Morgunblaðið - 10.09.1974, Side 22

Morgunblaðið - 10.09.1974, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 t WIAGNÚS ÓLAFSSON, Borgarnesi sem lést 3 september, verður jarðsettur frá Borgarneskirkju miðviku- daginn 1 1. september kl. 2. Þórður Magnússon. Bróðir minn + NIKULÁS JÓNSSON, endurskoðandi. Vesturgötu 56, lést að beimili sínu þann 7 sept. Kristinn Jónsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma PÁLÍNA INGUNN BENJAMÍNSDÓTTIR, andaðist í Landspítalanum 6. sept. Óskar Þorgilsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐLAUGUR KRISTJÁNSSON lést á Elliheimilinu Grund, sunnudaginn 8. september. Sveinn Guðlaugsson, Katrln Eirlksdóttir. Halldóra Guðlaugsdóttir, GuðmundurV. Sigurðsson. Gunnar Guðlaugsson, Jóna Arthúrsdóttir. Fjóla Guðlaugsdóttir. Kristinn Magnússon. Hafdls Guðlaugsdóttir, Ragnar Vignir. Guðrún Guðlaugsdóttir, Valgeir Helgason. og barnabörn. Systir okkar. + ELÍN JÓHANNESDÓTTIR, Brekkustíg 12 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1 1 september kl. 13.30 Björg Jóhannesdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Svava Jóhannesdóttir. t Bróðir okkar, GfSLI GUÐJÓNSSON, húsasmfðameistari. Hringbraut 60, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 1 1. sept kl 2 e.h Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Ingunn Guðjónsdóttir, Anna Guðjónsdóttir, Magnús Guðjónsson. Jarðarför + SIGRÍOAR SIGURÐARSÓTTUR, Bjargi við Sundlaugaveg, sem lézt að heimili sinu 31 ágúst, hefur farið fram. Jóhanna Erlingsdóttir, Sigriður P. Erlirgsdóttir, Ásdls Erlingsdóttir, Úlfar Nathanaelsson, Ólöf Auður Erlingsdóttir Ingvar Gislason Erla Erlingsdóttir, Helgi Hallvarðsson. Hulda Erlingsdóttir, Davið Arnljótsson, Sigurður Geirsson. t Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, KRISTJÁNS JÓNSSONAR, Skuld, Eskifirði. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún S. Kristjánsdóttir. Bjarni Sigurðsson Minningarorð Fæddur 30. aprfl 1901. Dáinn 30. júlf 1974. Bjarni Sigurðsson fæddist að Hraunsási í Hálsasveit 30. aprfl 1901 og ólst þar upp, hjá föður sínum Sigurði Bjarnasyni Sig- urðssonar frá Augastöðum. Bjarni átti heima í Hraunsási til ársins 1922, að hann fluttist til Reykjavíkur og lærði trésmfði hjá Vilhjálmi Arnasyni. Hann mun því snemma hafa verið staðráðinn í hvaða hlutskipti í Iifinu hann veldi sér en trésmíði stundaði hann til dauðadags. Þarf þó eng- an að undra það, að Bjarni veldi sér fljótt það starf, sem hann átti eftir að vinna við svo til allt sitt Iíf, því þannig var skapferli hans og framkoma öll, þar var ekki sagt né gert nema að vel yfirveg- uðu ráði. Hann var þvf sannkall- aður gæfumaður þó svo að hann yrði einnig fyrir mótlæti í lífinu. Bjarni missti móður sfna, Helgu Jónsdóttur, er hann var 7 ára. Einnig dó Þorgeir hálfbróðir Bjarna, í blóma lfsins, er hann var við nám í Reykholtsskóla. Jón, bróðir hans, dó einnig á besta aldri. Jdn var bóndi í Hraunsási og var mjög kært á milli þeirra bræðra og voru báðir sérstaklega velviljaðir menn. Systir Helgu, móðir Bjarna, Magnes Signý Jónsdóttir, fluttist að Hraunsási þegar Helga dó og gekk hún Bjarna og systkinum hans, Jóni og Helgu í móður stað. Hún giftist síðar, eða árið 1912, föður Bjarna, Nú eru tvö af systk- inum Bjarna á líi, Helga, sem býr f Hraunsási, og Gísli, flugvéla- smiður í Reykjavík. Bjarni var, svo sem fyrr er að + DANfEL SfMONARSON. frá Hellisfirði, er lést 4 þ.m. verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 1 1. sept. kl. 1 3:30. vikið, mjög traustur maður. Hann var sérstaklega vandvirkur og hafði næmt auga fyrir fegurð lands og lífs, enda fæddur á einum fegursta stað Borgarfjarð- ar. Hann var eftirsóttur smiður í hin vandasamari verk trésmíðinn- ar, urðu þvf vinnustaðir hans nokkrir og vinnufélagar margir. Ég bjóst því við, að mér færari menn, mundu minnast Bjarna heitins, á prenti, að samfylgd hans lokinni, er það m.a. ástæðan fyrir því ve þessi fátæklegu orð birtast seint. Eftir að Bjarni Sigurðsson hafði lokið trésmíðanámi hjá Vil hjálmi Árnasyni, í maf mánuði 1926, var hann við nám í Noregi f einn vetur, þ.e.a.s. veturinn 1926 til 1927. Það var í „Statens Husindustriskole“ sem var vél- skóli fyrir trésmiði, en þá var, sem kunnugt er, lítið af trésmíða- vélum hér á landi. Bjarni öðlaðist trésmíðameistararéttindi árið 1942. Það hafa sjálfsagt fleiri en ég velt þeirri spurningu fyrir sér hvers vegna Bjarni Sigurðsson setti ekki upp trésmíðaverk- stæði og hafði menn í vinnu, svo vel gerður maður sem hann var. Það hefur máski verið vegna mannkosta hans, að ekki varð af því Að vfsu mun hafa staðið til, árið 1942, að hann setti upp tré- smíðaverkstæði en af því varð þó ekki, sumpart vegna þess, að hann slasaðist um það leyti, sem hann ætlaði að setja verkstæðið upp, svo og voru þá erfiðir tímar hvað atvinnurekstur snerti hér á landi. En vel gæti verið, að hann hafi ekki kært sig um að selja vinnunna af öðrum og taka ábyrgð á verkum annarra. Víst er það, að vandfundinn hefur verið eins vandvirkur maður og Bjarni Sigurðsson og hlýtur því að hafa verið ennþá erfiðara fyrir slfkan mann-að taka ábyrgð á verkum annarra. Það var fjarri honum að kasta til höndunum við verk, til að geta sem fyrst fengið borgað, eins og því miður virtist vera allt- of mikið um. Arið 1933 fór Bjarni Sigurðs- son til Stykkishólms sem yfir- smiður við sjúkrahúsbygginguna þar. En í Stykkishólmi kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Skúladóttur Skúlasonar, skipstjóra. Þau giftu sig 30. marz árið 1935 og fluttust þá til Reykja- víkur. Er óhætt að fullyrða, að það hjónaband var svo mjög til fyrirmyndar og mætti verða öðr- um til eftirbreytni. Samrýndari hjón hef ég aldrei vitað, þar mátti ekki á milli sjá hvort tók meira tillit til hins enda var heimilis- bragurinn og uppeldi barna þeirra eftir því. Mér hefur ætíð verið unun að heyra hvernig fjöl- skyldan talaði sfn á milli, af svo miklum hlýleika og trausti. Bjarni og Margrét áttu fjögur börn, Guðrúnu, hjúkrunarkonu, gifta Einari Sverrissyni, verslun- armanni, Helgu, gifta Guðmundi Þorsteinssyni, bónda á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal Sigurð húsasmið í Reykjavík, kvæntan Asu Guðjónsdóttur, og Skúla, læknanema, kvæntan Sigurlaugu Halldórsdóttur. öll eru þau góð- um gáfum gædd. Ég, sem þetta rita, kynntist fjöl- skyldu Bjarna Sigurðssonar mjög vel. Það var árið 1953 er ég, þá nýlega 16 ára sveitadrengur, þurfti að fara til Reykjavíkur og dvelja þar vetrarlangt, án þess að geta leitað til neinna nákominna, að mér var kom- ið í fæði og húsnæði að Njáls- götu 98 hjá Bjarna og Mar- gréti. Ég gleymi aldrei því kvöldi er ég kom þangað, það mun hafa verið um miðjan nóvember, síðla kvölds, Ég var feiminn og Iftið málgefinn að eðlisfari, mun sennilega að mestu hafa svarað með eins atkv. orðum er Bjarni spurði frétta úr sinni bernsku- sveit. Þrátt fyrir það reyndi hann að halda uppi samræðum við mig og hefur mig oft undrað það síð- an, að hann skyldi reyna að halda uppi samræðum við þann „durt“ sem á heimili hans var kominn. Börn og unglingar finna hvað að þeim snýr og hef ég alltaf síðan borið óskerta virðingu fyrir Bjarna Sigurðssyni. Ég átti eftir að vera á heimili hans meira en nokkru öðru heimili, eftir þetta, þau unglingsár, sem ég dvaldi í Reykjavík. Það hefur án efa verið mér ómetanlegt lán að lenda á svo góðum stað er ég í fyrsta sinn þurfti að fara að heiman og sjá fyrir mér sjálfur. Ég hef séð það best, eftir að ég fór að hafa afskipti af og sá svo mikið af hinum slæmu hliðum lífsins, hvað ég stend í mikilli þakkarskuld við Bjarna Sigurðsson og hans fjöl- skyldu. Það er skuld, sem aldrei varð greidd. Ég votta eiginkonu Bjarna, Margréti Skúladóttur, og afkom- endum þeirra mfna dýpstu samúð við fráfall hans. Ásmundur S. Guðmundsson. S. Holgason hf. STEINIDJA lInholtl 4 Slmar U677 og U2S4 Vandamenn. + Sonur okkar ELÍAS SIGURÐSSON. Holtagerði 13, Kópavogi andaðist í Landspitalanum að morgni hins 7. september. Fyrir hönd systkina hins látna + Móðir okkar, STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Skaftaholti, Nökkvavogi 24. andaðist i Borgarspitalnum 8 þ.m. Sigurður L. Ólafsson, Guðný Jónsdóttir. Ingunn Halldórsdóttir, Benjamin Halldórsson. + Eiginmaður minn GfSLI JÓHANNESSON. Freyjugötu 19, Sauðárkróki, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks, miðvikudaginn 4. sept. sl. 'arðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju, kl. 14, laugardaginn 14 sept. Jónína Árnadóttir. t Eiginmaður minn, STEINGRÍMUR PÁLSSON, Selvogsgrunni 3 lést að heimili slnu 9 september. Kristfn Jónsdóttir I + Okkar hjartkæra móðir, INGIRÍOUR LÝOSDÓTTIR ÓLSEN, Túnsbergi viS Þormóðsstaðaveg, lézt I Borgarspítalanum 9. september. Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.