Morgunblaðið - 11.02.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1975
17
Nýkjörin stjórn Fylkis. Standandi frá vinstri: Halldór Sigurðsson, Emil Gíslason,
Theódór Marinósson, Haukur Tómasson. Sitjandi frá vinstri: Baldur Kristinsson,
Ruth Sigurðsson, Hjálmar Jónsson, formaður, Jónas Eggertsson, Steinn Halldórs-
son.
Ibúar hverfisíns hafa
sýnt félaginu áhuga
Rætt við forráðamenn Fylkis í Arbæjarhverfi
Aðalsteinn
Sigurgeirs-
son
EINN þeirra knattíþróttamanna
á Akureyri sem hvað mesta
athygli hafa vakið, er Aðal-
steinn Sigurgeirsson. Þegar á
unga aldri gekk hann I íþrótta-
félagið Þór og hefir verið því
félagi drjúgur liðsmaður. Hann
tók þegar að iðka knattspyrnu
og handknattleik af miklum
móð og frammistaða hans
vakti þegar mikla athygli.
Einnig tók Aðalsteinn um tíma
þátt ! körfuknattleik, þannig að
segja má að hann hafi víða
komið við.
Strax og aldur leyfði var
Aðalsteinn valinn i úrvalslið
Í.B.A. bæði ! knattspyrnu og
handknattleik, en i þann tið
sendu Akureyringar sameigin-
legt lið til íslandsmóts i báðum
þessum greinum. Síðan hefir
mikið vatn til sjávar runnið og
miklar breytingar orðið á skip-
an íþróttamála á Akureyri, nú
síðast var ákveðið að félögin,
K.A. og Þór sendu sitt liðið
hvort til íslandsmótsins i
knattspyrnu eins og flestum
mun kunnugt.
Árið 1969 tóku Akureyrarfé-
lögin að leika hvort i sínu lagi í
handknattleiknum, og að sjálf-
sögðu hefir Aðalsteinn leikið
með Þór upp frá þvi, hin síðari
ár sem fyrirliði. Það tók Akur-
eyrarfélögin nokkur ár að
vinna upp sterk lið i hand-
knattleiknum, en starfið bar þó
árangur i hitteðfyrra þegar Þór
vann sér sæti i 1. deitd. Að
vísu varð viðstaðan ekki löng,
aðeins eitt ár, en nú i vetur er
Þór i baráttunni á toppnum i 2.
deild ásamt Þrótti og K.A.
Aðalsteinn kvaðst ekki ýkja
bjartsýnn á að Þór tækist að
vinna sæti í 1. deild að nýju, til
þess væri breiddin i liðinu ekki
næg. „Við tökum hvern leik
fyrir sig, svo sjáum við til hver
útkoman verður að vori."
Aðalsteinn Sigurgeirsson
byrjaði að leika með mfl. Í.B.A.
árið 1966, þá á sautjánda
aldursári. Siðan hefir hann
leikið flesta leiki sem f.B.A.
hefir leikið, oftast sem bak-
vörður. Hann hefir vakið mikla
athygli fyrir yfirvegaðan og ró-
saman leik, enda maðurinn
hógvær og rólegur i allri fram-
göngu. En nú hefir málum
verið þannig fyrir komið að
hvorki Aðalsteinn né aðrir
munu i framtiðinni leika undir
merkjum f.B.A. i knattspyrn-
unni. Aðalsteinn mun fara fram
með liði sinu, Þór, i 3. deild.
Um þessi mál sagði Aðalsteinn:
„Það hlaut einhvern tima að
koma að þvi að skipt yrði. Það
er aftur á móti spurning hvort
rétti tíminn til þess var valinn.
Það leita eðlilega á margar
minningar frá þessu timabili.
Það er þó Ijóst að það verða
mikil umskipti að hafa leikið i
1. deild, einkum hvað aðstöðu-
munurinn er mikill. Það breytir
þvi þó ekki að við í Þór
göngum óragir fram til sigurs i
3. deild."
Af þessum orðum Aðalsteins
Sigurgeirssonar má greinilega
merkja, að iþróttafélagið Þór á
Akureyri á eftir að njóta hans
fjölhæfu krafta i nánustu fram-
tið.
EITT hinna yngri íþróttafélaga í
Reykjavík er Fylkir. Fylkir hefir
höfuðvígstöðvar sínar í Árbæjar-
hverfi og segja má með réttu að
félagið hafi verið stofnað til að
þjóna fólkinu sem í Arbæjar-
hverfinu býr, einkum þó yngra
fólkinu.
Það má öllum ljóst vera að Ár-
bæjarhverfið hefir einna mesta
sérstöðu úthverfa borgarinnar.
Hverfið er nánast algerlega út af
fyrir si^þvi eru sérþarfir fólksins
sem þar býr talsvert meiri en ann-
arra íbúa Reykjavikur. 1 Árbæjar-
hverfi búa nú hátt á 6. þús.
manns.
Nú fyrir skömmu leitaði Mbl
frétta af íþróttafélaginu Fylki
Fyrir svörum sat nýkjörin stjórr
félagsins sem meðfylgjandi mynd
er af. Inn í umræðurnar spunnust
auk frétta af Fylki ýmislegt ann-
að viðvíkjandi félagsstarfsemi i
Árbænum.
Upphafið
Undanfari íþróttafélagsins
Fylkis var stofnun iþróttadeildar
innan Framfarafélags Arbæjar-
hverfis. Hún var stofnuð árið
1967, nánar til tekið þann 28. maí,
og voru stofnendur 43 talsins.
Félagið var skírt Knattspyrnufé-
lag Seláss og Árbæjar, skamm-
stafað K.S.A. Fyrsti formaður var
Stefán Aðalbjörnsson. Segja má
að þáttaskil hafi orðið í félaginu
1969. Þá tók við ný stjórn undir
forsæti Theódórs Óskarssonar,
sem starfaði ötullega við að fjölga
félögum og efla félagið á alla
lund. Árið 1971 var nafni félags-
ins breytt og þá skírt Fylkir, en
félagið mióar þó stofnun sina við
þann dag er K.S.A. var stofnað.
Starfsemi
Enn sem komið er eru aðeins
tvær deildir starfandi innan Fylk-
is. Þær eru knattspyrnu- og hand-
knattleiksdeild. Auk þess gengst
Fylkir fyrir hressingarleikfimi
fyrir fólk á öllum aldri sem búsett
er í Árbæjarhverfi. Þá má ekki
gleyma hinum árvissu Árbæjar-
hlaupum sem eru einkum ætluð
yngri ibúum.
Knattspyrnudeildin sendir lið í
öllum flokkum karla til þeirra
móta, sem haldin eru í Reykjavik,
auk Islandsmóts. Arangur knatt-
spyrnumannanna hefir farið ár-
batnandi einkum eftir að Árbæ-
ingar fengu íþróttavöll til afnota.
Á s.l. ári hafði Fylkir nær unnið
sér sæti í 2. deild, en það tókst þó
ekki í það skiptið, en það er
stærsti draumur knattspyrnu-
mannanna að svo verði innan
tíðar. Þá átti félagið og tvo aðra
flokka í úrslitum lslandsmóts,
þeir voru 4. og 5. flokkur.
1 handknattleik á Fylkir þátt-
takendur í öllum flokkum, nema
mfl. kvenna. Þeir Fylkismenn eru
bjartsýnir á framgang handknatt-
leiksins, nefndu t.d. að mfl. væri á
greinilegri uppleið. Undanfarin
ár hefir mfl. átt i vök að verjast til
að halda sæti sínu i 2. deild, en nú
hefði liðið trygga stöðu í deild-
inni. Arið 1971 eignaðist Fylkir
sína fyrstu meistara í handknatt-
leiknum. Það var 3. fl. kvenna
sem varð Reykjavíkurmeistari.
Nú í haust unnu sömu stúlkur
aftur til verðlaunanna, en sem 2.
fl. Þessi flokkur hefir ekki tapað
leik til þessa í Islandsmótinu, og
eygja forráðamenn félagsins nú
þann draum að eignast þar sina
fyrstu Islandsmeistara.
S.l. sumar fór Fylkir þess á leit
við borgarstjórn að fá aðstöðu til
að ióka siglingar á Rauðavatni.
Undirtektif voru all góóar, en úr-
skurður hefir ekki enn fengist.
Það yrði Árbæingum eflaust
ánægjuefni ef sú aðstaða fengist
svona rétt við bæjardyrnar.
Félagar í Fylki fylla nú nær
þúsundið og fer stöðugt fjölgandi.
Aðstaða
Félagsleg aðstaóa í Árbæjar-
hverfi er fremur léleg að sögn
forráðamanna Fylkis. Þar er
hvergi unnt að halda samkomur
nema i skólanum, og þá aðeins
yfir vetrartímann því að sumrinu
er skólinn lokaður. Stjórnarmenn
lofuðu mjög samstarfið við skóla-
stjórann, Jón Árnason, og sögðust
aldrei hafa farið bónleiðir til búð-
ar af hans fundi.
Við Árbæjarskólann er nýbyggt
íþróttahús. Salurinn er þvi miður
of lítill til að unnt sé að stunda
þar handknattleik að gagni,
aðeins 26x16 m. íbúar Árbæjar-
hverfis sendu á sínum tima erindi
til borgarstjórnar þar sem skorað
var á ráóamenn að hafa salinn
stærri. Því erindi var þó ekki
sinnt. Reikna má með að langt líói
þar til þörf verður fyrir annað
iþróttahús í Árbænum, en þegar
þar að kemur verður áreiðanlega
betur að málum staðið. Eins og að
líkum lætur stendur þetta að
nokkru í vegi fyrir auknum
árangri Fylkis í handknattleik.
Aftur á móti stóðu borgaryfir-
völd sig öllu betur við byggingu
íþróttavallar í hverfinu. Árið 1972
var Arbæingum afhentur nýr
knattspyrnuvöllur til afnota.
Fram til þess tíma að iþróttavöll-
urinn komst i gagnió máttu þeir
Fylkismenn stunda knattspyrn-
una á sparkvelli í hverfinu. Þegar
svo völlurinn var tilbúinn urðu
mikil stakkaskipti á knattspyrnu-
frama þeirra Fylkismanna til hins
betra.
Raunar er byggingu vallarins
og mannvirkja honum tilheyrandi
ekki enn lokið. T.d. eru þar
hvorki búningsherbergi né að-
staða til frjálsíþróttaiðkana, en á
sumri komanda er i bígerð að
hefjast handa við þær fram-
kvæmdir.
Annars lögðu forráðamenn
Fylkis áherslu á að samvinna við
borgaryfirvöld væri yfirleitt góð
og kváðust vænta að á því yrði
framhald. Aftur á móti vildu þeir
itreka það að knýjandi væri að i
þessu mannmarga hverfi, íbúar
eru um 6 þús., yrði sem fyrst
hafist handa til að leysa úr þörf-
inni fyrir félagsaðstöðu.
Samskipti Fylkis
og Árbæinga
Eitt félag sem starfrækt er í
Árbænum hefir verið Fylki ómet-
anlegur styrkur bæði fjárhags-
lega og félagslega. Þetta félag er
Kvenfélag Árbæjarsóknar. Þessi
tvö félög hafa oft og einatt sam-
Framhald á bls.21.
Colin
Todd
BRIAN Clough vissi hvað hann
var að gera þegar hann hélt til
gamla félagsins sins. Sunder-
land, og keypti Colin Todd fyrir
170 þús. pund. Flestir hlógu
að Clough og töldu að Derby
hefði getað varið peningum
sinum á mun skynsamlegri
hátt.
En hver hlær nú? Þeir sem
hæst létu á sínum tima eru
fyrir löngu búnir að draga sig
inn í skel sina. Ef Dave Mackay
núverandi framkvæmdastjóri
Derby mundi setja Todd á sölu-
lista nú, mundi hann áreiðan-
lega seljast fyrir tvöfalt kaup-
verð. En Mackay dytti sjálfsagt
aldrei i hug að selja Todd.
Það eru fáir einbeittari leik-
menn i enskri knattspyrnu
heldur en hinn þögli og við-
kunnanlegi Colin Todd. Hann
er fljótur að taka ákvarðanir á
vellinum, og hann framkvæmir
sinar hugsanir.
Ein af þeim ákvörðunum,
sem Todd tók utan vallar, átti
eftir að verða honum dýrkeypt.
Todd hafði gift sig skömmu
áður og ákveðið að takast á
hendur ferðalag ásamt konu
sinni eftir erfitt keppnistimabil.
Fyrirhuguð ferð Todds stang-
aðist á við ieik sem landslið
Englands undir 23 ára átti að
leika. Þvi fór Todd fram á að
losna við að leika. Þeirri beiðni
var hafnað, en Todd lét það
ekki á sig fá og fór i ferðalagið.
Knattspyrnusambandið enska
dæmdi Todd frá þátttöku í
landsleikjum Englands næstu
tvö árin. Dómur þessi þótti
ákaflega harður og var sam-
bandið óspart gagnrýnt fyrir
vikið og ásakað um að viður-
kenna aldrei mannlegar þarfir
knattspyrnumannanna.
Banninu var aflétt á siðasta
ári og var Todd þegar valinn i
landslið Englands. Eins og
flestum mun kunnugt leikur
Todd i öftustu vöm.
Það sem af er leiktimabilinu
hefir frammistaða Todds verið
með afbrigðum góð. Þrátt fyrir
það hafa verið uppi raddir um
að arftaki hans i landsliði sé
þegar fundinn. Sá er Kevin
Beattie, Ipswich, sem áður
hefir verið getið i þessum
dálki. Það leikur ekki á tveimur
tungum að Beattie er snjall
varnarmaður. En hann skortir
enn þá reynslu sem Todd hefir
yfiraðbúa.
Framkvæmdastjóri Derby,
Dave Mackay, sem lék með
hinu fræga Tottenham liði
Nicholsons, sem vann svo
marga sigra i kring um 1960,
hefir eftirfarandi að segja um
Colin Todd: „Hann er frábær
leikmaður. Hann gerir allt á
svo yfirvegaðan hátt, en jafn-
framt hratt. Hann sveimar um
eins og lifbátur tilbúinn að að-
stoða félaga sina ef þeir eru i
vandræðum. Hann minnir á
Bobby Moore þegar hann var
upp á sitt besta, en Todd er
fljótari en Moore og sendingar
hans eru betri. Einkum eru
löngu boltarnir hjá Todd ná-
kvæmir. Það væri erfitt að
hugsa sér Derby án Colin
Todd."