Morgunblaðið - 05.02.1975, Side 15

Morgunblaðið - 05.02.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1975 15 l jgunt oréUw saqt INNGANGUR Einn helzti merkisberi Kriststrúar í íslenzkri klerkastétt, sr. Jón Auðuns, fyrrum dómprófastur, er sjötugur í dag. í tilefni af því hitti ég hann að máli og skrifaði samtalsgreinar um líf hans og störf og birtast tveir fyrstu kaflarnir í dag, en aðrir fylgja í kjölfarið næstu daga. Alls er greinaflokkurinn í XV köflum og er reynt að koma sem víðast við. Sr. Jón Auðuns hefur um langt skeið verið einna áhrifamestur fslenzkra presta, aldrei myrkur f máli, ávallt mótandi baráttumaður trúar sinnar og köllunar, verðugur arftaki mikilla frumherja. Um leið og ég þakka honum samstarfið sendir Mbl. þeim hjónum afmælis- og árnaðaróskir. Aðalfyrirsögn þessara samtalsgreina,. . . því nýja veröld gafst þú mér . . ., ersótt í ljóð eftir vin og samstarfsmann sr. Jóns Auðuns, skáldið Einar H. Kvaran. Það heitir Lífsins fjöll og er ort á efri árum skáldsins. Það er þvf löng leið milli þess og hins þekkta ljóðs Einars H. Kvarans, Sjötta ferð Sindbaðs, sem hann orti ungur og lýkur á þessum fleygu orðum: „En er nokkuð hinumegin?“ „Löng leið kann að virðast milli þessara tveggja áfanga,“ segir Tómas Guðmundsson um ljóð þessi, „en samt hefur raunverulega það eitt átt sér stað, að brennandi spurningu ungs manns hefur verið svarað, og „gljúfravegir“ efasemdanna hafa aftur skilað honum út í sólskinið... í þessu yndislega ljóði, sem að einfaldleik minnir á frumkristnilega helgimynd, er árangri ævilangrar baráttu til skila haldið. Það er trúarjátning og reikningslok þroskaðrar sálar, vitnisburður manns, sem leitt hefur líf sitt til sjaldgæfs samræmis og fyllingar“. Um þessa „nýju veröld“ er einkum fjallað í samtalsgreinum þessum. Matthías Johannessen. ... Dví nýja veröld gafst pú mér... I. Menningar- leg umgjörð Allt lífsstarf séra Jóns Auðuns, fyrrum dómsprófasts, ber merki þeirrar menningarlegu reisnar, sem var umgjörð æsku hans og uppeldis. Hann er fæddur á ísafirði á miklum umbrota og framfaratimum og var faðir hans í fararbroddi þeirra brattsæknu hugsjóna- manna, sem í senn börðust fyrir betri og fjölbreyttari atvinnuháttum, og þar með frambærilegri lífskjörum en áður, og varðveizlu þeirrar arfleifðar sem hafði um langan aldur verið aflvaki lífshugsjónar og trúar kynstofnsins á hlutverk hans i þessu harðbýla landi. Foreldrar Jóns Auðuns voru Jón Auðunn Jónsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri, og Margrét Jóns- dóttir. Þau bjuggu á ísafirði í 43 ár. Fyrst framan af var Jón Auðunn Jónsson bókari við Landsbankaútibú- ið á ísafirði, eða um áratugar skeið, en á árunum 1914—1924 var hann bankastjóri þar. Eftir það var hann framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækja fyrir vestan og alþingismaður í nær tvo áratugi, hætti þingmennsku árið 1937. „Pólitíkin kom mjög fljótt inn á heimilið,“ sagði sr. Jón Auðuns þegar við rifjuðum þetta upp i samtali okkar, ,,því að faðir minn var bæði önnum kafinn við bæjarmálefni og önnur stjórnmálastörf frá því ég man fyrst eftir mér. Þá voru ákaflega sterk, allt að því óvægin, pólitísk átök fyrir vestan og enn lifði í glæð- unum frá Skúlamálinu svokallaða, sem flestir þekkja. Afi minn, Jón Einarsson á Garðsstöðum, útvegs- bóndi í Djúpi, var eindreginn stuðningsmaður Skúla og séra Sigurðar í Vigur, eða þar til Valtýskan kom fram á sjónarsviðið, en þá skildu leiðir og heimili hans varð allt mjög eindregið með Hannesi Hafstein og Heimastjórnarflokknum. Eitt sinn þegar ég var norð- ur á Sauðárkróki lánaði Sigurður sýslumaður Sigurðs- son mér endurminningar föður síns, séra Sigurðar í Vigur, sem til eru í handriti, og spurði, hvort ég vildi lesa þær, þar sem afi minn kæmi við sögu. Eg las bókina og enda þótt hún væri að mörgu leyti skemmti- leg og fróðleg, vorum við Sigurður sýslumaður sam- mála um að þessa bók ætti ekki að prenta. Astæðan: m.a. sú, að séra Sigurður skrifaði bókina vestur i Vigur og hafði ekki handbær þau gögn sem hann hefði þurft að hafa. Mér skilst að Þorsteinn Thorarensen hafi haft hand- rit séra Sigurðar í Vigur, þegar hann skrifaði um átökin fyrir vestan í bókinni Eldur i æðum, en verð þvi miður að segja, að ranglega er skýrt frá þar sem Jón afi minn kemur við sögu, en út í þá sálma er óþarfi að fara nánar.“ Sem sagt, séra Jón Auðuns er alinn upp á rammpóli- tísku heimili heimastjórnarmanna og í aðdáun á Hannesi Hafstein, sem hefur enzt honum alla tíð. „Ég sá hann að vísu aldrei, því að hann var orðinn veikur maður, þegar ég kom hingað suður. En þarna fór saman aðdáun, bæði á skáldinu og stjórnmálamann- inum. Faðir minn keypti sýslumannshúsið af Hannesi Haf- stein, þegar hann fluttist til Reykjavíkur í ráðherra- stólinn 1904, og bjó þar síðan í 43 ár. Það er nú eina gistihúsið á lsafirði.“ Hús þetta hafði hýst margan manninn meðan þau bjuggu þar, Margrét Jónsdóttir og Jón Auðunn Jóns- son, svo mikill gestagangur sem þar var öllum stund- um. Húsið var, ef svo mætti segja, opið í báða enda að þessu leyti, þó að húsráðandi hafi tekið stjórnmálin föstum tökum og hvorki verið orðaður við hentistefnu né undanslátt. Sigurður Bjarnason sendiherra sagði i grein um Margréti, móður séra Jóns Auðuns, þegar hún var níræð, að heimili þeirra Jóns Auðuns Jóns- sonar hefði verið héraðsmiðstöð, eins og hann komst Frú Dagný og sr. Jón Auðuns. Myndin var tekin í sumar sem leið. Frú Margrét Jónsdóttir, móðir sr. Jóns Auðuns. að orði. Séra Jón Auðuns sagði við mig: „Þarna var látlaus straumur af fólki og það leiðir af sjálfu að móðir mín annaðist uppeldi okkar barnanna, því að faðir minn var önnum kafinn. Móðir mín hafði sérstök skilyrði til að ala okkur upp. Faðir hennar, séra Jón Jónsson á Stað á Reykjanesi, var mikill tungumála- maður og sem barn og unglingur lærði hún bæði dönsku, ensku og þýzku sem hún las með okkur systkinunum, hverju af öðru. Og hún var ákaflega góð í sögu. Sturlungu kunni hún nálega utanbókar og las hana siðast á tíræðisaldri. Sögu Rómverja las hún öllum stundum og þá að sjálfsögðu ekki sízt það sem Páll Melsteð skrifaði um hana í sinni bók. Hún talaði við okkur á máli Sturlungu. Hún var prestsdóttir, en ég sá hana aldrei líta í Nýja testamentið. Ein bók kristninnar lá þó alltaf á saumaborðinu hennar, auk Sturlungu og sögu Rómverja, það var sálmabókin. Hún las hana mjög mikið, kunni marga sálma og fjölda af ljóðum, bæði íslenzkum og erlendum. Hún söng með okkur ljóð á þremur fyrrnefndum tungum, auk ís- lenzku. Einn síðasta daginn sem hún lifði sagði hún við mig, þegar ég kom til hennar og spurði: „Hvernig hefur þú það, móðir mín?“ — „Ég var lasin í morgun, en svo hóf af mér allar vámur.“ Þetta orðfæri er úr Sturlungu, eins og mörg önnur, sem hún notaði í daglegu máli. Það var Arnór Tumason, sem sagði þessi orð, þegar hann var kvaddur til liðsinnis í orustu. Móðir mín hafði sömu kennsluaðferð og Bjarni frá Vogi, þegar hann kenndi okkur grísku í guðfræði- deildinni. Hann lét okkur byrja á klassísku riti, Ana- basis eftir Xenophon, þungu riti. Þegar móðir min veitti mér fyrst tilsögn í þýzku byrjaði hún ekki á neinu barnaefni, en sagði við mig: „Sæktu Buch der Lieder eftir Heine, byrjaðu á Don Ramiro.“ Síðan hélt hún áfram sínum útsaumi, en leiðrétti mig, því að hún kunni þetta allt utanbókar." Svona uppeldi hlutu þau systkinin, fjögur, enda urðu þau öll læs á þessar þrjár erlendu tungur. II. ÍÖgri Þess má geta að séra Jón Auðuns átti einnig annað æskuheimili. Það var i Ögri. Þar hafði búið Jakob frændi hans, alkunnur höfðingi og stórbóndi. „Ég var fimm ára þegar ég var sendur til frænkna minna tveggja í Ögri, Halldóru og Ragnhildar Jakobsdætra, sem sátu við mikinn veg sitt gamla höfuðból. Það var einstætt heimili að því leyti áð ég hef hvergi séð haldast eins i hendur gamla auðmannamenningu og nútimann. Þarna var svo mikið varðveitt af gömlum gripum að ég hef aldrei séð neitt svipað annars staðar, enda auður mikill kynslóð eftir kynslóð." I bókahillu séra Jóns eru góðir gripir og dýrmætir, en slíka gripi eiga þau hjón marga og setja þeir einstæðan menningarblæ á heimili þeirra. Við skoðum gamla tinkönnu og silfurbikar. Tinkannan er gjöf frá Friðriki 3. Danakonungi til Ara Magnússonar í Ögri fyrir um 330 árum, en Ari var sem kunnugt er sonur Magnúsar prúða sem orti m.a. Pontusarrímur, en þeir feðgar eru forfeður séra Jóns eins og fjölmargra íslendinga annarra. A könnunni góðu stendur F.R. undir kórónu og á lokinu er skjaldarmerki konungs: Kóróna sem Svíakonungur réttir hönd sína eftir, en Friðrik 3. bregður sverði og heggur af höndina. Af skjaldarmerki konungs getur maður þvi rétt imyndað sér, hvernig samkomulag hefur verið milli þeirra kónganna og nágrannanna og þjóða þeirra. En í skjaldarmerkinu standa einkunnarorð Friðriks 3.: Soli deo gloria; einum guði dýrðina. Silfurbikarinn er hægt að skrúfa sundur og var hann notaður á ferðalögum. Þessi bráðnauðsynlegi ferðabikar er einnig ættaður úr Ögri. „Einu sinni kom. Hafsteinn Björnsson til mín og við vorum að gera tilraunir með hlutskyggni, ég rétti honum bikarinn og segi við hann: „Hvers verður þú vis um þennan grip?“ Hann tekur bikarinn, handleikur hann litla stund og segir: „Það grípur mig mikill heilagleiki og ég sé óljóst fyrir mér andlit á presti með eins og hvítan kraga.“ Eg tók bikarinn og sagði: „Nú skjátlast þér, Hafsteinn. Þetta er ferðabikar og fyrrum var drukkið mikið brennivin úr honum" En síðar þegar Matthías Þórðarson þjóðminjavörður sá þennan bikar hjá mér sagði hann við mig: „Fóturinn er gamall, Iíklega nálega 300 ára, en þetta er þjónustukaleikur, upphaf- lega notaður af prestum." Mér þótti þetta skemmtilegt, því ég vissi ekki til að bikarinn hefði verið notaður til annars en staupa sig á ferðalögum." M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.