Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 14
J4r MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr eintakið.
Allmikíð hefur verið rætt
um sjónvarpsstöð varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.
Mál þetta hefur verið hið mesta
leiðindamál um margra ára
skeið og . sitt sýnzt hverjum,
eins og endra nær Vinstri
stjórnin ákvað að lokum, að
sjónvarpsstöð þessari yrði skor-
inn sá stakkur, að hún næði
ekki nema til varnarstöðvarinn-
ar sjálfrar, enda var annað ekki
ætlunin í upphafi. Margir hafa
orðið til þess að taka þessari
ákvörðun illa og ekki óskiljan-
legt, þegar haft er í huga, að
þeir hafa lagt í verulegan
kostnað til að ná þessum sjón-
varpsmyndum, og ríkið hefur
ekki hindrað þá í því.
Svo oft hefur verið fjallað um
þetta sjónvarp frá ýmsum hlið-
um, að það verður ekki gert
ítarlega hér að þessu sinni.
Ýmsir segja, að íslendingar
ættu að njóta þess frelsis að fá
að horfa á sjónvarpsmyndir
þessar óhindrað Allt annað en
fullt frelsi íslendinga í þessu
efni sé fyrir neðan allar hellur.
Aðrir hafa bent á, að sjónvarps-
reksturinn sé lögbrot, islenzka
ríkisútvarpið eitt hafi leyfi til að
reka útvarp og sjónvarp á ís-
landi, en einkaleyfi þetta hafi
verið brotið með aðgerðum
varnarliðsins og þegjandi sam-
þykki ríkisvaldsins. Þá er þess
einnig krafizt, að einokun ríkis-
fjölmiðla sé afnumin, svo flókið
mál og viðkvæmt sem það virð-
ist vera í fljótu bragði, enda
þótt sjálfsagt sé að taka það til
alvadegrar athugunar, ekki sízt
vegna þess, hve íslenzka sjón-
varpið á erfitt uppdráttar að
margra dómi. Sumir gera jafn-
vel ráð fyrir, að þess sé ekki
langt að bíða, að fréttaefnið
verði annaðhvort á finnsku eða
sænsku, sbr. samtalsþáttinn á
sunnudagskvöld.
Sumir halda því fram, að
íslenzk menning hljóti að eiga
þann merg að geta staðizt
ásókn slíkrar erlendrar sjón-
varpsstöðvar, enda sé jafnmik-
ið erlent efni í íslenzka sjón-
varpinu og hinu bandaríska,
aðrir vara við hættunni af
þessu erlenda sjónvarpi og
telja að það gæti orðið íslenzkri
menningu skeinuhætt, þegar
fram líða stundir.
í lýðræðisflokkunum eru
skiptar skoðanir um afstöðu til
þessa sjónvarps, eins og oft vill
verða, og Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði á
fundi sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík ekki alls fyrir löngu,
að hann teldi persónulega að
leyfa ætti mönnum að horfa á
sjónvarp þetta, enda væri þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
sjálfsvald sett, hvaða afstöðu
þeir hefðu, ef og þegar málið
verður rætt á Alþingi íslend-
inga. Sverrir Hermannsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
á Austurlandi, taldi í umræðum
á Alþingi um þingsályktunartil-
lögu Alberts Guðmundssonar,
alþingismanns, þess efnis að
leyfa bæri íslendingum að
horfa á bandaríska sjónvarpið,
að tillagan væri beinlínis í and-
stöðu við stjórnarskrá íslands
og ríkjandi lög, þar eð þess
væri krafizt, að varnarliðið
fengi að brjóta einkaleyfi ríkis-
útvarpsins, sem tryggt væri
með lögum.
Þannig mætti lengi telja og
hafa komið fram margvísleg
sjónarmið önnur en hér hafa
verið upp talin, t.d. er athyglis-
vert niðurlag á þingsályktunar-
tillögu Alberts Guðmundsson-
ar, en þar segir: „Jafnframt
felur Alþingi ríkisstjórninni að
láta fara fram athugun á,
hvaða möguleikar eru til staðar
fyrir ísland að komast i sam-
band við útsendingar erlendra
sjónvarpsstöðva gegnum hið
alþjóðlega fjarskiptakerfi TEL-
STAR, og þá um leið afla
upplýsinga um kostnað við
slíkt framtak." Á þetta hljóta
flestir að geta fallizt.
Loks má nefna þá ábendingu
Sigurðar Líndals prófessors,
að: „Og í framhaldi af frelsis-
tali, t.d. Alberts Guðmunds-
sonar, þá má gefa því gaum,
hvernig frelsi er háttað á öðrum
sviðum, t.d. í atvinnulifinu.
Ýmislegar hömlur eru lagðar á
erlenda aðila að setja niður
fyrirtæki á íslandi, t.d.
verzlunarfyrirtæki eða iðnfyrir-
tæki. En það getur vel verið, að
neytandinn vildi fá aukið val-
frelsi með því að skipta við
útlenda kaupmenn og vera
óháður Islenzkri verzlunarstétt.
Frelsi manna er svo sannarlega
takmarkað á fjölmörgum
sviðum. Mér hefur nú sýnzt, að
hvorki forráðamenn í verzlun
né iðnaði væru sérlega spenntir
fyrir slíku frelsi. Það getur hins
vegar verið, að aðrir séu það.
Það er oft skírskotað til þess í
sambandi við sjónvarpsmálið,
að íslenzk menning sé svo
traust og styrk, að þetta geri
ekkert til. Þetta eru m.a. rök
Alberts Guðmundssonar. Með
sömu rökum má halda því
fram, að íslenzkt atvinnulíf sé
svo styrkt að það sé sjálfsagt að
hleypa hér útlendum fyrirtækj-
um inn eins og menn vilja. .
Þannig svarar prófessorinn
ummælum Alberts Guðmunds-
sonar alþingismanns um frelsið
og er augljóst, að enn um sinn
geta menn agnúazt talsvert um
sjónvarpsstöðina I Keflavlk,
enda þótt vinstri stjórnin hafi
ákveðið að loka henni og það
hafi nú verið gert, að því er
Morgunblaðinu er bezt kunn-
ugt. Hér er um tilfinningamál
að ræða, og slík mál eru oft
vandmeðfarin. En hvernig sem
menn líta á mál þetta, ber að
varast vanhugsuð ummæli og
öfgar, sem gera ekki annað en
drepa málinu á dreif og gera
það enn flóknara. Sem dæmi
um slíkt má nefna þær fullyrð-
ingar í Rabbi í síðustu Lesbók
Mbl., að gefa eigi alla fjölmiðl-
un frjálsa á íslandi, „þannig
gæti hvaða aðili í þjóðfélaginu
sem væri rekið sína útvarps-
eða sjónvarpsstöð, varnarliðið
á Keflavíkurflugvelli gæti rekið
20 slíkar stöðvar eða fleiri, ef
forráðamenn þess óskuðu að
gera það . . ." segir í fyrr-
nefndri Lesbókargrein, en sem
kunnugt er, eiga sér stað víð-
tæk skoðanaskipti í Morgun-
blaðinu, og þar fá ýmsar skoð-
anir inni, einnig skoðanir önd-
verðar stefnu blaðsins.
Enginn getur talað í alvöru,
eins og gert er í fyrrnefndri
Lesbókargrein. Eða — ættum
við t.a.m. að leyfa Rússum að
setja hér upp hvaða fjölmiðla-
starfsemi sem þeir vildu, „ef
forráðamenn (þeirra) óskuðu að
gera það"? Eða Bretum, eða
Vestur-Þjóðverjum — til að við
gætum nú einu sinni fengið
sannleikann í þorskastrlði og
landhelgisdeiluml! Hér i blað-
inu hefur verið höfð uppi hörð
gagnrýni á starfsemi APN/-
Novosti, sovézku fréttastofunn-
ar, sem starfar hér á vegum
sovézka sendiráðsins, fyrir sví-
virðilegar árásir á Solzhenitsyn
og aðra frelsisunnandi Rússa
auk ýmiss konar annarra upp-
lýsinga og „frétta", og þess
krafizt, að fréttastofunni sé ekki
heimilt að misnota svo aðstöðu
sovézka sendiráðsins hér á
landi.
í fyrrnefndu Rabbi er einok-
un íslenzka ríkisins á starfsemi
hljóðvarps og sjónvarps jafnað
við það, þegar Sovétstjórnin
hefur neitað sovézkum borgur-
um um þau sjálfsögðu mann-
réttindi að búa við tjáninga-
frelsi. Ef einhverjum þætti
þetta tvennt sambærilegt í al-
vöru, ætti sá hinn sami ekki að
þurfa að hafa miklar áhyggjur
af Solzhenitsyn og öðrum sov-
ézkum frelsishetjum nú um
stundir. Ef kjör þeirra hafa ekki
verið verri og tjáningafrelsi
þeirra ekki minna en venjulegs
íslenzks borgara, getum við
hætt að berjast gegn kommún-
ismanum. En auðvitað dettur
engum heilvita manni slíkt I
hug. Ef þetta tvennt væri sam-
bærilegt, hefðu andstæðingar
kommúnismans á íslandi barizt
við vindmyllur nú um nokkra
áratugi.
Ein helzta röksemdin gegn
því, að íslendingar eignuðust
aðild að Efnahagsbandalaginu,
var sú að þá opnaðist markaður
fyrir erlent vinnuafl og Efna-
hagsbandalagslöndin hefðu
hér íhlutunarrétt um fiskveiði-
mál. íslendingar vilja sjálfir búa
að fiskimiðum sínum og þeir
eru t.a.m. ákveðnir að gera
land sitt ekki að erlendri veiði-
stasion. Þeir eru staðráðnir I að
takmarka „frelsi" annarra þjóða
í landi sinu. í því m.a. er fólgið
fullveldi þess. Þeir stíga aldrei
nein spor í átt til fullveldissvipt-
ingar. Þess vegna reka þeir
eigin verzlun og eigin iðnað.
Um það hafa allir verið sam-
mála, en undantekningar koma
til greina, ef íslendingar sjálfir
ákveða, t.d. þegar þeir gera
samninga um veiðiréttindi við
erlendar þjóðir. Þannig hefur
rekstur sjónvarpsstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli heyrt til
undantekninga, sem fjöldi
manna hefur sætt sig við og vill
enn sætta sig við, margir óska
jafnvel eftir að tekið sé fullt tillit
til hennar I þjóðfélaginu og
skírskota m.a. til einstaklings-
frelsis og tjáningafrelsis.
Morgunblaðið hefur áður tekið
I þann streng, að íslenzkri
menningu ætti ekki að stafa
sérstök hætta af sjónvarpsstöð
varnarliðsins, frekar en ýmsu
erlendu efni, sem hingað berst.
En úr því sem komið er verður
þessi undantekning ekki gerð
áfram nema með ákvörðun Al-
ingis, og þá yrðu auðvitað
Bandaríkjamenn einnig að vera
tilbúnir til að hefja aftur sjón-
varpsstarfsemi með þeim
hætti, sem þeir hafa gert
undanfarin ár.
En hvað sem því líður, þá er
frelsið á íslandi og á að vera
íslendinga einna. Fullveldi ís-
lands er m.a. fólgið I því að
takmarka „frelsi" annarra þjóða
I landinu. Við það hljóta menn
að sætta sig. Raunar ætti eng-
inn íslendingur að sætta sig við
annað.
Og svo er eitt: Er varnarliðið
„aðili I þjóðfélaginu"? Varnar-
liðið er hér vegna þátttöku
íslands I varnarsamstarfi vest-
rænna þjóða og eigin öryggis.
Það er hér vegna sérstakrar
ákvörðunar Alþingis íslend-
inga. Og allir hafa verið sam-
mála um, að varnarliðið fari,
strax og óhætt þykir. Varnar-
liðið er utanaðkomandi aðili I
sjálfstæðu Islenzku þjóðfélagi.
Það er gestur. Að vlsu velkom-
inn gestur vegna aðstæðna I
heiminum og þess ótrygga
ástands, sem ríkir á Norðurhöf-
um vegna sívaxandi þrýstings
sovézka flotans. Því ber flest-
um saman um, að varnarliðið
sé hér af illri nauðsyn. Við
skulum halda okkurvið það.
Sjónvarp, frelsi, fullveldi
Vandamálin við Miðjarðarhafsbotn
Taif, Saudi Arabíu: Það er
ekki auðverlt verk að skýra
bandarískar stjórnmálaflækj-
ur erlendis. Fyrir nokkrum
mánuðum sagði Chou En-lai
forsætisráðherra mér I
Peking, að I Kína væri ekki
litið á Watergatemálið sem
„hneyksli", heldur væri það
imynd þeirra fyrirbæra, sem
búist er við að eigi sér stað I
bandarísku þjóðfélagi.
Pompidou, fyrrverandi
Frakklandsforseti, fullvissaði
mig um, stuttu áður en hann
lézt, að Watergatemálið væri
táknrænt fyrir þær deilur
millí löggjafar- og fram-
kvæmdarvalds, sem Frakkar
ættu að venjast. Það hefði
vakið miklu meiri ólgu meðal
Frakka þegar Bandarikja-
menn hættu að flytja út soya-
baunir.
Hér I þessu fjarlæga olíu-
auðuga landi, þar sem kon-
ungsstjórn er að taka við af
ótrúlega stifu og siðferðilega
ströngu lénsskipulagi, sem
var grundvallað á ritningum
Kóransins, er litið öðrum
augum á Watergatemálið.
Það, ásamt því, sem er .álitið
samsæri til að bola Kissinger
frá ríkisstjórninni, er. talið
íhugað ráðabrugg.
Það, heyrir maður, er ráða-
brugg sovézkra kommúnista
og ísraelskra zíonista. Til
hvers? Til þess að fella ríkis-
stjórn Bandaríkjanna, sem
reynir af einlægni að koma á
friði I Miðausturlöndum með
því að þvinga fsraelsmenn til
að yfirgefa öll svæði, sem
þeir hafa hertekið síðan I sex-
dagastríðinu 1967 og til
þess að viðurkenna rétt
Palestínu-Araba.
Þessi hugmynd hljómar
auðvitað fáranlega I eyrum
Bandaríkjamanna. Það er
álitið fáranlegt, að nokkrum
skuli detta I hug, að komm-
únistar og zíonistar séu
bandamenn, því að þeir fyrr-
nefndu eru alltaf að gagn-
rýna þá síðarnefndu og ríkis-
stjórnir Sovétríkjanna og
ísraels líta hvora aðra greini-
lega hornauga. Að þessar
tvær ríkisstjórnir skuli koma
sér saman um að steypa af
stóli bandarískri ríkisstjórn
innan frá, bendla Nixon og
Kissinger við málið til þess að
eyðileggja báða, þykir fram
úr skarandi fáránleg hug-
mynd I landinu, þar sem
Watergateríkisstjórnin situr
við völd.
En það breytir engu um
þá staðreynd, að þetta er
staðföst trú manna hér, og
skal þar fremstan telja Faisal
konung sjálfan eins og kon-
ungur lagði ríka áherzlu á I
löngu samtali við mig I
sumarhúsi hans. Það, sem
meira er, konungur leggur
áherzlu á þetta sjónarmið I
viðræðum við aðra gesti, þar
á meðal hinn mjög færa
bandaríska sendiherra,
James E. Atkin, og þetta er
einnig sjónarmið margra
mikilvægra embættismanna I
Saudiarabiu.
Þessar hugmyndir þeirra
er hægt að lýsa I stuttu máli.
Sovésk áhrif — sem eru litin
illu auga I þessu landi, þar
sem Mekka og fleiri helgi-
dómar múhameðstrúar-
manna eru — hefðu aldrei
náð fótfestu I Arabaheimin-
um ef zíonistar hefðu ekki
stofnað ísrael.
En þessi tvö öfl hafa unnið
saman (samkvæmt þessari
kenningu). Sovétríkin voru
ekki vinsamleg Aröbum held-
ur notuðu ísrael til að veita
áhrifum sínum inn I Mið-
austurlönd. Þau eiga að hafa
staðið að stofnun zíonista-
ríkisins I fullri vitund um, að
Bandaríkin myndu styðja það
og glata þannig vináttu
Araba I hendur Moskvu.
Þegar Washington sá
hvert stefndi — og byrjaði af
alvöru að vinna að friði með
því að beita þvingunum við
ísrael — þá ákváðu komm-
únistar og zionistar að veikja
stöðu Bandaríkjanna með þvi
að kalla Nixon og Kissinger
„föðurlandssvikara"; sam-
kvæmt mati manna hér er
iNeUr|torkehne0
eftir Sulzberger
C.L.
þetta það, sem Watergate-
málið og svikráðin gegn Kiss-
ingersnúast um.
Faisal og ráðherrar hans
voru orðnir sannfærðir um,
að Nixon og Kissinger vissu
nú, að ekki væri hægt að
losna við áhrif Sovétríkjanna
úr Arabalöndunum, nema
friður kæmist á; og friði var
aðeins hægt að koma á á
þann hátt, sem lýst er að
framan.
Jerúsalem, með helgidóm-
um múhameðstrúar, er aðal
áhugaefni Faisals í öllum
friðarsamningum. Hann vill
greinilega ná þessari gömlu
borg, sem Jórdaníumenn
réðu yfir til ársins 1967, aft-
ur undir yfirráð Araba. Samt
er enginn vafi á því, að hann
hefur mjög svo endurskoðað
fyrri sjónarmið sín, og viður-
kennir yfirráð ísraelsmanna
Framhald á bls. 31