Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 19

Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 19 Fjöldi fólk» fíöllum Námskeiðin upppöntuð -- ... -V. ... 'tmr'' ;wnm<í r~~' Eins og s|á má á myndinni eru nokkrar sprungur komnar i skaflana, en þær eru á þeim stað í Fannborg, sem skíðafólkið er litið á. Yngsti keppandinn í sviginu var aðeins sex ára gamall og ekki er verra að hafa öryggishjálm á höfðinu, ef illa skyldi fara. Eirikur Haraldsson annar skólastjóri Skíðaskólans hengir verðlaunapeninga á keppendur eftir Fannborgarmótið. Oft mynduðust langar biðraðir við lyfturnar Það var nóg að gera hjá starfsfólkinu i eldhúsinu. Hér er það I smáhvíld með Haraldi yfirkokki. Valdimar Örnólfsson að Ijúka við verðlaunaafhendingu úti undir berum himni. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Kerlingafjöll i sumar og hafa svo til öll námskeið skiðaskólans verið upp- pöntuð. Ástæðan fyrir þessari miklu sókn i skólann mun eflaust vera hinn mikli áhugi, á skiðaiþróttinni, sem nú rikir á Stór-Reykjavikursvæðinu. Þá hefur öll aðstaða batnað mikið þar efra með tilkomu nýju skiðalyft- anna. Lyfturnar eru tvær og liggja i hliðum Fannborgar, önnur er hátt i 700 metrar á lengd, en hin um 500 metrar. Skíðaaðstaðan i hlíðum Fannborgar er öll hin ákjósanlegasta og þeir útlendingar. sem þarna voru, sögðu, að þeir gætu ímyndað sér, að 2000 manns gætu verið á skíðum þarna i einu ef miða ætti við sam- bærilegar brekkur i Ölpunum. Myndirnar hér á siðunni voru teknar i Kerlingafjöllum um verzlun- armannahelgina, en þá voru þar 400 manns á skiðum i þrjá daga. Haukur Jóhannsson skíðakappi frá Akureyri ásamt konu sinni Ragnheiði og dóttur Hörpu. Hún er ekki nema eins og hálfs árs, en samt komin i fjallið með pabba og mömmu. Ljósm. Mbl : Þórleifur Ólafsson. Fannborgarmótið fer fram með þeim hætti, að tvær eins brautir eru lagðar og fara keppendur jafnt af stað. Sá, sem kemur á undan í mark, heldur keppni áfram, en hinn fellur úr. Þannig heldur keppnin áfram þangað til einn stendur eftir ósigraður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.