Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 6

Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974 Eftirfarandi spil er frá leik milli Bretlands og Grikklands í Evrópumóti fyrir nokkrum árum. Norður. S. D-6 H. Á-D-10-6-3-2 T. D-G-3 L. Á-3 Austur. S. G-8-7-3 H. 9-8-5 T. K-10-9-7-4 L. 10 Sudur. S. 10-9-5 H. K-7-4 T. 8 L. K-G-7-6-4-2 Við annað borðið sátu grísku spilararnir N-S og hjá þeim varð lokasögnin 4 hjörtu. Austur lét út laufa 10, sagnhafi drap heima með ási og tók hjarta ás. Austur lét hjarta 8, sem gefur til kynna að hann eigi 3 hjörtu. Næst lét sagnhafi út laufa 3, austur tromp- aði ekki, en lét í þess stað spaða, drepið var í borði með kóngi, lauf látið aftur og trompað hátt heima. Nú var hjarta 2 látinn út og þegar austur lét hjarta 5 þá spurði sagn- hafi hvort þeir A-V gæfu á þenn- an hátt til kynna, að um 3 tromp væri að ræða. Þegar svarið var jákvætt, þá'drap sagnhafi í borði með hjarta 7, lét enn lauf, tromp- aói heima og síðan átti hann inn- komu á hjarta kóng til að táka frí-laufin. Við hitt borðið varð lokasögnin 4 spaðar hjá grísku spilurunum, sem sátu A-V og var sú sögn dobl- uð. Spilið varð 2 niður, eða 300 fyrir N-S, en gríska sveitin græddi samtals 4 stig á spilinu. Vestur. S. Á-K-4-2 H. G T. Á-6-5-2 L. D-9-8-5 ást er . . . . . . mikil hamingja DJtCBÖK I dag er fimmtudagurinn 7. nóvember, 311. dagur ársins 1974. Árdegisflóð 1 Reykjavík er kl. 11.55, sfðdegisflóð kl. 00.41. Sólarupprás f Reykjavík er kl. 09.29, sólarlag kl. 16.53. Á Ákureyri er sólarupprás kl. 09.25, sólarlag kl. 16.26. (Heimild: Islandsalmanakið). Gætið þess, að enginn gjaldi neinum illt með illu, en keppið ávallt eftir hinu góða, bæði hver við annan og við alla. Verið ætfð glaðir. Biðjið án afláts. Gjörið þakkir í öllum hlutum, þvf að það hefir Guð kunngjört yður sem vilja sinn fyrir Krist Jesúm. (I. Þessalónfkubr. 15-19). I KHOSSGÁTA lb Lárétt: 1. labba 6. ekki marga 8. ullarvinna 10. keyri 11. hjálpa 12. athuga 13. tímabil 14. þjóta 16. dróst andann Lóðrétt: 2. frá 3. lægðina 4. álasa 5. stoppa í 7. fjöldi 9. vitskerta 10. ellegar 14. ósamstæðir 15. hvílt Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. skass 6. LUK 8. kram- inn 11. aur 12. NAN 13. RM 15. rá 16. lán 18. armingi Lóðrétt: 2. klár 3. aum 4. skin 5. skarpa 7. annaði 9. rúm 10. nár 14. gái 16. LM 17. NN iBlöð og tímarit NATTURUVERKUR FRÉT'IIR Basar íþrótta- félags kvenna íþróttafélag kvenna heldur bas- ar sunnudaginn 10. nóvember á Hallveigarstöóum. Basarinn hefst kl. 2, og verður þar á boóstólum margt góðra muna, sem hentugir eru til jólagjafa. Lárus Salómonsson: INGÓLFSBÆR I Reykjavík Ingólfur byggði sér bæ, og bærinn hét Vfk, eins og greinir f sögum, var reistur f hallinu, hafinn frá sæ og horfði mót skfnandi tjarnar spegli. Þar réðist hið góða á gegnum dögum og gullaldar-sporin á landnemans dregli. Enn miðalda skammdegis skuggarnir sjást. Þó skfna frá mannshöndum ljós inn á veginn. Frá landnámi andans skal aldrei þó mást, hvar Ingólfur bjó og Hallveig réðgarði. Og hér f innur þegninn anda sfns eiginn, því alþingis rfkið er feðranna varði. Nú spreglast f tjörninni lampanna Ijós og litverpir skuggar frá húsanna röðum. Og f uglarnir lóna við lokaðan ós þar lækurinn rann á frumbyggjans dögum, óheftum rómi þá gjallanda glöðum hann glumdi á vökum með feðranna sögum. Við tjörnina gerast hér ævintýr enn. Sem áður fyrr rætast þar mannanna draumar. Þar fortfð og ættvfsi fagna f senn, í fögnuði verða stundirnar góðar, vaxandi frjóvar sem vorglaðir straumar. Og vaggan stóð þar hinnar fámennu þjóðar. Enngeymum vér nafnheitin Grófin og Naust, og gatan frá þeim lá að búandans ranni, svo aldrei má þagna sú arfgengna raust, hvar aldanna tröð var merkt þeirra sporum. Vér krjúpum f lotningu konu og manni, sem kjöru sinn búgarð að höfuðstað vorum. Það verður að rfkja í vitund hvers manns, hvar vöggunnar armur lét barnið til sólar: Að hér f æddist þingbundið lýðfrelsi lands með laganna boðskap og frjálsan anda. Vættir og þekkingin valdhafann skólar. 1 vöggurnnar lundi skal fáni vor standa. PEIMIMAVIIMIR Austur-Þýzkaland Hér eru nöfn og heimilisföng fimm austur-þýzkra stúlkna, sem óska að komast í bréfasamband við Islendinga: Petra Lubig 759 Spremberg Drebkauerstr. 14 DDR (17 ára) Marita Wirkus 7544 Vetschau Lindenstr. 20 DDR (16 ára) Uta Petschkk 7701 Spohla Nr. 43 DDR (16 ára) Martina Graupner 8601 Doberschut 3 bei Neschwitz DDR (16 ára) Claudia Reimann 754 Calau Otto-Nauschke-str. 61. DDR (16 ára) Þær skrifa á þýsku og ensku. Náttúruverkur, blað Félags verkfræðinema og Félags náttúrufræðinema við Háskóla ts- lands, hefur hafið göngu sína. Ábyrgðarmenn og ritstjórar eru Eva Benediktsdóttir, Garðar Mýr- dal, Gylfi Páll Hersir, Tryggvi Jakobsson og Ulfar Antonsson. í ritinu er margvíslegt efni um umhverfismál, stjórnmál, þjóð- félagsmál, en tilgangur útgáfunn- ar er skýrður í ritstjórnargrein, og þar segir m.a.: „Von aðstandenda blaðsins er að það verði fagblað, þó á þann hátt, að það ýfi mann til umhugs- unar og meðvitundar um pólitísk- an tilgang náms þeirra og fram- tíðarstarfs. Tal um ópólitískt blað verður að teljast pólitísk afstaða með núv. fyrirkomulagi, þ.e. hvernig fólk er menntað á sviði verk- og náttúrufræðivísinda, sel- ur þekkingu sína og starfskrafta, sinnulaust um annað en lífsgæða- kapphlaup neyzluþjóðfélagsins. Þannig er ákveðin þjóðfélagsþró- un valdaaðiljum samfélagsins fær.“ Blaðið er prentað í Alþýðu- prentsmiðjunni. Það er 56 síður að stærð, þar af eru auglýsingar á aðeins 6 siðum. Blaðið er hið glæsilegasta að öllum frágangi með litprentaðri kápu. Basar í Keflavík Kvenfélag Keflavíkur heldur basar sunnudaginn 10. nóvember í Tjarnarlundi, og verður hann opnaður kl. 3. Þar verður á boð- stólum margt góðra muna. Kvenfélagið Bylgjan heldur fund að Bárugötu 11 kl. 8.30 i kvöld. 1 SÁ IMÆSTBESTI 1 Klaufaskapur á réttum tíma er skárri en vizka á röngum tíma. (Carolyn Wells, bandarísk- ur rithöfundir og háðfugl). Fótaaðgerðir Fótaaðgerðir aldraðra í Laugar- nessókn er hvern föstudag kl. 9—12 í kjallara kirkjunnar. Upp- lýsingar I sima 34544 og i sima 34516 áföstudögum kl. 9—12. Minningarsjóður einstæðra foreldra Minningarspjöld fást hjá Bóka- búð Blöndals, Vesturveri, í skrif- stofu FEF' i, Traðarkotssundi 6, Bókabúð Olivers í Hafnarfirði, Jó- hönnu s. 14017, Þóru s. 17052, Margréti s. 4272£,. Ingibjörgu s. 27441, Hafsteini st 42721, Páli s. 81510 og i Bókabúð Keflavíkur. HVAÐ ER ÞAÐ SEIVI ER SVART, GENGUR Á TVEIIVI FÓTUIVI □G SÉST EKKI ! svar: SNI»BUnaN3 Ny ItlXtlAVSJ I IQNVtntlÐB/V H3NVQNVQ Nýlega tók nýr aðili við rekstri Kaffitofu Guðmundar í Sigtúni 3 hér í borg. Þaö er Karl Einarsson, sem nú ræður þar ríkj- um, og munu grillréttir, kaffi o.fl. verða þar á boð- stólum allan daginn eins og verið hefur, en einnig verður nú tekin upp sú nýbreytni að hafa rétt dagsins í hádeginu. Karl Einarsson hefur verið þekktastur fyrir skemmtiatriði sín á und- anförnum árum, og nú er bara eftir að vita hvort gestir hans í Sigtúninu fá lystaukandi skemmtiatr- iði og eftirhermur í kaup- bæti. | BRIPGE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.