Morgunblaðið - 20.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975 15 Tenging Djúpvegar við bjóðvegakerfi: Vetrarvegur um Breiðadalsheiði Halldór E. Sigurðsson (F), sam- gönguráðherra, svaraði nýverið fyrirspurn um lagningu vetrar- vegar um Breiðadalsheiði og tengingu Djúpvegar við þjóðvega- kerfi iandsins á þessa leið: Spurt er: 1. Hvenær má búast við niður- stöðum frá Vegagerð ríkisins um tilhögun framkvæmda og kostnaðaráætlun vegna lagningar vegar um Breiðadalsheiði, er tryggt gæti greiðar samgöngur að vetrarlagi milli byggðarlaga við Djúp og vestan heiðar? Tillaga að svari: Samkvæmt Vestfjarðaáætlun var áformað að á árunum 1965—68 yrðu gerð um 500 m löng jarðgöng í Breiðadalsheiði til þess að fá öruggari samgöngur milli byggðarlaga við Djúp og vestan heiðar. Jarðfræðilegar rannsóknir sýndu, að berglög lágu þannig miðað við legu jarðganga, að fara þyrfti gegnum mörg millilög. Til- raunaboranir og sprengingar við fyrirhugaða gangamunna leiddu í ljós, að bergið var svo feyskið og millilögin svo laus í sér, að ef gera hefði átt jarðgöng á þessum stað hefði þurft að fóðra þau jafnóðum og þau voru sprengd. Hefði það gert gangagerðina bæði seinlega og mjög dýra. Var því fallið frá þessari lausn a.m.k. í bili meðan leitað væri annarra úrræða, en vegurinn í kinnungunum beggja Nýir þingmenn Karl Sigurbergsson vegna breikkaður og hækkaður verulega. Lausnir, sem m.a. eru taldar koma til greina og athugaðar hafa verið, eru þessar: 1. Að grafa og sprengja klauf niður í háskarðið og nota efnið, sem úr henni kemur, í vegfylling- ar beggja vegna, byggja síðan þak yfir klaufina í hæfilegri hæð og fylla svo með jarðefni yfir. Má því segja, að hér sé einnig um göng að ræða, þótt öðruvísi sé fyrir komið en þeim sem áður voru ráðgerð. 2. Vegsvalir yfir veginn í kinnungunum annars vegar eða beggja vegna háskarðsins. Hér er um það að ræða að byggja yfir veginn, þar sem snjóþyngslin og hættan af snjóflóðum er mest. 3. Jarðgöng mun ofar en upphaf- lega var gert ráó fyrir með mikl- um fyllingum við gangamunnana. Er með þessari lausn stefnt að því að komast með göngin í þykkari berglög og velja stefnuna þannig, að ekki þurfi að fara í gegnum nema fá millilög. Allar þessar lausnir eru mjög dýrar og þarfnast nánari rann- sókna. Til þess að þær komi að gagni, ef til kemur, þarf að ganga úr skuggá um, hvort hægt sé með tiltækum ráðum að ryðja veginn neðan við efsta kaflann á háheið- inni. Standa nú yfir tilraunir á þessu sviði. Eftir illviðrakaflann í janúar var hafist handa við að ryðja veginn upp á heiðina ísa- fjarðarmegin með snjóblásara og er ætlunin að athuga, hvort halda megi honum opnum til vors, hvar þurfi að endurbæta hann o.s.frv. Eigi er ljóst, hvort þessar til- raunir þurfi að standa yfir i fleiri vetur. Jafnframt verður haldið áfram frekari athugun á þeim lausnum sem að ofan greinir og að því stefnt, að niðurstaða geti legið fyrir við endurskoóun vega- áætlunar 1976. Spurt er: 2. Hvaó liður rannsókn Vega- gerðarinnar á vegarstæði, er tengi Djúpveg við alþjóðavegakerfi landsins? Eftir að ákveðið var í vegaáætl- un 1972—75 að gera Djúpveg ak- færan á áætlunartímabilinu var farið að athuga, hvort endur- byggja ætti núverandi veg um Þorskafjarðarheiði eða leggja Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra. nýjan veg úr Djúpi um Kolla- fjarðarheiði. Hefur verið unnið að þessum athugunum undanfarin tvö ár. Lokið er við mælingu veglinu inn fyrir Þorskafjörð, út fyrir Hall- steinsnes, yfir og fyrir Djúpafjörð og Gufufjörð, fyrir Skálanes og um Kollafjörð. Einnig hafa verið mældar veglínur yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Á árunum 1968—69 var gerð dýptarmæling fyrir mynni Þorskafjarðar milli Reykjaness og Skálaness, eins og greint var frá i svari vió fyrir- spurn um það atriði á Alþingi á s.l. hausti. Lokið er mælingum á 13 km löngum kafla á Þorskafjarðar- heiði og merkingu með snjómæli- stikum á þeirri Ieið. Fylgst hefur verið með snjóa- lögum á Þorskafjarðarheiði og Kollafjarðarheiði undanfarin tvö ár og ráðgert að ljúka mælingu veglínu yfir báðar heiðarnar og setja niður snjómælistikur á þeim leiðum í ár. Einnig er áformað að gera svip- aða könnun á Ieið um Steingríms- fjarðarheiði niður í Steingríms- fjörð. Stefnt er að því, að saman- burður á kostnaði á þessum leið- um geti legið fyrir við endurskoð- un vegáætlunar árið 1976. Sverrir Hermannsson: SFV hasla sér völl með Alþýðubandalagi gegn járnblendifrumvarpinu Karvel Pálmason (SFV) lýsti því yfir í þingræðu í gær, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna hefðu tekið afstöðu gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um járnblendiverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði. Hafa samtökin því haslað sér völl við hlið Alþýðu- bandalagsins í afstöðu til málsins. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, itrekaði hinsvegar stuðning Alþýðuflokksins við frumvarpið, sem raunar hafði áður komið fram í afstöðu þingmar.na flokksins í efri deild Alþingis, þar sem stjórnarflokkarnir og Alþýðuflokkurinn stóðu sameiginlega að nefndaráliti og samþykkt frumvarpsins til neðri deildar. Fjölbrautarskóli á Norðurlandi vestra Ragnar Arnalds (K) flytur til- lögu til þingsályktunar, þess efnis að ríkisstjórnin undirbúi frum- varp um stofnun framhaldsskóla i Norðurlandi vestra með fjöl- brautasniói. Skólastarfið verði byggt upp i þremur stærstu þétt- býliskjörnum kjördæmisins: Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi. Efnisatriði tillögunnar eru eftirfarandi: Samræmt fjölbrautanám á Norðurlandi vestra með nauðsyn- legri verkaskiptingu milli skóla- staða miðist við eftirtalin megin- svið: I. Á tveimur skólastöðum sé starfrækt bóknámsbraut, á öðrum til tveggja ára og á hinum til fjögurra ára, er samsvari mennt- un til stúdentsprófs, og skiptist í nokkrar námsbrautir, eftir því sem aðstæóur leyfa, t.d. tungu- máladeild, raungreina- og náttúrufræðideild. II. Iðn- og tæknibraut skiptist milli skólastaða, eftir því sem hagkvæmast þykir, t.d. þannig að sjómennska, matvælatækni, vél- stjóranám og annað það iðn- og tækninám, sem tengdast er sigl- firsku atvinnulffi, hafi aðsetur þar, en flestir aðrir þættir iðn- fræðslunnar verði á Sauðárkróki, eins og þegar hefur verið ákveðið. III. Á einum skólastaðnum verði viðskipta- og verslunar- braut sem samsvari fjögurra ára námi, en á öðrum verði um að ræóa tveggja ára nám. IV. Á öllum skólastöðunum geti nemendur stundað bóknáms- þætti námsbrauta f heimilisfræð- um, hússtjórn og búfræði, en að öðru leyti fari námið fram í bún- aðar- og hússtjórnarskólum að Hólum í Hjaltadal, Löngumýri og á Blönduósi. Skal við það miðað, að þessar námsbrautir verði ekki lengur sem einangraðar blindgöt- ur f skólakerfinu, heldur verði séó til þess, að nemendur geti haldið námi áfram á framhalds- skólastiginu að þessum áfanga loknum. V. Námsbrautir á sviði lista skiptist milli skólastaðanna, eftir því sem aðstæður leyfa, og kemur þar einkum til greina tónmennt, myndlist og önnur handmennt. Vegna fámennis og margbreyti- leika námsins verði skólastarfið skipulagt í áfangakerfi, sem sam- eini námshópa úr ýmsum náms- brautum án tillits til hefðbund- innar bekkjaskiptingar og geri framkvæmanlegt að fá sér- menntaða kennara til að fara milli skólanna og standa fyrir námskeiðum. Um kostnað vió stofnun og rekstur fjölbrautaskóla á Norður- landi vestra skal fylgt þeim ákvæðum sem gilda um stofnun og rekstur menntaskóla, og greiðist kostnaðurinn úr rikis- sjóði, eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Skólaráð skal fara með stjórn fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra í samvinnu við skólastjóra og undir yfirstjórn menntamála- ráðuneytisins. Skólaráð skal skip- að eftir tilnefningu fræósluráós- ins á Norðurlandi vestra. Jafn- framt skulu nemendur árlega til- nefna fulltrúa f skólaráð. hlutanum án náttúruspjalla eða mengunar af neinu tagi. Bogi Þórðarson Tveir varaþingmenn hafa tekið sæti á Alþingi f fjarveru aóal- manna: Karl Sigurbergsson, skipstjóri í Keflavík, í fjarveru Gils Guð- myndssonar, sem 1. varaþingmað- ur Alþýðubandalagsins f Reykja- neskjördæmi. Bogi Þórðarson, forstjóri, Pat- reksfirði, í fjarveru Steingríms Hermannssonar, sem 2. varamað- ur Framsóknarflokksins í Vest- fjarðakjördæmi. Austurlandsvirkjun SVERRIRHermannsson(S)mælti nýverið fyrir tillögu til þings- ályktunar um orkuöflun og orku- sölu á Austurlandi. Ræða þing- mannsins var yfirgripsmikil og ítarleg en hér verða rakin efnis- atriði hennar í mjög styttu máli. Ræðumaður sagði að stefnan í orkumálum ætti að vera þríþætt: 1) að fullnægja sem allra fyrst innlendri eftirspurn eftir orku, sem bezt yrði gert með byggingu miðlungsvirkjana og smærri virkjana sem og samtengingu þeirra, 2) Samtenging orkuveitu- svæðanna í landinu, til miðlunar, öryggis og hagkvæmni og í 3) að beizla hina stærri, ónýttu virkjunarmöguleika, er hlytu að hluta til aó grundvallast á stór- iðju og þar með sölu á henni úr landi til erlendra aóila. Þá ræddi S.H. um Austurlands- virkjun en hún væri hugsuð í þremur áföngum og er sá fyrsti Fljótsdalsvirkjun, þar sem gert er ráð fyrir að stífla Jökulsá í Fljóts- dal við Eyrarbakkafoss, leiða í skurðum frá þeirri vatnsmiðlun i Gilsárvötn á Fljótsdalsheiði og þaðan í jarðgöngum niður til virkjunar, sem yrði staósett ná- lægt Valþjófstað í Fljótsdal. Þetta vatnsmagn er aðeins um 50 kúbikm en myndi nægja vegna hinnar miklu fallhæðar, nær 600 m, til þess að knýja 230 til 240 megavatta stöó. Síðari áfangarnir eru miklu stórtækari en samein- aðir skapa þeir girnilegasta stór- virkjunarmöguleika á landinu öllu. Það hefur spurzt, sagði ræðu- maóur, „að Svisslendingar hafi boðið ísl. stjórnvöldum að leggja fram fé, sem til þess þyrfti að rannsaka 1. áfanga Austurlands- virkjunar, Fljótsdalsvirkjunar- innar, óskuldbundið. Nauðsynlegt er að fá að vita, hvern veg þetta tilboð er. Sjálfir þurfum við að hafa alla yfirstjórn á rannsókn virkjana okkar, hvern veg að nýt- ingu orkunnar er staðið, en við megum ekki sitja af okkur kann- anir og hagkvæmnisrannsóknir, en skortur slíkra rannsókna hefur verið okkur fjötur um fót í ákvarðanatöku, mati á valkostum og virkjunarframkvæmdum. Siðan rakti ræðumaðuh rök- semdir fyrir því, að svo stórri virkjun, sem hér um ræddi, þyrfti að fylgja nýting orkunnar, stór- iðja, sem bezt yrði staðsett á Reyðarfirði. Þingsályktunin gengi m.a. út á það, að kannaðir yrðu allir möguleikar til slíkrar nýtingar: Orkukaupendur, nýt- ingarleióir og hvern veg hægt væri að koma upp stóriðju í lands- Sverrir Hermansson rakti síðan itarlega núverandi ásigkomulag raforkumála á Austurlandi. Hann ræddi málefni Grímsársvirkjunar og Lagarforssvirkjunar, sem og fyrirhugaða Bessastaðaárvirkjun, sem að sinu mati væri fljótfarn- asta og tiltækasta leiðin til að mæta vaxandi orkuþörf í fjórð- ungnum, samhliða samtengingu við Kröfluvirkjun til frekara öryggis. Hann sagði Fljótsdals- virkjun hafa verið kannaða á ár- unum 1969—1971, en úr þeim hefði dregið, er vinstri stjórnin settist að völdum og þeim að kalla hætt árið 1973. Þetta hefði verið mjög bagalegt út frá hagsmunum fjórðungsins og seinkað þeim nauðsynlegu rannsóknum, sem væru óhjákvæmilegur undanfari framkvæmda. Ræóumaður lauk máli sínu sem hér segir: Eg vík aftur að því, að aðeins með tvennu móti sýnist mér fljót- lega hægt að leysa hinn sára orku- skort sem ríkir á Austurlandi. Að- eins með tvennu móti, þ.e. sem við mundum auðvitað, forystu- menn í félagsmálum austur þar, taka langt fram yfir aðra kosti, þ.e. virkjun Bessastaðaárinnar, þar sem framleiðsla raforkunnar yrði innan héraðs, ef svo má að orði komast, en sýnist það ekki fært, þá á án tvímæla að leggja . Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.