Morgunblaðið - 20.03.1975, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975
Nemendur Menntaskólans I
Reykjavík ganga til kosninga á
morgun og kjósa ( hin ýmsu
embætti I félagsmálum. Kosn-
ingabaráttan hefur nálgast
hámark undanfarna daga og
henni lýkur f kvöld með sam-
eiginlegum framboðsfundi
allra frambjóðendanna.
Eitt þeirra embætta, sem kos-
ið verður i, er embætti hringj-
arans, en á latínu, sem er hið
óopinbera mál í félagsstarfi
nemenda, heitir embættið
„Inspector Platearum". Hringj-
arinn sér um að hringja inn og
út allar kennslustundir og er
því mikilvægt, að i embættið
veljist hinn hæfasti maður. Þá
er það einnig verkefni hringj-
arans að stjórna gangaslag, en
það gerist 1—2 sinnum á vetri,
að yngri nemendur skólans
reyna að hindra hringjarann í
því starfi að hringja inn
kennslustund og hlýzt þá af
hinn harðasti slagur, ganga-
slagur.
Embætti hringjarans er eftir
sótt og beita menn öllum vopn-
um til að komast i það, ekki sízt
kímninni, eins og viðtalið sýnir:
Slagsiðan gerist, aldrei þessu
vant, hlutdræg, er hún birtir nú
viðtal við annan tveggja fram-
bjóðenda í hringjaraembættið i
M.R. Spurningin er þó, hvor
frambjóðandinn muni græða
meira á þessu viðtali, sá, sem
rætt er við, eða hinn, sem ekki
er afhjúpaður hér!
Helgi Arnason, nemandi í
fimmta bekk R i náttúrufræði-
deild, ákvað fyrir ári síðan að
gefa kost á sér í hringjara-
Helgi Arnason heldur til atkvæðasmölunar.
Mannrán um miðjan
dag í menntaskóla
embættið og allt síðastliðið ár
hefur undirbúningurinn verið í
fullum gangi. Helgi kom í heím-
sókn til Slagsíðunnar á dögun-
um við fimmta mann og sagði
undan og ofan af sér og sínum
högum og málefnum.
— Hvert er helzta baráttumál
þitt í þessum kosningum?
„Ómur klukkunnar er mikil-
vægasta atriðið — það er ekki
sama hvernig hringt er. Einnig
legg ég áherzlu á greinargott
bókhald um hringingar, svo
sem hversu oft sé hringt,
hvenær, hve lengi í einu, hver
sé tíðni hljómsins o.s.frv.
Reiknað verði út meðaltal
hvers dags, hverrar viku, hvers
mánaðar — og eftir árið ættu
að liggja fyrir sæmilegustu
upplýsingar um starfið. Þetta
krefst þó að sjálfsögðu skrif-
finnsku og þar með skrifstofu,
skrifstofustúlku og annarra
fylgihluta. Rektorsritari hefði
að sjálfsögðu verið kjörinn í
starfió, en rektor er helzt til of
fastheldinn á stúlkuna!"
Og nú taka félagar Helga
orðið af honum:
„Til þess að lengja frímin-
úturnar — hafa ber í huga að
Helgi er lágur í loftinu og lítur
því ekki niður á alþýðu manna
heldur upp til hennar — ætlum
við að ieggja Helga tij stiga í
hvert sinn, sem hann hringir
út, en taka stigann burt, áður
en Helgi hringir inn. Þetta
verður til hagsbóta fyrir nem-
endur — og raunar kennara
líka, því að þá gera þeir setió
lengur á kennarastofunni,
drukkið kaffi og reykt!“
Helgi lætur sig ekki og tekur
orðið af félögum sínum:
„Ég leggmiklaáherzlu ágóða
skipulagningu gangaslags. Ég
vil í því sambandi benda á starf
Baader-Trudhoff-samtakanna
(kennd við Þrúðvang, eitt
kennsluhúsa M.R.). A dögun-
um var ætlunin að efna til
gangaslags og átti fráfarandi
hringjari að sjálfsögðu að
stjórna slagnum. En í síðasta
tíma á undan slagnum sendum
við stúlku að stofunni, þar sem
hann var í tíma, og létum hana
bera honum þau skilaboð, að
hann ætti að koma og tala við
húsvörðinn. Hringjarinn átti
sér einskis ills von, en við sát-
um fyrir honum á gangi, hand-
tókum hann og færðum út í
bifreið og ókum með hann út i
Skerjafjörð. Þar var honum
sleppt, fjarri öllum strætis-
vagnabiðstöðvum, enda kom
hann ekki í skólann fyrr en
Iöngu eftir að slagnum lauk.
Við höfðum raunar verió að
hugleiða að krefjast Jausnar-
gjalds fyrir hann, en sáum fram
á að við fengjum ekki einu
sinni fyrir bensínkostnaði með
horn í sp.a«nwh
Strax hafa Slagsfðunni borizt
nokkur viðbrögð frá lesendum
sfnum við ádeilu Finns Páls s.l.
fimmtudag á efni sfðunnar f
vetur. Hér er eitt ágætt frá
Paur Paufa:
0 ..Kæra Slagsfða, Finnur Páls
og aðrir!
Cg vil samþykkja orð popp-
áhugamannsins um lftið
skemmtunargildi „unglinga-
vandamálsskrifanna", og þá
sérstakiega hversu margar
greinarnar voru. Nóg um það.
Ég get hins vegar ekki komið
auga á gildi þess, að fá í blaðið
flennistórar myndir af skæl-
brosandi söngfuglum ein-
hverra hljómsveita. Ég alla-
vega læt mér nægja að horfa á
þá á hinum ýmsu samkomum.
Ekki tel ég hcldur prentverðar
upplýsingar um hvað þessir
hljómsveitarkappar heita, hver
syngur, hver leikur á eitt hljóð-
færi og hver á annað, og þó
allra sízt hvað sá frómi náungi
heitir sem rótar f öllu raf-
magnsdraslinu.
Svo ég hoppi úr einu f annað,
þá vildi ég segja þetta: Ef þið
ætlið að byrja á að skrifa eitt og
annað um plötur þá verið ekki
að sletta fram neinum sleggju-
dómum, eins og t.d. um hvort
plata sé frábær, góð, sæmileg,
bærileg eða léleg, því að
hvaða gagni kæmi t.d. dómur-
inn „frábær" um rtýja plötu
hljómsveitarinnar Weather Re-
port fyrir aðdáendur HúIIum-
hæ-hljómlistar. Hafið dómana
stutta, segið hvaða stefnu
hljómsveitin fylgir, hvort hún
standist samanburð við aðrar
hljómsveitir, hvaða hljóðfæri
séu brúkuð, hvort þau séu raf-
mögnuð, og fleira eftir þessari
línu.
Lofsverð eru skrifin um
menntaskólablöðin, nú á
blómatíma sérhagsmunamanna
og stórskemmtilegt væri ef
meira væri um skáldskaparmál
hér á sfðunni, því margt ungt
fólk reynir að vera bókmennta-
lega sinnað í dag. (t.d. Finnur
Páls og ég).
Ég tek mér bessaleyfi og
skrifa
Fyrir hönd stóra minnihlutans:
Paur Paufi.
P.S. Hér hafa aldrei verið
neinir plötudómar. Getur verið
að þið hafið ekki hið minnsta
vit á tónlist?“
0 Takk fyrir herra Paufi. Um
vit eða vitleysu Slagsfðunnar á
tónlist og plötugagnrýni má
lesa að einhverju leyti f grein
s.l. sunnudag. Annars eru hug-
myndir Paufa um eins konar
„vörulýsingar" í stað beinna
dóma allrar athygli verðar, þótt
ekki verði Slagsíðan vettvangur
slíks. Að öðru leyti er þetta
uppbyggilegt bréf, og Slagsfðan
óskar eindregið eftir því að
fleiri lesendur láti f sér heyra
varðandi efnisval Slagsfðunnar
undanfarið.
því móti og hættu þvi við þær
kröfur.“
Félagar Helga hafa setið
spenntir og beðið eftir hiki í
frásögn hans og um leið og
hann dregur andann, ryðjast
þeir fram með nokkrum látum:
„Við viljum benda á þá helgi,
sem hvílir yfir Helga-nafninu i
þessu starfi, þvi að fráfarandi
hringjari heitir einnig Helgi.
Við teldum það því helgispjöll,
ef Helgi yrði ekki kjörinn.
Kjörorð okkar er raunar: Frið-
helgi — Mannhelgi — Helgi.
Hins vegar höfum við ekki svo
miklar áhyggjur af úrslitum
kosninganna, stærsta vanda-
málið var skortur á mótfram-
bjóðendum. Þeir þrir, sem helzt
voru orðaðir við framboð, hafa
á undarlegan hátt dottið úr
leik: Beinbrotnað, horfið úr
skóla eða lamazt. Við vissum þó
um einn, sem var líklegur í
framboð, en hann óttaðist mjög,
að örlög hans yrðu svipuð og
hinna."
Þetta mál hefur þó leystst,
því að frambjóðandi fékkst
gegn Helga. Hins vegar eru
sigurlíkur Helga sterkari en
áður vegna þess stuðnings, sem
„Smá’ndavinafélagið" hefur
veitt honum. — „Smá’ndavina-
félagið" er stytting úr Smá-
hundavinafélagið. Helgi fjöl-
mennti nefnilega á barnaleik-
völl á dögunum, söng fyrir
börnin, sagði þeim þýzk ævin-
týri, gaf þeim sleikibrjóstsykur
og hollráð til framtíðarinnar og
hlaut að launum stuðning
Hulunni
svipt af
Helga
Ámasgni
og félögum
félagsins í kosningabaráttunni!
Loksins, þegar Slagsíðan
komst að, spurði hún, hvort
Helga og félögum þætti ekki
ósanngjarnt, að einungis 800 Is-
lendingar, þ.e. nemendur M.R.,
nytu góðs af snilld Helga í
hringjarastarfi. Helgi var hugsi
um sinn, en opinberaði svo sín-
ar innstu og helgustu hugrenn-
ingar:
„Eg hef lengi átt mér þann
draum, að komið yrði á fót
embætti rikishringjara, sem
hefði það að starfi að reka
alþingismenn inn i þingsali á
réttum tíma. Einnig dreymir
mig um þann dag, er Islands-
klukkan verður hengd upp á ný
fyrir rikishringjarann. Þá fær
þjóðin að kynnast því hvað
stundvísi er!“
Þetta viðtal skrifast á
reikning — sh.
(Ljósm. Bowler Productions).
Gæðingurinn „Lýsingur“ (til hægri) og Helgi
Menntskœlingar
skemmta hjá Klúbb 32
Klúbb 32 gengst fyrir
skemmtun f Austurbæjarbíói á
laugardaginn kemur, þar sem
kynnt verður skemmtiefni af
árshátíðum og skólaskemmtun-
um menntaskólanna þriggja í
Reykjavfk, M.R., M.T. og M.H.
Meðal þess efnis, sem þarna
verður flutt, verður söngur
kvatetts, leikur hljómsveitar-
innar Melchior, leikþáttur úr
tslendingasögunum, einieikur
á pfanó í „ragtime“-stfl og
margt fleira. Hver skóli mun
annast um 40 mínútur dag-
skrárinnar og einnig mun
klúbburinn sjálfur koma með
efni, sem á að koma öllum á
óvart. Skemmtunin mun standa
f tvo og hálfan tíma og hefst því
strax upp úr hádegi á laugar-
dag, þ.e. kl. 13.30.
KHAttSWAH