Morgunblaðið - 11.02.1975, Side 35

Morgunblaðið - 11.02.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1975 35 Forsetar Súdan og Egyptalands hvetja til friðar í Eþíópíu Khartoum, 10. febrúar. Reuter — NTB. JAAFAR EI Numeiry, forseti Súdans, hvatti til þess I kvöld, að þegar yrðu hafnar viðræður milli herstjórnarinnar f Eþfópfu og frelsishreyfingar Eritreu, án nokkurra skilmála af hendi annars hvors deiluaðila. Hvatti hann til þess að vopnahlé yrði gert þegar í stað og að stjórn Eþfópfu gæfi upp sakir nú þegar þeim, sem tekið hefðu þátt f bar- dögunum með frelsishreyfing- unni og bæru vopn á hennar veg- um. Numeiry kvaðst hafa sent þess- ar tillögur sfnar til stjórnar Eþfópfu en ekki fengið svar ennþá, en nokkrir forystumanna Eritrea væru þegar komnir til Khartoum og fleiri væru á leið- inni. Fyrr f kvöld höfðu borizt fregn- ir um harða bardaga í Asmara, höfuðborg Eritreu og var þá haft eftir áreiðanlegum heimildum, að sveitir skæruliða hefðu umkringt 200 manna hersveit Eþíópiu- stjórnar norður af borginni. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kom upp eldur f húsinu Lækj- arbrekku í Blesugróf. Varð húsið alelda á svipstundu. Hús þetta var orðið gamalt og ófbúðarhæft, og stóð til að rffa það á næstu dögum. Lfklegast er talið að um fkveikju hafi verið að ræða. — Sigurður Grímsson Framhald af bls. 2 lögfræði árið 1925. Hann varð blaðamaður við Þjóðstefnu Einars Benediktssonar 1916—17, starfsmaður hjá Sjóvátryggingar- félagi Islands, er það tók til starfa, blaðamaður við Alþýðu- blaðið að loknu lögfræðiprófi og málaflutningsmaður í Reykjavík 1926—35. Síðan varð hann full- trúi borgarfógetans um langt ára- bil. Sigurður var leiklistargagnrýn- andi Morgunblaðsins um langt árabil en hann var einnig afkasta- mikill rithöfundur, greinahöfund- ur og þýðandi. Fyrsta bók Sig- urðar, ljóðabókin Við langelda kom út í Reykjavík 1922 og meðal þýðinga hans má nefna Kaup- manninn í Feneyjum eftir Shakespeare og Eftirlitsmaður- inn eftir Gogol. Sigurður kvæntist árið 1932 Láru Jónsdóttur. Átökin i Asmara hófust um kl. 18.30 að staðartima (17.30 GMT) og mátti heyra vélbyssuskothrið og sprengingar víða um borgina, m.a. í miðborginni. Hálfri annarri klukkustund siðar virtist skot- hriðin vera að deyja út. I gær, sunnudag, kom til Addis Abeba friðarnefnd frá Súdan, undir forystu utanrikisráðherra landsins, Gamals Mohammeds Ahmeds. Hún hafði ekki enn fengið áheyrn hjá herstjórninni síðdegis I dag. Talsmaður stjórn- arinnar upplýsti, að utanríkisráð- herrann hefði átt stefnumót við stjórnina á ákveðnum tima en gat ekki skýrt hvað komið hefði í veg fyrir það. Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, hefur einnig hvatt til friðar í Eþíópíu, og skorað á herstjórn- ina að gera ráðstafanir til að stöðva blóðbaðið þar og ofbeldis- aðgerðir. Um 100.000 flóttamenn frá Eritreu eru nú i Súdan, sem á landamæri við Eritreu og ríkir þar mikil samúð með málstað Eritrea. Ný bók eftir Solzhenitsyn Parfs, 10 febr. AP. í DAG kemur út f Parfs, á rússnesku, ný 630 blaðsfðna bók eftir Alexander Solzhenitsyn. Fjallar hún um viðureign hans við sovézk yfirvöld á árabilinu 1961—74 og segir þar meðal aiínars frá tfmabili þvf, er hann var f náðinni. Solzhenitsyn hafði að mestu lokið þessari bók áður en hann var neyddur til að flytjast frá Sovétríkjunum — mestan hluta hennar skrifaði hann 1967 en síð- an hefur hann bætt lítilsháttar við hana. 1 bók þessari, sem kem- ur út hjá YMCA press, er fjallað um Nikita Krúsjeff og tilraunir hans til að draga úr stalínisma í Sovétríkjunum, einnig um ýmsa núlifandi rithöfunda Sovétríkj- anna. Bókin kemur út á frönsku hjá Seuil bókaútgáfunni í Paris eftir um það bil mánuð. Samningar standa yfir um ensku útgáfuna. Norðfjarðar- söfnunin Nú hafa safnazt 28.202.230 kr. í Norðfjarðarsöfnunina. Stærstu gefendur frá þvi að síðasta yfirlit var birt eru: Félag Framsóknar- kvenna í Reykjavík 100 þúsund, almenn söfnun í ölfushreppi 240. 400 kr., ölfushreppur 100 þúsund, Meitillinn, Þorlákshöfn 100 þúsund, SlBS 100 þúsund, viðbót Rauðakrossdeildarinnar Akureyri 129.200, Hvítabandið Reykjavík 300 þúsund, en gjöfin er I tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því að félagið tók til starfa. Fasteignaskatt- ar elli- og ör- orkulífeyrisþega Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtu- dag var visað til borgarráðs með 1 5 samhljóða atkvæðum tillögu Björg- vins Guðmundssonar um afnám á fasteignaskatti á Ibúðum elli- og örorkulífeyrisþega. Borgarstjóri upplýsti við afgreiðslu málsins, að Reykjavíkurborg hefði f ram til þessa notað heimildir til þess að fella niður fasteignaskatt hjá efnalitlum elli- og örorkulifeyrisþeg- um eins og gildandi lög heimiluðu. 1 síðustu viku kom sendinefnd til Súdan til fundar við Numeiry forseta og sagði hann i kvöld, að hún hefði ekki tekið fjarri hug- myndum hans um framtíðarlausn Eritreudeilunnar. Hann hugsar sér að Eritrea fái takmarkaða sjálfsstjórn innan Eþíópiuríkis, — svipaða lausn og kom friði á í Súdan. — 450 norrænir Framhald af bls. 2 Norðurlandaráðs eru: Efnahags- nefnd: Jón Skaftason, Jóhann Hafstein, menntamálanefnd Gylfi Þ. Gíslason, sem er formaður nefndarinnar, laganefnd, Ásgeir Bjarnason, félagsmálanefnd Ragnhildur Helgadóttir, sam- göngumálanefnd Magnús Kjart- ansson, upplýsinganefnd Jón Skaftason og Gylfi Þ. Gislason. Framkvæmdastjóri Islands- deildar Norðurlandaráðs er Frið- jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis. BRAÐABIRGÐADAGSKRA Bráðabirgðadagskrá 23. þings Norðurlandaráðs er svohljóðandi: Föstudagur 14. febrúar Kl. 17.00 Fundur forsætisnefnd- ar. Kl. 18.30. Sameiginlegur fundur vinnunefnda. Laugardagur 15. febrúar Kl. 9.00 Fundir þjóðþingsdeilda. Kl. 9.30 Nefndafundir. Kl. 11.00 Þingfundur. Setningar- athöfn. Kl. 12.15 Hádegisverðarhlé. Kl. 14.00 Þingfundur. Almennar umræður. Kvöldið. Móttaka sendiráðanna. Sunnudagur 16. febrúar. Kl. 10.00 Nefndafundir. Kl. 14.00 Þingfundur. Framhald almennra umræðna. Kvöldið. Afhendíng Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs i Há- skólabíói. Fluttir verða þættir úr Þrymskviðu. Móttaka Islands- deildar Norðurlandaráðs. Mánudagur 17, febrúar. Kl. 9.00 Fundir þjóðþingsdeilda. Kl. 9.30 Nefndafundir. Kl. 9.30 Sameiginlegur fundur forsætisnefndar og samstarfsráð- herra. Kl. 10.30 Sameiginlegur fundur forsætisnefndar, fjárlaganefndar og samstarfsráðherra. Kl. 11.30 Blaðamannafundur að nefndafundum loknum. Kl. 12.00 Hádegisverðarhlé Kl. 15.00 Þingfundur. Fyrir- spurnatimi. Dagskrármál. Kl. 20.00 Móttaka Reykjavíkur- borgar að Kjarvalsstöðum. Þriðjudagur 18. febrúar. Kl. 9.00 Fundir þjóðþingsdeilda. Kl. 9.30 Nefndafundir, sameigin- legir fundir nefnda og ráðherra. Kl. 11.30 Blaðamannafundur að néfndafundum loknum. Kl. 14.30 Þingfundur. Dagskrár- mál. Kvöldið Frjálst. Miðvikudagur 19. febrúar Kl. 9.30 Fundir þjóðþingsdeilda. Kl. 10.00 Þingfundur. Dagskrár- mál. Kl. 12.30 Hádegisverðarhlé. Kl. 14.30 Þingfundur. Dagskrár- mál. Kl. 20.00 Kvöldverðarboð rikis- stjórnarinnar. Fimmtudagur 20. febrúar Kl. 9.00 Fundir þjóðþingsdeilda. Kl. 10.00 Þingfundur. Dagskrár- mál. Akvörðun um fundarstað. Kl. 12.00 Þingfundi slitið. — Hartling Framhald af bls. 1 tveir frá kristilegum og einn frá miðdemókrötum. Gizkað er á, að þeir Poul Schlutter, formaður Ihaldsflokksins, og Ove Guldberg frá Vinstri skipti með sér utan- ríkis- og markaðsmálaráðherra- embættunum. Um önnur ráð- herraefni vilja menn sem minnstu spá. — Friðrik Framhald af bls. 36 leikagráðunni 12 og þannig töluvert sterkara en t.d. Hastingsmótið, þvi að í þessu móti þyrfti alþjóðlegur meistari að fá 7'A vinning til að vinna sér stórmeistaratitil, þar sem tíu vinninga þurfti í Hastifigs. „Þetta er ekki sérlega árenni- legt lið," sagði Friðrik, en bætti því við að þarna mætti vafa- laust fá góða æfingu, „því að ég er fyrst og fremst að stefna að því að vera vel undir búinn þegar svæðamótin hefjast. Ég var búinn að vita töluvert lengi af þessu móti en það er tiltölu- lega skammt síðan ég ákvað þátttöku í því.“ Að loknu þessu móti kvaðst Friðrik mundu taka þátt í skák- móti á Las Palmas á Kanarieyj- um i apríl. Þetta er sams konar mót og hann keppti á i fyrra með góðum árangri og er styrk- leikagráða þess aðeins lakari en í Eistlandsmótinu eða 11. Að öðru leyti kvað Friðrik allt óráðið með tfmasetningu svæðamótanna, og taldi hann allt vafstrið í kringum væntan- legt heimsmeistaraeinvígi eiga stærstan þátt í þeim seina- gangi. — Thatcher Framhald af bls. 1 sem flest atkvæði fær þeirra Þriggja. Heimildir innan þingflokks Ihaldsmanna herma, að ýmsir hafi haft við orð að styðja Thatcher, sem áður hafi verið henni andsnúnir, en bent er á, að þeir geti sem bezt snúizt gegn henni aftur, þegar til úrslita dreg- ur. Hjá veðmöngurum, þar sem menn hafa í dag veðjað upphæð- um milli 2000 og 5000 sterlings- punda voru likur Thatchers og Whitelaws taldar fimm á móti fjórum. Um helgina varð ljóst, að Thatcher nýtur verulegs stuðnings meðal ungra Ihalds- manna. Var henni fagnað geysi- lega, er hún flutti ræðu á þingi þeirra í Eastbourne á sunnudag, ekki sizt er hún sagði, að íhalds- flokkurinn ætti að styðja við bak- ið á þeim sem nenntu að vinna, en ekki þeim, sem reyndu að koma sér hjá þvi að vinna. Voru sýnu meiri fagnaðarlæti yfir ræðu hennar en Whitelaws, sem einnig talaði, en hann tók viðbrögðunum með því að kyssa Thatcher á kinn- ina — sem viðstöddum þótti eiga að sýna af hans hálfu hve mjög hann legði og mundi leggja upp úr einingu innan flokksins, hvernig sem færi um leiðtoga- kjörið. Á þingi þessu komu hins vegar fram sterkar raddir gagn- rýni á leiðtogakjörsreglurnar — talað var um kosninguna sem sirkus, sem gerði flokknum illt eitt og hvatt til endurskoðunar á þessum reglum. — Portúgal Framhald af bls. 1 portúgalska þjóðin myndi forðast hvers konar einræðistilhneiging- ar, sem gætu beint henni af þeirri braut byltingar, sem út á hefði verið lagt. Unnið yrði að þvi að koma á í Portúgal frjálsu samfé- lagi, þar sem óréttlæti og órétt- mætar þjáningar yrðu sem minnstar. Forsetinn rakti gang mála í landinu frá byltingunni í april sl. Hann hélt uppi vörnum fyrir eitt og annað, sem gerzt hefði á þessum tíma, hvatti þá til að safna kjarki sem tortryggnir væru og uggandi um framvindu mála, og varaði öfgaöfl við að stuðla að ofbeldi. — Úrslita- tilraun Framhald af bls. 1 landamæra sem Sameinuðu þjóð- irnar ákváðu tsraelsrfki árið 1947. Til þessa hafa Egyptar bundið friðarsamninga þeim skilyrðum, að Israelar hyrfu til landamær- anna eins og þau voru fyrir júní- striðið 1967. Stjórnmálafréttarit- arar telja þessa síðustu kröfu Egypta hámarkskröfu til þess ætl- aða að ná betri samningum. Að sögn blaðsins hefur Sadat, forseti Egyptalands, sent nýjustu tillög- ur sinar til stjórnanna i Washing- ton og Moskvu og einnig til fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. I Jerúsalem er haft eftir góðum heimildum, að Israelar muni þvi aðeins fást til að hverfa frá stöðv um sínum á Sinaiskaga, að þeir fái skriflegt fyrirheit egypzku stjórnarinnar um að ráðast ekki á Israel. Meðal stjórnar og forystu- manna hersins er uppi allsterkur ágreiningur um það, hvort ísrael eigi að ganga svo langt tii sam- komulags við Egypta. Þá er haft eftir góðum heimild- um i Washington, að Kissinger telji sjálfur líkurnar 50 gegn 50 fyrir þvi, að honum takist að koma á nýju samkomulagi milli Egyptalands og ísraels. Ekki þyk- ir það auka friðarlíkurnar, að fregnir hafa borizt af vopnasend- ingum Sovétmanna til Egypta- lands. Að visu er talið, að hér sé um að ræða vopn, sem Egyptar hafi átt að fá þegar I apríl sl„ en þá hafi verið tekið fyrir sending- arnar. Washington Post skrifar í dag, að þegar i desember hafi Rússar sent Egyptum mikilvæg vopn og fyrir sex vikum hafi þeir aftur byrjað vopnasendingar þangað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.