- greiðslu Alþýðublaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.