Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 1

Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 1
36 SIÐUR 219. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR, 7. NÓVEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Staða Fords afar veik eftir sigur demókrata — Forsetinn þó vongóður um samvinnu við þingið Washington 6. nóvember AP—Reuter. 9 YFIRBURÐASIGUR Demókrataflokksins f kosningunum tii full- trúadeildarinnar, öldungadeildarinnar og f rfkisstjóraembætti f Bandarfkjunum var f kvöld almennt talinn mikið persónulegt áfall fyrir Gerald Ford forseta og stefnu hans, m.a. f efnahagsmálum, ekki sfzt vegna þess að alit erfiði hans við atkvæðasmölun um landið þvert og endilangt virðist algerlega unnið fyrir gýg. En einnig voru úrslitin mikið áfali fyrir flokk forsetans, repúblfkana, sem enn sligast undír Watergate-hneyksli fyrirrennara Fords. • Við fyrstu sýn virtust yfirburðir demókrata á þingi benda til þess að vænta mætti harðra átaka þings og forseta, þar eð demókratar geta framvegis með samstöðu hnekkt neitunarvaldi forsetans f hvaða máli sem er. En flokksleiðtogar lögðu f kvöld áherzlu á samstarf við Ford og málamiðlun sem einu lausnina á vanda þjóðarinnar. Og Ford var ekki seinn að grfpa þetta á Iofti: „Við munum mæta þinginu á meir en miðri leið“ sagði hann. Ford var hins vegar sagður dapur yfir ósigrinum, en neitaði samt fullyrðingum um að hann hefði áhrif á ákvörðun hans um framboð f forsetakosningunum 1976. • Þegar næstum öll úrslit voru kunn f kvöld var staðan þessi: FuIItrúadeildin: Demókratar höfðu bætt við sig 44 sætum, höfðu 292 gegn 143 sætum repúblfkana, sem þýðir öruggan 2/3 meirihluta f deildinni. Aður var staðan 248—187. Öldungadeildin: Demókratar höfðu bætt við sig 5 sætum, höfðu 63 sæti gegn 36 sætum repúblíkana f deildinni. Aður var staðan 58—42. Rfkisstjóraembættin: Demókratar höfðu unnið 9 rfkisstjóraembætti frá repúblfkönum, tapað 3 til repú- blfkana og 1 til óháðs frambjóðanda. Meðal þeirra rfkisstjóra sem demókratareiga nú eru embættin f stærstu rfkjunum, New York og Kalifornfu. Sjá fréttir um athyglisverðustu úrslitin f einstökum kosn- ingum á bls. 17. Blaðafulltrúi Fords, Ron Ness- en, sagði i kvöld, að forsetinn ætlaði ekki að bíða eftir því að hið nýkjörna þing kæmi saman í janúar, heldur knýja áfram efna- hagsráðstaf anir sinar það sem eft- ir er af árinu, útnefningu Nelsons Rockefeller sem varaforseta og Fylgishrun. Ford tottar pipuna, þungur á brún, og fylgist með atkvæða- tölum á sjónvarpsskerminum, sem sýndu fylgishrun repúblfkana. Við hlið Fords f Roosevelt-herberginu í Hvfta húsinu situr Roy Ash, for- stöðumaður stjórnunar- og f járlagastofnunar Bandarfkj- anna. (AP-sfmamynd) orkumálaáætlun sína. En meðal þeirra erfiðleika sem stjórnmála- skýrendur töldu i kvöld blasa við forsetanum var, að ósigur repú- blikana i þingkosningunum muni ekki aðeins leiða til missis þess eina forystuhlutverks, sem þeir Framhald á bls. 20 Vinstri menn halda áfram óeirðum í Portúgal: Kveikt í bæki- stöðvum CDS Lissabon 6. nóvember — Reuter UM 60 vinstri sinnar gerðu I kvöld árás á skrifstofur Miðlýð- ræðisflokksins (CDS) f borginni Oporto og kveiktu f þeim með bensfnsprengju. Þetta gerðist að- eins tveimur dögum eftir að aðal- stöðvar sama flokks f Lissabon voru eyðilagðar af mótmælendum úr hópi vinstri manna. Fljótlega tókst að slökkva eldinn f skrif- stofubyggingunni, og mótmæl- endurnir reknir til baka, hróp- andi: „Bindum endi á fasism- ann“. A mánudag særðust a.m.k. 36 menn f Lissabon er lög- reglan hóf skothrfð til að hrekja á brott vinstri menn sem reyndu að koma f veg fyrir mótmælagöngu á vegum CDS. Ríkisstjórnin fordæmdi i dag þetta athæfi harðlega, og her- menn voru gerðir út af örkinni til að handtaka fólk sem grunað er um þátttöku 1 óeirðunum. 1 yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að árásin á aðalstöðvar CDS geti aðeins komið sér vel fyrir aftur- haldsöflin, sem áhuga hafi á að skaða Portúgal og hindra það að stefnunni um endurreisn lýð- ræðis og sjálfstæðis nýlendna verði haldið áfram. Samkvæmt upplýsingum frá hernum hefur sérstök öryggislög- regla hersins Copcon, handtekið ótilgreindan fjölda manna í sam- bandi við óeirðirnar i Lissabon. 1 kvöld héldu hermenn Copcon enn vörð um CDS-stöðvarnar, sem ráð- izt var á. Orkuvandamálin til umræðu á aukaþingi Norðurlandaráðs Álaborg 6. nóv. frá Birni Jóhannssyni, frétta- stjóra. □ AUKAÞING Norðurlandaráðs hefst hér f Alaborg á morgun, fimmtudag. 1 dag kom forsætis- nefnd ráðsins til fundar til að undirbúa þinghaldið. Fjölmörg mál liggja fyrir ráðinu að venju, en segja má, að mest beri samt á orkuvandamálunum. □ Tveir fslenzkir ráðherrar sitja þingið, þeir Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra og Einar Agústsson utanrfkisráðherra. Fulltrúar Alþingis f Norður- landaráði eru Ragnhildur Helga- dóttir, Jóhann Hafstein, Jón Skaftason, Ásgeir Bjarnason, Gylfi Þ. Gfslason og Magnús Kjartansson. Varamenn Jóhanns Hafstein og Jóns Skaftasonar sitja þingið f þeirra stað, þeir Sverrir Hermannsson og Þórar- inn Þórarinsson. I sambandi við aukaþing Norð- urlandaráðs eru haldnir fundir norrænna ráðherra og embættis- manna. Ýmsir fslenzkir embættis- menn eru komnir til Álaborgar vegna þessa. Framkvæmdastjóri Islands- deildar Norðurlandaráðs er Frið- jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. I forsætisnefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, sem er Framhald á bls. 20 Umsátursástand er 1 Argentínu Buenos Aires 6. nóv. — AP. ARGENTlNSKA rfkisstjórnin lýsti f kvöld yfir umsátursástandi f landinu, aðeins 17 mánuðum eftir að fyrsta borgaralega kosna stjórnin f sjö ár tók við völdum af herforingjastjórn. Umsáturs- ástandið, sem er eins konar væg- ari útgáfa af herlögum, gekk þeg- ar f gildi. Þar með er argentfnska þjóðin svipt stjórnarskrárlegum réttindum sfnum. Almennir fundir eru bannaðir. Lögreglan eða herinn geta handtekið menn án dómsúrskurðar og haldið þeim án dóms og laga. Þá hefur stjórn- in einnig f orði rétt til að flytja fólk nauðugt sem viljugt úr ein- um landshlua f annan. Alberto Rocamora innanríkisráð- herra sagði í kvöld að grípa hefði Framhald á bls. 20 Demókratar geta nú hrund- ið neitunarvaldi Fords Washington 6. nóv. frá blm. Mbl. Geir H. Haarde. 0 Eins og búizt hafði verið við létu bandarfskir kjósendur f gær f ljós óánægju sfna vegna Watergate-hneykslisins og efnahagsástandsins með þvf að tryggja Demókrataflokknum stóran sigur f kosningunum. Bætti flokkurinn við sig a.m.k. fjórum sætum f öldungadeild- inni og um 45 sætum f fulltrúa- deildinni, auk rfkisstjóraemb- ætta f mörgum rfkjum, þ.á.m. f New York og Kalifornfu, fjöl- mennustu rfkjum Bandarfkj- anna, sem repúblikanar réðu áður. Fara demókratar nú með stjórn 36 rfkja af 50, hafa rúm- lega 2/3 þingsæta f fulltrúa- deildinni og yfir 60 af 100 þing- sætum f öldungadeildinni. Afhroð repúblikana var nær algjört og sums staðar, þar sem þeir fóru áður með tögl og hagldir, misstu þeir nú nær öll völd. Heldur Repúblfkana- flokkurinn völdum f Hvfta hús- inu nær einu eftir, en eftir þessi úrslit er almennt talið, að demókratar muni einnig þar taka völdin eftir næstu forseta- kosningar 1976. Kosningaræður Fords forseta fyrir frambjóðendur repúblík- ana undanfarnar vikur hafa ekki borið árangur, og þótt hann njóti sjálfur virðingar og vinsælda, hefur honum ekki tekizt að sannfæra kjósendur um að repúblikönum sé treyst- andi, eftir þá reynslu sem landsmenn fengu af Nixon sl. tvö ár. Ford tók úrslitunum sjálfur með heimspekilegri ró i gærkvöldi og sagðist viss um, að flokkur hans mundi ná sér upp úr þessari lægð eins og jafnan áður. Eins og nærri má geta eru Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.