Morgunblaðið - 18.03.1975, Síða 25

Morgunblaðið - 18.03.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1975 25 Dauða lýst í smáatriðum VlSINDALEG rannsókn læknis I Chicago, Elizabeth Kuebler-Ross, hefur leitt I ljós, að „fóiki finnist gott að deyja“ að sögn blaðsins Daily American sem er gefið út f Róm. Hún gerði rannsóknir sfnar á nokkur hundruð sjúklingum sem höfðu verið úrskurðaðir látnir en henni tókst að endurlifga með ný- tilkominni tækni. Hún sagði aðsjúklingarnirgætu lýst reynslu sinni i smáatriðum, hvernig þeir „svifu út úr líkaman- um“, hvernig þeim fyndist „ró og friður færast yfir þá“, hvernig þeir „streittust á móti öllum til- raunum til að endurlífga þá“. Að sögn frú Ross finnst sjúkl- ingunum að þeim „líði vel“. Hún segir að þegar sjúklingarnir komi til lífsins „reiðist margir þeirra að hafa verið endurlífgaðir". „Enginn þeirra óttast að deyja aftur,“ segir frú Ross. Frú Ross er höf undur bóka sem hún kallar „On Death and Dying“ og „Questions and Answers on Death“. — Hví slærð Framhald af bls. 12 samjöfnuð milli höfuðborgar og landsbyggðar. Ég tel örlög þeirra of samofin til þess, að þau verði rakin sundur svo vit sé í. En við getum leitt hugann að því, að fjórði hver fiskkassi, sem S.H. flytur út, kemur frá þessum liðlega 9 þúsund sáíum á Vestfjörðum og í undirstöðum efnahagslífsins hrikti, þegar framleiðslan stöðvaðist hjá þess- um liðlega 5 þúsund manns í Vestmannaeyjum. Þjóðin hefir byggt upp sína höfuðborg og þjóðin greiðir mikinn pening henni til viðhalds. Það er lágmarkskrafa til þeirra, sem stjórna þessari höfuðborg, að þeir af hugsunarleysi eða hreinum barnaskap espi ekki upp þau öfl, sem alltaf eru til, og líta með öfund til þeirra, sem betur mega sin og grípa ef til vill til örþrifaráða, ef þeim er ögrað. Þeir, sem Iangskólamenntun hafa fengið og síðan ferðast að meira eða minna leyti á al- menningskostnað um landið þvert og endilagt og út um allan heim, þeir eiga að geta sýnt umburðarlyndi þeim, sem á sömu þúfunni hafa setið allt sitt líf, vinnandi myrkranna á milli og lítinn lífsárangur hafa séð sjálfum sér og heimkynnum sínum til handa, jafnvel þótt þeir hagi orðum sínum stundum öðruvísi en æskilegt eða viturlegt væri. Þess vegna er umrædd gáru- grein Elinar ósamboðin henni og Mbl. Jafnvel þótt Mbl. sé frjáls- lynt og skal það síst lastað, þá má það ekki birta svona greinar, sem litið er á af almenningi að túlki skoðanir blaðsins, þar sem í hlut á reyndar starfsmaður, auk þess að vera borgarfulltrúi. Eg kem sjaldan til Reykjavíkur, að ég sé alltaf í hvert sinn ein- hverja breytingu til batnaðar og framfara og ég gleðst yfir því. Ég árna Reykvíkingum heilla í nútið og framtið. Þar býr fólk upp og ofan eins og annarsstaðar á land- inu. Flest gott en labbakútar og hann settir háleistar innanum eins og alltaf er. Lífsmeiður Reykjavikur breiðir sina fögru krónu út yfir landsbyggðina, þess vegna verða íbúar hennar að muna, að lífsnæringu sina fær hún frá þessum ef til vill ljótu og lítilfjörlegu en þó nausynlegu rótum. Sé skorið á samvinnu borgar og landsbyggðar er borg- inni jafnt sem landsbyggðinni dauði búin. Jón Isberg. jWflrðunblnbib nucLVsincnR 4^*-»224B0 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30. Stjórnandi Robert Satanowsky frá Póllandi. Einleikari Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari. Flutt verða verk eftir Beethoven, Mozart, Saint -Saénes og Dvorak. Aðgöngumiðar seldir i bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2 og bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti 18. Sjálfstæðiskonur Hvöt félag sjálfstæðiskvenna hefur ákveðið að hafa kökubazar að Hallveigarstöðum laugar- daginn 22. marz kl. 2 e.h. Þær konur sem vilja gefa kökur á bazarinn eru vinsamlegast beðnar að koma með kökur upp á Hallveigarstaði milli kl. 10—12 sama dag. (Gengið inn Túngöumegin, kjallara) Stjórnin. Hjólbaröaþjónustan, Laugaveg. 172 simi21245 ^K£4ff HEKLA Hf 1 bi■ 11 ■ Laugavegi 1 70 —172 Simi21240 SMMS8ÚRN - TVÖ ÚR VALSTÆKIFÆRI IFYRSTA LAGI: V 11 daga Urvalsferö || til Mallorca. Il^ 24. marz-4. apríl Fyrirkomulag viö allra hæfi. Vandaöir gististaöir. Fyrsta flokks þjónusta. Öll herbergi meö baöi og svölum. Mallorca i sumarsól FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 I OÐRULAGI: 28 daga sólarferö til Mallorca. 4. apríl-2. maí Ein vinsælasta ferðin með nægum tíma til afþreyingar. íbúðir í Magaluf og Palma Nova. Hótel hjá llletas, Arenal og Magaluf. Henti þessi tími ekki, þá er e.t.v. tækifæri að komast 2. maí í 22 daga úrvalsferð eða 15 daga þann 23. maí. Úrval býður yður góða ferð!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.