Morgunblaðið - 10.09.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 10.09.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 Kjell Bækkelund í Norræna húsinu Ein kona sækir námskeiðið,og virðist hún una hag sfnum hið bezta. Ljósm. Mbl. Br.H. NÁMSKEIÐ HALÞIÐ FYRIR KENNARA I SJOVINNU Mánudaginn 2. sept. hófst á vegum menntamálaráðuneytisins og Fiskifélags Islands námsskeið fyrir þá, sem vilja leggja fyrir sig að kenna á sjóvinnunámsskeið- um, sem ætlunin er að halda við skóla vfða um land. Stefán Olafur Jónsson fulltrúi f menntamála- ráðuneytinu setti námsskeiðið og reifaði f ræðu sinni aðdraganda og gang mála f þessu efni. Það er lengi búið að vera á döfinni að tengja sjóvinnunám hinni almennu unglingakennslu og skólakerfinu. Síðast liðinn vetur, var efnt til sjóvinnunámsskeiða að tilhlutan sjávarútvegsráðuneytisins og F. í. allvíða í sjávarplássunum við unglinga- og gagnfræðaskóla. Starfsmenn Fiskifélagsins, þeir Hörður Þorsteinsson og Pétur Ólafsson ferðuðust þá um landið og hjálpuðu til að koma þessum námsskeiðum f gang. Þeir sömu menn kenna á kennaranámsskeið- inu, og veitir Hörður því forstöðu. Það var fyrirsjáanlegt, að náms- skeiðahaldið mundi sem fyrr verða stopult, ef það tengdist ekki skólakerfinu, og þess vegna hlut- aðist Fiskifélagið til um það, að menntamálaráðuneytið gengi í málið og hefur Stefán Ólafur Jónsson unnið að skipulagningu til frambúðar á vegum ráðu- neytisins. Enn er þó ekki lokið að skipa þessum málum til fram- búðar, en með áðurnefndu náms- skeiði fyrir kennaraefni er kom- inn umtalsverður skriður á málið í þá átt, að sjóvinna verði valgrein í unglinga- og gagnfræðaskólum. Það kom einnig fljótt í ljós, að hörgull mundi verða á kennur- um, ef sjóvinnukennsla yrði almennt tekin upp í skólum, og af þeim sökum þótti nauðsyn að efna til sérstaks kennara námsskeiðs. Þátttakendur á þessu fyrsta námsskeiði eru 27 talsins. Um helmingur þeirra eru skip- stjórnarlærðir menn, en hinn helmingurinn er úr ýmsum stétt- um, menn utan af landi, sem hugsa sér að hafa sjóvinnukennsl- una, sem aukastarf, einnig eru þarna nokkrir atvinnukennarar. Ein kona er á námsskeiðinu. Kennt er í tveimur hópum frá því kl. 9 á morgnana til kl. 4 á daginn. Er sá hópurinn, sem kann öll vinnubrögðin, en þarf að læra að kenna þau, uppi f Stýrimanna- skóla en hinn hópurinn, sem bæði þarf að læra vinnubrögðin, siglingafræðina og kennsluað- ferðina, er f Austurbæjarskól- anum. Námið felst f því að vinna við kaðla og víra (hnútar og splæsningar) og net (bæting og uppsetning), undirstöðuatriði f siglingafræði og sem áður segir kennsluaðferðir þessara greina. Allmargir fyrirlestrar munu verða haldnir. Námskeiðinu á að ljúka föstu- daginn 12. sept., og fá þá þátttak- endur vottorð frá menntamála- ráðuneytinu um það, að þeir geti tekið að sér sjóvinnukennslu fyrir byrjendur. FYRSTI gestur Norræna hússins á þessu starfsári er norski píanó- leikarinn Kjell Bækkelund. Hann er Islendingum að góðu kunnur, en hann hefur áður haldið hér tónleika, bæði á vegum Tónlistar- félagsins og hann hefur nokkrum sinnum, komið fram sem ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Islands. Að þessu sinni kemur Bække- lund hingað á vegum Norræna hússins í samvinnú.við Félag tón- listarkennara. Miðvikudaginn 11. september og fimmtudaginn 12. september heldur Bækkelund fyrirlestra-tónleika fyrir Félag tónlistarkennara í Tónlistar- skólanum í Reykjavfk. Fyrri fyrirlesturinn, sem hefst kl. 20.30, fjallar um Grieg og píanóverk Tvær nýjar símstöðvar t GÆR var opnuð ný sjálfvirk sfmstöð á Þórshöfn, og f dag klukkan 16.30 verður opnuð ný sjálfvirk sfmstöð á Vopnafirði. Svæðisnúmer á Þórshöfn er 96, notendanúmer 81100—81299. Stöðin er gerð fyrir 200 númer, en fjöldi notenda er 118 (þar af 6 nýir). Sveitasímar eru 40, sveita- linur 5, og vallínur til Raufar- hafnar 6. Svæðisnúmer á Vopnafirði er 97, notendanúmer 3100—3299. Stöðin er gerð fyrir 200 númer, en notendur eru 120 (þar af 4 nýir). Sveitasímar eru 57, sveitalínur 5 og vallínur til Egilsstaða 7. hans, en sá síðari, sem hefst kl. 17.00, fjallar um nútímapíanótón- list á Norðurlöndum. Laugardag- inn 14. september heldur svo Bækkelund pianótónleika í Nor- ræna húsinu og hefjast þeir kl. 17.00 Á efnisskrá verður nútima- píanótónlist frá hinum Norður- löndunum. Sala á miðum hefst. fimmtudaginn 12. september í kaffistofu Norræna hússins. Bækkelund er mjög virkur þátt- takandi í norrænu menningar- samstarfi og sem píanóleikari er hann þekktur sérstaklega fyrir túlkun á nútímatónlist og gefst því tónlistarunnendum hér sér- stakt tækifæri til að kynnast því, sem nú er efst á baugi í píanó- bókmenntum á hinum Norður- löndunum. Kjell Bækkelund. Kynnið ykkur skólaritvélina, sem vinnur eins og rafritvél Gerð 1350 Vélin, sem hagar sér eins og raf- magnsritvél með hinni nýju sjálf- virku vagnfærslu áfram. 8 stillingar á dálka. Hefur auk þess alla kosti gerðar 900. Er í fallegri tösku úr gerviefni. BORGARFELL Skólavörðustíg 23, sími 1 1372. Umboðsmenn úti á landi Borgarnes, Verzl. Stjarnan. ísafjörður, Bókaverzl. Jónasar T ómassonar. Blönduós, Trésmiðjan Fróði. Sauðárkrókur, Bókaverzl. Kr. Blöndal. Siglufjörður, Bókaverzl. Hannes- ar Jónassonar. Akureyri, Bókabúð Huld. Húsavik, Bókaverzl. Þórarins Stefánssonar. Seyðisfjörður, Verzl. A. Boga- sonar og E. Sigurðssonar. Neskaupsstaður, Bókaberzl. Höskuldar Stefánssonar. Eskifjörður, Verzl, Rafvirkinn. Höfn í Hornafirði, K.A.S.K. Vík i Mýrdal, Kaupfélag Skaftfell- inga. Selfoss. Verzl. H.B. Keflavík, Sportvík s.f. brother skólaritvélar hafa farið sigurför um landið og eru nr. 1 á óskalista allra nemenda í landinu og allra þeirra, sem þurfa að nota ferðaritvélar. BROTHER skólaritvélar eru úr stáli, eru fallegar og traustar, en kosta samt mun minna en allar samþærilegar vélar. 2JA ÁRA ÁBYRGÐ. Gerð 1510 hefur alla kosti gerðar 1350 og hefur auk þess valskúplingu og lausan dálkastilli, þannig að dálka má stilla inn eða taka út hvar sem er á blaðinu. Mjög sterkbyggð vél í fallegri leðurlíkistösku. Verð ritvéla hefir farið mjög hækkandi erlendis undanfarið og búist er við frekari hækkunum. 3erð 900 3 línubil, auðveld spássíustillii 1 /2 færsla, 3 litarbandsstilling spássíuútlausn og lyklaútlau ásláttarstillir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.