Morgunblaðið - 20.03.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975
3
Næsti fundur
á föstudag
SAMNINGAFUNDUR, sem hófst
í gær klukkan 14, stóö til klukkan
17.30 og var þá ákveðió að næsti
fundur yrði á föstudag. Ekkert
markvert mun hafa gerzt á fund-
inum. Að loknum fundinum var
síðan baknefnd ASÍ kvödd saman
til fundar. Að sögn Björns Jóns-
sonar, forseta ASl, urðu engin
straumhvörf í samningamálunum
á þessum fundum.
Samninganefndir aðila munu
ætla að nota daginn í dag til þess
að kynna sér frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um ráðstafanir í
efnahagsmáium.
Eiffel-
turninn úr
eldspýtum
Á myndinni hér til hægri er
Jón Kristinn Guðjónsson með
lfkan af Eiffelturninum í
Parfs. Líkanið hefur Jón gert
úr eldspýtum og tók „smíðin“
nærri tvö ár, að því er Jón
tjáði okkur. Hann segist ekki
hafa haft aðra fyrirmynd en
mynd af turninum á plötuum-
slagi.
Jón er 16 ára nemandi f
fjórða bekk Vörðuskóla og
hyggur hann á nám í útvarps-
tækni að loknu gagnfræða-
prófi.
100 konur mótmæla breyttu
fóstureyðingarfrumvarpi
EITT hundrað konur hafa ritað
alþingi bréf þar sem mótmælt er
breytingum á fósturlagafrum-
varpi því, sem lagt var fyrir AI-
þingi árið 1973. Forseta samein-
aðs alþingis hefur verið sent bréf-
ið, svo og öllum alþingismönnum.
Þær, sem gengust fyrir undir-
skriftasöfnuninni, voru Bergljót
Halldórsdóttir, Erna Ragnarsdótt-
ir, Guðrún Kristinsdóttir, Hlédis
Guðmundsdóttir, Sigrún Július-
dóttir og Valborg Bentsdóttir, og
héldu þær fund með fréttamönn-
um í gær. Þar kom fram að enda
þótt hér sé mótmælt öllum þeim
breytingum, sem frumvarpið hef-
ur tekið frá því að það var lagt
fram á Alþingi, þá er sérstök
áherzla lögð á andstöðu gegn því
vantrausti, sem konurnar telja að
konum sé sýnt með því að fella
niður ákvæði um að fóstureyðing
skuli heimiluð að ósk konu. Þær
vildu leggja áherzlu á það, að hér
væri ekki um það að ræóa hvort
fóstureyðingar skyldu leyfðar eða
ekki, heldur hvaða aðili það væri,
sem ætti aó taka ákvörðunina í
hverju tilviki, og bentu á það, að
HALLDÖK Guðbjartsson, við-
skiptafræðingur og starfsmaður
bankaeftirlits Seðlabankans, hef-
ur nú verið ráðinn útibústjóri Ut-
vegsbanka lslands ! Vestmanna-
eyjum. Nokkur tími er liðinn síð-
an þessi staða var fyrst auglýst.
Jónas Rafnar, bankastjóri Ut-
vegsbankans, sagði þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann, að upphaflega hefði þessi
staða verið auglýst í öllum
bönkunum samtimis, samkvæmt
reglugerð, sem bankarnir eru
aðilar að. Þetta hafði ekki áhrif
og enginn sótti um starfið.
Nokkrir menn höfðu þó áhuga á
þessu starfi, en gátu ekki farið til
föstureyðingar hefðu verið leyfð-
ar með lögum hér á landi s.l. 40
ár.
Á fundinum kom fram að undir
skriftasöfnunin tók þrjá daga, og
var leitazt við að fá konur úr sem
flestum starfsstéttum til að ljá
rnálinu stuðning.
Hér fer á eftir bréfió, sem Al-
þingi var sent í fyrradag:
„Við undirritaðar mótmælum
breytingum, sem fram hafa komið
við endurskoðun frumvarps til
laga frá 1973 um ráógjöf og
fræðslu varðandi kynlíf og barn-
eignir, og um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Sérstaklega
lýsum við yfir andstöðu okkar
gegn því vantrausti, sem konum
er sýnt með því að fella niður 9.
grein frumvarpsins, þar sem
kveðið er á um, að fóstureyðing
skuli heimiluð, ef kona æskir
þess, sé aðgerðin framkvæmd fyr-
ir lok 12. viku meðgöngu og engar
læknisfræóilegar ástæður mæla
gegn því. Við krefjumst þess, að
sjálfsákvörðunarréttur kvenna
verði virtur og skorum á hæstvirt
Eyja af fjölskylduástæðum. Eftir
það var starfið auglýst i blöðun-
um og nfl hefur Halldór Guð-
bjarnason verið ráðinn í það eins
og fyrr segir.
Jónas sagði að hér væri um að
ræða erfitt starf, ekki sizt eftir
atburðina i Vestmannaeyjum.
— Þá höfðum við samband við
Hannes Pálsson formann Sam-
bands íslenzka bankamanna og
spurðum hann hvort eiginkonur
þeirra manna sem fyrst höfðu
áhuga á þessu starfi hefðu neitað
að fara með mönnum sínum til
Vestmannaeyja. Hannes vildi
ekki svara þessari spurningu
beint, en bar ekki á móti þvi að
eitthvað væri til í henni.
Alþingi að taka upp og samþykkja
óbreytt efni 9. greinarinnar.
Anna Kristjánsdóttir, mennta-
skólakennari. — Ásdís Skúla-
dóttir, leikari. — Ása Þ. Ottesen,
félagsmálafulltrúi. — Ása
Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarkona.
— Ásta Hallgrfmsdóttir, lækna-
ritari. — Agla Marta Marteins-
dóttir, húsmóðir. — Adda Bára
Sigfúsdóttir, veðurfræðingur. —
Anna Sigurðardóttir, c/o Kvenna-
sögusafn tslands. — Anna Skúla-
dóttir, fóstra. — Álfheiður Ólafs-
dóttir, hjúkrunarkona. —
Astríður Karlsdóttir Tynes,
heilsuverndarhjúkrunarkona. —
Ásta Björt Thoroddsen, tann-
læknir. — Auður Þorbergsdóttir,
borgardómari. — Asdfs Þórhalls-
dóttir, húsmóðir. — Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, verkakona. —
Björg Sveinbjörnsdóttir, aflesari.
— Bergþóra Gisladöttir, sér-
kennari. — Björg Einarsdóttir,
skrifstofumaður. — Bergljót
Halldórsdóttir, meinatæknir. —
Ellen Júlíusdóttir, félagsráðgjafi.
— Eva J. Júlíusdóttir, sálfræð-
ingur. — Edda Svavarsdóttir,
bankamaður. — Erna
Þorleifsdóttir, læknaritari. —
Edda Völva Eirfksdóttir, hár-
greiðslumaður. — Elísabet
Þorsteinsdóttir, meinatæknir. —
Eygló Halla Ingvarsdóttir,
húsmóðir. — Erna Ragnarsdóttir,
innanhússarkitekt. — Guðbjörg
Þórðardóttir, félagsmálafulltrúi.
— Guðrún Svava Svavarsdóttir,
myndlistarmaður. — Guðrfður Þ.
Schröder, yfirhjúkrunarkona. —
Guðlaug Konráðsdóttir, meina-
tæknir. — Guðrún Helgadóttir,
deildarstjóri. — Guðmunda
Helgadóttir, formaður Sóknar. —
Guðrún Gísladóttir, bókasafns-
fræðingur. — Guðrún Jónsdóttir,
félagsráðgjafi. — Guðrún
Kristinsdóttir, félagsráðgjafi. —
Guðrún Hallgrímsdóttir, verk-
fræðingur. — Guðrún Erlends-
dóttir, hrl. — Guðný Daníels-
dóttir, læknir. — Helga Jóns-
dóttir, leikari. — Heba Júlfus-
dóttir, þýðandi. —Helga Eysteins-
Framhald á bls. 18
Nýr útibússtjóri Útvegs-
bankans í Vestmannaeyjum
ERLENDAR FRETTIR
CIA komst yfir
sovézkan kaf-
bát á hafsbotni
Washington, 19. marz — AP.
MIKE Mansfield, leiðtogi
demókrata í öldungadeild
Bandaríkjaþings, staðfesti í
dag blaðafregnir f gær og dag
um að bandaríska leyniþjónust-
an CIA í samvinnu við fyrir-
tæki auðmannsins Howard
Hughes hefði f fyrrasumar
bjargað af hafsbotni hluta af
sovézkum kjarnorkukafbáti,
sem sprakk og sökk á Kyrra-
hafi, norðvestur af Hawaii árið
1968. Sagði Mansfield að kaf-
báturinn væri gamall og
hernaðarlegt gildi hans lftið,
en hins vegar „kynnu innan-
stokksmunir hans að vera
mikilvægir". Onefndir banda-
rfskir embættismenn sögðu f
dag að tilgangurinn með
þessari björgu.i hefði verið að
komast að sovézkum dulmáls-
tyklum, en hvorki þeir né eld-
flaugar hefðu fundizt.
Við björgunina fundust lík 70
sovézkra yfirmanna og sjó-
manna, en hún fór fram á um
17.000 feta dýpi. Mansfield öld-
ungadeildarþingmaður kvaðst
fullviss um að mál þetta yrði
rannsakað af þingnefnd, en
engin viðbrögð höfðu borizt frá
Hvíta húsinu, CIA eða
sovézkum stjórnvöldum.
Þotusamningur -
hlutleysisbrot ?
Stokkhólmi,
19. marz — Reuter.
SKYRT var frá því í sænska
sjónvarpinu í gærkvöldi, að
Eric Holmqvist, varnarmálaráð-
herra Svíþjóðar, hafi ábyrgzt
að fjögur aðildarlönd Atlants-
hafsbandalagsins sem ihuga
kaup á sænsku Viggenherflug-
vélinni muni fá alla nauðsyn-
lega varahluti i vélarnar á
stríðstímum. Hafi þessi trygg-
ing komið fram í leynibréfi ráð-
herrans til landanna fjögurra,
Noregs, Danmerkur, Hollands
og Belgíu. I viðtali sem fylgdi í
kjölfar þessarar fréttar neitaði
Holmqvist að ríkisstjórnin hafi
veitt tryggingu sem bryti i bága
við hlutleysisstefnu Svíþjóðar,
en kvað núgildandi reglur veita
ríkisstjórninni heimild til að
gera slíkar skuldbindingar.
Hann skýrði það ekki nánar.
Líklegra er talið að löndin fjög-
ur festi kaup á annað hvort
bandarísku YP'-16-vélunum eða
frönskum Mirage-þotum, er bú-
izt er við að um 350 vélar verði
keyptar að upphæð um 2000
milljón dollara.
Glistrup sleppur
Kaupmannahöfn,
19. marz — NTB.
MOGENS Glistrup, leiðtogi
Framfaraflokksins, komst hjá
þvi að verða handtekinn fyrir
að vera fjarverandi við réttar-
höldin í skattsvikamáli hans í
Kaupmannahöfn í dag. Verj-
andi hans sagði að ástæðan
fyrir fjarvist Glistrups væri sú
að mikilvæg mál væru til um-
fjöllunar fyrir þingnefnd sem
hann á sæti í. Rétturinn tók
þessa skýringu gilda, en undir-
strikaði að i framtíðinni yrðu
aðeins óvenjulegar kringum-
stæður teknar gildar sem fjar-
vistarástæða. Glistrup sagði síð-
ar í dag, að hann tæki næstu
dagsetningu réttarhaldsins til
greina, þ.e. 7. apríl, en mæting
hans væri komin undir dagskrá
þjóðþingsins.
820 breyt-
ingartillögur!
Kaupmannahöfn 19. marz.
Frá fréttaritara Mbl.
Jörgen Harboe:
DANSKA þjóðþingið á í vænd-
um mikla erfiðisvinnu er um-
ræður um fjárlögin fyrir
1975—1976 hefjast á morgun,
fimmtudag. Samtals 820 breyt-
ingartillögur hafa verið gerðar
við fjárlagafrumvarpið, sem
upphaflega var lagt fram af
fyrrverandi ríkisstjórn Hartl-
ings. Flestar breytingartillög-
urnar eru gerðar af Framfara-
flokki Glistrups, en núverandi
jafnaðarmannastjórn á einnig
nokkur hundruð. Talið er að
eingöngu atkvæðagreiðslurnar
um tillögurnar 820 muni taka
átta klst. 1 kvöld var talið ólík-
tegt að rikisstjórnin fengi
meirihluta fyrir niðurskuröi
áætlaðra sparnaðartillagna,
sem einkum bitna á félagsmál-
um, þótt nægilegt fylgi fáist
hins vegar fyrir aðgerðir
hennar gegn atvinnuleysi.
Grænlendingar mót-
mæla nýlendukúgun
Kaupmannahöfn 19. marz
Frá fréttaritara Morgun-
blaðsins Jörgen Harboe:
RUMLEGA 150 Grænlend-
ingar, nokkrir Danir og einn
Færeyingur mótmæltu í dag við
danska þinghúsið og lögðu und-
ir sig Grænlandsmálaráðuneyt-
ið til að lýsa vanþóknun sinni á
ákvörðun þingnefndar um að
leyfa 21 alþjóðlegu olíufélagi
olíuborun undan Grænlands-
ströndum. Kölluðu Grænlend-
ingarnir ráðuneytið „nýlendu-
málaráóuneytið" og kröfðust
þess að Grænlendingar fengju
sjálfir að ákveða um þetta mál.
Endanleg ákvörðun verður
ekki tekin um þetta fyrr en
eftir umræður á þjóðþinginu í
apríl.