Alþýðublaðið - 12.10.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1930, Blaðsíða 4
▲EÞyÐOÐ&AÐIÐ 4 Gððar og ódýrar vornr. Nokkur sett Karlmannsfatnaðar verða seld með sérstaklega tágu verði, nokkur stykki Kvenregnkápur frá kr. 19,50, Vetrar- kápur á konur, nokkur stykki frá kr. 16,90. Telpuvetrarkápur afar-ódýrar. Kvenkjólar úr silki seljast afar-ódýrt, Morgunkjól- ar frá 3—5 krónum. Náttkjóíar, stórt úrval, frá 3 krónum. Kven- buxur frá kr. 1,35. Kvenbolir frá kr. 1,25. Silkinærfatnaður, stærsta úrval í borginni. Sængurveraefnið bláa og bleika, 4,95 í verið. Stóru Koddaverin til að skifta í tvent, gjafverð. Það, sem eftir er af silfurplettvöru, á að seljast upp fyrir lítið verð. Komið og kaupið mikið fyrir litla peninga. Klöpp, Laugavegi 28. Sími 1527. Samvinmifélag fiskveiðibænda f Vatnsleysustrandai hreppi. Nýlega hefiir verið stof nað sam- vinnufélag fiskveiðibænda í Vatnsleysustrandarhreppi í Gull- bringusýslu (Vatnsleysuströnd og Vogum) í þeim tilgangi að koma á fót skipulagsbundinni samvinnu meðal félagsmanna í fiskveiðum, verkun og sölu á fiski og fisk- áfurðum og um imnkaup á veið- arfærum og öðru þvi, er að fisk- veiðum og fiskverkun lýtur og þeir þurfa á að halda, enn fiemur til að koma á samvinnu um byggingu og starfrækslu íshúss, veiðarfæragerð, lýsisbræðslu, fiskimjölsgerð, og í öllum öðrum Kveðjuhljómleikar Einars Markans verðla í dag kl. 3 í Nýja Bíó. Ristir djúpt. „Morgunblaðfið“ segir i gær, að „Dettifoss“ sé 235 fet á lengd og 236 fet á dýpt, þ. e. að hann risti einu feti dýpra en hann er lang- ur. Þetta mun þykja ótrúlegt, og varla kemur þetta af stað neinum grun urn, að ritstjórar „Morgun- blað)sins“ risti dýpra en haldið hefir verið til þessa. Danzskóli Rigmor Hanson byrjar á morgun í salnum í Varðarhúsinu, eins og auglýst er hér í blaðinu. Hún kom heim með ,,Dettifossi“ beina leið frá Lundúnum. Hún kennir nýjustu samkvæmisdanzana í danzskóla sinuni og heima í einkastundum. Mentaskólinn á Akureyri. Steindór Steindórsson náttúru- fræðingur hefir verið settur kenn- ari við skólann. Kennarar við barnaskóla. Valdimar Össurarson hefir ver- ið settur kennari við barnaskól- iðnaðargreinum, er sianda í sam- bandi við sjávarútveg, samkvæmt þvi, sem segir í samþyktum fé- lagsins. Enn fremur er tilgangur félagsins að vinna að umbótum á veiði- og sölu-aðferðum, auk- inni vöruvöndun og sem full- komnastri hagnýtingu aflans. Félagið safnar fé í tryggingar- og rekstursrsjóði. Framkvæmdastjóri félagsins er Árni Klemenz Hallgrímsson í Ausiurkoti i Vogum. Samþyktir félagsins voru gerð- ar 20. júlí s. 1. Heitir það Ot- gerðarfélag Vatnsleysustrandar. ann í Sandgerði, Gunnlaugur Jónsson skipaður kennari við barnaskólann á Akranesi og Guð- jón Hallgrímsson settur kennari þar, Kriistín Jóhannesdóttir sett kennari viö barnaskólann' í Filatey á Breiðafirði, Sigurður Heiðberg skipaður kennari við heiman- gönguskólann í Tólknafirði, Þor- leifur Bjarnason settur kennari við barnaskólann á Suðureyrivið Súgandafjörð, Hannibal Valdi- marsson skipaður kennari við barnaskólann í Súðavík, Gunn- laugur Halldórsson skipaður kennari við heimangönguskólann á Svalbarðsströnd í Suður-Þing- eyjarsýslu,' Eiinarína Guðmunds- dóttir sett kennari við barnaskól- ann á Eskifirði og Hjörtur L. Jónsson (ekki Hjörtur Ólafsson) isettur kennari við barnaskólann í Grindavik. / Gagnfcæðaskólian í Vestmanna eyjum. Þorsiteiinn Þ. Víglundarson hefir verið settur skólastjóri gagn- fræðaskólans. Manntal á aö fara fram um landið alt 2. dezember í haust. Vilji verkatnanna. Að eins Alpýðusamband íslanðs. Á fundi verkamannafélagsins „Dagsbrúnar“ í gærkveldi var samþykt með miklum atkvæða- mun tillaga félagsstjórnarinnar, sem birt var hér í blaðinu í fyrra dag, gegn, stofnun sérstaks verklýÖssambands., Ivað er að frétta? Tagararnir. Afli „Sindra“, sem kom af ísfiskveiðum í gærmorg- un, var 700 körfur. — Enskur togari kom hingað í gær til að fá vistir. Skipafréttir. „Esja“ var væntan- leg til Hornafjarðar kl. 10 í morgun. „Suðurland" kom í gær úr Borgarnessför. — Skip, sem nýlega kom með timbur til Árna Jónssonar, fór aftur í gær. Isfisksala. ,,Skallagrímur“ seldi afla sinn í Englandi á miðviku- daginn fyrir 970 sterlingspund. Hann er á heimleið. Hfúskapur. 4. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingi- björg Jónsdóttir og Lúðvík Bjarnason verzlunarmaður. Séra Friðrik Hallgrímsson gaf þau saman. Hjálprœdisherinn. Samkomur i dag: Helgunarsamkoma kl. 101/2 árd. Sunnudagaskóli kl. 2. Úti- samkoma á Lækjartorgi kl. 4. Barnasamkoma kl. 6. Hjálpræðis- samkoma kl. 8. E. W. Roe kapt. stjómar. Strengjasveitin og lúðra- flokkurinn aðstoða. Allir vel- komnir. Hornbjargsvitinn. Kveikt var á honurn 26. f. m. ! Uppsetning vidtœkja. Ríkisút- varpið hafði fyrirhugað að stofna til námskeiðs nú í haust, þar sem uppsetningamenn viðtækja gætu fengið ókeypis tilsögn í uppsetningu tæk|ja, jmeðferð og helztu viðgerðum. En er til fram- kvæmda skyldi koma, þótti eigi hyggilegt að fastbinda ákveðinn tíma til þes&arar tilsagnar, vegna óhentugra skipafer'ða, óþæginda og kostnaðar fyrir hlutaðeigandi menn við að sækja slíkt náms- skeið. Nú hefir aftur á móti verið ákveðið, að þeir menn, sem hafá í hyggju að annast upp- setningar og viðgerðir viðtækja, fái, í haust og framvegis ókeypis tilsögn, í framangreindum efnum, er þeir eiga ferð til Reykjavíkur eða gera sér ferð í þeim til- gangi. Tilsögnina annast Við- tækjaverzlun ríkiisins, og ber mönnum að snúa sér til fram- kvæmdastjóra hennar, herra Sveins Ingvarssonar í Lækjargöíu 10, Reykjavík. (FB.) Hjónaband. I gær voru gefin saman í hjónaband Guðlaugur /Einarsson bifreiðarstjóri og ung- frú Katrín Regina Frimannsdóttir. Heimili þeirra er a'ð Vesturgötu 51C. Séra Jón Árnason gaf þau saman. 7 dagar eru í hverri viku, og hver dagur kostar peninga. Ef pér kaupið vöruryðari VÖRU HÚSINU 6 daga vikunnar, pá getið pér 7. daginn skemt yður fyrir pá peninga, sem pér hafið grætt á pvi að verzla við VÖRUHÚSIÐ. Komið því nú þegar og skoð- ið okkar fallega úrval af alls konar ‘klæðnaði bæði fyrir fullorðna og börn, og þér munuð s.annfærast um, a'ð við bjóðum yður góðar vörur fyrir saningjarnt verði NB. Síðústu dagana höfum við fengið mikið og smekklegt úrval af karlmannafrökkum og karlmannafötum. Komið og skoðið vörurnar. Það kostar ekkert. Llfor og h]ortn ódýrnst. KLEIN, Baldursgötu 14, Sími 73. m* Sendisvein vantar. G. Bfapnason & Fjeldsted Orgelkensla. Eins og að undanföinu kenni ég undirritaður orgelspil. Lárus Jónsson, Kirkju- vegi 19, Hafnarf rði. MUNIÐ: Ef ykkur vantar hús- gögn ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið í fornsöluna, Aðalstræti 16, sími 1089 eða 1738. Fransmenn ðrnkkna. Þrjátíu franskir fiskimenn drukknuðu við Morbihan-strönd- ina 23. f. mán. Það var ofviðlri þann dag, er skall á skyndilega. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.