Morgunblaðið - 20.03.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 20.03.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975 Blönduósverksmiðjan: Fær Grímseyjar- rækju frá Siglö Siglufirði — 19. marz RÆKJUBÁTARNIR tveir sem héðan hafa róið á Grímseyjarmið hafa fengið ágætan afla af mjög fallegri rækju. Siglósíld hefur ekki haft undan við vinnsluna og þess vegna hafa þegar verið flutt um tíu tonn af rækju til vinnslu hjá rækjuverksmiðjunni um- deildu á Blönduósi. Afli hjá línubátunum hér hefur heldur verið að glæðast nú síð- ustu dagana. — Fréttaritari. ÍSLENDINGAR leika tvo handknattleikslandsleiki viö Dani á sunnudagskvöld og á mánudagskvöld. Gífurlegur áhugi virðist vera á leikjum þessum, svo sem bezt kom fram er forsala aðgöngumiða hófst úr tjaldi við Útvegs- bankann í gær. Þar myndaðist strax biðröð sem náði um tíma út undir Pósthússtræti. Mynd þessa tók Friðþjófur í gær nokkru eftir að miðasalan hófst, en forsölunni verður svo fram haldið í dag frá kl. 16.00—18.00. Eldsvoði Qlafsvík: Grundarfjörður — 19. marz. LAUST eftir hádegið í dag barst lögreglunni í Grundarfirði til- kynning þess efnis, að eldur mundi vera laus í fbúðarhúsinu að Látravfk f Grundarfirði. Veg- farandi sem átti leið þar um varð var við að reyk lagði út úr húsinu, sem er mannlaust. Látravík er á milli Grunarfjarð- ar og Olafsvikur, og er eign fisk- ræktunarstöðvarinnar Láróss. Húsið hafa starfsmenn Láróss notað í sambandi við störf sin að fiskræktinni, einkum á sumrin en að öðru leyti er þar enginn. Slökkviliðið í Grundarfirði fór á staðinn, slökkti eldinn en skemmdir urðu mjög verulegar, þakið má heita fallið og þeir hlut- ir, sem innanhúss eru trúlega ónýtir. Ökunnugt er um eldsupp- tök en málið er í höndum sýslu- mannsembættisins I Stykkishólmi og mun það hafa kvatt rafmagns- eftirlit ríkisins á vettvang. — Emil Landburður af fískí BOLFISKI hefur yfirleitt verið heldur tregur á vertíðinni sunnan og vestan til fram að þessu nema hvað nú virðist eitthvað vera að glaðna hjá bátum sem róa frá verstöðvum á Snæfellsnesi. Land- burður var til að mynda hjá Ólafsvíkurbátum og telja menn nú að afli sé að glæðast í Breiða- firðinum. Annarsstaðar hefur afli verið tregari enda tíðarfar víða rysjótt. ÓLAFSVÍK Landburður var i Ölafsvík í fyrradag, en þá komu 22 bátar með 450 lestir og var þetta lang- bezti afladagur vertíðarinnar. Að vísu var mikið af þessum fiski tveggja og sumt þriggja nátta, en Snæfellingar halda að nú sé afli að glæðast í Breiðafirði. Kristján Helgason á hafnarvigt- inni sagði þegar við ræddum við hann, að Steinunn hefði verið aflahæst með 40 tonn og Garðar 2. hefði verið með 38 tonn. Annars voru flestir bátarnir með um 25 tonn. — Frá Ölafsvík eru nú gerð- ir út 25 bátar, þar af eru 22 með net, og tveir eru á rækjuveiðum. Óhemju mikið er nú að gera hjá Grafík- sýning framlengd VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja graf- íksýninguna sem staðið hefur yfir i Menningarstofnun Bandarikj- anna að Neshaga 16 að undan- förnu. Verður sýningin opin til þriðjudagskvölds 25. marz. Hún er opin daglega frá klukkan 14 til 20. Hún er á 3. hæð í húsi Menn- ingarstofnunarinnar að Neshaga 16. María Júlía komin yfirborðið upp a Patreksfirói, 9. marz. NÚ 'LAUST fyrir kl. 20 var Maria Júlía B-36 að nást upp á yfir- borðið I Patreksfjarðarhöfn. I gærkvöldi hafði afturhluti skips- ins komið upp úr sjó en skipið fylltist þá aftur og sökk til botns á ný. 1 dag unnu froskmenn af björg- unarskipinu Goðanum að því að koma fyrir 8 tommu stálröri i lestaropi og þétta það en endi rörsins stóð þó upp úr sjó. Var þannig hægt að dæla upp úr lest- 323 voru svipt- ir ökuleyfi það sem af er árinu inni. Settur var vír í Mariu Júlíu að framan og áhöfn vélskipsins Þryms fenginn til þess að lyfta skipinu með togvindu Þryms. Tókst að lyfta Mariu Júlíu nógu mikið til þess að gat sem skorið hafði verið á hvalbak skipsins, kom upp úr og var þá hægt að dæla úr lúkarnum. Til vióbótar við tæki sem notuð voru í gær við,. björgunina, var nú einnig kominn slökkviliðsbíllinn á Bildudal. Björgunarmönnum hefur tekizt að ná Maríu Júlíu það mikið upp úr sjó að fullvíst má telja að björgun skipsins hafi lánazt nema eitthvað einstakt óhapp komi til. Ekki er ennþá hægt að gera sér grein fyrir hversu miklar skemmdir hafa orðið á skipinu. — Páll. ÞAÐ sem af er árinu hefur Saka- dómur Reykjavíkur svipt 323 ein- staklinga ökuleyfi vegna ölvunar við akstur. Til samanburðar má geta þess, að allt árið 1970 voru 309 einstaklingar sviptir ökuleyfi fyrir sama brot og 658 allt árið í fyrra. Jafnframt hafa ökumenn verið sektaðir og hafa sektirnar verið á bilinu 18—25 þúsund krónur. Nú stendur fyrir dyrum stórhækkun á sektunum, og verð- ur miðað við brot sem eiga sér stað eftir 1. apríl n.k. Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hve hækkanirnar verða miklar, en Ijóst er að þær verða verulegar. Einn fulltrúa í Sakadómi hefur þann starfa einan að afgreiða þessi mál og hefur verið mjög erilsamt hjá honum þessa fyrstu mánuði ársins eins og fyrrnefnd tala ber með sér. Lætur nærri, að hann hafi svipt 6 ökumenn leyfi á degi hverjum. Flest málanna eru frá síðustu mánuðum ársins 1974 en um 50 frá þessu ári. Er hér miðað við ökumenn sem teknir eru grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík einni. Hjá lögregl- unni í Reykjavík fékk Mbl. þær upplýsingar, að það sem af er árinu væri búið að taka 220 öku- menn í Reykjavík vegna gruns um ölvun við akstur. Sama tíma í fyrra var búió að taka 239 öku- menn, eða 20 fleiri en í ár. Ökuleyfissviptingin er mislöng, allt eftir þvi hve mikið áfengismagn mælist í blóðinu og hvort um ítrekuð brot er að ræða. Sé svo, eru ökumennirnir sviptir ökuleyfinu ævilangt. Þá eru sekt- ir mismunandi háar eftir eðli brotsins, á bilinu 18—25 þúsund krónur. Hefur verið ákveðið að hækka sektirnar stórlega og verð- ur þá miðað við brot sem eiga sér stað eftir 1. apríl n.k. Helvi Sipilá HELVI Sipilá, aðstoðaraðalritari Sameinuðu þjóðanna, var væntan- leg hingað til lands í gær. Ráð hafði verið gert fyrir þvi að hún héldi fyrirlestur í tilefni kvenna- ársins í Norræna húsinu. Síðdegis í gær kom í ljós, að af komu hennar hingað gat ekki orð- ið að sinni, en hún mun væntan- leg síðar á árinu. fiskverkunarstöðvunum og þegar allur þessi afli barst á landi i fyrradag, þurfti að aka nokkrum ajla til Grundarfjarðar og Hellis- sands, og suma bilana var ekki hægt að losa fyrr en í gærmorgun, þar sem ekkert rými var fyrir fiskinn í hráefnisgeymslunum. Að sögn Kristjáns hefur tíðin verið mjög rysjótt til þess, en samt hafa bátarnir ekki orðið fyrir miklu netatjóni, nema þeir sem lögðu net sín í Víkurál fyrir skömmu og urðu þar fyrir barð- inu á togurunum. — Ég veit ekki hvað ég get sagt um páskahrotu, en það verður að koma stórkippur nú, ef þessi vertíð á ekki að fara i hundana. Hæstu bátarnir eru aðeins komnir með um 400 lestir og eru það Ölafur Bjarnason, Steinunn og Jökull. STYKKISHÓLMUR Bezti afladagurinn á Stykkis- hólmi var í fyrradag og þá fengu Sigurður Sveinsson og Þórsnes um 34 lestir. Ekki eru menn þó allskostar ánægðir með þennan afla, þar sem hann var margra nátta. Vigtarmaður sagði, að hinir bátarnir hefðu verió með 11—16 tonn og ekki væri hægt að segja annað en afli á þessari vertið hefði verið tregur og tíðin rysjótt. Tveir eru gerðir út á rækju frá Stykkishólmi, en þeir landa aflan- um í Ólafsvík, sem síðan er ekið á bílum til Stykkishólms. Neta- bátarnir eru hinsvegar 5 talsins. HELLISSANDUR Lengst af hefur verið tregur afli hjá bátum sem róa frá Hellis- sandi en í fyrradag varð þar nokk- ur breyting til batnaðar. Þá var meðaltalsafli bátanna milli 15—20 tonn en hæsti báturinn var með 28.5 tonn. Heildaraflinn frá áramótum er nú orðinn um 2500 tonn og er það heldur minna en í fyrra, þar eð gangan er nú nokkuð seinna á ferðinni heldur en var þá. Fiskurinn sem nú fæst er yfirleitt mjög fallegur stór- þorskur, að sögn vigtarmanns á Hellissandi. Alls róa þaðan 17 bát- ar á þessari vertið og eru þeir allir á netum. AKRANES A Akranesi sagði vigtarmaður að þaöan réru nú 8 bátar með net og nokkrir loðnubátar væru nú að skipta yfir á netin. Aflinn væri búinn að vera ákaflega tregur og í gær var aflinn hjá bátunum t.d. ekki nema 4—6 lestir, þrátt fyrir að afli sumra var tveggja nátta. Hann sagði að i síðustu viku hefðu komið 2—3 góðir dagar hjá bátunum og sú von sem menn hefðu fengið þá væri horfin. SANDGERÐI Þar hefur veriö mjög stirt tiðar- far það sem af er marzmánuði err á þriðjudag voru bátarnir þó á floti eftir 2ja daga landlegu. Afl- inn eftir þann róður var þó mjög lélegur — hæsti netabáturinn með um 20 tonn eftir þessa tvo daga en tveir trollbátar voru með sæmilegan afla — 16 og 24 tonn. Heildaraflinn er nú um 100 tonn- um lægri en í fyrra og veldur ótíðin mestu þar um vegna þess, að um mánaðamótin var heildar- aflinn nú ivið meiri en í fyrra. Þess ber þó að gæta, að róðrar bátanna eru nú um 20 færri en á sama tíma í fyrra. Alls eru 23 bátar gerðir út frá Sandgerði á yfirstandandi vertíð — 14 netabátar, 3 línubátar, 6 trollbátar og 2 færabátar en 6—8 aðkomubátar leggja þar upp að staðaldri. Bergþór er nú lang- hæstur Sandgerðisbáta, er kom- inn með 553 tonn og er líklegast hæsti bátur yfir landið það sem af er. Framhald á bls. 18 Vitni vantar AÐFARARNÖTT fimmtudagsins 6. marz s.l. var Chevrolet Blazier jeppa stolið frá Lundarbrekku 14 f Kópavogi. Seinna þessa sömu nótt fannst bíllinn úti á Eiðs- granda. Hafði sá sem stal bílnum ekið honum þar á Ijósastaur en siðan hlaupist á brott. Er bíllinn stórskemmdur. Þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir upplýsingum í þessu máli hefur ekki náðst i hinn seka. Eru því þau tilmæli rannsóknarlög- reglunnar ítrekuð, að þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt í þessu máli, hafi þegar samband við rannsóknarlögregluna í Reykjavik, sem hefur með málið að gera. Norglobal: 8 þúsund lestir af mjöli og yfir 2 þúsund lestir af lýsi BRÆÐSLUSKIPIÐ Norglobal var búið að vera hráefnislaust f því sem næst tvo sólarhringa f fyrra- dag og var jafnvel farið að ræða um að senda skipið heim, þar sem leigutakar segja, að ekki sé hægt að halda skipinu lengi án þess að það fái hráefni. Sfðari hluta dags í gær fór loðnuveiði að glæðast á ný í Faxaflóa og allar Ifkur bentu til í gærkvöldi, að þrær Norglo- bals myndu fyllast á ný. Vilhjálmur og Jón Ingvarssynir hjá Isbirninum sögðu, er Morgun- blaðið hafði samband við þá, að eftir að lokið hefði verið við að bræða allt hráefnið í skipinu, hefði tækifærið verið notað til að hreinsa vélar verksmiðjunnar. Þeir sögðu, að skipið hefði verið búið að taka á móti 57 þús. lestum af loðnu og út úr þvi magni hefðu fengist á milli 7 og 8 þúsund tonn af mjöli og nokkuð á þriðja þús- und tonn af lýsi. Afskipanir hefðu verið nokkuð örar og hefðu gengið vel. — Hvað nýtinguna snerti sögðu þeir, að hún væri eins og bezt bekktist hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.