Morgunblaðið - 18.03.1975, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975'
Mynd úr bikarleik Ipswich og Leeds á dögunum. Laurie Sivell, markvörður Ipswichs, kastar sér og nær að
slá knöttinn framhjá.
Everton hélt hreinu og
hefur 3ja stiga foryslu
Smátt og smátt sígur Everton
frammúr íensku 1. deildar keppn
inni. Þótt iiðið næði aðeins jafn-
tefli í leik sínum á laugardaginn,
jók það forskot sitt á næsta lið um
eitt stig, þar sem Burnley varð að
lúta í lægra haldi fyrir West Ham
United á útivelli. Þegar flest liðin
eiga eftir að leika 9 leiki í deild-
inni, verður þó að segjast að stað-
an er enn mjög óljós. Meira en
heimingur liðanna á enn mögu-
leika á Englandsmeistaratitlinum
í ár, og virðist svo sem sú spenna
sem verið hefur I keppninni í
vetur, muni haldast til loka.
Greinilegt er einnig að mikil bar-
átta vcrður í 2. deildar keppninni.
Þar hefur Manchester United
reyndar svo gott sem gulltryggt
sér sæti í 1. deild, en eftir um-
ferðina á laugardaginn skauzt hið
fornfræga lið Aston Villa upp í
annað sætið. Er greinilegt að lið
Villa er í miklum baráttuham
þessa dagana, og ekki ólíklegt það
nái hinu langþráða marki sínu að
komast í 1. deildina.
Svo vikið sé að 1. deildar leikj-
unum á laugardainn, og fyrst
fjallað um leik Leeds United og
Everton, er skemmst frá þvi að
segja að leikur þessi var algjör-
lega í eigu Leeds, sem sótti allt
hvað af tók frá því að leikurinn
hófst og unz hann var flautaður
af. Hin mikla barátta Leeds-
liðsins bar þó ekki tilætlaðan ár-
angur. Evertonleikmennirnir röð-
uðu sér inn í vítateiginn og lögðu
alla áherzlu á að halda marki sínu
hreinu og það tókst, þótt oft mun-
aði mjóu. Þannig missti t.d. Dunc-
an MacKenzie þrívegis af opnum
færum til þess að skora. Eitt þess-
ara tækifæra hans kom þegar á
fyrstu mínutu, en þá skallaði
hann yfir af örstuttu færi. Áhorf
endur voru 50.084.
Liverpool —Sheffield United:
Sheffield liðið lagði alla áherzlu
á að ná jafntefli í þessum leik og
oftast voru 8—10 menn í vörn
liðsins. Þar af leiðandi voru Liv-
erpool-leikmenn miklu meira með
knöttinn, en þeim gekk illa að
skapa sértækifæriogurðuað lok
um að sætta sig við markalaust
jafntefli. Ahorfendur voru
40.762.
Queens Park Rangers
— Manchester City:
Það var hinn marksækni fram-
herji Queens Park, Don Rogers,
sem skoraði bæði mörkin í þess-
Markhæstir
Markhæstu leikmennirnir í
ensku 1. og 2. deildar keppninni i
knattspyrnu eru nú eftirtaldir:
1. deild:
Malcolm MacDonald.
Newcastle 24
Don Givens, Q.P.R. 20
Brian Kidd, Arsenal 17
2. deild:
Ray Gradyon, Aston ViIIa 27
Ted MacDougall, Norwich 49
um leik. Hiðfyrra á 54. mínútu, er
hann notfærði sér veilu í vörn
Manchester City og sendi knött-
inn framhjá Joe Corcigan mark-
verði. Síðan innsiglaði hann sig-
urinn með marki á 85. minútu, er
hann komst inn í sendingu leik-
manna Manchester City og skaut
á markið af stuttu færi. Áhorf-
endur voru 21.102.
Coventry — Leicester:
Alan Green náði forystu fyrir
Coventry á 19. mínútu. En Adam
var ekki lengi í Paradís, þar sem
Leicester hafði náð forystu í
leiknum eftir 25. mínútu. Eyrra
markið skoraói Frank Worthing-
ton með vinstri fótar skoti á 24.
minútu og áður en mínúta var
liðin hafði Bob Lee bætt öðru
marki við. Coventry náði síðan
betri tökum á leiknum og
skömmu fyrir leikslok tókst Mike
Eerguson að jafna. Áhorfendur
voru 23.139.
Middlesbrough — Tottenham:
Ekki voru liðnar nema fjórar
minútur af leik þessum er Middl-
esbrough hafði náð forystu. John
Graham Paddon hefur átt mjög góða kiki
með West Ham lióinu að undanförnu og átt
ekki sfzt þátt f þvf að liðið vann sætan sigur
yfir Burnley á laugardaginn.
Hickton skoraði. A 44. mínútu
bætti Graham Xouness marki
númer tvö við, og hann var einnig
á ferðinni er Middlesbrough skor-
aði sitt þriðja mark i leiknum á
81. mínútu. Áhorfendur voru
25.182.
Carlisle — Luton:
Sannkallað heppnismark sem
Ron Futcher skoraði fyrir Luton
tveimur minútum fyrir leikslok
færði liðinu sigur í leik þessum,
og heldur það því enn í vonina um
áframhaldandi setu í 1. deild. 1
leiknum á laugardaginn náði
Carlisle snemma forystunni með
marki sem Joe Laidlaw skoraði
með skalla en Joho Aston jafnaði
fyrir Luton skömmu seinna, einn-
ig með skalla. Sigurmark Luton
skoraði Futcher með skoti af
löngu færi sem Allan Ross, mark-
vörður Carlisle, missti klaufalega
yfir sig og í markið. Áhorfendur
voru aðeins 8.339.
Derby — Stoke
Stoke City færðist verulega of-
ar á töflunni með sigri sinum yfir
Derby Countyá laugardaginn.
Ekki leit þó vel út fyrir Stoke,
þegar Kevin Hector skoraði fyrsta
mark leiksins á 49. mínútu, eftir
að Derby hafði sótt ákaft langa
hrið. En mark þetta virtist hafa
þau áhrif á leikmenn Stoke, að
eftir það léku þeir á fullu, og
náðu góðum tökum á leiknum.
Jimmy Greenhoff jafnaði á 55.
mínútu og á síðustu minútu leiks-
ins tókst honum að bæta öðru
marki við með skalla. Áhorfendur
að leiknum voru 29.985.
Ipswich — Newcastle
Leikur þessi bar vitni þeim
slæmu aðstæðumsemhann var
háður við. Völlur Ipswich var eitt
forað, og leikmönnunum gekk
ákaflega illa að fóta sig. Bæði
liðin léku opin sóknarleik og nið-
urstaðan varð eftir því. Alls voru
níu mörk skoruð og sigraði Ips
wich 5—4. Áhorfendur voru
23.351 og skemmtu þeir sér hið
bezta, enda óvenjulegt að sjá svo
mörg mörk skoruð í enskum 1.
deildar leik. Sá leikmaður sem
var mest áberandi í þessum leik
var Malcolm MacDonald, f New-
castle-liðinu, sá hinn sami og skor-
aði fallegt mark fyrir England í
landsleiknum við Vestur-
Þýzkaland á dögunum. Hann
skoraði tvö mörk i þessum leik, en
Bryan Hamilton í Ipswich-liðinu
gerði þó betur og skoraði samtals
þrjú mörk.
West Ham — Burnley:
Burnley byrjaði leik sinn við
West Ham mjög vel, þar sem liðið
varó fyrra til að skora. Gerði
Doug Collins það mark. Keith
Robson jafnaði svo fyrir West
Ham á 65. mínútu, og hinn ungi
Alan Tayioer, sem skoraði tvö
mörk í bikarleiknum við Arsenal
á dögunum, skoraði svo sigur-
markið fyrir West Ham með
Framhald á bls. 21
- , • 1. DEILD
Eyerton 33 9 7 1 28—14 5 8 3 20—15 43
Burnley 34 10 4 3 32—19 6 4 7 25—29 40
Stoke City 33 9 6 1 29—14 5 5 7 21—25 39
Ipswich Town 33 13 2 2 36—9 5 0 11 14—25 38
Liverpool 33 10 5 2 34—16 4 5 7 11—18 38
Derby County 33 10 3 3 32—17 5 5 7 18—28 38
Leeds United 33 9 6 2 29—14 5 3 8 16—20 37
Middlesbrough 33 8 6 3 27—13 5 5 6 16—20 37
Sheffield United 33 9 6 2 25—17 5 3 8 17—25 37
Q.P.R. 34 8 3 6 22—16 6 5 6 24—26 36
Manchester City 33 13 2 1 33—11 1 6 10 11—35 36
West Ham United 33 9 5 3 34—17 3 6 7 16—25 35
Newcastle United 32 11 3 2 33—15 3 3 10 19—37 34
Coventry City 34 7 8 3 28—23 3 5 8 18—30 33
Wolverh. Wanderes 33 9 4 4 34—18 2 6 8 12—23 32
Birmingham City 33 8 2 6 26—22 3 5 9 15—27 29
Chelsea 33 4 6 6 19—26 4 6 7 19—35 28
Arsenal 31 6 5 4 22—13 3 3 10 12—24 26
Leicester City 32 4 5 6 13—14 4 4 9 18—32 25
Tottenham Hotspur 34 4 4 8 18—22 4 4 10 20—32 24
Luton Town 33 4 5 7 17—23 2 5 10 13—26 22
Carlisle Utd. 33 5 1 11 14—19 3 2 11 17—28 19
2. DEILD
Manchester United 34 13 3 1 35—9 7 4 6 16—15 47
Aston Villa 33 12 4 1 35—5 5 4 7 18—23 42
Sunderland 34 11 5 1 32—6 4 7 6 21—22 42
Norwich City 33 11 3 2 26—11 3 9 5 18—19 40
Bristol City 33 12 4 1 26—7 4 3 9 11—10 39
Blackpool 34 11 4 2 27—12 2 9 6 7—11 39
W.B.A. 33 9 4 3 23—11 4 5 8 16—19 35
Bolton Wanderes 33 9 5 3 25—10 4 4 8 13—20 35
Notts County 34 7 9 1 29—18 4 4 9 9—24 35
Fulham 34 8 6 4 24—15 2 8 6 8—13 34
Oxford United 34 12 3 3 26—16 1 5 10 7—27 34
Hull City 34 9 7 1 21—10 2 5 10 13—40 34
Orient 33 5 7 4 12—14 3 9 5 11 — 18 32
York City 34 8 5 4 24—13 4 2 11 18—31 31
Notthingh. Forest 34 5 6 6 21—21 5 5 7 15—23 31
Southampton 32 6 6 3 19—13 4 4 9 20—29 30
Portsmouth 34 7 6 4 23—16 3 4 10 11—27 30
Oldham Atletic 34 9 5 3 23—14 0 6 11 8—22 29
Millwall 34 8 6 3 28—14 1 3 13 9—31 27
Bristol Rovers 34 8 3 5 16—14 2 4 12 14—36 27
Cardiff City 33 6 6 5 20—17 16 9 10—31 26
Sheffield Wed. 33 3 6 7 16—21 2 3 12 12—32 19
Knattspyrnuúrslit
ENGLAND 1. DEILD:
Arsenal — Birmingham 1—1
Carlisle — Luton 1—2
Coventry — Leicester 2—2
Derby — Stoke 1—2
Ipswich — Newcastle 5—4
Leeds — Everton 0—0
Liverpool — Sheffield Utd. 0—0
Middlesbrough
— Tottenham 3—0
Q.P.R. — Manchester City 2—0
WestHam — Burnley 2—1
Wolves — Chelsea. 7—1
ENGLAND 2. DEILD:
AstonViIla — Southampton 3—0
Blackpool — Bristol Rovers 0—0
Bristol City — Millwall 2—1
Fulham — Oldham 0—0
IIull — Cardiff 1—1
Manchester Utd. — Norwich 1—1
Notts County — Bolton 1—1
Oxford — W.B.A. 1—1
Portsmouth — York City 1—0
Sheffield Wed. — Orient 0—1
Sunderland — Notthingham 0—0
ENGLAND 3. DEILD:
Aldershot — Grimsby 0—0
Úrslit
getrauna
LEIKVIKA 29
Ltfldr 15. nurz 1575 1 2
1 X 2 1 X %
Arsenal - Blrmlngham / / y
Carllale • Luton / -1- z
Coventry - Lelcester X - H
Derfoy • Stoke / - 2 X
Ipswich - Newcastle ý ‘t /
Leeda - Everton u £ y
Liverpool - Sheff. Utd. 0 - C X
Middleabro • Tottenham - a /
Q.P.R. - Manch. Clty - c /
West Ham - Burnley - /
Wolvea - Chelaea - / /
Manch Utd. - Norwich L - L. n
Biackburn—Tranmere 2—1
Bournemouth — Preston 1—0
Bury — Brighton 2—1
Charlton — Southend 2—1
Chesterfield — Hereford 4—1
Crystal Palace
— Huddersfield I—1
Peterborough — Gillingham 0—0
Plymouth — Wrexham 0—3
Port Vale — Halifax 2—1
Walsall — Colchester 5—2
Watford — Swindon 1—0
ENGLAND 4. DEILD:
Chester — Mansfieid 0—0
Crewe — Bentford 1—1
Exeter — Workington 1—0
Newport — Barnsley 3—4
Rochdale — Lincoln 1—1
Rotherham — Doncaster 1—0
Scunthorpe — Shrewsbury 1—0
Swansea — Hartlepool 1—0
SKOTLAND 1. DEILD:
Arbroath — Airdieonians 3—1
Celtic — Dundee Untied 0—1
Dumbarton — Hearts 0—1
Dundee — Rangers 1—2
Hibernian — Dunfermline 5—1
Kilmarnock — Morton 2—1
Motherwell — Clyde 1—1
Partick Thistie — Aberdeen 1—0
St. Johnstone — Ayr Utd. 0—0
SKOTLAND 2. DEILI):
Albion Rovers
— Raith Rovers 2—1
Cowenbeath — Falkirk 1—4
Éast Fife — Hamilton 0—0
EastStirling — Clydebank 1—0
Meadowbank — Berwick 1—1
Montorse —
Queen of the South 2—0
St. Mirren — Alloa 5—1
Stirling Albion — Forfar 2—0
Stenhousemuir —
Queens Pak 1—3
Stranraer — Brechin City 0—0