Morgunblaðið - 10.09.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974
29
BRUÐURIN SEIvi
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
49
fá þig fullsaddan af mér, sagði
Christer eins og afsakandi. — En
mig langar enn að víkja að sam-
tali ykkar á skrifstofu Sebastians
Petrens. Hvað getið þið hafa sagt,
sem kom Anneli svona mikið á
óvart og gerði hana svona miður
sín?
— Við.. .við töluðum auðvitað
um Jóakim... og ég held við höf-
um iátið í ljós ánægju okkar með
það hvað hann virtist vera mikill
fjáraflamaður. En við vorum í
dálitlum vafa um hvort við gæt-
um sætt okkur við þær aðferðir,
sem hann skirrist ekki við að
beita. Ég hef heyrt, að hann þyki
mjög harður og ákveðinn og sé
ekkert lamb að leika sér við. En
við vorum þó alls ekki neikvæðir,
þvert á móti. Sebastian var alveg
stórhrifinn að fá hann með í fyrir-
tækið og hann kom með nokkrar
athugasemdir í gamansömum tón
um, hvað ég væri sniðugur að
hafa fengið milljónamæring fyrir
tengdason.
Christer varð ekki frekar
ágengt þar og sama máli gegndi
þegar hann leitaði til Jóakim
Kruse. Hann þvemeitaði að ræða
fjármál sín og gefa nokkuð upp
um, hver staða sín væri að því
leyti. Christer fylltist æ meiri
gremju og þóttist í aðra röndina
sannfærður um, að hann væri að
eltast við smáatriði, meðan sann-
leikurinn væri fólginn í þeirri
vitneskju, sém hann bjó yfir.
Hann og Leo Berggren fóru enn
einu sinni yfir hvert einasta
smáatriði í málinu og komust að
þeirri niðurstöðu, að þeir væru
engu nær.
— Hver hafði tækifæri til að
myrða hana? Ja, sennilega hafa
allir haft tækifærið, nema
kannski Egon Ström, sem svaf við
hliðina á Gretel og vaknaði við
minnsta hljóó. Og allir hefðu haft
tök á því að útvega sér vænan
borðhníf, en hvers vegna þetta
gerðist úti í þvottahúsinu, það er
mér hulin ráðgáta. Og ástæðan?
Ef þú getur komizt að þeirri
ástæðu, sem morðinginn taldi sig
hafa til að fremja þennan
verknað, skal ég gefa þér þúsund
kall næst þegar ég fæ útborgað.
Leo Berggren tautaði eitthvað
fyrir munni sér.
— Ja, sé litið raunsætt á málið,
þá eru tveir, sem hafa ástæðu:
alveg pottþétt. Unnustinn og elsk-
huginn. Móðirin var fjúkandi reið
og fannst hún hafa verið auðmýkt
vegna hegðunar dótturinnar.
Vinkonan var afbrýðissöm og
öfundsjúk. Stjúpfaðirinn og skrif-
stofustjórinn virðast ekki í fljótu
bragði hafa haft neina sérstaka
ástæðu, nema þvf aðeins að
Anneli hafi komizt að því, að þeir
höfðu eitthvað óhreint í poka-
horninu og hafa þar af leiðandi
talið heppilegast að koma henni
fyrir kattarnef. Ég hef löngu úti-
lokað og sýknað blómasölukon-
una. Kona, sem elskar Sebastian
Petren, getur ekki haft greind til
að fremja tvö fullkomin morð.
Gretel hafði ákveðið, að jarðar-
för Anneli færi fram síðdegis á
miðvikudag. Dagurinn virtist
aldrei ætla að líða. Allir voru í
leiðu skapi og snöggleg breyting
til hins verra í veðri varð ekki til
að bæta skapið. Christer fannst þó
að veðrið væri í góðu samræmi við
hugarástand hans sjálfs.
Þótt skýrsla doktors Ahlgrens
staðfesti grun hans um að Norr-
gárd hefði verið myrtur með
kyrkingu gat það ekkert hresst
upp á skapsmunina.
Lögregluforinginn var ekki til
takanlega glaðlegur á svipinn,
þegar hann skömmu síðar, klædd-
ur í kjól og hvítt, sem ætlunin
hafði verið að nota við allt annað
tækifæri og lagði af stað til jarð-
arfararinnar ásamt móður sinni.
Enda þótt rigndi eins og hellt
væri úr fötu, var kirkjan þéttsetin
og ýmsir létu sig hafa það að
standa fyrir utan. En það var ekki
af hnýsni og forvitni, sem fólk var
komið á vettvang. Fólkið í Skóg-
um kom til þessarar athafnar af
einlægum vilja að votta samúð
sína eftirlifendum og hinni látnu
hlýleika. Og í dag fundu allir til
mikillar samúðar — meira að
segja með Gretel Ström, sem að
öðru jöfnu naut engrar sérstakrar
virðingar, og meira að segja fann
fólkið til með aðkomumanninum,
Jóakim Kruse, sem flestir litu
hornauga hvunndags.
Christer heyrði með öðru eyranu
að presturinn talaði undur faii-
ega um Anneli Hammar. Hann
horfði á liljuvöndinn eina, sem lá
ofan á kistunni og í huga hans
varð sú ákvörðun fastmótaðri en
nokkru sinni fyrr, að morðingi
Annelis skyldi fá að gjalda fyrir
verknaðinn. Enda þótt hann væri
ekki viss í sinni sök og ýmislegt
vantaði fþaðefni.semhann hafði
verið að brjóta heilann um alla
nóttina, varð hann að ráðast til
atlögu og gera óskaðlega þá
mannveru, sem unnið hafði tvö-
falt ódæðisverk, og sú sama
mannvera sat nú í sorgarklædd í
kirkjunni og gerði sér upp sorg og
mæðu.
Eða kannski var það engin upp-
gerð?
Tár Dinu og Gretel og augljós
örvænting og sorg Egons Ström
og Lars Ove, geðshræring Fannv-
ar og Sebastians og brúnaþyngsli
Jóakims Kruse. Kannski var þetta
allt saman frá hjartanu komið?
Aldrei hafði honum fundist
nokkur jarðarför jafnlangdregin.
Allt virtist endalaust, ræðan, at-
höfnin í garðinum og síðan erfi-
drykkjan á hótelinu. Og allt var
þetta martröð líkast, ein hugsun
leitaði á Christer í sífellu: eru
sannanir mínar of margar? Er ég
að gera hrapalleg mistök. Er ég að
gruna saklausa veru að ósekju?
Og þegar máltiðinni á hótelinu
var lokið og Gretel stakk upp á
því, að „nánustu ættingjar og vin-
ir“ kæmu til kaffidrykkju á Sjáv-
arbökkum, sá hann sér til skelf-
ingar, að þegar hann og móðir
hans voru frátalin, voru géstirnir
eingöngu þeir, sem á einhvern
hátt voru flæktir í morðmálið.
Þegar hann hafði gefið Gretel það
til kynna, að hann óskaði eftir
því, að Leo Berggren fengi að
koma með, lagði hersingin af stað
heim að Sjávarbökkum ...
Framan af var andrúmsloftið
hlaðið spennu. Það var engu lík-
ara en fólkið renndi kaffinu nið-
ur með mestu erfiðismunum, og
allir reyndu að vera eðli-
legir I framkomu. Rigningin
lamdi rúðurnar miskunnarlaust
og gestirnir voru fölir og fáir í
daufri rafmagnsbirtunni.
Það var ekki sjón að sjá Dinu
miðað við það, sem venjulega var.
Hún hafði grátið allt of mikið og
svarti liturinn klæddi hana ekki.
Kjóll Gretelsvaralltof þröngur og
var þar af leiðandi allur krumpað-
ur og hrukkaður. Fanny Falkman
var virðuleg, en fámál, og allir
karlmennirnir virtust una sér
ákaflega illa í kjóli og hvftu. Að
vísu var Jóakim Kruse sjálfum
sér líkur og sá eini af karlmönn-
unum, sem gerði sér far um að
láta ekki um of bera á óstyrk
sínum.
Christer var svo taugaóstyrkur
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 1 0-1 00
kl. 1 0 30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags
0 Eru ljósin
í lagi?
Það er ýmislegt fleira en
lítil börn, sem gefa þarf gaum að í
umferðinni. Utbúnaður bifreiða
þarf að vera í lagi, og þá ekki sízt
ljósin. Þetta atriði fer nú að verða
meira áríðandi en verið hefur í
sumar. Auk þess sem birtu fer nú
fyrr að bregða, þá er oftast rign-
ingasamt á haustin, þannig að
slæmt skyggni verður algengt.
I Finnlandi er lögboðið að aka
með lágum ljósum allan sólar-
hringinn, og hefur þessi ráðstöf-
un haft mikil áhrif á slysatíðni.
Hér á landi hafa umferðaryfir-
völd margsinnis bent á mikilvægi
þess að aka með ljósum, þegar
skyggni er slæmt, — hvort sem
það stafar af myrkri eða öðrum
orsökum, svo sem rigningu, þoku,
snjókomu o.s.frv. Biíl með ljósum
er vitaskuld meira áberandi en
ljóslaus bíll, hvort sem myrkur er
eða ekki. Þannig eiga vegfar-
endur auðveldara með að vara sig
á aðsteðjandi farartæki. Ljósin
þjóna þvi jafnt þeim tilgangi að
vera varúðarmerki og að lýsa öku-
manni leiðina.
Um leið er miklu liklegra, að
endurskinsmerkin margum-
ræddu komi að gagni, þvi að falli
ekki á þau ljós, endurvarpa þau
vitanlega ekki ljósi.
Um þessar mundir, eða til 31.
október, stendur yfir ljósaskoðun
allra bifreiða, hvort sem þær hafa
verið teknar til árlegrar skoðunar
eða ekki.
Mikilvægast er, að ljósin séu í
fullkomnu lagi og rétt stillt nú
þegar skammdegið fer að nálgast.
Sumir telja jafnvel nauðsynlegt
að stilla ljósin á haustin og svo
einu sinni á miðjum vetri, eigi vel
að vera.
Ökumenn eru ekki færir um að
dæma sjálfir um ástand ljósanna,
— það er ekki á færi annarra en
kunnáttumanna, sem hafa yfir að
ráða sérstökum tækjakosti.
0 Hugareinbeit-
ing gegn
slysafaraldri
Þá er hér bréf frá Þorsteini
Guðjónssyni, sem genginn er i lið
með okkur í áróðursherferðinni
vegna bættrar umferðamenn-
ingar og meiri varúðar:
„Blöðin segja: „Ekkert lát á
slysafaraldrinum" eða „Slysaalda
gengur yfir“, og virðist með slíku
orðalagi lýst einhverri óljósri
hugmynd um, að slíkt sé ekki með
öllu tilviljunum háð.
Það er heldur ekkert vafamál,
að svo er og hinar beinu orsakir
slysa segja ekki alla söguna um
það, sem raunverulega veldur
slysum.
Slys koma af helstefnusam-
böndum, enda verða mörg slys
með þeim hætti, að einna helzt
virðist svo sem ráð og ræna sé frá
mönnum tekin. Þetta gildir ekki
eingöngu um umferðarslys, held-
ur einnig um þann sofandahátt að
hleypa hér útlendingum skefja-
laust inn í landið og láta þá kaupa
hér fasteignir m.a.
Slysafaraldur verður, þegar
lífsvilji þjóðarinnar þverr, og
væri til almennur skilningur á
þessu, væri ekkert auðveldara en
að stilla til annarra samband en
þeirra, sem óhöppum valda.
Það er vist, að almenningi f
landinu er sú hugsun ekki mjög
fjarri, að þetta mætti reyna, en
þeir, sem ráðin hafa og ábyrgðina,
hafa yfirleitt vanizt á annað í
starfi sínu en að leyfa slíkum
hugsunum að komast að eða telja
slfkt f sinum verkahring.
Lítið á þetta, góðir menn! Slysa-
faraldrinum verður að linna.
Slíkt getur þó ekki orðið nema
menn rými svolítið til fyrir hinu
gagnstæða. Jafnvel hin minnsta
viðurkenning á því, að t.d. fyrir-
bærið, sem sást yfir Reykjavik
morguninn 29. júlí s.l., væri undir
eins til bóta.
Það var t.d. strax til bóta, þegar
lögregluþjónn hafði orð á þvi við
blöðin, að um slysaöidu væri að
ræða.
Það er mikilvægt starf að vera
lögregluþjónn, og i þessu tilviki
var ábyrgur maður í þessari
stöðu, sem lagði sig meira fram
um að vera heiðarlegur og opin-
skár en varfærinn.
Til að stilla slysafaraldurinn
þyrftu einhverjir áhrifamenn að
hætta á það að láta uppi hugsanir
sinar um það, sem er og það sem
gerist.
Þorsteinn Guðjónsson."
£ Umhverfisprýði
í Hafnarfiröi
Rannveig Vigfúsdóttir
skrifar:
„Hafnfirðingar og aðrir, sem
um Hafnarfjörð aka eða ganga,
hljóta að veita því eftirtekt, hvað
bærinn er búinn að fá á sig fal-
legan blæ.
Grasi grónir blettir eru nú fleiri
en áður, og blómarækt hefur auk-
izt, þannig að hraunbollar eru nú
blómum skrýddir og Hellisgerði
er sannkölluð perla i hrauninu
með fögrum og rólegum lundum.
Bæði bæjarstjórn, bæjarstjóri
og sá maður, sem hefur skipulagt
fegrun bæjarins, eiga þakkir
bæjarbúa fyrir vel unnin störf.
Við^Hafnfirðingar megum vera
stoltir af okkar sérkennilega
fagra bæ, og vonandi getum við
haldið áfram að prýða hann, okk-
ur sjálfum og öðrum til yndis-
auka.
Þökk sé þeim, sem staðið hafa
að fegrun hans á þjóðhátíðarári.
Rannveig Vigfúsdóttir."
Athugið breyttan sýningartlma.
Ný mynd.
Y i C?. "Ú
Kópavogsbíó *
f ••• 1 |t í ^
I ' *
J * L* Hljóft nótt —
c - Blóóu^ nótt
■-!—;
Sýningar:
Laugardaga kl. 6, 8 og 10
Sunnudaga kl. 4, 6, 8 og 10
Barnasýning kl. 4
Mánudaga til föstudags kl. 8 og
10
SINCLAIR
vasareiknivélin,
sem gerir allt
nema kosta
mikla peninga.
★ Fljótandi komma,
ýt 4 reikningsaðferðir,
★ +, —, X, 4-
★ Konstant.
'k Sýnir 8 stafi.
'A' Vinnur.vikum saman
★ á 4 rafhlöðum o.fl. o.fl.
★ Stærð aðeins:
★ 50 Xl10x18mm.
Verð aðeins kr. 6.950
heimilistæki sf
Sætún 8 simi 15655
Hafnarstræti 3 sími 20455
M£ MS MS
SIH sw
MS MS
- ;
AUGLÝSINGA- TEIKNISTOFA
MYNDAMOTA Aðalstræti 6 simi 25810