Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975 21 Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR AF DíNLENDUM VETTVANGI Þegar þetta er ritað er lokiðl þrem umferðum í báðum riðl- ‘ um Skákkeppni stofnana. I A- riðli er staða efstu sveitanna sem hér segir: 1. Búnaðarbank- inn 10,5 v., 2. Orkustofnun og Rafmagnsveitur ríkisins 10 v., 3. —5. Utvegsbankinn A sveit, Borgarverkfr. og Stjórnarráðið A 8,5 v. 6.—8. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Borgarskrifstof- ur og Breiðholt h/f 8 v. Siðan fylgir urmull sveita sem hafa 7,5 v. og 7 v., en þátttökusveitir i A riðli eru alls 25. Mér er ekki kunnugt um stöðuna i B riðli, en þar eru þátttökusveitirnar um 30. Mun því láta nærri að fjöldi þeirra, sem taka þátt í þessari keppni, sé um 350. Enn er of snemmt að spá nokkru um sigurvegara í keppninni, en þó verður að teljast líklegt, að ein- hver áðurnefndra sveita fari með sigur af hólmi. I þætti hér i blaðinu fyrir skömmu var frá því skýrt, að senn hæfist fyrsta keppnin um titilinn „Bréfaskákmeistari Is- lands". Nú hafa verið teknar frekari ákvarðanir um þetta mál og mun keppnin hefjast þann 1. mai næstkomandi. Keppendum verður skipt í riðla og munu 14 menn verða í hverj- um riðii. I efsta flokki verður teflt um titilinn „Bréfaskák- meistari Islands 1976“. I riðla verður mönnum raðað með hliðsjón af fyrri árangri og skákstigum. Að keppni lokinni munu menn svo færast á milli flokka þannig að fimm efstu menn í riðli færast upp í þann næsta, en fimm neðstu niður. Þeir sem hug hafa á þátttöku skulu tilkynna hana til ein- hvers eftirtalins aðila, fyrir 1. apríl n.k. Þórhalls B. Ölafsson- ar, Laukskógum 37 Hveragerði, Bjarna Magnússonar, Þórufelli 4, Reykjavík, Jóns Þ. Þór. Vífilsgötu 5 Reykjavík. Þátt- tökutilkynningar verða að ber- ast skriflega, og einnig er hægt að skrifa til sömu manna eftir upplýsingum um keppnina. Er búist við mikilli þátttöku. Nú fer Skákþing Islands senn að hefjast og verður þar ýmisleg nýbreytni. Nú veróa í fyrstu skipti 14 þátttakendur í landsliðsflokki, keppt verður í kvennaflokki og öldungaflokki. Keppni í öldunga-, eða „old boys“ flokki er fastur iiður í landsmótum flestra nágranna- landa okkar, þótt ekki hafi slik keppni farið fram hér fyrr en nú. Ekki mun ljóst, hverjir skipa þennan flokk, en þó munu þeir Baldur Möller og Asmundur Ásgeirsson hafa ákveðið þátttöku. Þeir eru báðir meðal okkar þekkt- ustu skákmanna, þótt yngri kynslóðin hafi ekki haft mikið af þeim að segja á skákmótum. Við skulum ljúka þessum þætti með þvi aó skoða eina af skák- um Ásmundar Ásgeirssonar, hún var tefld í Yanovsky- mótinu í Reykjavík árið 1947, en þar varð Ásmundur í 2. sæti. Hvitt: Ásmundur Ásgeirsson Svart: R. Wade (Nýjasjá- land) Slavnesk vörn 1. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3. Rf3 — Rf6, 4. cxd5 — cxd5, 5. Rc3 — Rc6, 6.e3 —a6, 7. Re5 — Bf5, 8. Da4 — Bd7„ 9. Db3 — e6, 10. f4 — Ra5, 11. Ddl — b5, 12. Bd3 — Bb5, 15. Rg3 — h5, 16. f5!? — Rxe5, 17. Bxb5-t- — axb5, 18. dxe5 — Rg4, 19. fxe6 — fxe6, 20. h3 — Rxe5, 21. De2 — Db6, 22. Rxh5 — b3, 23. Bd2 — Rc4!, 24. Rf4 — Rxd2. 25. Dxd2 — Bc5, 26. Dd3 — Bxe3+, 27. Khl — 0—0—0?, 28. Rg6 —1 Hh6, 29. axb3 — Kb8, 30. b4! — d4. 31. De4 — Db7. 32. De5+ — Kc8, 33. Dc5+ — Kb8, 34. De5+ — Kc8. 35. Dxe6+ — Kb8, 36. De5+ — Kc8, 37. Hfcl+ — Kd7, 38. De7 mát. M0B6VRBLA91B fyrir 50 árum VÍÐVARPIÐ — Fátt hefur vakið meiri athygli í veröldinni á síðari árum en „víðvarpið", eins og nú er farið að kalla það á íslensku, og er öllu betra en „víðboðið" . . . Auðsætt er að víðvarpið hlýtur að hafa stórfelda breytingu í för með sjer. Er fróðlegt að sjá ummæli Gisla J. Ólafssonar stöðvarstjóra í „Símablaðinu"... Segir hann m.a. þetta: „Allir merkustu viðburðir, bæði innlendir og útlendir, bærust þá, að heita má, jafnóðum um allar sveitir landsins. Listamenn vorir og mentamenn myndu keppast um að skemta fólkinu með söng og hljóðfæraslætti og fræðandi og skemtilegum fyrirlestrum. Stjórnmálamennirnir mundu ávarpa „háttvirta kjósendur" i einu. Allir krakkar færu að hátta kl. 8, og einginn þyrfti að sitja hjá þeim, því að víðvarps-amma mundi brátt svæfa þá með skemtilegum sögum. Allir unglingaskólar yrðu lagðir niður, því að öll slík kensla færi fram viðvarpsleiðina i fyrirlestum af færustu og bestu kennurum landsins. — í grein sinni getur G.Ó. þess að um 40 menn víðsvegar á landi sjeu búnir að setja upp hjá sér viðtökutæki með leyfi landsímans. MATSEÐILL VIKI7NNAR Umsjón: Hanna Guttormsdóttir manudagur Mánudagssteik (sjá uppskrift), súkkulaðibúðingur. ÞRIÐJUDAGUR Steiktar fiskibollur, brædd feiti, rabarbarasúpa. MIÐVIKUDAGUR Hvftkálsbögglar (sjá uppskrift), hafrasúpa. FIMMTUDAGUR Steiktur fiskur með remúlaðisósu, fiskisúpa. FÖSTUDAGUR Laukbakstur (sjá uppskrift), perur. LAUGARDAGUR Saltfiskur, hrátt salat, brædd feiti, hrísgr j ón agr autur. SUNNUDAGUR Ristaffel (Buff Stronganoff) (sjá uppskrift), eplaumslög (sjá uppskrift). mAnudagssteik 1 stór diskur kjötafgangar (nýtt, soðið eða steikt kjöt) 40 g smjörlíki 40 g hveiti 7 dl soð eða sósuafgangar pipar, salt 750 g kartöflur 30 g brætt smjörlíki 3A dl mjólk salt Skerið kjötið í litla bita. Búið til brúna sósu eða notið sósuafgang. Blandið kjöti saman við og keimið. Kremjið soðnar, heitar kartöflur, og hrærið smjörlíki og mjóik út í. Hrærið hálfþeyttu eggi saman við og saltið. Setjið kjötið í mót, og leggið kartöflustöppuna ofan á. Bakið í ofni nál. 'á klst. hvítkAlsbögglar Um 18 kálblöð kjötdeig úr 500 g af kjöti Losið blöðin af meðalstóru kálhöfði. Sjóð- ið þau í saltvatni nál. 2 mín. Færið þau upp, látið renna vel af þeim og kælið. Leggið 1 skeió af kjötdeigi á hvert blað og vefjið því utan um. Bindið utan um með seglgarni. Sjóðið bögglana í saltvatni nál. 10 mín. Berið fram með soðnu grænmeti og hvitri sósu eða bræddu smjöri. 9 LAUKBAKSTUR 3 laukar 60 g smjörlíki 400 g kinda- eða nautakjöt 100 g flesk 3 msk. brauðmylsna 3A dl mjólk l'A dl vatn salt, pipar 4Ví misk sjóðandi vatn Skerið laukinn þunnt. Bræóið smjörlíkið og látið laukinn sjóða í því í 2—3 mln. Bleytið brauðið í mjólkinni og vatninu. Hrærió kjötdeigið vel og blandió brauó- inu, vatninu og mjólkinni saman við. Smyrjið mót og leggið helminginn af lauknum á botninn. Leggið kjötdeigið yfir og afganginn af lauknum ofan á það. Hellið sjóðandi vatninu i mótið. Bakið i ofni nál. 20 mín. Leggið á mótið eftir nokkrar mín„ svo að laukurinn verði ekki brúnn. RISTAFFEL 3A kg nautakjöt 100 g smjörliki 1 tsk. salt 'A tsk. pipar 1 laukur 200 g sveppir 6 msk. tómatsósa 1—2 msk. vatn 5 dl rjómi 1 tsk paprika Hreinsið kjötið, skerið það í þunnar ræm- ur, stráið salti og pipar á það og brúnið í smjörlíkinu. Saxið laukinn og brúnið ásamt sveppunum. Látið allt í pott eða notið lokpönnu. Sjóóið upp af pönnunni, bætið rjóma, tómatsósu og papriku i og látið sjóða við vægan hita þar til kjötið er meyrt. Berið soðin hrísgrjón með og í litlum skálum krydd, grænmeti, ávexti, til dæmis: epli í bitum, appelsínubita, gúrk- ur, banana i sneióum, sýrðar rauðrófur, rúsinur, salt,pipar, papriku. EPLAUMSLÖG 200 g smjörlíki 200 g hveiti 1 dl kalt vatn 1 tesk. edik 10 epli nál. 50 g sykur eggjablanda 10 möndlur Búið til hnoðað deig úr smjörlíki, hveiti, vatni og ediki. Breiðið það út í 2 cm þykka köku. Flysjið eplin og takið fræhúsin burt. Skiptið kökunni i ferhyrninga um 15—16 cm á kant. Leggið eitt epli á hvern ferhyrning með stilkendann upp. Stráið sykri í fræholurnar. Brjótið öll hornin upp yfir holurnar og límið þau saman með óþeyttri eggjahvítu. Setjið eplaumslögin á vel smuróa plötu með samskeytin niður. Berið eggjablöndu ofan á deigið, og stráið sykri og söxuðum möndklum yfir. Bakið umslögin i heitum ofni, þar til þau eru ljósbrún og eplin virðast mjúk. Berið epl- in frá á fati, volg eða köld. . <U v; & 25 AURA kosta stór og góð egg á Bókhlöðustig 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.