Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 16

Morgunblaðið - 01.03.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Gu5mundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn Aðalstræti 6. sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Ikjölfar þeirra efna- hagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar, sem miðað hafa að því fyrst og fremst að tryggja fulla atvinnu og bæta gjaldeyrisstöðuna, er nú verið að koma fram al- hliða aðgerðum, er hafa þann tilgang að draga úr verðþenslu innanlands. Einn liður í þessum ráð- stöfunum er það samkomu- lag, sem Seðlabankinn og viðskiptabankarnir hafa nú gert sín á milli, þar sem reistar eru skorður við frekari aukningu útlána næstu þrjá mánuði. Ljóst er, að gengisbreytingin hefur verðbólguhvetjandi áhrif, þó að hún hafi verið óhjákvæmileg til þess að tryggja rekstur atvinnu- veganna og rétta við gjald- eyrisstöðuna. Einmitt fyrir þær sakir er brýnt, að stjórnvöld beiti nú víðtæk- um ráóum til þess að draga úr þenslunni. Það þak, sem nú hefur verið sett á útlán viðskipta- bankanna, er þáttur í þessum aðgeröum. Lausa- fjárstaóa bankanna hefur verið mjög erfið, sem sjá má af því, aö á síðasta ári nam aukning innlána að- eins 55% af útlánaaukn- ingu bankanna. 1 þeirri stöðvun útlánaaukningar, sem nú hefur verið ákveóin um 3ja mánaða skeið, felst, að framleiðslu- atvinnugreinar, og þá fyrst og fremst sjávarútvegur- inn, verða látnar ganga fyrir um lánafyrirgreiðslu. Með þessu móti er reynt að tryggja sem mesta verð- mætasköpun innan sjávar- útvegsins á þessu tímabili. I tengslum við þessa ráð- stöfun hefur Seólabankinn einnig ákveðið að hækka hámarksbindingu innlána um 1%, sem hefur í för með sér, að vióskipta- bankarnir verða að auka bundnar innstæður sínar í Seðlabankanum um 400 milljónir króna. Hér er um nýmæli að ræða, þar eð áður hefur ekki verið gripið til slíkra ráðstafana með þessum hætti. Tilraunir til þess að draga úr útlánaaukningu í fyrra fóru út um þúfur. Nú er staðið að þessum ráð- stöfunum með öðru móti. Um leið og þessi aógeró á að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi og raunar öðrum framleiðsluatvinnu- greinum, er alveg ljóst, að hún þrengir mjög kost ein- staklinga og þjónustu greina. Á miklu veltur hvernig viðskiptabankarnir fram- kvæma þessar útlánahöml- ur. Verzlun og þjónustu- greinar eru ekki síður þýð- ingarmiklar atvinnu- greinar en sjávarútvegur. Ef útlánahömlur laða til svo stórfellds samdráttar í þessum atvinnugreinum aö til atvinnuleysis kæmi er ver af stað farið en heima setið. Vitað er, að uppi voru hugmyndir um, að koma á hækkun vaxta samhlióa þeirri takmörkun, sem ákveðin hefur verið á aukningu útlána. Fullvíst má telja, að með þvi móti hefói verið gengið of langt, því að atvinnufyrirtækin hefðu tæpast staðið undir þeim aukna kostnaði, er slík ráðstöfun hefði haft í för með sér. Það var því rétt mat hjá ríkisstjórninni að hafna þessari tillögu með öllu. Mikill hluti þess efna- hagsvanda, sem við eigum nú vió að glíma er fólginn í því, að við höfum mætt áföllum með stöðugum lán- tökum og þannig haldið uppi fölskum lífskjörum. Þau vinnubrögð uróu til þess að kynda undir óða- verðbólgunni, sem hér hefur geysað. Hverjum manni ætti þó að vera ljóst, að vandamálin verða ekki leyst með því að prenta peningaseðla. Nú hefur verið horfið frá þessari stefnu og tekin upp mark- viss vinnubrögó. Við bæt- um ekki lífskjörin nema með aukinni verðmæta- Alhliða hömlunaraðgerðir sköpun. Það er sú einfalda staðreynd, sem menn verða að viðurkenna og breyta eftir. Auk útlánatakmörkunar hefur ríkisstjórnin boðað verulegan niðurskurð á út- gjöldum rikisins til þess að koma í veg fyrir greiðslu- halla hjá ríkissjóði. Með þessu er einnig verið að stemma stigu við þensl- unni í efnahagslífinu. Hér er því um samhangandi að- gerðir að ræða, sem bera vott um, að ríkisstjórnin hefur tekið á þessum málum föstum tökum. Gengisfellingin raskaði vitaskuld vonum manna um, að unnt yrði að draga svo verulega úr verðbólg- unni, að hún kæmist á svipað stig og í nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Eigi að síður mega menn ekki missa sjónar á þessu markmiði, þó að það sé nú lengra undan en áður. Þær víðtæku hömlunarað- gerðir, sem nú hafa verið ákveðnar, miða að þvi að færa okkur nær þessu marki. Hitt verða menn vita- skuld að gera sér grein fyrir, að allar aðgerðir af þessu tagi koma þungt niður á ýmsum aðilum. Sumir stjórnmálamenn virðast trúa þvi, að unnt sé að mæta þeim erfiðleikum, sem við eigum nú við að etja, án þess að það komi viö nokkurn mann. En það verður ekki gert, ef árangur á að nást. RITHÖFUNDAR eru menn, sem skrifa bækur. En það er margt fleira sem þeim heyrir. Alltaf öðru- hvoru fellur það í hlut lífsreyndra höfunda að lesa handrit annarra manna. Ungur maður hefur kannski boðað komu sína með sæmilegum fyrirvara. Hann langar til að ræða um áhugamál sín, bók- menntir og ritstörf við mann, sem hann treystir, mann sem hann heldur að eigi sér að baki erfið- ustu sporin á braut skáldskapar ins. Á ég að hætta mér út á þann veg? spyr hann. Spurningum eins og þessari hef Jón úr Vör: ég oft þurft að svara, og alltaf komist ■ vanda. Ég hef þó aldrei færst undan því að veita mönnum áheyrn. Ég hef alltaf sýnt þessum gestum mínum fulla hreinskilni. En það er ekki sama hvernig mað- ur orðar það, sem segja verður. Til mín hafa komið menn með þrjú handrit að sömu Ijóðabókinni og mismunurinn á þvi fyrsta og þriðja hefur stundum verið svo ótrúlegur að ég hefði varla trúað þvi, að sami höfundur væri þar á ferð. Einu sinni, aðeins einu sinni, hef ég kveðið upp ákveðinn og neikvæðan dóm. Ég sé alltaf eftir þvi að ég skyldi gera það. því sá maður, greindur og gegn maður, hætti öllum ritstörfum. Segi þetta öðrum til viðvörunar. í annað skipti færðist ég undan þvi að segja álit mitt á handriti, bar þvi við að ég áttaði mig ekki nógu vel á nýtískulegum skáldskap yngri kynslóðar. Og það sagði ég satt. Milli þessara tveggja dóma, sem mér hafa orðið minnisstæðastir, eru liklega 35 ár. Á siðasta ári kom til min 17 ára piltur. Hann sagði mér að skólafélagar sínir lægju sér á hélsi fyrir það að hann væri ekki búinn að gefa út. ★ Stundum eru rithöfundar fengn- ir til þess að segja útgefanda álit sitt á handriti. sem hann langar til að gefa út. en er ekki allskostar ánægður með. Væri kannski hægt að stytta eða breyta? Fyrir nokkr- um árum kom útgefandi með svona handrit til min. það var löng skáldsaga. Hann bað mig að segja sér mitt álit. Þetta var drjúg viku- vinna. Nú vildi svo til að rithöfundur- inn, sem skrifað hafði söguna, var gamall vinur minn og félagi. Hann hafði gefið út bækur, þokkaleg- ustu bækur, en ekki náð verulegri fótfestu. enda aldrei undir hann mulið eða barðar fyrir honum bumbur. Þetta var ágætlega gáf- aður maður og einstakt valmenni. Ég tók þvi fagnandi við handrit- inu, staðráðinn í því að mæla með þvi, væri þess nokkur kostur. En vegna þess að hér átti vinur minn hlut að máli og útgefandinn var góðkunningi, sagðist ég því að- eins taka verkið að mér, að algjör- lega væri þagað yfir minum hlut að málinu. hvernig sem dómur minn yrði. Svo las ég handritið. Ég byrjaði að rita hjá mér athugasemdir. en gafst brátt upp á þvi. Sagan hafði að sjálfsögðu ýmsa kosti og sterk- an boðskap, en mér fannst sem höfundur mundi geta gert efninu betri skil i öðru formi en skáld- sögu. Ég taldi þvi gagnslaust að bera fram breytingatillögur. Við útgefandann sagði ég þvi, stutt og laggott: Það er engum greiði gerð- ur með þvi að gefa þessa bók út. Ég get ekki mælt með þessu hand- riti. Nokkru síðar hringdi svo höf- undurinn til min og vildi ræða málið nánar. Náttúrlega sárnaði honum dómurinn. En þetta var drengskaparmaður og við vorum jafngóðir vinir eftir sem áður. Út- gefandinn hafði gleymt loforði sinu við mig, eða misskilið stöðu sina og sitt hlutverk, vænsti mað- ur. Ekki þýðir að spyrja mig um nöfn þeirra manna, sem hér koma við sögu, þetta er trúnaðarmál. ★ Stundum þegar ég les bækur eftir unga höfunda, einkum skáld- sögur, harma ég það að útgefend- ur skuli ekki hafa lagt í þann kostnað að láta smekkmenn á mál og stil lesa yfir handritin og benda höfundunum á helstu veilurnar. Enginn segir þeim, að þeir eigi að taka slíkar leiðbeiningar of alvar- lega, þeirra er ætið að velja og hafna. — Núna ihaustlaség ný- útkomna skáldsögu eftir ungan mann. sem mér virðist mjög efni- legur. Hjá honum hefði að þessu sinni aðeins þurft að strika út hálfar blaðsíður á nokkrum stöð- um og færa til kafla, breyta röð þeirra. Þá hefði bókin mjög breytt um svip og orðið betri að mínum dómi, orðið þokkalegasta bók. En góðar skáldsögur eru hér ekki á hverju strái. Nú segir maður bara um þennan unga mann: Það verð- ur gaman, þegar þessi piltur kemst yfir byrjunarörðugleikana og lærir til verks. En það getur dregist í nokkur ár, og skap sitt þarf hann að læra að stilla, svo það hlaupi ekki með hann í gönur. ★ En nú ætla ég að lokum að segja alveg spánnýja sögu, eiginlega er hún kveikja þessarar greinar. Enn er efnið tveir rithöfundar og útgef- andi. Roskinn rithöfundur hafði tekið að sér að lesa skáldsögu- handrit fyrir vin sinn, tekið að sór að fara með það til útgefanda og heitið að láta þvi fylgja umsögn, sem e.t.v. mætti prenta á kápu- baki bókarinnar. En þetta var nú ekki eins einfalt verk eins og ókunnugir mættu ætla. Enda þótt þessi rithöfundur sé flesta daga með penna i hönd- um, er hann heldur seinvirkur og yfirmáta verkkviðinn. Hann finnur sér dögum saman eitthvað annað þarflegt til dundurs, til þess að koma sér hjá því að skrifa það, sem helst er aðkallandi. Eins var um þetta verkefni. Handritið hafði hann lesið fyrir löngu. Umsögnin þurfti að fytla tvær vélritaðar btað- síður og átti auðvitað að vera haglega orðuð, jákvæð. en þó þannig um hnúta búið, að sá sem las bókina prentaða, gæti ekki sagt: Þetta er skrum. Ég hef verið svikinn. Seinustu vikurnar hafði orðalag- ið verið að veltast I huga rithöf- undarins. Nú var komið fram undir seinustu helgi, nú voru stðustu forvöð. Lagardagurinn fór til að gera drög að þessu mikla ritverki. Sunnudagurinn var svo notaður til fágunar og vélritunar. (Hver trúir svona fáránlegri sögu?). Ekki verð- ur ofsögum sagt af dugnaði rithöf- unda. Á einum stað voru þessar spak- legu setningar: „Auðvitað er piltur með I spilinu. Hann gerir sínar áætlanir um framtiðina og kröfur til stúlkunnar. — Ástir vinstúlkn- anna fléttast inn í söguna. Ævin- týrin taka að gerast og eru skrá- sett samviskusamlega." Nú virtist þetta allt harla gott og þjónaði vel sinum tilgangi. En glöggir menn sjá auðvitað, að hér er a.m.k. eitt orð, sem ekki er fyllilega vátryggt. Það er fyrsta orð annarrar setning- ar „ástir". En hvernig átti þetta að vera? Hér mátti ekki nota „ástarævintýri" eða „ástarsög- ur", þvt fyrrihlutar þeirra orða voru fyrir í klausunni. Og þótt hér væri um að ræða æfðan rithöfund, eins og áður er greint, var hann nú svo þurrausinn að kvöldi þessa heilaga hvíldardags, að honum hafði ekki hugkvæmst önnur gáfu- legri lausn en sú, að breyta „ást- um" í „ástalíf" og fann þó strax að það var ekki það, sem hann vildi sagt hafa. Nú þurfti þessi rithöfundur að vera sestur í sinn borgaralega embættisstól kl. 10 á mánudags- morgni. Hann varð því að láta vekjarann hringja einni og hálfri stund fyrr en venjulega, ætti hann að afhenda útgefanda hið ágæta skáldsöguhandrit vinar sins og mæla með þvi nokkur gáfuleg orð. Áhyggjufullur lagðist rithöfundur- inn til svefns að kvöldi, en þorði þó ekki að stinga upp í sig svefn- töflu, þvi enginn skyldi treysta hringjaraverki vesallar klukku á örlagastund. En nú kom hin gamla og góða undirvitund skáldsins honum til hjálpar, eins og svo oft áður. Klukkan á slaginu sex að morgni vaknaði höfundur okkar með þetta hálfa lausnarorð á vörunum. Auðvitað var það „mál". Ástamál vinstúlknanna. Nógur tími til að lesa þessar tvær vélrituðu siður yfir nokkrum sinnum enn, þvi strætisvagninn þurfti hann ekki að taka fyrr en kl. hálf ntu. Framhald á bls. 19 Rithöfundar-bækur-útgefendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.