Morgunblaðið - 18.12.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
33
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jðhanna v
Kristjónsdóttir
þýddi ,
78
— Þér náðuð honum, sagði
hann seinlega. — I miðri guðs-
þjónustu. Oþverrinn. Hann gekk
fram og rak King kinnhest. King
tók fram vasaklút og þurrkaði sér
um munninn.
— Ef þér ætlið að halda þessu
áfram er liklega bezt að ég geri
yfirlýsingu, sagði hann.
Nú var þessu lokið. Hann gat
ekki gert sér neinar vonir um að
standast þeim snúing. Hann hafði
gert eins og honum hafði verið
fyrirlagt. Kannski myndi honum
aldrei auðnast að berja augum
ibúðina sína í Moskvu, en hann
gat beðið. Hans menn myndu
bjarga honum út. Hann þurfti
aðeins að játa að hann ræki
njósnahring og hefði falið sig á
bak við tímarit sitt. Og svo myndi
hann neita þvi að hann hefði gert
annað en hlusta á morðáætlun
Huntley Cameron. Elizabeth var
lykilmanneskjan. Huntley gat því
aðeins flækt hann í málið að hann
stefndi sínu eigin öryggi í mikinn
voða. Það var aðeins Elizabeth
sem gat persónulega borið vitni
gegn honum. Og nú var hún stein-
dauð.
— Ég er reiðubúinn að gefa
yfirlýsingu, endurtók hann. Það
var blóð í vasaklútnum hans.
Leary gaut augunum á hann og
neri hnúann.
— Gott, sagði hann. — Við skul-
um skrifa það niður.
Engra spurninga var spurt.
Leary lét ekki grípa fram í fyrir
/ ; \
Velvakandi svarar I sima 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
V__:________________________
• Síðbúnir
jólasveinar
Jón Pálsson Háaleitisbraut 54
hafði samband við okkur, og
kvaðst hafa farið með tvær litlar
dætur sínar niður á Austurvöll á
sunnudaginn var til að sjá þegar
tendruð voru ljósin á jólatrénu
þar. Að lokinni athöfninni á Aust-
urvelli sagðist Jón hafa haldið á
Lækjartorg eins og fjöldi þeirra,
sem á Austurvelli voru, en á
Lækjartorgi var von á jólasvein-
um. Er ekki að orðlengja það, að
biðin eftir jólasveinunum varð
þrir stundarfjórðungar, og sagði
Jón, að flest börn hefðu þá verið
orðin blá af kulda.
Hann sagði, að dætrum sínum
hefði verið orðið svo kalt þegar
jólasveinarnir komu loksins, að
hann hefði orðið að fara með þær
heim, án þess að þær hefðu getað
horft á skemmtiatriðin.
Að lokum sagðist hann vera
undrandi á því, að ekki hefði ver-
ið séð til þess að dagskráin á
Lækjartorgi hefði verið strax á
eftir athöfninni á Austurvelli.
% Austurstræti
eins og fægt!
Göngugarpur kom að máli við
Velvakanda og sagðist vera orð-
inn hundleiður á öllu þrasinu í
dálkum hans, og þess vegna ætl-
aði hann að vekja athygli á
nokkru jákvæðu svona til til-
honum. King talaði nokkra stund,
játaði á sig njósnir, viðurkenndi
þjóðerni sitt og gaf reyndar upp
hið rétta nafn sitt, Alexander
Turin, major i sovézka hernum.
Hann nefndi nokkra minniháttar
njósnara, tvo í Vestur-Þýzkalandi
og einn í Frakklandi. Að þessu
sögðu hafði hann ekki meira að
játa. Hann lét í ljós þá ósk að þeir
tækju niður orðrétta yfirlýsingu
hans, svo að hann gæti siðan iesið
hana og skrifað undir.
En ekkert gerðist. Leary sat
kyrr i stólnum sínum og saup
á kaffinu og barði laust með blý-
anti á borðröndina, þangað til
þessi kynlega þögn fór að fara í
taugarnar á King.
— Ég hef sagt ykkur allt, sagði
hann. — Ég fer fram á að fá að
undirrita yfirlýsingu mína.
Leary horfði þreytulega á hann.
— Ég er ekki að ákæra yður
fyrir neitt af þessu, sagði hann. —
Það skiptir mig sem sé ekki
nokkru máli, hvort þér eruð KGB
njósnari eða Eddi King frá
Minnesota. Við munum ekki
sækja yður til saka fyrir njósnir,
King. Aftur á móti mun ég af-
henda yður lögreglunni. Fyrir
morð á konu, sem hét Dallas Jay ..
Hann stóð upp og gekk i áttina
til dyra. Hann staðnæmdist þar og
leit umöxl.
— Þér fáið án efa lífstíðar-
fengelsi, sagði hann hirðuleysis-
lega.
Tveir menn gengu til King.
Hann stóð upp áður en þeir lögðu
hendur á axlir honum, Hann
kyngdi með nokkrum erfiðismun-
breytingar. Hann sagðist ekki
hafa orðið mikið var við að
fólk kynni að meta þá stórkost-
legu breytingu sem orðið hefði
á Austurstræti hvað við-
kæmi hitalögnunum góðu, en
reyndin hefði orðið sú, að snjó
og hálku hefði verið út-
rýmt úr strætinu. Að vísu hefði
það verið tilgangurinn, en árang-
urinn hefði farið fram úr björt-
ustu vonum að slnu mati. Hann
sagðist vita til þess, að víðar væri
nú gert ráð fyrir samskonar lögn-
um, en enn sem komið væri virtist
aðeins það opinbera hafa komið
auga á þessa stórkostlegu tækni.
Hann sagðist vilja benda hús-
byggjendum á það að athuga
hvort ekki mætti nota þessa tækni
þar sem bilastæði og gangstéttir
eru við hús.
% Brunavarnir
Gunnar Jónsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nú fara jólin í hönd og þar með
eykst brunahætta til mikilla
muna, því að þá er opinn eldúr
svo að segja á hverju heimili. Þó
hefur þessi hætta minnkað mikið
síðan hætt var að mestu að hafa
kerti á jólatrjám, en áður en
farið var að nota raflýsingu í
þessu skyni kviknaði yfirleitt I út
frá jólatrjám á mörgum heimilum
um hver jól. Þetta hefur sem bet-
ur fer breytzt, þótt enn sé mikil
hætta á bruna vegna kerta og
annars um þessa stórhátíð.
Mig langar til að þakka Bruna-
málastofnun tslands alveg sér-
staklega fyrir mjög svo tímabær-
ar kvikmyndir, sem sýndar hafa
um og allt I einu fannst honum
herbergið bæði minna og dimm-
ara en áður.
— Ég veit ekkert um það mál,
sagði hann. — Ég hef engan drep-
ið. Ég drap ekki kardinálann
heldur. Hann getur ekki gert mér
þetta...
— Enginn drap kardinálann,
sagði hljóðleg og stillileg rödd að
baki honum. — Þetta hefur skol-
ast til hjá yður. Það var John
Jackson, sem var skotinn til bana
i dag.
Elizabeth gekk inn I flugstöðv-
arbygginguna á Kennedyflugvell-
inum. Fyrir mánuði hafði hún
staðið hér með Keller og beðið
eftir að tengiliður hans kæmi og
sækti hann. Enginn hafði birzt og
þau höfðu farið saman héðan,
hann hafði haldið um handlegg
hennar, svo að hún reyndi ekki að
laumast i burtu frá honum. Siðan
voru aðeins fjórar vikur liðnar,
en henni fannst sem hún hefði
lifað heila mannsævi á þessum
skamma tima.
Þau höfðu komið hingað saman
eins og persónur í grískum
harmleik, eins og örlögin hefðu
leitt þau saman.
Hún ruddi sér braut gegnum
þvöguna og hugsaði um hvort
hann væri á þeim stað, þar sem
þau ætluðu að hittast og farmið-
arnir biðu þeirra.
Hún var orðin alltof sein. Hana
langaði að setjast niður og gráta
af vonbrigðum. Ef hann hefði nú
verið I sjónvarpi nú að undan-
förnu, en einnig er ástæða til að
þakka sjónvarpinu fyrir sýndan
skilning á nauðsyn þess að halda
þessu áróðursefni að fólki.
Um leið vil ég svo taka fram, að
mér finnst að gjarnan mætti sýna
slíkar myndir á öðrum árstímum,
því að almennt held ég að fólk
geri sér ekki ljósa grein fyrir
brunahættu, sem eins og kunnugt
er getur stafað af ýmiss konar
orsökum.
Og fyrst ég er búinn að taka
mér penna í hönd, þá er ekki úr
vegi að hvetja fólk til að hafa
slökkvitæki á heimilum sínum.
Slík tæki eru ekki dýr miðað við
verðmætin, sem bjargazt geta við
notkun þeirra ef illa fer. Fyrir-
skipað er að hafa slökkvitæki I
skólum, opinberum stofnunum og
á vinnustöðum, en ekki er siður
nauðsynlegt að þau séu til að
heimilum.
Gunnar Jónsson."
% Hjálpsamir
unglingar.
Hér fer á eftir bréf frá þakk-
látri konu:
„Kæri Velvakandi.
Mjög er algengt að hnýtt sé í
unglingana okkar. Þetta er að
vlsu ekki ný bóla, því þetta mun
vera lenzka á öllum tímum. Það er
rétt, unglingarnir eru oft baldnir
og misjafn sauður er I mörgu fé
þar eins og annars staðar. Meira
er svo alltaf rætt um það sem
miður fer en hitt, sem vel er gert.
Ég er nú svo heppin að hafa
aldrei lent í tæri við óknyttaungl-
gefizt upp á því að bíða og væri
farinn sína leið. Ef hann hefði
tekið einhverja aðra vél og hugs-
aði með sér að hún hefði skipt um
skoðun og ætlaði sér ekki að hitta
hann hér i dag.
Fólk sneri sér við og horfði á
eftir henni. Hún hafði alltaf vakið
eftirtekt þar sem hún fór vegna
glæsileilca og fegurðar svo að hún
veitti því enga athygli. Hún gekk
hjá bókabúð í flugstöðinni, þar
sem útvarp var opið og verið var
að segja fréttir. Hún hirti ekkert
um að leggja við hlustir. hún
stefndi I áttina að farmiðasölunni.
Hún hefði þekkt hann úr órafjar-
lægð. Og nú sá hún að hann var
hvergi sjáanlegur. Hún nam stað-
ar andartak og barðist við að
halda tárunum i skefjum. Hún
mátti ekki vera sá kjáni að búast
við þvi versta strax. Hann hlaut
að hafa skilið eftir boð til hennar.
Það var erfitt fyrir hana að kom-
ast að, fólk hafði raðað sér upp tl
að ná í miðana. Hún fór i röðina
og skimaði þó stöðugt í allar áttir.
Loks kom röðin að henni:
— Tveir miðar til Mexico. Eliza-
beth Cameron, sagði hún.
Hún skalf frá hvirfli til ilja og
varð að gripa í afgreiðsluborðið
sér til stuðnings. Klukkan á
veggnum á móti hennar var ná-
kvæmlega tólf. Hún var klukku-
tíma of sein. Hann hlaut að hafa
komið og farið aftur. Nema því
aðeins að hann hefði lika tafizt i
umferðinni. Og auðvitað hafði
hann tafist eins og hún, hann
hafði sjálfsagt lagt mun seinna af
stað, þar sem hann gerði sér enn
inga, en hef margar og góðar sög-
ur að segja af hinum, enda eru
þeir í miklum meirihluta. Hér
verður aðeins drepið á tvennt.
í hálkunni þessa dagana lenti
ég I því að festa bílinn minn við
gangstétt og fékk hann ekki
hreyft. Þarna var ég búin að
baksa i langan tíma og ýmsir
höfðu gengið framhjá, en þá
komu allt í einu þrir piltar 16—17
ára og ýttu á bilinn óumbeðið
þannig að ég losnaði úr prísund-
inni. Siðan veifuðu þeir til min og
héldu á brott áður en mér gafst
tími til að fara út úr bílnum og
þakka þeim.
Hitt atvikið, sem ég ætla að
minnast á, gerðist á götu i Austur-
bænum. Lítil telpa um þriggja ára
var þar á vappi ein og yfirgefin.
Tveir unglingar hinumegin á göt-
unni stönzuðu og virtu hana fyrir
sér um hríð. Síðan gengu þeir til
telpunnar og fóru að tala við
hana. Ekki vissi ég, hvað þeim fór
á milli, en síðan komu þeir með
hana til mín og spurðu mig, hvort
ég vissi, hvar hún ætti heima. Það
vissi ég ekki. „Hún er villt,“
sögðu þeir, „og getur ekki sagt,
hvar hún á heima. Það er ómögu-
legt að skilja barnið svona eftir.“
Síðan tóku þeir hana á háhest og
hófu húsvitjanir í leit að heimili
hennar. Þegar ég hætti að fylgjast
með þeim, höfðu þeir þegar farið
i þrjú hús.
Ég þykist vita, að þeir hafi feng-
ið góðar móttökur, þegar þeir loks
fundu heimili hennar. En mér
hlýnaði um hjartaræturnar vegna
hugulsemi þeirra.
Þakklát kona.“
ÓKINDIN
Þau elskast um nótt á baðströnd
Hún leggst til sunds, en á ekki aftur-
kvœmt.
DJARFAR ástallfslýsingar — spenn-
andi barátta manns og skepnu.
METSÖLUBÓKum öll Bandaríkin.
FRÁBÆRT verk Peter Benchleys,
sonarsonar Robert Benchleys. kvik-
myndaleikara, — rithöfundur I 3.
liS, maðurinn, sem skrifaSi oft ræð-
urnarfyrir Lyndon B. Johnson.
STÓRFENGLEG segir Fletcher
Knebel. HRÍFANDI, i samanburSi viS
MOBY DICK (1851) — Washington
Post.
Hún neyðir mann til að halda lestrin-
um ifram, hún hrifur þi. sem lesiS
hafa „Gamli maðurinn og hafið" —
NEW REOUBLIC.
Niið i ÓKINDINA strax — það getur
orðið of seint.
„Skoltarnirluktust um brjóstkassann
i honum. Hooper fann fyrir ægi-
legum þrýstingi, eins og innyflin
hefðu verið látin i pressu. Hann rak
hnefann í svart auga hákarlsins, sem
beit skoltunum saman og það
siðasta, sem Hooper sá fyrir sér áður
en hann dó. var augað, sem starði á
hann gegnum ský, sem myndaðist af
hans eigin blóði.
., Hann náði til hans," hrópaði
Brody, „gerðu eitthvað",
„Maðurinn er dauður" sagði Quint.
Gefðu þér
tíma —
þú
sleppir
henni
ekki fyrr en
hún er búin.