Morgunblaðið - 10.09.1974, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974
Ingunn með
nýtt met
INGUNN Einarsdóttir, ÍR, setti
nýtt Islandsmet f 100 metra
hlaupi á frjálsfþróttamóti f
Svfþjóð á laugardaginn. Hún
hljóp á 12,2 sekúndum, en gamla
metið átti hún sjálf, 12,3 sekúnd-
ur. Veður var óhagstætt þegar
keppnin fór fram, rigning og mót-
vindur.
Iðrandi ávís-
anafalsari
BENSINIÐ A ENN
EFTIR AÐ HÆKKA
Ríkið fær 3500 miílj. á ári í bensínskatta
FYRISJAANLEGT er að bensfn
mun bráðiega hækka enn meira f
verði. Hinn 1. október n.k. kemur
til framkvæmda 2% söluskatts-
hækkun, sem valda mun um einn-
ar krónu hækkun á útsöluverði
bensfns. Þá liggur fyrir hjá verð-
lagsyfirvöldum beiðni frá olfufé-
lögum um þriggja krónu hækkun
til að vega upp á móti þeirri
skuld, sem Innkaupajöfnunar-
sjóður er í við olfufélögin, en hún
nemur 104 milljónum vegna
bensfnsins eins. Ef beiðni olfufé-
laganna verður tekin til greina,
getur svo farið, að bensfnlftrinn
fari f 52 krónur.
Mbl. sneri sér í gær til Einars
Flygenring framkvæmdastjóra
Félags ísl. bifreiðaeigenda og
innti eflir viðbrögðum féiagsins
vegna hinnar miklu hækkunar á
bensini. Einar sagði, að félagið
mótmælti því harðlega, að ætíð
væri gripið til sömu aðgerðanna
þegar ríkissjóð vantaði fé. „Það er
alltaf höggvið í sama knérunn og
bifreiðaeigendur látnir borga
brúsann. FÍB mun á næstu dög-
um láta frá sér fara ítarlega
FólMð svaf á meðan þjófiir-
inn sagaði sig inn í íbúðina
INNBROT var framið í Sfðan fór hann inn í fbúðina og
kjallarafbúð f Hlfðunum
aðfararnótt sl. sunnudags. Þjóf-
urinn fór inn um eldhúsglugg-
ann, braut rúður og sagaði auk
þess f sundur gluggakarmana.
lét þar greipar sópa á meðan
húsráðendur sváfu svefni
hinna réttlátu.
Húsráðendunum brá eðlilega
Framhald á bls. 31
greinargerð vegna þessa máls,“
sagði Einar.
Mgl. fékk margar fróðlegar
upplýsingar hjá Einari. T.d. kom
það fram, að hlutur ríkissjóðs í
bensinverðinu jókst stórlega við
síðustu hækkun, úr 36 krónum í
48 krónur. Fær ríkissjóður nú 29
krónur af þeirri upphæð, eða
60,84%, en fékk áður rétt 50%.
Sagði Einar, að miðað við 120
milljón lítra notkun á ári þýddi
þetta, að ríkissjóður fengi í sinn
hlut 3500 milljónir á ársgrund-
velli i vegagjöld, söluskatt og önn-
ur gjöld. Hækkunin þýddi 12%
aukningu rekstrarkostnaðar
venjulegs bfls.
Þá kom það fram hjá Einari, að
samkvæmt tölum frá Alþjóðasam-
bandi bifreiðaeigenda er bensfn
nú hvergi dýrara en á íslandi.
Næst á eftir okkur koma Norð-
menn með 44 krónur lítrann, en
bensínið er ódýrast í Bretlandi 31
króna lítrinn. Venjulegasta verð-
ið í Evrópulöndum er á bilinu
36 — 42 krónur lítrinn.
Mikil
aðsókn í
„ódýra”
bensínið
Það var mikil aðsókn f
ódýru bensíndropana á
sunnudaginn. Biðraðir
voru við flestar bensfn-
stöðvar og dagsalan var
margföld á við venju-
lega sunnudaga. Daginn
eftir hækkaði bensínlítr-
inn um 12 krónur.
Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
UM helgina kom maður nokkur
til lögreglunnar og vildi játa
stuld á ávfsanahefti og ávfsana-
fals. Þegar farið var að athuga
málið stóð þetta heima, maðurinn
hafði stolið ávfsanahefti fyrir
helgi og vantaði f það 10 blöð. I
gær voru komin f leitirnar
nokkur blöð úr þessu hefti,
samtals að upphæð 25 þúsund
krónur.
— Útvarpsráð
Framhald af bls. 32
Mbl. sneri sér f gær til sr. Emils
Björnssonar fréttastjóra sjón-
varpsins vegna tilnefningar fram-
angreindra manna í innlenda
þáttinn. Hann sagði: „Tilnefning
útvarpsráðs á þessum 8 mönnum,
sem fréttamenn sjónvarpsins geta
leitað til, og hafa reyndar tilnefnt
suma sjálfir, færir heldur út kví-
arnar frá því sem var f fyrra.
Fréttastofan telur sig ekki ríg-
bundna af þvf að leita eingöngu
til þessara 8 manna, heldur geta
leitað til fleiri. Rétt er að geta
þess, að þeir, sem eru tilnefndir,
eru ekki á föstum Iaunum."
Garðar Cortes söng-
stjóri Fílharmóníunnar
GARÐAR Cortes hefur verið ráð-
inn stjórnandi söngsveitarinnar
Fflharmónfu, f stað dr. Róberts
Abrahams Ottóssonar, sem lézt á
Síldarsöltun hefst á
Hornafirði á morgun
— afli reknetabáta hefur verið góður yfirsndarmatsstjóri er farmn
SlLDARSÖLTUN hefst á Hornar-
firði á morgun og verður þá sölt-
uð sfld f fyrsta skipti á tslandi f
tvö ár eða frá því að sfldin var
fríÍUð íyrir tveimur árum. Rek-
netabátar, sem stunda veiðar
austan við Hrollaugseyjar, hafa
aflað ágætlega sfðustu daga og
fengið allt að 220 tunnur á reki.
Nfu bátar stunda nú rekncta-
veiðar og landa þeir allir á Höfn f
Hornafirði, hefur aflí þeirra
verið með sæmilegasta móti eða
frá 50—220 tunnur á reki. Fram
til þessa hefur öll sfldin verið
fryst f nýja frystihúsinu á Horna-
firði og er nú búið að frysta þar
350 lestir af sfld.
Jens Mikaelsson verkstjóri hjá
Frystihúsi Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga á Hornafirði sagði í
samtali við Morgunblaðió í gær,
að bezta veiðin hefði v»-;-“
föstudag, en h-! -”“tf s^-
t,.- . t-a rekk Skinney 220
-uiinur og Vfsir 204 tunnur. Þann
dag bárust 550 tunnur að landi.
„Vinna í frystihúsinu er mjög
mikil," sagði Jens og bætti við:
„Unnið er frá kl. 8 á morgnana til
12 ákvöldinog okkur vantar margt
fólk, sérstaklega fer okkur að
vanta fólk nú, þegar skólarnir
byrja. Við hefðum aldrei getað
fryst þetta síldarmagn, ef nýja
frystihúsið væri ekki að verða til-
búið. Þar frystum við síldina, en
afli togbáta, sem eru 12 talsins, er
unninn I gamla frystihúsinu."
Þá sagði Jens, að algjör vand-
ræði hefðu skapazt ef nýja frysti-
húsið væri ekki fyrir hendi.
Síðari hluti september og október
væru beztu reknetamánuðirnir og
mætti þvf búast við, að mikil síld
ætti eftir að berast á land.“
Eins og fyrr segir hefst síldar-
söltunin á morgun og verður s»|t
að inni í húsi cf’
■ „-ouain verður verk-
uu a venjulegan hátt, þ.e. haus-
skorin og slógdregin. Við þetta
mun skapast mjög mikil vinna og
gera Hornfirðingar sér vonir um,
að síldarsöltun getj.staðið fram
undir jól. Helgi Angantýsson
til Hornafjarðar, en þar mun
hann sjá um síldarsöltunina.
s.l. vori. Dr. Róbert var aðal
hvatamaður að stofnun sveitar-
innar og stjórnandi frá byrjun.
Fyrsta verk sveitarinnar undir
stjórn hins nýja stjórnanda verð-
ur verkið Carmina Burana eftir
Carl Orff, en það var einmitt
fyrsta _verkefnið, sem sveitin
réðst í að flytja fyrir 11—12 árum
síðan. Verður verkið flutt I lok
apríl. Þá mun sveitin í vetur æfa
verk til flutnings með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, en þar verður
Garðar ekki stjórnandi, heldur
verður hann í einsöngshlutverki I
því. verki.
„Ég mun reyna að stikla í kring-
um fótspor dr. Róberts, það gétur
enginn fetað þau,“ sagði hinn
ungi söngstjóri er Mbl. innti hann
eftir því hvernig honum væri
innanbrjósts nú þegar hann tæki
við þessu starfi.
O. r 1 • ; í*
atórþjöínaöuriim á Heílis=
sandi er enn óupplýstur
I GÆRKVÖLDI hafði ekki tekizt
að upplýsa stórþjófnaðinn, sem
framinn var f kaupfélagsútibúinu
á Hellissandi aðfararnótt s.l.
föstudags, þegar stolið var 495
þúsund krónum f reiðufé úr pen-
ingaskáp. Lögreglumenn þ.á m.
íveir frá rannsóknarlögreglunni f
Reykjavfk, hafa «***'£ unnl0 að
rannsókn málsins, og hafa mjög
margir verið yfirheyrðir vegna
þess.
Það er Kaupfélag Borgfirðinga,
sem rekur útibú á Hellissandi.
Verzlunarhúsið er tengt íbúð úti-
bú.sstjórans og er innangengt úr
Íbúðinni inn í vérz'lúmná.'Lýkill-
inn að peningaskápnum er
geymdur f Ibúð útibússtjórans.
A föstudagskvöld hélt hljömsyeit
Ragnars Bjarnasonar skemmtun á
staðnum, svokallaða Sumargleði.
Fór útibússtjórinn á skemmtun-
ina ásamt konu sinni, en börn
þeirra vnrn Urðu þau
einskis vör er þjófurinn læddist
inn um nóttina. Er talið, að hann
hafi farið inn um glugga. Greini-
legt er á vegsummerkjum, að
hann hefur þekkt vel til á staðn-
um.
Um morguninn þurfti útibús-
stjórinn að fara í peningaskápinn
tiráð kktiífá’avfsúhr VáF'rykififrm5
þá á sínum stað, en þegar útibús-
stjórinn opnaði skápinn greip
hann í tómt. Allir peningarnir
voru horínir, samtals 495 þúsund
krónur í reiðufé eins og að íráiu-
an greinir, en þjófurinn hafði
ekki cnort *- r_
_ vio avisunum, sem
voru f skápnum. Lögreglunni var
þegar tilkynnt um þjófnaðinn, og
hóf hún rannsókn málsins, og á
sunnudaginn komu tveir sérfræð-
ingar frá rannsóknarlögreglunni í
Reykjavík vestur, þeir Magnús
Magnússon og Hannes Thoraren-
sen. Málið var ekki upplýst þegar
Mbl. hafði samband við Hellis-
«Sáfldf gáéiicveidf." • *■» *■ * v.»v •