Morgunblaðið - 10.09.1974, Side 32

Morgunblaðið - 10.09.1974, Side 32
JHorgmtMaMfr nuGLVsmcnR ^-«22480 nuGivsincRR og. ^22480 170. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 Tilnefning útvarpsráðs: Einn með Vöku — átta með Landshom A FUNDI útvarpsráðs f gær var ákveðið hverjir verða umsjðnar- menn hinna föstu þátta sjðn- varpsins f vetur, þ.e. innlendra og erlendra fréttaskýringaþátta og Vöku. Sömu menn verða áfram með þátt þann, sem gengið hefur undir nafninu Heimshorn, átta manns verða starfandi við inn- lenda fréttaskýringaþáttinn, sem kallaður hefur verið Landshorn, og einn maður mun sjá um Vöku, Gylfi Gfslason myndlistarmaður. Á fundi útvarpsráðs í gær lágu fyrir tvær tillögur um menn til að sjá um Vöku. Jón Þórarinsson dagskrárstjóri lagði til, að Gylfi Gíslason, Jón Ásgeirsson og Hrafn Gunnlaugsson yrðu umsjónarmenn þáttarins, en Njörður P. Njarðvík formaður út- varpsráðs gerði það að tillögu sinni, að Gylfi Gíslason, Atli Bjargað úr bruna KLUKKAN rúmlega 21 f gær- kvöldi var slökkviliðið kallað að Njálsgötu 27b. Þar var smávægi- legur eldur f kjallara en nokkuð mikill reykur. Karlmaður svaf í kjallaranum, og var honum bjarg- að út. Hann hlaut reykeitrun og var fluttur á slysadeild Borgar- sjúkrahússins. Heimir Sveinsson og Sigurður A. Magnússon yrðu umsjónarmenn hans. Á fundinum dró Njörður til baka nöfn þeirra Atla Heimis og Sigurðar, og samþykkti meirihluti útvarpsráðs síðan tillögu for- mannsins um Gylfa einan sem umsjónarmann. Hann mun síðan kalla sér til liðsinnis menn eftir þörfum. Þetta fyrirkomulag mun gilda til reynslu fram að áramót- um. Eins og að framan greinir verða sömu umsjónarmenn með erlenda fréttaskýringaþáttinn, þeirBjörn Bjarnason, Árni Bergmann og Haraldur Olafsson, en yfirumsjón með þættinum hafa eins og áður erlendir fréttamenn sjónvarpsins. Innlendir fréttamenn sjónvarps- ins hafa sem áður yfirumsjón með innlenda fréttaskýringaþættin- um, en þeir geta svo kallað sér til aðstoðar eftirtalda menn, átta talsins. Einar Karl Haraldsson, fréttamann hjá útvarpinu, Þór- unni Thors, hagfræðing, Sigurð Hreiðar, kennara, Helga H. Jóns- son, blaðamann á Tfmanum, Bald- ur Guðlaugsson, lögfræðing, Valdimar Jóhannesson, fyrrv. rit- stjórnarfulltrúa Vísis, Vilmund Gylfason, sagnfræðing, og Elfas Snæland Jónsson, ritstjóra Nýrra Þjóðmála. Líkur eru á því, að skipt verði um nafn á báðum þátt- unum, en ný nöfn hafa ekki verið valin. Framhald á bls. 2. Stöðvun flot- ans blasir við „LJÖST er, að stór hluti fiski- skipaflotans kemst vart eða ekki til veiða eftir 15. sept. n.k. ef Einar til viðræðna við Sisco ENN hafa engin svör komió við varnarmálatil- lögum þeim, sem vinstri stjórnin lagði fyrir Bandaríkjastjórn í apríl s.l. aó því er Einar Ágústsson utanríkisráð- herra tjáði Mbl. í gær- kvöldi. „Ég mun ræða þessi mál við Bandaríkjamenn um næstu mánaðamóí, þegar ég held á fund allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna í New York. Ég mun væntan- lega eiga viðræður við Joseþíí Sisco aðstoðarut- anríkisráðhefrS; en það hefur enn ekki verið ákveðið hvort við hitt- umst áður en ég held ræðu á allsherjarþing- inu eða á eftir, en ræð- una flyt ég 30. septem- ber.“ ekkert verður að gert. Þá eru margir skuttogaranna alveg að stöðvast og sumir útgerðarmenn segja, að nú séu öll sund Jokuð og þeir komi skipum sfnum ekki út f næstu veiðiferð," sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssam- bands fsl. útvegsmanna þegar Mbl. hafði samband við hann f gær og spurði um hið alvarlega ástand, sem blasir við fiskiskipa- flota landsmanna. Hann sagði, að stjórn L.Í.Ú. hefði kosið sérstaka nefnd til við- ræðna við stjórnvöld og hefði nefndin átt viðræður við Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra s. l. föstudag. Það hefði verið dreg- in upp rétt mynd áf ástandinu, en engin svör hefðu fengizt við því, hvað gert yrði fiskiskipaflotanum til bjargar. Viðræðunefnd L.Í.U. skipa Kristján Ragnarsson, Björn Guðmundsson, Vestmannaeyjum, Ölafur Björnsson, Keflavík, Ágúst Flygenring, Hafnarfirði, og Þórhallur Helgason, Reykjavfk. Krisíján ságði, áó úigeróar- menn hafðu miklar áhyggjur af því, að hliðarráðstafanir ríkis- stjórnarinnar myndu dragast á langinn, svo alvarlegt væri ástanuíð. Nefna mætti sem dæmi, að nokkrir togaraiiiio y*ru i við- gerð og við þá væri aðeins unníð í dagvinnu, sem teljast yrði mjög óeðlilegt. Þá sagði hann, að kostnaðurinn við síldveiðarnar í Norðursjó væri orðinn gffurlega hár, jafn- hliða því, sem síldin væri léleg og verðið lágt. Gfsli Árni RE seldi t. d. 2000 kassa af sfld í Danmörku í gærmorgun. Átti þessi síld öll að fara til manneldis, en þegar til kom var hún dæmd f bræðslu. Landbúnaðarvörur: Tillögur um 2% hækkun á grundvelli RlKISSTJÓRNIN hefur ekki enn ákveðið nýjan verðlagsgrundvöll fyrir landbúnaðarvörur, en ákvörðunar er að vænta mjög bráðlega, að sögn Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaðarráð- herra. „Sexmannanefndin hefur skilað mér tillögum sfnum, og ég hef lagt þær óbreyttar fyrir rfkis- stjórnina. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 2% hækkun á grundvell- ínum, og svo munu bætast við liðir eins og dreifingarkostnaður og annað. Eg vænti þess, að til- lögurnar verði afgreiddar óbreyttar, en að svo stöddu get ég ekki sagt um hvenær málið verð- ur endanlega afgreitt hjá rfkis- stjórninni,“ sagði ráðherrann. LAXVEIÐI- TÍMANUM SENN LOKIÐ HANN er stoltur veiðimað- urinn á myndinni og ekki að ástæðulausu. Laxinn, sem Vig- fús Jónsson bóndi á Laxamýri heldur á, er rúmlega 30 punda hængur og veiddi Vigfús hann f Stórafossi f Laxá f Áðaldal f fyrradag. Vigfús og félagar hans, sem aðstoðuðu við lönd- unina eftir rúmlega klst. viðureign, náðu laxinum lifandi og er hann nú geymdur f lftilli stfflu f Laxamýrarlandi ásamt 13 stórum hrygnum og hængum, sem notuð verða f klakið fyrir fiskeldisstöðina á Laxamýri. Verður hængurinn Ifklegast parður við 22 punda hrygnu, sem Halldór Skapta- son framreiðslumaður f Reykjavfk veiddi í Grástraumi fyrr f vikunni. Veiðinni f Laxá lauk f gær og er nú veiðitfmanum lokið vfðast á landinu, en þó mun einstaka á opin fram undir 19. þessa mánaðar. Laxveiðin f ár er heldur minni vfðast hvar, og einkum hefur útkoman sunnanlands verið með lakara Framhald á bls. 31 Viðræðurnar við aðila vinnumarkaðarins: Eitthvað verður að draga í landí kjara- _JL 1 _ _ __ _ _ ___ Segir Jónas Bjarnason formaður launamálaráðs BHM RÁÐHERRANEFNDIN, sem ræðir við aðila vinnumarkaðaríns um leiðir til þess að tryggja lág- launafólki kjarabætur f væntan- legum efnahagsráðstöfunum, átti viðræður við fulltrúa þriggja aðila f gær. Hófust fundir klukk- an 14 og stóðu fram eftir degi. Fyrst var rætt við Bandalag stan'sm:.""3 rfkis «>g Þá Vinnumálasambanu samvinnu- félaganna og loks Bandaiag háskólamanna. Að sögn Geirs Hallgrfmssonar forsætisráðherra eru fundir ráðgerðir á hverjum degi næstu daga, f dag við Stéttar- samband bænda og á morgun verður annar fundur með fulltrú- um Aiþýðusambands lslands. Hersir Oddsson, varaformaður BSRB, sagði í viðtali við Mbl., að skipzt hafi verið á skoðunum á þessum fyrsta fundi með fulltrú- um BSRB. Hersir sagði, að for- sætisráðherra hefði kynnt mönn- um málin, hefði rakið viðhorfin og þær hugmyndir, sem fyrir lægju. Kvað Hersir fulltrúa BSRB hafa komið til fundarins aðallega til þess að heyra, hvað ríkisvaldið hefði fram að færa í málinu og því hefði BSRB ekki lagt fram neinar afgerandi tillögur á fundinum. Þ<j kvað nZ.n íulltrúa BSRB hafa bent á það, að f samni’.n°!,m BSRB væri vísitalan bundin. Næsti fundur með fulltrúum BSRB hef- ur ekki verið boðaður, en Hersir kvað hann líklegast verða mjög fljótlega. Munu fulltrúar BSRB kynna sér niðurstöður þær, sem Jón Sigurðsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunarinnar lagði fyrir fundinn. Jónas Bjarnason, formaður launamálaráðs Bandalags háskólamanna, sagði eftir fund- inn með ráðherranefndinni, að hún hefði minnzt á þær hug- myndir, sem uppi væru um lausn vandamálanna á sama hátt og nefndin hefði gert við önnur sam- tök vinnumarkaðarins. Jónas Ságði, að BHM áttaði sig á, að aðgerða væri þörf og að eitthvað yrði að draga í land í kjaramálum. ,;Við erum tilbúnir að bera okkar hluta af því. Það kann þó að vera, að menn Séu ekki áíV“5 ^ sama máli um það, hvernig það véríj gert. Álit okkar er, að heppilegast sé að einhver vísitölustig verði Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.