Morgunblaðið - 17.08.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGUST 1974
3
Dugguvogur 2.
Borgarstjóri veitir lögreglustjóra skjal fyrir hönd lögreglustöðvarinnar. Hjá honum stendur Hermann
Hermannsson forstjóri Sundhallarinnar. Ljósmyndirnar tók Sv. Þorm.
fegursta
gata Reykj a víkur
Margar viðurkenningar
veittar fyrir fegurð
og góða umgengni
ÞAÐ hefur orðið hefð á starfs-
vettvangi Fegrunarnefndar
Reykjavfkur að veita á afmæli
borgarinnar, þann 18. ágúst ár
hvert, fyrirtækjum, stofnunum
og einstaklingum viðurkenn-
ingarskjal fyrir snyrtilega um-
gengni á lóðum, fallegar
gluggaútstillingar, veggmerk-
ingar, falleg mannvirki, og auk
þess er failegasta gatan valin.
vel hirt hús. I gær var sett upp
merki við götuna, þar sem
stendur, að Hvassaleiti hafi
orðið fyrir valinu sem fegursta
gata borgarinnar f ár.
I tilefni af þjóðhátíðarári var
haldin fegrunarvika dagana 9.
— 16. júní. með sameinuðu
átaki fegrunarnefnda Garða-
hrepps, Hafnarfjarðar, Kópa-
vogs, Mosfellshrepps, Reykja-
Vitarnir við hafnarmynnið.
Þar sem afmælið ber nú upp á
sunnudag, voru þessar viður-
kenningar afhentar að Höfða f
gær. Elín Pálmadóttir,
formaður umhverfismálaráðs,
bauð gesti velkomna með
nokkrum orðum, en sfðan
gerðu formenn hinna ýmsu
dómnefnda grein fyrir niður-
stöðum þeirra. Loks talaði
Birgir tsleifur Gunnarsson,
borgarstjóri, og afhenti viður-
kenningarskjölin. Fegursta
gatan f ár var valin Hvassaleiti.
Segir í niðurstöðum dómnefnd-
ar, að það hafi legið f loftinu
nokkur undanfarin ár, að þessi
gata yrði brátt fyrir valtnu, en
viss atriði hafi orðið þess vald-
andi, að ekki varð af þvf fyrr en
nú.
Hvassaleiti hafi margt sér til
ágætis, margvfslegar húsagerð-
ir, þar séu viðbótarstfgar fyrir
bakhús, gróðursælir garðar víð
götu, fallegar vegghleðslur og
víkur og Seltjarnarness, var
bæklingi með einkunnarorðun-
um ,,nú þrífur og prýðir hver
hjá sér“ og meðfylgjandi verk-
efnalista, dreift í öll hús á
svæðinu. Veggspjöld voru sett
upp í verslunum og á öðrum
fjölförnum stöðum.
t Reykjavík var samvinna
höfð við fjölda félagasamtaka
um hreinsun og fegrun
borgarinnar. Tekið var við
ábendingum, kvörtunum og
hreinsanabeiðnum í síma. Fjar-
lægði hreinsunardeildin saman
tekið rusl af lóðum, eigendum
að kostnaðarlausu, alla
fegrunarvikuna.
Farið var um borgina i sumar
og húseigendum sendir ábend-
ingarmiðar þar sem einhverju
þótti ábótavant. A fjórða
hundrað slíkra miða voru send-
ir út með góðum árangri.
Einnig voru ýmsum aðilum
send umkvörtunarbréf.
I tilefni af afmæli Reykja-
víkur þann 18. ágúst n.k., ákvað
Fegrunarnefnd Reykjavíkur,
sem nú starfar í umboði
Umhverfismálaráðs, að veita
fyrirtækjum, stofnunum og ein-
staklingum skrautskrifað við-
urkenningarskjal fyrir snyrti-
lega umgengni á lóðum, falleg-
ar gluggaútstillingar, vegg-
merkingar og falleg mannvirki.
Fulltrúar Arkitektafélags ís-
lands, Einar Þ. Asgeirsson,
Stefán Jónsson og Benjamín
Magnússon, völdu 11 fegurstu
mannvirki í Reykjavík.
Hlutverk dómnefndar var að
velja 3 góð og fögur mannvirki í
Reykjavík í tilefni afmælis
borgarinnar 18. ágúst. Valið var
bundið við þrjú tímabil,
1930—1938, 1939—1970 og eftir
1970. Válið fór fram dagana 9.
— 13. ágúst með þeim hætti, að
haldnir voru 4 fundir ásamt
ökuferðum um borgina.
A. Nefndin taldi rétt að
fjölga nokkuð mannvirkjum er
valin yrðu, með tilliti til þess,
að á nefndum þrem tímabilum
er nær ógerningur að gera upp
á milli ýmissa gjöróllkra mann-
virkja án þess óbeint að mæla
sérstaklega með einhverjum
ákveðnum stílbrigðum.
B. I öðru lagi þótti nefndinni
vel -við eiga á þjóðhátíðarári, að
nefna góð verk nokkurra arki-
tekta um leið og þeirra sjálfra
væri minnst.
I heild verða því valin mann-
virki 11 talsins og er það
kannski vel við hæfi eftir 11
alda búsetu í Reykjavík.
Þess ber þó sérstaklega að
geta, að eitt mannvirki I Blesu-
gróf, sem nefndin var sammála
um að veita hefði átt viður-
kenningu, hefur nýlega verið
jafnað við jörðu.
Nöfn og dæmi um verk
látinna arkitekta:
1. Rögnvaldur Ölafsson
Sóleyjargata 1
2. Guðjón Samúelsson Sund-
höllin
3. Sigurður Guðmundsson og
Eirfkur Einarsson Fossvogs-
kapella.
4. Ágúst Pálsson Neskirkja
5. Sigvaldi Thordarson Fjöl-
býlishús Skaftahlíð 12—22
6. Skarphéðinn Jóhannsson
Menntaskólinn við Hamrahlíð.
C. Iðnaðar- og geymslu-
húsnæði i Reykjavík fer ört
vaxandi og áhrif þeirra húsa á
heildarmynd borgarinnar gætir
I æ ríkara mæli, — þykir því vel
Menntaskólinn við Hamrahlfð.
Sólvallagata 1.
við hæfi að benda á nokkur
mannvirki, þar sem vel hefur
tekizt til um hönnun og fram-
kvæmd. (Nr. 7, 8, 9.)
Einnig er ástæða til að geta
eins af fáum verkum, þar sem
horfið er frá hefðbundnu formi
meðgóðum árangri. (Nr. 10)
Að lokum má nefna eldri
mannvirki, sem setja svip á
borgina, svo sem innsiglingar-
vita hafnarinnar. Þeir eru í
senn einfaldir að gerð og í góðu
samræmi við hafnarmannvirki
það, er þeir standa á og sóma
sér vel sem hlið borgarinnar frá
sjávarsíðunni.
7. Iðnaðarhús við Dugguvog
2, Gunnar Guðmundsson hf.
8. Iðnaðarhús við Sundagarða
4, Eggert Kristjánsson hf.
9. Kyndistöð hitaveitu við
Bæjarháls
10. Kirkja Óháða safnaðarins
við Háteigsveg
11. Hafnarvitar við inn-
siglingu.
Fulltrúi Kaupmannasamtaka
Islands, Sólveig Sveinsdóttir,
fulltrúi Félags íslenskra iðn-
rekenda, Bjarni Kristinsson, og
fulltrúi fegrunarnefndar. Eva
Hallvarðsdóttir, völdu snyrti-
legustu fyrirtækin og stofnan-
irnar og fallegustu gluggaút-
stillingarnar. Þau lögðu til, að
eftirtalin fyrirtæki og stofnanir
hlytu viðurkenningu fyrir
snyrtimennsku:
Tollhúsið, Tryggvagötu 19
Lögreglustöðin, Hverfisgötu
113—115 ., ......
»* ramhald á bls. 23.
Neskirkja.
Hvassaleiti valin