Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 17

Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974 17 Yngsti ríkisstjóri Kalifomíu í 119 ár Los Angeles, AP EDMUND G. Brown 36 ára demókrati vann ríkisstjóra- kosningarnar í Kalifornfu og verður yngsti rfkisstjóri þar f 119 ár. Hafði hann forystu f yfirburðasigri demókrata f svo til öll helztu embætti rfkisins. Faðir hans, sem sjálfur var rfkisstjóri f Kalifornfu, en beið ósigur árið 1966 fyrir Konald Reagan, var viðstaddur, þegar sonur hans hélt sigurræðu sfna fyrir um þrjú þúsund áheyr- endum. Reagan var ekki f fram- boði nú, heldur Houson Flourny, náinn samstarfsmað- ur hans. Ella Grasso ríkisstjóri í Connecticut Hartford, Connecticut, 6. nóv. AP-REUTER. 55 ÁRA demókrati, Ella Grasso, sigraði f ríkisstjórakosningum f Connecticut og náði þvf embætti þar með úr höndum repúblfkana. Hún er fyrsta konan, sem kjörin er f rfkisstjóraembætti f Banda- rfkjunum án þess að vera stað- gengill eða arftaki eiginmanns sfns í þvf embætti. Það hefur stundum tfðkast þar að eiginkon- ur bjóði sig fram fyrir eiginmenn sfna til þess að fara f kringum reglurnar, sem takmarka kjör- tfma rfkisstjóra f embætti, svo sem Lurleen Wallace, eiginkona George Wallace gerði í Alabama. Aðrar konur, sem hafa gegnt rfk- isstjóraembættum eftir menn sfna eru Miriam Ferguson frá Texas og Nellie Rose í Wyoming. EUa Grasso er tveggja barna móðir, af ítölsku bergi brotin. Hún hefur átt sæti í fulltrúadeild bandarfska þingsins. Ibúar Connecticut, hálf fjórða milljón að tölu, velta því nú fyrir sér, hvort þeir eigi að kalla þenn- an nýja stjórnanda sinn ríkis- stjóra eða ríkisstýru. Sjálf sagðist hún i gær vænta þess, að fólk héldi áfram að kalla sig Ellu eins og það hefði gert tiþþessa. Raunar hefur það vakið nokkra athygli í þessum kosningum, hversu margar konur voru í fram- boði til ýmissa embætta og hve margar náðu kjöri. Anna Krupsak var m.a. kjörin í embætti vararíkisstjóra í New York, eh hún hefur átt sæti í öldungadeild rikisþingsins þar. I Norður-Karólínu var Susie Sharp kjörin í embætti yfirdómara í hæstarétti, fyrst kvenna i Banda- rikjunum og Janie Shores frá Birmingham var einnig kjörin hæstaréttardómari. Meðal kvenna, sem kosningu hlutu á rikisþing voru Beverly Harrel í Nevada, forstöðukona vændishúss; Clare Dunn frá Tuc- son kaþólsk nunna og Elaine Noble frá Borston, yfirlýst lesbía. Á Bandarikjaþingi er fjölgun kvenna þó ekki mikil, þær hafa nú sautján sæti í fulltrúadeild- inni, höfðu sextán og ekkert i öldungadeildinni. Wilbur Mills endurkjörinn Little Rock, Arkansas, Reuter AP. DEMÓKRATINN Wilbur Mills f Arkansas var endurkjörinn f sæti sitt f fulltrúadeildinni, þrátt fyrir hneykslið sem það olli f sfðasta mánuði, þegar upp komst, að hann hafði verið á ferð f bifreið, er ók ljóslaus um stræti Washing- ton — og f vafasömum félagsskap, að mati siðavandra. Sjálfur hafði Mills verið angandi af vfni, að sögn lögreglu, er stöðvaði bifreið- ina. Sfðar kom f ljós, að þing- maðurinn hafði brugðið sér f „partf“, ásamt nágranna konu sinnar, Annabellu Battistellu, kunnri fatafellu — og drukkið þar fullmikið kampavfn, að hann sagði sjálfur, fullur iðrunar. Til þessa hefur Wilbur Mills farið létt með að vinna kosningar í Arkansas, en í þetta sinn þurfti hann að hafa talsvert fyrir sigrin- um — og háði hörkubaráttu við mótframbjóðandann, Judy Betty, 31 árs konu, sem var fyrsti and- stæðingur hans úr flokki repú- blikana frá því hann var fyrst kjörinn i fulltrúadeildina árið 1938. Wilbur Mills hefur verið for- maður fjármálanefndar fulltrúa deildarinnar. EUa Grasso ásamt eiginmanni og börnum. Wallace hefur áhuga á forsetakjöri 1976 Montgomery, Alabama, nóv. AP-REUTER EFTIR að ljóst varð, að George Wallace hafði náð kjöri f rfkis- stjóraembættið f Alabatna enn einu sinni lét hann svo um mælt f samtali við fréttamenn, að banda- rfska þjóðin mætti gjarnan Ifta svo á, að hann hefði áhuga á fram- boði til forsetaembættisins árið 1976. „£g bið þess og vona, að Demókratafiokkurinn læri þá lex- fu sem hann hefði átt að læra árið 1972“, sagði Wallace. Aðspurður kvað hann ekki útilokað, að hann byði sig fram utan flokka, ef hann ekki hlyti útnefningu flokksins. Hann sagðist mundu láta ákvarðanir sfnar varðandi framboð ráðast af vilja fólksins á næstu mánuðum. Wallace var sem kunnugt er sýnt banatilræði, er hann stóð í baráttu fyrir útnefningu demó- krata fyrir sfðustu forsetakosn- ingar og hlaut af því örkuml, sem sennilega binda hann ævilangt við hjólastól. Taldar voru góðar líkur á því að hann hlyti útnefn- ingu, en skotárásin sem hann varð fyrir i Maryland gerði þær vonir hans að engu og fyrir valinu varð George McGovern. Keppinautar um rfkisstjóraembættið f New York úti fyrir St. Patricks kirkjunm f New York fyrir skömmu. Hugh L. Cary (t.v.) tókst nú að binda enda á 16 ára stjórn repúblikana. Demókratinn Carey ríkisstjóri í N.Y. New York, 6. nóv. AP REPUBLIKANINN Malcolm Wilson, sem Nelson Rocke- feller ætlaði sæti sitt sem rfkis- stjóri f New York um nánustu framtfð, tapaði fyrir frambjóð- anda demókrata. Hugh L. Cary og er þar með bundinn endi á 16 ára valdatfð repúblikana f rfkisstjórn New York. Jacob K. Javits úr flokki repúblikana hélt hinsvegar sæti sfnu í öldungadeildinni og hefst þar með fjórða kjörtima- bil hans. Hann fékk þó innan við 50% atkvæða. Mótframbjóðandi hans úr flokki demókrata var Ramsey Clark, fyrrum dóms- málaráðherra Bandaríkjanna. Edmund Brown — yngsti rfkisstjóri f Kalifornfu f 119 ár. Óeirðir eftir fangelsisflótta Belfast 6. nóvember—NTB. MEIR en þúsund manns tóku f dag þátt f mótmælaaðgerðum um gervallt Norður-lrland vegna þess að brezkir hermenn skutu til bana fanga einn f umfangsmikilli flóttatilraun úr Maze-fangelsinu fyrir utan Belfast f nótt. Mótmæl- endur lokuðu þjóðveginum milli Belfast og Dublin með strætis- vögnum, og einnig götum f Bel- fast. I Londonderry varð að kveða til hermenn til að halda aftur af mótmælendunum. Um 800 hermenn og allmargar þyrlur leituðu í allan dag að þremur föngum sem enn ganga lausir. Alls reyndu 20 fangar að flýja úr fangelsinu um neðan- jarðargöng, skömmu eftir mið- nættið. Þrátt fyrir að lögreglu- menn og hermenn kæmust fljót- lega að þvi hvar op gangnanna var, tókst allmörgum föngum að komast talsvert langt frá fangels- inu. Einn þeirra var skotinn til bana er hann neitaði skipun um að nema staðar. Allir þeir sem þátt tóku í flóttatilrauninni sátu inni fyrir meinta aðild að Irska lýðveldishernum. McGovern, Eagleton og Hart meðal sigurvegara Sioux Falls og Washington, 6. nóv. AP—REUTER GEORGE McGovern sem var frambjóðandi demókrata f for- setakosningunum 1972 og tapaði þá fyrir Richard Nixon, lýsti þvf yfir f gærkveldi, að hann hygðist ekki taka neinn beinan þátt f kosningabaráttunni fyrir forseta- kosningarnar 1976, þrátt fyrir auðveldan sigur f kosningunum nú til öldungadeildarinnar yfir andstæðingi sfnum, Leo Thorsn- ess, fyrrverandi strfðsfanga f N- Vietnam. Aðrir sigurvegarar í kosningun- um í gær, nátengdir framboði McGoverns ’72, voru Thomas Eagleton, sem var endurkjörinn til öldungadeildarinnar fyrir Missouri og Gary Hart, sem náði sæti öldungadeildarþingmanns- ins Peter H. Dominicks i Colo- rado, en Dominick er kunnur harður íhaldsmaður og var með dyggustu málsvörum Nixons í Watergatemálinu. Eagleton var um hríð varaforsetaefni demó- krata sumarið 1972, en varð að draga sig í hlé eftir að upp komst, að hann hefði leitað geðlæknis tvívegis vegna afleiðinga streitu. Gary Hart var framkvæmdastjóri kosningabaráttu McGoverns. McGovern beindi í gærkveldi þeim viðvörunum til flokksmanna sinna, að ofmetnast ekki yfir sigrinum i þessum kosningum og sagði að hann gæti orðið þeim til trafala í næstu forsetakosningum. „Þessi mikli sigur leggur auknar byrðar og ábyrgð á herðar demó- krata“ sagði McGovern og bætti því við, að almenningur mundi lýsa ábyrgð á hendur demókröt- um, ef ekki tækist að vinna bug á verðbóigunni í landinu og þeim vandamálum, sem í kjölfar henn- ar fylgdu. Hann kvaðst hafa i hyggju að láta nokkuð til sín taka í öldunga- deildinni, en baráttuna fyrir for- setaembættinu mundi hann láta öðrum eftir. Framlög til neyðarbirgða boðuð á Rómarráðstefnunni Róm 6. nóvember — Reuter □ „BÆNDUR framleiða mat- væli, ekki rfkisstjórnir. Bændur framleiða matvæli, ekki alþjóð- legar ráðstefnur.“ Þetta sagði Earl Butz, landbúnaðarráðherra Bandarfkjanna f ræðu sinni á öðr- um degi alþjóðlegu matvælaráð- stefnunnar f Róm, og lagði áherzlu á að tryggja þyrfti bænd- um hagnað af þvf að stunda land- búnað. Ræða Butz vakti hvað mesta athygli af þeim ræðum sem fluttar voru f dag, og þótti vera öllu jarðbundnari en „háfleygar áætlanir” Henry Kissingers utan- rfkisráðherra, sem hann boðaði f gær, og hlotið hafa dræmar við- tökur. Q 1 dag komu einnig fram fyrstu ákveðnu skuldbindingarnar um kornframlög í neyðarbirgðir fyrir sveltandi milljónir manna um heim allan. Það voru Kanada og Svfþjóð sem ríðu á vaðið. Svante Lundkvist landbúnaðarráðherra Svfa lofaði 75.000 tonnum af hveiti á ári af hálfu lands sfns næstu þrjú árin f neyðarbirgðirn- ar, sem lagt er til að nemi alls 500.000 tonnum. Utanrfkisráð- herra Kanada lofaði milljón tonna kornframlagi árlega af hálfu rfkisstjórnar sinnar, svo og 50 milljón dollara f járframlagi. I dag kom hins vegar fram al- menn andstaða við þá hugmynd að stofna nýjar alþjóðlegar stofn- anir til að glíma við hungurvof- una, en það var einmitt tillaga Kissingers. Earl Butz sagði m.a. að löndin ættu að einbeita sér að þvi að nýta núverandi matvæla- lindir og finna nýjar til að auka matvælaframleiðsluna, en í því skyni væri nauðsynlegt að tryggja hag bænda. Hann hvatti til alþjóð- legs samstarfs um þetta efni. Þá boðaði fulltrúi Bretlands að Bretar myndu leggja fram 25.000 tonn af áburði að verðmæti 3 milljónir sterlingspunda. Ein bölsýnisrödd kom fram á ráðstefnunni í dag. Hún var frá landbúnaðarráðherra Indverja, Jagjivan Ram, sem sagði: „Hingað til hefur ekki komið fram nein tillaga eða hugmynd um raunhæfa lausn á bölinu".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.