Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 3 „Hreggbarin fjöll” Sögusafn eftir Þórleif Bjarnason NVLEGA er komið út hjá Al- menna bókafélaginu sögusafn eft- ir Þórleif Bjarnason, Hreggbarin fjöll. t fréttatilkynningu frá útgáf- unni segir m.a.: „Arið 1943 gaf Þórleifur Bjarnason út fyrsta rit sitt, Horn- strendingabók, og hreppti hún óvenjugóða dóma og miklar vin- sældir. Þetta var jöfnum höndum landafræðileg lýsing stórbrot- innar náttúru og skáldleg speglun þess sérstæða mannlífs, sem Tækjum stol- ið úr bifreið INNBROT í bíla hafa stöðugt færzt i vöxt, sérstaklega eftir að stereótæki fóru að verða algeng í bílum. 1 fyrrinótt var brotist inn i Saab 99 þar sem hann stóð í Hlíðunum og stolið úr honum slik- um tækjum og auk þess 4 hátölur- um. Skiptir verðmæti tækjanna tugum þúsunda. Tækin eru af JCV Nivico-gerð, 4 rása. þróast hefur öidum saman i þröngum víkum, umkringdum bröttum fjöllum, og höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og upp- alinn á þessum forneskjulegu hulduslóðum, reyndist hafa til að bera svo persónulegan og um leið svo þjóðlegan stíl, að haft var jafnvel á orði, að þarna væri á uppsiglingu ný tegund Islend- ingasagna. Ýmsir höfundar þræddu líka i kjölfar hennar, en ekki er vitað, að neinn þeirra hafi náð fyrirmyndinni. Síðan þetta gerðist hefur Þór- leifur ritað allmargar bækur og meðal þeirra eru æskuminningar hans, Hjá afa og ömmu, sem AB gaf út árið 1960. Er það mjög hugnæm lýsing á daglegu lifi í átthögum, sem nú eru komnir í eyði, og speglar greinilega hin varanlegu áhrif, sem náttúran, dauð og lifandi, hefur á hug- kvæma og ómótaða barnssál." Þá segir ennfremur: „Þó að þessar siðustu sögur Þórleifs séu i ýmsu tilliti fjöl- breytilegri að efni en margar fyrri bækur hans og taki bæði til nýs tíma og gamals, mun þó ættar Þórleifur Bjarnason. mót þeirra flestum auðrakið. Víða bregður þar fyrir sterkum og minnistæðum manngerðum, sem langa ævi bera þunga örlagabyrði i einsemd hjarta síns (Fylgdar- maður, Vegurinn yfir heiðina o.fl. sögur). Ef til vill er það samt höfuðeinkenni sagnanna, hversu þráður þeirra er jafnan heill óg órofinn, þó að ósjaldan greiðist ekki úr honum til fulls fyrr en undir sögulok." Hreggbarin fjöll eru 162 bls. í allstóru broti. Ottó Ölafsson teiknaði kápu bókarinnar. Þrjú leikrit Evrípídesar — í íslenzkri þýðingu KOMIN eru út í fslenzkri þýðingu Jóns Gfslasonar skólastjóra þrjú af leikritum Evrfpidesar, Alkestis, Medea og Hippolýtos. Bókin hefst á inngangi þar sem rakin er ævi Evrípídesar og sagt frá helztu einkennum leikrita hans. Þá er kafli um gerð leikrit- anna þriggja og annar um sögu textans. Loks er svo eftirmáli eft- ir Jón Gislason. Þar segir hann m.a.: Að ' vissu leyti stendur Evripides nútímamönnum nær en hinir eldri skáldbræður hans, þeir Aiskýlos og Sófokles. Stafar það af því m.a., að viðfangsefni hans lúta að vandamálum, sem mörg hver eru jafnbrennandi nú og þau voru í Aþenuborg fyrir meir-en tvö þúsund árum. Einnig þess vegna er Evripídes umdeild- astur harmleikaskáldanna þriggja, að hann kemur enn við kvikuna i mönnum. Leikritin þrjú, sem hér birtast á íslenzku i lausu máli, fjalla um ástir og hjónaband; hvert um sig frá óliku sjónarhorni. Þau eru með frægustu leikritum Evrípídesar. Enn í dag mun sá maður vandfundinn, sem í ein- hverja snertingu hefur komizt við dr. Jóns Gíslasonar Dr. Jón Gfslason menntun, er eigi hefur heyrt a.m.k. Medeu getið. Og í bók- menntum heimsins eru bæði Alkestis og Hippolýtos einnig víð- fræg. Þaó er því eigi vonum fyrr, að þessi alkunnu snilldarverk birtast nú fyrst í heild á islenzku. Bókin er alls 262 bls. að stærð. Útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Sund og íþróttahöll Vestmannaeyinga Fyrir áramót verður tekin um það ákvörðun f Vestmannaeyjum hvers konar fþróttahöll og sund- höfl verður flutt inn frá Dan- mörku og reist þar á næsta ári. Sérstök framkvæmdanefnd um byggingu fþróttamannvirkja f Vestmannaeyjum hefur á þessu ári kannað ítarlega slfkar bygg- ingar á Norðurlöndunum og möguleika þeirra og um sfðustu helgi kom þessi nefnd heim til Akveðin fyr- ir áramót— fullbyggð á 20 mánuðum Þessi mynd sýnir mannvirkin samkvæmt tiiboði Asmussen og >Veber. Sundhöllin er lengst til hægri, gangur með félagsaðstöðu ( miðjunni og fþróttahöllin lengst til vinstri. Samkvæmt þessu tilboði er íþróttahöllin næst fþróttavellinum, en samkvæmt hinu tilboðinu eru .nann- virkin meðfram vesturhlið fþróttavallarins endilangri. Isiands úr lokakönnun á tveimur slfkum mannvirkjum frá tveimur þeirra dönsku fyrirtækja, sem buðu í gerð íþróttamannvirkj- anna s.I. sumar. Morgunblaðið hafði samband við Stefán Runólfsson formann nefndarinn- ar og leitaði upplýsinga hjá hon- um, en með tilkomu þessara nýju íþróttamannvirkja verður brotið blað f sögu íþróttamannvirkja landsins, bæði hvað varðar byggingarhraða, hússtærð og kostnað. Þau tvö tilboð, sem valið verður úr fyrir Vestmannaeyjar, hljóða upp á 250—270 miflj. kr., en hærra tilboðið innifelur á ýms- an hátt rýmri og betri aðstöðu f mannvirkjunum. „Nefndin, sem unnið hefur að undirbúningi þessa rnáls," sagði Stefán, „fór til Danmerkur í byrj- un desember eftir að við höfðum komizt niður á samningaviðræður við tvo danska aðila, sem buðu f þessi mannvirki, en f sumar höfð- um við farið fram á sparnaðar- tillögur út frá fyrri tilboðum þeirra. Við fórum þvf f áfram- haldi af þessu til að skoða fþrótta- mannvirki, sem þessir aðilar og fleiri höfðu framleitt, en alls skoðuðum við um 20 sund- og fþróttahallir. Við komum sfðan heim með samninga frá báðum þessum umræddu aðilum, sem eru Klemenson og Nilsen annars vegar og Asmussen og Weber hins vegar. Um þessi tvö tilboð stendur valið. Við höfum gefið bæjarráði skýrslu um málið og það er þvf komið að lokaaf- greiðslu, þvf það er fullunnið. Framhald á bls. 20 Gróf útlitsteikníng af fþróttahóllinni og sundhöllinni samkvæmt tilboói Klemenson og Nilsen. en undirbúningsnefndin mælir meó þvl mannvirki. Efsti hlutf myndarinnar er útlfnuteikning af fþróttahöllinni en millibyggingin til vinstri tengist millibyggingunni i sundhöllinni, sem er sýnd ð mióri myndinni, en neóst er grunnflatarteikning hússins, en búió er að ðkveóa staó fyrir mannvirkin og er þaó vió fþróttavöllinn f Löngulðg. Menníöndvegi HaHgrímur Pétursson Sálin í útlegð er æ meðan dvelst hún hér Isafoldar X nt** c&$í*ý***i Höfundur Passíusálm- anna hefur um aldir tryggt sér það öndvegi í hjörtum trúaðra og þeirra er list unna sem óbrotgjarnt mun standa, meðan til er leitandi sál sem islenskt mál skilur. Sjálfur skrifaði Hallgrím- ur Pétursson: Það verður dýrast sem lengi hefur geymt verið og gefur tvöfaldan ávöxt á hentugum tima frambor- ið, sagði Markus Varro. Bókin um Hallgrím Pétursson er ÖND- VEGISBÓK. Gott er að geta gefið góða gjöf. ísafoldarbók er qóð bók.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.