Morgunblaðið - 20.03.1975, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.03.1975, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. þeir gætu notfært sér það ástand til þess að ná undir- tökunum í stjórnmálum landsins. Flestir gera sér grein fyrir, að slíkt hefði þýtt það eitt, að Grikkir hefðu horfió frá fasistaein- ræði yfir í sósíalistaein- ræði. Það er einmitt þessi hætta, sem nú vofir yfir í Portúgal. í því róti, sem upp kom eftir fall einræðis- stjórnarinnar, hafa sósíal- istar náð undirtökunum og Ofugþróunin í Portúgal Síðustu atburðir í Portúgal hljóta að vera lýóræðissinnum mikil von- brigói. Þegar áratuga gam- alli einræöisstjórn var koll- steypt þar í landi á síðasta ári gerðu menn fastlega ráð fyrir, aó Portúgölum myndi innan skamms tíma auðnast að skipa sér í raðir lýóræóisþjóðanna. Endur- reisn lýðræðisins í Grikk- landi var mikill sigur, ekki sízt fyrir þær sakir, að í þingkosningunum fóru hin traustu lýóræðisöfl meó sigur af hólmi. Vonir manna voru vissulega viö þaó bundnar, að sama yrói uppi á teningnum í Portú- gal, en sú virðist ekki ætla að verða raunin á. Vinstri öflin í landinu hafa nú í krafti hervalds treyst valdastöðu sína og snúið lýðræðisþróuninni við. Fjöldi fólks flýr nú landið og fréttir berast af því að samtök kommúnista hafi haft í hyggju að út- rýma óbreyttum borgurum og herforingjum, sem gætu orðið þeim erfiður ljár í þúfu. Starfsemi einstakra stjórnmálaflokka hefur verið bönnuó og í ráði er að leggja bann vió starfsemi annarra. Allt eru þetta mjög alvarleg tíðindi og hverjum manni er ljóst, aö lýðræðislegar kosningar verða ekki haldnar vió þessar aðstæður. Þegar gríska fasista- stjórnin féll var það einlæg von margra sósíalista, aö snúið lýöræðisþróuninni við. Hér hafa átt sér stað alvarlegir atburðir, en það er ekki öll nótt úti og vel má vera að Portúgölum auðnist sú gæfa að heimta lýðræðislega stjórnarhætti og full mannréttindi. Atburðirnir í Portúgal að undanförnu sýna á hinn bóginn með einkar skýrum hætti, hversu lýóræðisöflin eiga erfitt uppdráttar í heiminum og hversu mikil auðna það er að búa við slíka stjórnarhætti. Um leió hljóta atburðir sem þessir að varpa ljósi á þá staóreynd að menn verða að standa vörð um lýðræö- ið og óskhyggjan um hinn góða heim fellur ekki alltaf aó hinum kalda veruleika. Þjóðviljinn sakar Lúðvík um kjaraskerðinguna Að undanförnu hefur Þjóöviljinn gagnrýnt mjög harðlega þá forystu- menn Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni, sem stóóu að kjaramála- ályktun Alþýðusambands- ins. Þessar síendurteknu árásir hafa verið taldar bera vott um þann djúp- stæða klofning, sem nú er á milli menntamannanna og launþeganna í Alþýðu- bandalaginu. í Þjóðviljan- um í gær kastar hins vegar fyrst tólfunum, þar sem ráðizt er á Lúðvík Jóseps- son og þvi haldið fram, að óstjórn hans á gjaldeyris- og viðskiptamálum í vinstri stjórninni sé meginástæó- an fyrir kjararýrnun þeirr sem orðið hefur. Þjóóviljinn bendir á, aó ein meginástæðan fyrir óhóflegri gjaldeyriseyðslu á sl. ári hafi verið gengdar- laus bílainnflutningur og því er haldió fram, að þriðj- ungi gjaldeyrissjóðsins í ársbyrjun 1974 hafi verið eytt í bíla. Mestallur bíla- innflutningurinn á síðasta ári fór fram á fyrri hluta ársins. í viðskiptaráðherra- tíó Lúðvíks Jósepssonar var haldið uppi rangri gengisskráningu, þannig aö bílar voru í raun réttri niðurgreiddir. Þegar eftir að núverandi ríkisstjórn tók upp rétta gengisskrán- ingu datt bílainnflutning- urinn að mestu niður. Þjóðviljinn segir berum orðum, aó í stað þess að skera niður ákveðin út- gjöld með því að takmarka eyðslu gjaldeyris hafi Lúð- vík Jósepsson „beinlinis sigað braskaralýðnum á galopinn gjaldeyrissjóðinn og boðið þeim að gera svo vel að „bjarga sér“ nú, áð- ur en næsta og næsta geng- isfelling dyndi yfir.“ Þjóð- viljinn segir, aó í stað þess hafi verið valin sú leið „að þrýsta á kaupgetu launa- fólks á íslandi niður fyrir allt velsæmi“. Óhætt mun að fullyrða, aó Þjóðviljinn hafi ekki í annan tíma gengið svo langt í að hrakyróa annan helzta leiðtoga Alþýðu- bandalagsins. Það er að sjálfsögóu rétt hjá Þjóð- viljanum, aö óstjórnin í viðskiptaráðherratíð Lúö- víks Jósepssonar á veruleg- an þátt í þeim erfiðleikum, sem við glímum nú við, en þar kemur að sjálfsögðu fleira til. En Þjóðviljinn reynir að draga fjöður yfir þær staðreyndir til þess að varpa enn betur ljósi á sök Lúðvíks í þessum efnum. Finnur Gíslason vélstjóri: Hvað sparast við að setja svartolíu í togaraflotann ? ÞAÐ er mikið talað um orkuskort i heiminum í dag og verð á orku- gjöfum hækkar sífellt með hverju árinu sem líður. Hafa því allflest- ir hinna vestrænu þjóða brugðist við þessu vandamáli á ýmsa vegu eftir aðstöðu og getu hverrar þjóðar. Annað vandamál er einnig ofarlega á baugi í heiminum, „Mengun". Mun ég víkja að þvi síðar. Við Islendingar höfum ekki farið varhluta af orkukreppunni svokölluðu. Hafa þvi ráðamenn þjóðarinnar ákveðið að auka nýtingu innlendra orkugjafa og er það vel, þótt 20 árum fyrr hefði verið. Nú er komið á daginn að Islendingar eiga gífurlegt orku- magn, en að mestu óbeizlað bæði hitahorku og orku úr fallvötnum. Fallvatnaorkan verður að öllu óbreyttu ekki notuð í öðru formi en raforku og engin hætta er á bví að við getum ekki nýtt þá orku. Hugtakið „orkusparnaður". felur í sér fyrir okkur Islendinga minnkum á innflutningi dýrra orkugjafa. Er þar aðallega átt við olíur, er við notum sem eldsneyti á skip, bíla og til húsakyndingar. Mjög auðvelt er að minnka síðast nefnda liðinn með auknum fram- kvæmdum á hitaveitusvæðum og rafvæðingu á öðrum svæðum. En að sjálfsögðu kostar þetta bæði tíma og peninga. Einn er sá liður, sem ég ætla að gera að aðal umræðuefni í þessari grein, og stendur mér nokkuð nærri, en það er um sparnað á eldsneyti skipa, þá aðallega út af töluverðum skrifum að undan- förnu um geysilega hagkvæmni í svartolíubrennslu, sem ég leyfi mér að efast um innan vissra marka. Það er fyrirsjáanlegt að lslendingar geta ekki hætt með öllu olíuinnflutningi, heldur verðu spurningin frekar: Hvaða ^olíu á að kaupa? Eða hversu dýra olíu á að kaupa? Vissir svartolíu dýrkendur hafa haldið uppi áróðri fyrir svartolíubrennslu um borð í fiskiskipum, en í þá veru að ekki er ljóst hverra hagsmunum þeir þjóna. Að minni hyggju ekki þjóðarhagsmunum. I grein f Morgunblaðinu þ. 1. febr. er feitletruð fyrirsögn á bak- síðu er segir: „700 milljón króna sparnaður ef skuttogaraflotinn brenndi svartolíu", og undirfyrir- sögn: „Svartolia 44% ódýrari en gasolía. Síðan segir frá því að áðurnefndur skipafloti séu 55 skip og sparaðist 12,8 millj. á skip. Einnig kemur fram í greininni að til sé „svartolíunefnd", og eins og við íslendingar vitum þá liggja málin nokkuð ljós fyrir þegar búið er að skipa nefnd. Þessi nefnd hafði haldið fund með nokkrum eigendum japanskra skuttogara kvöldið áður en fyrr- nefnd grein birtist. Þar hafði einn nefndarmanna lesið upp tölulista, sem saman stóð af tölum yfir lítrafjölda þann, sem japanskir skuttogarar brenndu yfir árið af dieselolíu. Siðan er sýnd breyting á tölunum, ef um svartolíu væri að ræða. Þ.e.a.s. eins og segir orð- rétt: „Meðalolíunotkun japansks skuttogara væri 1,755,000 ltr. á ári. Þetta magn kostaði útgerðina nú 14,5 miilj. kr. og að auki borgaði olíusjóður 15,2 millj. kr. ... Ef hins vegar væri notuð svartolía myndi sama magn af henni kosta 6,6 millj. kr. fyrir útgerðiiia og úr olíusjóði yrðu borgaðar 10,3 millj. kr.“ Fyrir hverja er verið að setja upp svona dæmi, fæ ég ekki skilið, ef þá að hægt er að kalla það því nafni? Og fyrir hverja er þessi svartolíunefnd að vinna? Hvort finna megi svar við þessum spurningum í einni af setningum áðurnefndrar greinar, sem hljóðar svona: Hms vegar bæri að leggja á það sérstaka áherzlu að þetta yrði gert undir sérstöku eft- irliti því setja þyrfti sérstakar skilvindur í skipin og framkvæma aðrar smábreytingar, sem nú kosta hátt í 1 millj. kr. Ég hélt að ekki þyrfti að segja þessum nefndarmönnum neitt um eiginleika oliu, og að búa til dæmi og jafna saman dieselolíu og svartolíu finnnst mér alveg út í hött og þjónar engum öðrum til- gangi en að slá ryki í augun á fólki. Einn lítri af diesejolíu og einn litri af svartolíu sem dælt er um borð í skip, eru tvö ólík efni að gæðum. Þegar talað er um að „brenna" svartolíu í vél sem byggð er fyrir dieselolíu, þarf að eiga sér stað ákveðin hreinsun á svartoiíunni, einnig þarf svart- olían að haldast i vissu hitastigi meðan á þessari hreinsun stendur og þar til hún fer inn á vélina og sá liður er nokkuð orkufrekur. Þessum lið virðist nefndin gera sem minnst úr, en það er dálilið stór liður að mínu mati. Tökum dæmi: skip kemur til hafnar og tekur ákveðið magn af EKKI-eldsneyti um borð (nú eins og allir vita eða þóttust vita þá þarf það eldsneyti) sem síðan á að breyta i eldsneyti um borð í skip- inu sjálfu. Hver er kostnaðurinn við breytinguna. Þegar búið væri að reikna út þetta dæmi má marg- falda það með tölunni 55 eins og skipin eru mörg, síðan má bæta við dæmið 55x1 milljón eins og tækin kosta. Sem sagt þáð á að setja litlar olíuhreinsunarstöðvar um borð í skipin, og með hvernig orkugjafa á að knýja hreinsunar- stöðvarnar á þessum orku- harðindatímum? Olíu. Öðruvísi verður það varla gert um borð í skipi. Þegar verið er að hreinsa svart- olíu t.d. 1.755.000 lítra og náð er æskilegum árangri þá fær maður úr olíunni aukaefni. Hvað mikið úr svona miklu magni? það sinnum 55. Hver er kostnaður við að losa sig við úrgangsefnin? Er þeim fleygt í hafið? Fróðlegt væri að vita hver kostnaður við losun úrgangsefna var s.l. ár á þeim skipum, sem svartolíu brenndu. Það væri einnig fróðlegt að vita hve mikið verður eftir af 44% (prósentunum), þegar búið er að reikna út þessa kostnaðarliði, og er þó eftir sá liður er varðar aukna vinnu og viðhald. Þetta getur aldrei flokkast undir annað en kostnaðarlið því eins og fram er komið er innflutt orka dýr. Því tel ég það sóun, þ.e.a.s. sparaðir aurar og krónum fleygt, að flytja inn olíu óhæfa til notkunar, eyða siðan vissu „prósenti" af henni í það að gera hana hæfa til notk- unar. Það dugir ekki að segja að Rússar sendi okkur olíu, sem sé betri en samningar gera ráð fyrir, fyrir einhverja tilviljun eins og umgetur i tilnefndri grein. Ekki dugir heldur að segja að Rússar noti svartolíu á sin skip og hreinsi um borð eftir sömu formúlu, því þeir vinna þennan orkugjafa í sinu landi. Olía er einn af þeirra aðalorkugjöfum og skiptir þvi minna máli fyrir þá hvar þeir hreinsa svartolíuna og með hvaða orku þeir gera það. Ég minntist í upphafi á mengun. Það kemur manni dálítið spánskt fyrir sjónir, þegar íslendingar eru búnir að gera samþykktir á alþjóðavettvangi i sambandi við mengunarvarnir út- hafsins og hafa nú þegar mengunarlögsögu út fyrir 200 sjómílur, að þá ætli þeir að fara duðra sér við olíuhreinsun um- hverfis landið um borð í öllum togaraflotanum. 1 sambandi við þann lið er fjallar um losun úrgangsefna frá svartoliu og kostnað við það, vil ég vitna i grein eftir Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóra úr ritinu Siglingamál rit Siglingar- málastofnunar ríkisins nr. 2 desember 1973, en þar segir: „Með strangari reglum gegn losun efna í hafið fylgir líka aukin kvöð að til séu i höfnum móttökuskilyrði fyrir olíusora, olíublandaðan sjó, ýmis önnur efni, svo og skólp og úrgangsefni frá skipum. Þessi búnaður getur orðið dýr í stofnkostnaði og rekstri, en þessi kostnaður er hluti þess gjalds sem við verðum að greiða, ef við viljum bjarga höfunum frá ördeyðu mengunar- innar.“ En þarna er bara átt við eðlilegt samansafn úrgangsefna um borð í skipum. Erum við tilbúnir að landa þeim? Höfum við efni á að auka þann kostnað sem löndun þessara efna hefur í för með sér með því að setja hreinsistöðvar um borð í skipin. Af því sem ég hef þegar sagt um þetta efni mætti ætla, að ég væri algjörlega mótfallinn notkun á ódýru eldsneyti um borð í fiskiskipum, en svo er ekki. Af eðlilegum ástæðum sem ég tel mig þegar hafa fært rök fyrir, er ég mótfallinn að þessi hreinsun eigi sér stað um borð í skipunum. En ef útgerðarmenn vilja láta skip sín brenna ódýru eldsneyti t.d. svartolíu þannig að líkur verði á þjóðarhagnaði tel ég væn- legast til árangurs að hreinsa olíuna í landi og nota til þess hina margumtöluðu ódýru raforku og hreinsa þá fyrir allan flotann og jafnvel fleiri Norðurlönd, en leyfa sjómönnum að einbeita sér að fiskveiðum fyrir þjóðina en hlífa þeim við tilraunakáki nokkurra einstaklinga í landi, sem er engum til góðs. Reykjavfk, 6. marz 1975, Finnur Gfslason 1. vélstjóri togaranum Vfking AK 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.