Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 36

Morgunblaðið - 07.11.1974, Side 36
nucivsmcRR ^-»22480 RUGIVSinCRR ^*-»22480 FIMMTUDAGUR, 7. NÓVEMBER 1974 Æfingar oft erfiðari en raimvenileikinii — segja bandarísku sjúkraliðarnir, sem stukku um borð í Stolt Vista Mynd þessi er tekin, er skipverjar á varðskipinu Þór voru að koma með sjúkraliðana tvo um borð í varðskipið, en þá höfðu þeir hjúkrað og annast fjölda manna um borð í Stolt Vista. / . -s.. ... -■—*' VARÐSKIPIÐ Þór kom f gær til Keflavfkur með sjúkraliðana tvo, sem vörpuðu sér út úr Hercufes- flugvélinni yfir Stolt Vista á mánudag, en eins og kunnugt er af fréttum, varð mikil ketil- sprenging I norska skipinu, sem siglir undir Lfberfufána og skað- brenndist einn maður við spreng- inguna og tveir aðrir eitthvað minna. Fréttamaður Mbl. I Kefla- vfk, Heimir Stfgsson, ræddi f gær David Mifsten yfirliðþjálfi. Steven Tyre liðþjálfi við sjúkraliðana f bækistöð björg- unarsveitarinnar á Keflavfkur- flugvelli. Sjúkraliðarnir, sem báðir eru liðþjálfar, heita David Milsten og Steven Tyre, sögðu að Hercules- Óvænt úrslit í fyrsta leik lSLANDSMÓTIÐ f handknattleik hófst í Laugardalshöll f gær- kvöldi. t fyrsta leik mótsins urðu þau óvæntu úrslit, að Vfkingur sigraði Val 19:17, eftir 14:8 f hálf- leik. Þá vann Fram Armann 16—12. Nánar á íþróttasfðum á morgun. vélin, sem flutti þá til skipsins hafi verið komin yfir skipið klukkan 10.10 á mánudagsmorg- uninn og þá hafi þeir stokkið. Tyre lenti alllangt frá skipinu, en Milsten lenti svo til á skipshlið Stolt Vista. Sagði hann að hefði áhöfnin á skipinu verið nógu snögg til að ná í fallhlífina, hefði hann ekki þurft að vökna, en svo var þó ekki. Skipsbáturinn sem settur hafði verið á flot til þess á ná í þá félaga var hinum megin við skipið. Því tók það um 15 til 20 mínútur að ná þeim úr sjónum, svo og lyfjabún- aði og tækjum. Létu þeir síðar kasta niður til sín þremur viðbót- arkössum með lyfjum. Þeir félag- ar sögðu að sá sjúklingurinn, sem mest var brenndur, hefði verið illa kominn, er þeir komu, en líð- an hans batnaði þó mjög eftir að þeir gáfu honum vökva. Hækkaði þá blóðþrýstingur sjúklingsins úr 105 og upp í 124. Sögðu þeir hann einan hafa verið stórslasaðan, brenndan í andliti, á baki og höndum, en hinir tveir hefðu ver- ið minna slasaðir. Annar þeirra hafði fengið i læri stóra stálflís sem lá niðri undir hnéskel. Fjöl- margir af áhöfn skipsins voru særðir og skrámaðir eftir viður- eignina við eldinn og gerðu þeir að meiðslum þeirra. Bandarikja- mönnunum fannst skipið mjög skemmt. Þegar þeir félagar voru spurðir að því, hvort sjórinn hafi ekki verið kaldur, þegar þeir komu í hann, svöruðu þeir þvi til að skipin hefðu gefið upp, að sjórinn væri 12 gráður á Celcíus. Frosk- mannsbúningar þeirra eru þó gerðir til þess að þola miklu meiri kulda, þannig að þeim varð ekk- ert við að koma í sjóinn. Ölduhæð á þessum slóðum var tæplega 3 metrar. Þeir sögðu að þetta hefði verið fyrsta sinni sem þeir stukku á þennan hátt úr flugvél yfir sjó og alvara væri á feróum. Áður kváðust þeir oft hafa gert þetta á æfingum. Það var því að þeirra sögn mjög ánægjuleg tilfinning að finna það, að þetta gekk allt mjög vel, og var síður en svo Framhald á bls. 20 ; ■-' _ i Austurlandsvirk j un: Svisslendingar aðil- ar að rannsóknunum? „SVISSLENDINGAR hafa boðizt til að stofna með okkur nefnd, sem ljúki rannsóknum á Austur- landsvirkjun með stóriðju fyrir augum. Er tilboð þetta gert án þess að farið sé fram á neinar skuldbind- ingar af okkar hálfu.“ Þannig ritar Sverrir Her- mannsson alþm. í Mbl. sl. þriðjudag. Höfundar Grindavíkurmyndarinnar: Gera 6—7 kvikmynd- ir fyrir siónvarpið MBL. hafði f gær samband við Pétur Guðfinnsson framkvæmda- stjóra sjónvarpsins og fékkk hjá honum upplýsingar um það hve margar myndir sjónvarpið tæki til sýningar eftir þá Þorstein Jónsson og Ólaf Hauk Símonar- son, höfunda myndarinnar „Fisk- ur undir steini,“ sem sýnd var f sjónvarpi s.l. sunnudagskvöld. Fékk blaðið þær upplýsingar, að útvarpsráð hefði falið sjónvarp- inu að semja um gerð 6 hálftfma mynda. Auk þess hefðu þeir fé- lagar boðizt til að gera sjöundu myndina, en útvarpsráð ætti eftir að taka ákvörðun f þvf máli. Ein mynd er þegar tilbúin til sýningar. Heitir hún „Gagn og gaman,“ og fjallar um mynd- xieyzlu í Reykjavíkurborg að sögn Péturs og mun að mestu fjalla um málverkasýningar. Þá mun þriðja myndin brátt verða tilbúin. Heitir hún „Lífsmark," og fjallar um láglaunafjölskyldu í nágrenni Reykjavikur. Fjórða myndin mun fjaila um verkamannafjölskyldu í Reykjavík. Þá liggur að sögn Pét- urs fyrír samþykki útvarpsráðs fyrir því, að sjónvarpið semji við þá Þorstein og Ólaf Hauk um gerð tveggja mynda til viðbótar, og er verið að semja við þá þessa dag- ana um gerð myndanna. Mun a.m.k. önnur þeirra fjalla um lág- launafólk. Þeir Þorsteinn og Ólafur Hauk- ur sneru sér upphaflega til út- varpsráðs og buðust til að gera myndir fyrir sjónvarpið. sam- þykktí útvarpsráð þessa tilhögun. Má segja, að þeir séu lausráðnir stafsmenn sjónvarpsins á meðan þeir vinna að gerð myndanna. Þeir leggja sjálfir til hluta af tækjakosti, en sjónvarpið útvegar þeim önnur þau tæki sem þeir þarfnast, svo og filmur. Þeir fá greidd laun samkvæmt taxta dagskrárgerðarmanna og auk þess fá þeir greidda tækjaleigu. Er reiknað meó, að hver hálftíma mynd taki tvo mánuði í fram- leiðslu. Sjónvarpið á allan rétt á myndunum alveg eins og hennar eigin starfsmenn hefðu unnið þær. Sagði Pétur Guðfinnsson að lokum, að gerð þessara mynda flokkaðist að sínu mati ekki undir dýra framleiðslu. Mbl. hefur fregnað, að hér eigi Sverrir við svissneska stórfyrir- tækið Alusuisse, sem m.a. rekur Álverið í Straumsvík. Af því til- efni hafði blaðið i gær samband við þá dr. Gunnar Thoroddsen iðnaóarráðherra, Jóhannes Nordal, bankastjóra, formann við- ræðunefndar um orkufrekan iðn- að, og Ragnar Halldórsson for- stjóra Alfélagsins í Straumsvík. Ragnar Halldórsson tjáði Mbl. að rétt væri, að fulltrúar Alusuisse undir forsæti Emanuel R. Meyer stjórnarformanns fyrir- tækisins og dr. Paul H. MUller aðalframkvæmdastjóra hefðu verið hér á ferð fyrir rúmri viku, og þá átt viðræður við orkunefnd- ina um þau mál, sem Sverrir fninnist á í grein sinni. Hins vegar væri málið algerlega á byrjunar- Stigi. Það væri að sínu mati mjög éðlilegt að seljendur orku og kaupendur orku ættu með sér fundi til að finna út hvort hags- munir þeirra ættu saman. Að öðru leyti vildi Ragnar ekki tjá sig um málið. Jóhannes Nordal staðfesti að nefnd sú sem hann veitir formennsku hefði átt við- ræður við fulltrúa Alusuisse, en vildi ekkert frekar um málið segja. Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra sagði, að hann r A batavegi PILTURINN ungi sem varð fyrir hnffsstungu á Akranesi um síð- ustu helgi er heldur á batavegi, að því er Guðjón Guðmundsson yfir- læknir tjáði Mbl. í gærkvöldi Hann er þó enn ekki úr lífshættu. liti á þessar viðræður sem trúnaðarmál og vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um þær. Skýrsla um landhelgis- viðræður SKYRSLA um viðræður fslenzkra embættismanna við stjórnvöld í V-Þýzkalandi um landhelgisdeiluna verður væntanlega afhent alþingis- mönnum í þessari viku. Kom þetta fram í ræðum bæði for- sætisráðherra og utanrikisráð- herra í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld. Fyrsti nýsköp- unartogarinn í brotajárn UTGERÐARRAÐ Reykjavfkur- borgar ákvað á sfðasta fundi sfn- um aðselja síðutogarann Hjörleif til niðurrifs. Var samið við fyrir- tæki á Spáni, og er söluverðið um 9,5 milljónir. Borgarráð hefur samþykkt söiuna. Hjörleifur hét áður Ingólfur Arnarson og var fyrsti nýsköp- unartogan íslendinga. Kom hann til landsins 1947. Hefur skipið alla tíð verið einstök happafleyta, líklega farsælasta skip íslenzka togaraflotans. Skipið verður væntanlega afhent á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.