Morgunblaðið - 20.03.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975
„Stórkostlegt „1 tieat” í 1 sessu”
0 \ 1 • . ’ - , «; A æfingu Pólýfónkórsins á Messíasi ° o
Messías
— fyrr og nú
Hándel samdi Messíasar-
óratóríu sína árið 1741. Á
þeim tíma voru fjölmennir
kórar óþekktir. Við frumflutn-
ing verksins í Dyflinni voru í
kórnum aðeins sex drengir
og fj'órtán karlar, auk þess
sem strengjasveit, tveir
trompetleikarar og tvær
trumbur voru með í spilinu.
Há'ndel sat sjálfur við orgelið,
lék á það og stjórnaði úr sæti
sínu. Það eru þvi harla miklar
breytingar, sem flutningur
verksins hefur tekið frá því
að það var flutt fyrst.
Stundum hefur því verið
haldið fram, að Hándel hafi
samið Messías sem kammer-
verk, og hefur þá verið vitn-
að til þess hvernig frumflutn-
ingurinn fór fram. Þetta er þó
ósennilegt, þar sem Hándel
var einmitt maður stórbrot-
inn eins og verk hans bera
vitni um, og margar sögur
hafa verið sagðar af tilraun-
um hans til að fjölga í kórum
og hljómsveitum, sem fluttu
verk hans. Hándel auðnaðist
aldrei að heyra verk sín sung-
in nema af nokkrum kór-
drengjum og karlaröddum,
en flestir munu nú vera á
einu máli um að sú hefð,
sem skapazt hefur í flutningi
þeirra, hefði verið Hándel að
skapi.
— 0 —
Eins og fram kemur i viðtölum hér
á eftir taka um 200 manns þátt í
flutningi Pólýfénkórsins á
Messiasi nú um bænadagana und-
ir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
Par af telur kórinn um 150, en
auk þess taka einsöngvarar og
kammersveit undir stjórn Guðnýj-
ar Guðmundsdóttur þátt í flutn-
ingnum. — Á.R.
Á æfingu Pólýfónkórsins í Vogaskóla.
1 1 ll
l |
f
Formaður Pólýfónkórsins er Friðrik
Eiríksson, yfirbriti hjá íslenzkum
aðalverktökum.
— í hverju er formannshlutverkið
fólgið, Friðrik?
— Formaðurinn er hálfgerður
rekstrarstjóri, sér um alls konar
framkvæmdir, sem eru óhjákvæmi-
legar í sambandi við þetta. Við höf-
um sjö manna stjórn, fjáröflunar
nefnd og skemmtinefnd, svo að það
er í ýmsu að snúast. Stjórn kórsins
sér jafnframt um rekstur kórskóla
Pólýfónkórsins
— Hvað eru margir nemendur í
skólanum?
— Þeir hafa yfirleitt verið í kríng-
um eitt hundrað á hverjum vetri. Við
skiptum þessu niður í tvö námskeið
á vetri. í kórskóianum fer m.a. fram
raddþjálfun og kennsla í nótnalestri
og hver sem er á aðgang að skólan
um. Þetta er ómetanlegt fyrir þá,
sem áhuga hafa á að læra að syngja.
Svo kemur alltaf álitlegur hópur úr
kórskólanum í Pólýfónkórinn,
þannig að starfsemi skólans er mikil-
væg fyrir kórinn.
— Verðið þið vör við að áhugi
ungs fólks hafi aukizt á tónlist?
— Já, alveg tvímælalaust. En það
er ekki bara unga fólkið, sem er að
fá meiri áhuga, almennar undirtektir
hafa breytzt ákaflega mikið á síðustu
árum.
Sveinn Rögnvaldsson er eftir-
litsmaður við byggingu Sigöldu-
virkjunar. Hann hefur verið í kórnum
í 11 ár. Hann söng með Bach-
kórnum í Múnchen undir stjórn Karls
Richter í tæp tvö ár.
— Hvernig stóð á því að þú fórst
að syngja í þessum annálaða kór?
— Ég fór upphaflega út til að læra
þýzku og ætlaði að vera i nokkra
mánuði. Þá bauðst mér að syngja
með Bach-kórnum, og auðvitað
stóðst ég það ekki. Ég fékk mér svo
vinnu í Múnchen og var þar í tæp tvö
ár.
— Nú hefur þú samanburð á
þessum mikla kór annars vegar og
Pólýfónkórnum hins vegar?
— Já, auðvitað er munurinn óum-
deilanlegur. í Múnchen er aðstaðan
svo gerólík því, sem hér er, — þar er
alltaf hægt að ganga að þjálfuðu
fólki, en hér er allt starf unnið frá
grunni. Ingólfur vinnur ótrúlegt
starf, — það sér maður bezt eftir að
hafa verið annars staðar. Pólýfón-
kórinn er alltaf að breytast, og eigin-
lega er þetta nýr kór, sem syngur á
hverjur ári.
Berglind Bjarnadóttir og
Margrét Pálmadóttir eru báðar
í menntadeild Flensborgarskóla. Vi8
báðum þær að segja okkur af fyrri
kynnum sinum af tónlist.
— Við byrjuðum að syngja f Kór
Öldutúnsskóla hjá Agli Friðleifssyni
og fórum svo að læra söng hjá Elisa-
betu Erlingsdóttur. Svo syngjum við
í kirkjukórnum í Hafnarfirði og erum
þar að auki i Þjóðleikhúskórnum,
segir Berglind.
— Svo fór ég i Pólýfónkórinn og
fannst svo ofsalega gaman, að ég
doblaði Berglind og þrjár aðrar vin-
konur minar með mér, segir
Margrét.
— Hvernig hafið þið tima til að
sinna þessu öllu með skólanum?
— Það er nú kannski bezt að
segja sem minnst um það, en við
erum ákveðnar í þvi að leggja söng-
inn fyrir okkur og ætlum báðar út til
framhaldsnáms í söng þegar við
erum búnar að taka stúdentspróf Við
ætlum nefnilega að verða óperu-
söngkonur, segja vinkonurnar.
Ingólfur Steinsson les sagn-
fræði og bókmenntasögu i Háskóla
Islands. Hann er nýliði i Pólýfón-
kórnum og hefur ekki komið fram á
tónleikum með honum áður.
— Hefurðu verið i kór áður?
— Já, ég var i stúdentakórnum
sáluga og ég var einn af 24 MA-
félögum þegar ég var i Menntaskól-
anum á Akureyri. Ég fór i kórinn af
þvi að það vantaði karlaraddir. Það
er erfitt að byrja i svona kór án þess
að hafa lært að syngja áður, og það
er ólikt að syngja i Pólýfónkórnum
og þeim kórum, sem ég hef verið i
áður.
— Sumir telja þá tónlist, sem hér
er til meðferðar, þunga og litt við
hæfi unga fólksins nú til dags. Hvað
segir þú um það?
— Það er mesti misskilningur.
Auðvitað er hér um háþróaða tónlist
að ræða, en það er nefnilega alveg
stórkostlegt „beat" i þessu.
Ásta Thorstensen hefur verið í
kórnum frá þvi árið 1959. Auk þess
að syngja með kórnum þjálfar hún
alt-röddina. en hún lærði söng hjá
Göggu Lund og var auk þess við
söngnám i Utrecht i Hollandi. Hún er
batnakennari og húsmóðir, en maður
hénnar er Gunnar Reynir Sveinsson
tónskáld.
— Hvernig kemstu yfir þetta allt,
Ásta?
— Ég er nú eiginlega að þessu
mér til heilsubótar. Það er nefnilega
svo hollt að syngja, að maður þreyt-
ist ekki á því. Svo hef ég lika lært
svo mikið á þvi að vera i Pólýfón-
kórnum, og þetta er góður skóli fyrir
hvern sem er. Hér er líka rikjandi
mjög góður andi. Fólkið er á öllum
aldri, en það á sér allt sama áhuga-
málið, sönginn. Auðvitað fer mikill
timi i æfingar og til þess að geta
stundað þær, þarf maður að eiga
góða að heima fyrir, og ég er einmitt
svo heppin, segir Ásta að lokum.
Stefán Eggertsson læknanemi
hefur sungið með kórnum s.l. fjögur
ár.
— Hefur þú haft önnur afskipti af
tónlist, Stefán?
— Já. ég syng í skólakórnum og
svo var ég i poppinu — söng með
popphljómsveit í fjögur ár. Ég fór i
kórskóla Pólýfónkórsins og þannig
atvikaðist það að ég fór að syngja i
kórnum. Pólýfónkórinn hefur breytzt
geysilega á þeim árum, sem ég hef
Framhald á bls. 18
Kristinn, Stefán, Sveinn, Ingólfur, Margrét, Berglind, Helga og Ásta.
„Gel ekki hugsað mér betra sálufélag ...”
— segir Ingólfur Guðbrandsson
Ingólfur Guðbrandsson er stjórn-
andi Pólýfónkórsíns og stofnaði
hann fyrir 1 8 árum. Á þessum tíma
hefur kórinn tekið miklum breyting-
um í upphafi voru kórfélagar um
40. en þeím fjölgaði brátt og voru
lengí 80—90 Hingað til hefur flest
verið i kórnum 110 manns, en nú
eru þeir fleiri en nokkru sinni áður,
eða um 1 50.
Fyrsta stóra kórverk Pólýfónkórs-
ins var Jólaóratóría Bachs, sem flutt
var árið 1964 Á 10 ára afmælí
sínu, árið 1967, flutti kórinn svo
Jóhannesarpassiuna eftir Bach, og
síðan hefur kórinn flutt eitt stórverk
á ári Þannig hefur starfsemi Pólý-
fónkórsins orðið regiulegur þáttur i
tónlistarlifi i Reykjavik
Framan af flutti kórinn tónlist án
undirleiks, en siðan farið var að
flytja hin stærri kórverk, hefur
Kammerhljómsveit tekið þátt í
flutningnum. Flestir hljóðfaera-
leikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveit
íslands, en einnig hafa hljóðfæra-
leikarar verið fengnir erlqndis frá,
svo og einsöngvarar
Við áttum tal við Ingólf
Guðbrandsson og spurðum hann
fyrst, hvorí ekki væri erfitt að stjórna
svo stórum kór, sem Pólýfónkórinn
er orðinn, og hvort tíð mannaskipti í
kórnum hlytu ekki að há starfinu að
verulegu leyti
— Það er ekkert erfitt að
stjórna kórnum, þegar búið er að
ná fólkinu saman á einn stað.
segir Ingólfur. Hins vegar er því
ekki að neita, að þegar mikið er af
nýliðum, þá hlýtur þjálfun þeirra
að taka sinn tíma og fólkið i kórn-
um er vitaskuld misjafnlega á vegi
statt hvað söngkunnáttu og þjálf-
un snertir, en mér finnst þetta
ekki hafa komið niður á endanleg-
um árangri. Þarna kemur auðvitað
til, að við höfum haft prýðilegum
söngkennurum á að skipa, áhugi
kórfélaga og allra þeirra, sem hlut
eiga að máli, er mikill, og það er
ekki spurt um timann, sem fer i
þetta, heldur hvernig hægt sé að
ná beztum árangri.
— Nú hefur þú lagt á þig geysi-
lega vinnu við þetta starf árum
saman, auk þess sem þú hefur
sjálfur lagt fram mikið fé, til að
hægt væri að flytja þessi verk.
Hvert er endurgjaldið?
— Ég hef alla tið unnið mitt
verk endurgjaldslaust eins og
raunar kórfélagar allir, auk þess
sem ég hef haft beinan kostnað af
flutningnum. Ég er satt að segja
orðinn ákaflega hvekktur á því
tómlæti, sem þessari starfsemi er
sýnt, én þegar þú spyrð um endur-
gjaldið, þá er þvi fljótsvarað. Ég
fæ það, sem aldrei verður metið til
fjár, — þetta veitir manni þá full-
nægju og ánægju, sem ekki er að
finna annars staðar, og ég get
ekki hugsað mér betra sálufélag
en þeirra Bachs og Hándels. Auk
Framhald á bls. 18