Morgunblaðið - 11.02.1975, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.02.1975, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1975 23 ... nvl ný|a verdld gafsl pú mér... XIII Að missa af þeim mesta Ég ætla mér ekki þá dul að tiunda öll störf séra Jóns Auðuns, enda alþjóð kunn í stórum dráttum. í lífi hans og störfum hafa skipzt á sviptibyljir og sumar- blíða eins og verða vill. En undir lokin þykir mér rétt, í framhaldi af þvf sem hann sagði nú síðast, að minnast á hættuna sem að kirkjunni steðjar, Jesúbylt- ingu ungs fólks sem er ótvírætt merki um trúarþörf æskunnar og magnað aðdráttarafl Krists enn i dag — og svo auðvitað þúfurnar sem alltaf virðast ógna hlassinu: Meyjarfæðinguna, blóð og líkama Krists við kvöldmáltiðina upprisu holdsins, og friðþægingarkenninguna. Meyjarfæðingin baétir engu við vegsemd Krists og hinir miklu rithöfundar kristindómsins, Páll postuli og Jóhannes, þekktu ekki þessa kenningu og minnast aldrei á það i sínum ritum að Kristur hafi ekki átt mennskan föður. Ættartala Jesús er rakin í guðspjöll- unum gegnum Jósep en ekki Mariu, þannig að gert er ráð fyrir því að Jósep hafi verið faðir Krists. Að vísu segir I Mattheusarguðspjalli að heilagur andi hafi yfirskyggt Maríu, þegar engillinn boðaði henni fæð- ingu hins frumgetna sonar. I þessu guðspjalli er notað orðið eingetinn, en þarf ekki að merkja að Kristur hafi ekki átt mennskan föður, eins og prófessor Magnús Jónsson benti rækilega á í merkri ritgerð á sínum tíma. I öóru lagi segir Kristur berum orðum i Lúkasarguð- spjalli að kvöldmáltíðin eigi að vera minningarmáltið lærisveinanna um sig eftir að hann sé farinn af jörðu. Þannig verður kvöldmáltíðin hið fegursta og dýrasta tákn kristninnar, eins og hún er, áður en mannas'etn- ingar bættu öðru við. Ættu ekki hans eigin orð að nægja? Meira að segja Páll postuli, sem bætti ýmsum vafasömum atriðum við guðspjöllin, talaði um kvöld- máltiðina sem minningarathöfn. 1 frumkristninni var hún kölluð kærleiksmáltíð, segir það ekki nóg? I þriója lagi er orðalagið: upprisa holdsins, fyrst og síðast gyðinglegur arfur. Þessi kenning hefur lengi verið mikið deiluatriði og æ fleiri hafa verið fráhverf- ir henni. Geta menn í alvöru trúað því að rotnaður líkami fyrir þúsundum ára verði starfstæki mannlegr- ar sálar á efsta degi? Og hvenær kemur sá dagur? Páll postuli segir meira að segja að ekki geti hold og blóð erft Guðs ríki. Ýmsar þjóðir nota ekki orðalagið: upprisa holdsins, heldur upprisa dauðra og í helgi- siðabók íslenzku þjóðkirkjunnar er orðalagið upprisa dauðra, en ekki upprisa holdsins. Á æskuárum minum var hió fyrrnefnda meira notað af klerkum, en nú sýnist mér að upprisa holdsins sé að vinna á þrátt fyrir fyrirmælin í helgisiðabókinni — og er þaó afturför sem gæti orðið dýrkeypt. Og svo er það friðþægingin. Einn lærðasti guðfræð- ingur Breta í Nýjatestamentisfræðum, Weatherhead, sem ég minntist á, hefur bent á að Kristur hafi aldrei með eiriu orði sett dauða sinn í samband vió fyrir- gefningu syndanna. Og loks Jesúbyltingin: hún sýnir trúarþörfina og ennfremur það, að vaxandi fjöldi fólks virðist leita trúarþörf sinni svölunar utan kirkjunnar. Það er náttúrulega hættulegt fyrir kirkjuna. Kristur er þvi miður oft túlkaður þannig í kirkjunni að hann á ekki aðgang að fólki. Að mínum dómi er ekkert voðalegra en það, að fólk missi af honum, þeim stærsta. Þeim mesta.“ M. Allt virðist þetta vefjast meira og minna fyrir ýms- um og bar nú síðast á góma i grein í Lesbók Morgun- blaðsins, sem séra Jón Auðuns kvaðst vera hjartan- lega sammála í öllum meginatriðum. Þar var m.a. vakin athygli á því, að fastheldni við mannasetningar ýmiss konar um fyrrgreind atriði væri kirkjunni þrándur í götu og stæði í vegi fyrir því að boðskapur hennar kæmist fyllilega til skila í nútimaþjóðfélagi. Þessum vangaveltum svaraði séra Jón Auðuns með þessum orðum: „Ég hef lagt á það áherzlu í prédikun yfir ungum stúdentum á fullveldishátíð 1. desember að kristin- dómurinn, hin kristilega lífshugsjón sé móðir lýðræð- is, og þess vegna sé afkristnun öruggasta leiðin til hrörnunar þess og dauða. Margir sem vilja bezt og hugsa dýpst, eru áhyggjufullir út af framtíð menning- arinnar. Einn þeirra, sagnfræðingurinn víðfrægi próf. Arnold Toynbee, sem hingað hefur komið sýnir okkur í riti sínu, Leið sagnfræðings til trúar, einni merkustu bók um guðfræði sem rituð hefur verið á okkar tímum, hvernig menningaröldurnar hafa risið, hver af annarri, brotið fald sinn og hrunið. Af öllum menning- aröldum, segir hann, sem risið hafa á jörðunni er raunverulega aðeins ein eftir, sú kristna — og nú ógni henni alvarleg hætta. Ognirnar sem að steðja eru margar, en vangaveltum þínum hér að framan get ég svarað á þessa leið: Frá kveðjuguðsþjónustu séra Jóns Auðuns i Dómkirkjunni. Churchill: Hug- leysingi, vitfirr- ingur ... ? Richard Burton gegn Sir Winston Chuchill 0 „AÐ leika Churchill er að hata hann“ var yfirskrift grein- arinnar, sem hvað mestu fjaðrafoki olli i Bretlandi og raunar víðar nú fyrir áramótin. Höfundur greinarinnar, sem birtist f bandaríska dagblaðinu The New York Times, var leikarinn heimskunni Richard Burton og viðfangsefni hennar var Sir Winston Churchill, hálfgildings þjóðardýrlingur Breta. Burton hafði einmitt ný- lokið við að leika Sir Winston í sjónvarpsþætti, sem gerður var f tilefni þess, að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Nefndist þátturinn A Walk With Destiny og var gerður af BBC. Mun íslenzka sjónvarpið vera að kanna hvort unnt reynist að fá þessa mynd til sýninga. 0 1 grein sinni f New York Times segir Burton, að kynni hans af Sir Winston við undir- búning sjónvarpsmyndarinnar hafi sýnt sér að hann hafi verið m.a. hugleysingi, næstum því vitfirringur og líktist einna heilzt einum af bófakóngum miðalda. Þá líkir Burton Sir Winston við Hitler og sakar hann um að hafa viljað útrýma þýzku þjóðinni. — Viðbrögð við þessum ummælum Burtons hafa verið harkaleg og hefur það ekki sízt hneykslað Breta að leikarinn skuli reyna að særa aðstandendur forsætis- ráðherrans sáluga með þessum hætti, en við gerð sjónvarps- þáttarins naut BBC aðstoðar Churchill-fjölskyldunnar og sjálfrar Bretadrottningar, sem gaf það fágæta leyfi að kvik- myndavélar væru notaðar í Buckingham-höll. Hér á eftir fara nokkur sýnishorn af við- brögðum kunnra Breta i brezk- um blöðum við greinarkorni Richard Burtons. Dóttir Sir Winstons, Mary, sagði að hún væri „ofboðslega reið og leiö“. Barnabarn hans, Winston Churchill, yngri, sagði: „Ég er alls ekki viss um að þetta séu í raun og veru skoðanir Richard Burtons. Þegar ég snæddi með honum hádegisverð skömmu fyrir kosningar var hann gagntekinn af hlutverki sínu sem Churchill, og sagði frá því hveru mjög hann dáði hann. Honum fannst næstum því, að hann væri Churchill sjálfur.“ Ævisöguritari Lady Churchill, Jack Fishman, sem nýlega lauk við sögulegt verk um Churchill, vakti athygli á því, að skömmu áður en greinin birtist hefði Burton komið fram í spjallþætti í brezka sjónvarp- inu og þá ekki látið i ljós annað en aðdáun og virðingu, og sagt Churchill-skrýtlur af mikilli velþóknun. „Ef Burton er maður sem stendur við skoðan- ir sínar, hvernig gat hann þá leikið Churchill í hlutverki sem í eðli sínu sýndi manninn i mjög jákvæðu ljósi? Hann hlýt- ur að vera hræsnari." Warren Clarke, brezkur leikari, sem fer með hlutverk Churchills í öðrum sjónvarps- þætti, sem nefnist Jennie, sagði: „Burton tekur auðvitað ekki mark á því sem einhver annar leikari segir um hann, en mér finnast ummæli hans mjög fiflaleg, ef ekki bara kynleg. Maður fer að velta fyrir sér hvað liggi í raun og veru á bak við þau og hver sé orsök þeirra." Jack nokkur Le Vien sagði: „Þó Richard sé góður vinur minn er ég algjörlega ósam- mála honum. 1 öllum viðræðum mínum við Richard Burton voru skoðanir hans á Sir Winston næstum því algerlega andstæðar þeim, sem koma fram i New York Times.“ Shaun Sutton, yfirmaður leiklistardeildar brezka sjón- varpsins, sagði að hann ætti erfitt með að taka ummæli Burtons alvarlega. „Þegar hann undirritaði samning um að leika Churchill í A Walk With Destiny voru skoðanir hans á þessum mikla manni alveg gagnstæðar þessu.“ Marius Goring, kunnur brezkur leikari, sagði: „Það er Klísabct prinsessa: Var hún með í spilinu ... ? dapurlegur vítnisburður um Burton sjálfan, að hann segir þessa hluti. Ég held að hann hafi ekki skilið persónuleika Churchills og þá tíma sem hann lifði." Og úr brezka þinginu kom rödd íhaldsþingmannsins Nor- man Tebbit: „Við þurfum að líta á þetta í ljósi leikara sem er af bezta skeiði og fær útrás i afbrýði og heimskulegum full- yrðingum. Þetta eru orð manns, sem hlotið hefur Oscarsverð- laun, um mann, sem vann stríð- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.