Morgunblaðið - 20.03.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975
17
Landbúnaðarformúla
Jónasar.
Islendingar hafa eignast nýjan
reiknimeistara, sem hefur reikn-
aö út aö ódýrara sé fyrir þjóðina
aö lifa á innfluttum landbúnaöar-
afurðum en þeim sem framleidd-
ar eru af íslenskum höndum úr
grasi sprottnu úr þeirri gróöur-
mold, er verið hefur lifakkeri
þjóðarinnar í 1100 ár.
Það er ritstjóri Vísis, Jónas
Kristjánsson, sem hefur kunngert
þessa reiknilist sína. Minnir hún
á sögu, sem sögð er af Sölva
Helgasyni, sem stundum var kall-
aður Sólon íslandus. Sú saga
greinir frá reiknisnilld Sölva, er
tókst eftir gífurlega áreynslu,
mikla útreikninga og margbrotn-
Eftir 1940 fóru lifskjör þjóðar-
innar batnandi og stórvirk tæki,
beltisdráttarvélar og skurðgröfur,
tóku að flytjast til landsins. Þessi
nýju tæki urðu undirstaða rækt-
unar í sveitum landsins.
Ný skipan á verðlagningu land-
búnaðarvara tók gildi með til-
komu sexmannanefndarinnar,
sem Ingólfur Jónsson siðar land-
búnaðarráðherra varð formaður
fyrir. Þá var mótuð sú stefna í
verðlagningu búvara að bændur á
verðlagsgrundvallarbúi skyldu
hafa hliðstæðar tekjur og aðrar
stéttir þjóðfélagsins, það er að
segja viómiðunarstéttirnar svo-
kölluðu.
Árið 1944 tekur nýsköpunar-
stjórnin við og Sjálfstæðisflokk-
urinn fer með stjórn landbún-
er um útflutningsuppbætur og
niðurgreiðslur til bænda, aó i
kauptúnum og kaupstöðum um
allt land eru fjáreigendur, sem
stunda sauðfjárrækt til gamans
eða til að drýgja tekjur sinar. Þeir
njóta þessara ríkisframlaga á
sama hátt og bændur. Er ekki
jafnvel fjáreigendafélag í Reykja-
vík?
Ekki mun Jónas í formúlunni
sinni hafa dregið þær upphæðir,
er þessir sauðfjáreigendur um
land allt fá i niðurgreiðslur eða
útflutningsuppbætur fyrir sina
kindakjötsframleiðslu, frá þeirri
tölu, sem hann gaf upp á bændur.
Vitað er að margir sennilega flest-
ir þessara fjáreigenda, leggja
dilka sína inn og kaupa svo út
niðurgreitt kjöt eða þeirra kjöt er
flutt út. Þess vegna verður að
taka með í útreikninga að það eru
fleiri en bændur, sem eiga búfé.
Stefán A. Jónsson, Kagaðarhóli:
Traustur iandbúnaður er einn
af hornsteinum þjóðfélagsins
ar reikningsaðferðir að reikna tví-
bura i stúlku eina og var afrekið
enn stórslegnara vegna þess að
annað barnið var hvítt, en hitt
svart.
Það verður svo að vera mat
hvers og eins, hvort tvíbura-
formúla Sölva eða landbúnaðar-
formúla Jónasar eru skemmti-
legra dæmi um hugmyndaflug
gáfaðra Islendinga fyrr og nú.
Einföld sannindi.
Frá því landnámsmennirnir
fluttu frá sinni feðraslóð og sett-
ust að á Islandi hefur landið og
framleiðsla þess ásamt sjávar-
gagni fætt þjóðina og klætt. Þessi
einföldu sannindi skildu menn
öldum saman og lifðu eftir þeim.
A siðustu áratugum hafa átt sér
stað stórstigar framfarir í land-
búnaði og nýjar atvinnugreinar
risið upp. Lifskjör landsmanna
hafa gjörbreyst til batnaðar og
gildismat á, mörgum sviðum er
einnig allt annað. Yfirbygging
þjóðfélagsins og stjórnkerfi hefur
þanist út, oft og einatt eftir fyrir-
mynd frá stærri og fjöimennari
þjóðum og þá lítt fellt að islensk-
um aðstæðum. Engu að siður er
það dapurleg reynsla fyrir okkur,
sem reynum að nýta þetta land
bæði til sjávar og sveita með
gögnum þess og gæðum, ef það
finnast vel menntaðir menn eins
og t.d.ritstjóriVísis, sem ekki virð-
ast skilja að nýting á landinu
sjálfu engu síður en hafinu um-
hverfis það er undirstaða að
traustum efnahag og velmegun
landsmanna.
Stefnan í landbúnaði.
Fyrir ekki ýkja löngu var bú-
peningur bænda í torfhúsum og
þeir bjuggu í torfbæjum. Mið-
aldra bændur þekkja þetta. Þá
voru orfið og hrífan helstu
heyskaparverkfærin. Vinnudag-
urinn var langur, en framleiðslan
lítil móts við það, sem hún nú er.
aðarmála. Á næstu árum eru sett
stórmerk lög um jarðrækt og
byggingar í sveitum o.fl. Eru þau
í raun og veru grundvöllur að
samfelldri framfarasókn land-
búnaðarins, þótt á þeim hafi verið
gerðar ýmsar breytingar síðar.
Allt frá 1942, er stefna Sjálf-
stæðisflokksins i landbúnaðar-
málum varð mjög stefnumark-
andi fyrir landbúnaðinn, hafa
margir framsýnir menn i forustu-
liði flokksins mótað hana. En
lengst hefur þar verið i farar-
broddi Ingólfur Jónsson fyrrv.
landbúnaðarráðherra. Hefur
hann reynst framsýnn og farsæll
forustumaður frarufara og
ræktunarstefnu. Siðustu árin hef-
ur Framsóknarflokkurinn farið
með landbúnaðarmál og ráðherra
hans, Halldór E. Sigurðsson einn-
ig fylgt svipaðri ræktunarstefnii.
Nú á öndverðum vetri ber það
til tiðinda að ritstjóri Vísis ræðst
harkalega á stefnuna í land-
búnaðarmálum. Þá stefnu, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mót-
að og fylgt og samþykkt hefur
verið á landsfundum.
Einnig er það einn meginþátt-
urinn í stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins að stuðla að skilningi, sam-
starfi og samhug milli stétta. Jafn
neikvæð skrif gegn einni stétt —
bændum — og birst hafa í Vísi
eru andstæð þessari grundvallar-
hugsjón flokksins.
Landbúnaðurinn á við mörg
vandamál að etja og þaó er þörf á
jákvæðum umræðum um hann,
jafnvel gagnrýni og að tekið sé
tillit til breyttra þjóðfélagshátta.
En að fara inn á þá braut að reyna
að læða inn hjá almenningi i æsi-
fréttastíl vanmati á heilli stétt, er
ekki i anda sjálfstæðisstefnunnar.
Mætti jafnvel líta á það sem árás
á forustumenn Sjálfstæðisflokks-
ins í landbúnaðarmálum eins og
Ingólf Jónsson og á hann það þó
síst skilið.
Ég leit í fyrstu svo á að ritstjóri
Visis hefði i fljótræði hripað upp
þá öfgafullu ritstjórnargrein um
landbúnaðarmál, er fyrst birtist i
blaði hans og fannst hún vart
svaraverð. Því miður hefur hann
ekki látið þar við sitja, heldur
endurtekið sumt af fyrri land-
búnaðarkenningum sínum, þótt
nokkuð hafi hann dregið i land og
hörfað frá fyrstu fullyrðingum.
Vegna þessara endurtekninga
í ritstjórnargreinum Vísis lit ég
alvarlegum augum á að ráðist sé á
stefnu sjálfstæðismanna á þenn-
an hátt og trúi ekki að það sé i
þökk aðstandenda Vísis.
UndirstaÖa iðnaðar í
kauptúnum.
Það mun láta nærri að 40 þús-
und manns um land allt hafi sitt
framfæri af landbúnaói. Hags-
munir þessa fólks, sem byggir
sveitir, kauptún og kaupstaði víðs
vegar um land eru í veði ef land-
búnaðurinn dregst mikið saman
frá því sem nú er.
Arið 1974 nam heildarútflutn-
ingur annarra iðnaðarvara en áls,
samkvæmt skýrslu útflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins, 2.234,8
millj. króna, af þvi voru vörur úr
ull og skinnum fluttar út fyrir
1.209 millj. króna eða meir en
helmingur útfluttra iðnaðarvara
voru landbúnaðarvörur, þegar ál
er undanskilið. A þessu sést
glöggt hversu mikla þýðingu land-
búnaðarvörur hafa fyrir iðnað i
landinu og eru þó enn fluttar út
óunnar landbúnaðarvörur, sem
vinna mætti úr.
Allar breytingar í landbúnaði
taka nokkuð langan tima miðað
við venjulegt árferði. Þess vegna
er mjög varasamt að stuðla að
snöggum breytingum á land-
búnaðarframleiðslunni. Afkoma
fólksins í fjölmörgum kauptúnum
byggist að miklu leyti á vinnu við
afurðir bænda.
Þvi er oftast gleymt, þegar talað
Og þeir njóta i öllu sömu hlunn-
inda og bændur hvað afurðaverð
snertir. Fá einnig framlög til
jarðabóta séu þeir i búnaðarfélagi
kauptúnsins, sem algengt er.
Svona getur jafnvel land-
búnaðarformúluöfundi skjátlast.
Nýi styrkurinn hans
Jónasar.
I umræðuþætti í útvarpinu iét
ritstjóri Vísis svo ummælt:
„Ég tel að þaó sé töluvert mikið
af bændum út um allt land, sem
vildu gjarnan bregða búi, en
treysta sér ekki til þess og hafa þó
sumir gert það, en hafa að engu
að hverfa annars staðar. Ég tel að
það sé félagsleg skylda þjóð-
félgsins að hjálpa þessum mönn-
um til að bregða búi.“ Tilvitnum
lýkur.
Áður hafði sami maður slegið
þvi fram i Vísi að borga ætti
hverjum bónda fyrir að bregða
búi. i kastljósi i sjónvarpinu lýsti
þessi sami ritstjóri yfir að hann
væri á móti öllum styrkjum. Hvað
er kallað hentistefna?
I útvarpinu kemur skýrt fram
hjá ritstjóra Visis, Jónasi
Kristjánssyni, að það sé þjóð-
félagsleg skylda að taka upp að-
stoð öðru nafni styrki, til þess að
hjálpa bændum að hætta búskap.
Væntanlega aðstoð í því formi að
kaupa jarðir þeirra fyrir hærra
verð en þeir gætu fengið á frjáls-
um markaði. Hver ætti að kaupa
þær eða veita þennan aðstoðar-
stýrk? (Ótrúlegt er að Jónas eigi
við beinan fjárstyrk og bændurn-
ir eigi jarðirnar áfram) Naumast
kæmi annar aðili til greina en
ríkissjóður. Aldrei hefur það ver-
ið stefna Sjálfstæðisflokksins að
rikið keypti upp bújarðir og ætti
þær. Ég sé ekki annað en þessi
hentistefna Jónasar, sé hvalreki á
fjörur ríkisrekstrarmanna —
sósialistanna — og sé tilraun tn
þess að grafa undan trú manna á
sjálfstæðisstefnunni. Hvað segja
ungir sjálfstæðismenn yfir slíkri
ríkisjarðastefnu?
Hvað mundu kaupmenn segja,
ef því væri haldið fram að þeir
væru of margir og með of litlar
verzlanir? Það væri nauðsynlegt
að fækka þeim. Það væri svo dýrt
fyrir þjóðfélagið að halda þeim
uppi, að rikið ætti aö aðstoða þá
við að hætta. í anda hvaða þjóð-
félagsstefnu væri slík kenning?
Stefnufesta.
Ljóst er að landbúnaðarfram-
leiðslan á tslandi á við margs kon-
ar erfiðleika að etja og er oft á
tíðum kostnaðarsöm. Landið er að
sumu leyti harðbýlt og ég get vel
fallist á það sjónarmið ritstjóra
Vísis að það sé að ýmsu leyti erfitt
landbúnaðarland. En einmitt þess
vegna ættu þeir sem landbúnað
stunda að eiga hrós skilið fyrir
mikla framleiðsluaukningu síð-
ustu þrjá áratugi.
Landbúnaðurinn þarf á hverj-
um tíma að fullhægja þörfum
þjóðarinnar. í því skyni þarf
framleiðsla hans að verða fjöl-
breyttari. Leggja ber aukna
áherslu á að innlend fóðurfram-
leiðsla komi sem mest í stað
erlends kjarnfóðurs. Með mark-
vissum aðgerðum er hægt að auka
fóðurgildi heyjanna :— með súg-
þurrkun, votheysverkun, gras-
kögglagerð og aukinni ræktun
grænfóðurs. Bændur stefna að
aukinni hagkværnni i búrekstri
og hafa viða náð langt i þeim
efnum og fleiri og fleiri feta i
fótspor þeirra.
Landbúnaðinum er nauðsyn á
stöðugri þróun og framsýnni
stefnufestu. Hver bóndi býr þann-
ig á sinni jörð, sé hann góður
bóndi. Hann stefnir markvisst aó
uppskeru ekki aðeins á hverju ári
heldur langt fram í tímann.
í sveitum landsins hefur í sam-
skiptum við móður jörð þróast
menning í 11. aldir. Kaupstaóar-
búar finna þetta og vilja gjarnan
senda börnin sín i sveit á sumrin,
til þess að þau komist í snertingu
við búsmalann og hina lifrænu
gróandi náttúru. Bændum þykir
fengur að fá börnin og meta það
traust, er kaupstaðarbúar sýna
með því að trúa þeim fyrir börn-
um sinum. Slik samskipti þétt-
býlis og sveita eru holl íslenskri
þjóð.
Það gæti verið skref í anda sjálf-
stæðisstefnunnar, ef Jónas rit-
stjóri Vfsis skrifaði af meiri sann-
girni og skilningi um iandbúnað
og störf þeirra er að honum vinna
á íslandi næst þegar hann stingur
niður penna og sóiin er farin að
hækka á lofti.
i heimi þar sem þúsundir búa
við matvælaskort, ætti það að
vera okkur kappsmál aó flytja
ekki inn þær landbúnaðarafurðir,
sem við getum framleitt í land-
inu.
Minnumst þess að öflugur land-
. búnaður gerir okkur kleift:
1) Við þurfum ekki að flytja
inn og taka fæðu frá þeim sem
sveita.
2) Við getum haft nóg af holl-
um og ómenguðum íslenskum
mat.
3) Við byggjum landið og nýt-
um best gæði þess.
29 mál afgreidd
á Búnaðarþingi
BÚNAÐARÞINGI lauk í
fyrri viku. Á sídasta degi
þess voru samþykktar 3
ályktanir. Ein var um laun
héraðsráóunauta, önnur
var áskorun til stjórnar-
valda um að greióa niður
verð á tilbúnum áburði og
sú þriðja um eignarrétt á
landinu.
Forseti Búnaðarþings, Ásgeir
Bjarnason í Ásgarði, sleit þinginu
og sagði m.a. við það tækifæri:
„Störfum þessa Búnaðarþings
er lokið.
Það hefur staðið í 16 daga, hald-
ið 17 fundi, afgreitt 29 mál af 30
málum sem þinginu bárust.
Hér verða aðeins örfá mál
nefnd af þeim er afgreidd voru.
Frumvarp um búnaðarmenntun
var afgreitt frá þinginu, en
menntun bænda hefur verið til
umræðu á Búnaðarþingum sið-
ustu ára og milliþinganefnd
Búnaðarþings starfaði í þessu
máli og skilaði hún áliti, þar sem
lagóur var grundvöllurinn að
frumvarpi þessu er felur í sér
m.a. landbúnaðarháskóla að
Hvanneyri, auk þess fjölþætta al-
menna og hagnýta búnaðar-
menntun á bændaskólum og með
búnaðarnámskeiðum og við aðra
skóla, þar sem kostur er á að
kynna og kenna landbúnað.
Búnaðarþing ályktaði að komið
verði á samstarfsnefnd Búnaðar-
félags Islands, Stéttarsambands
bænda og Framleiðsluráós land-
búnaðarins. Skal nefndin afla
upplýsinga um stöðu land-
búnaðarins, með tilliti til fram-
leiðslukostnaðar, markaðsaðstöðu
og þjóðhagslegs gildis hans og
gera siðan tillögur um heildar-
stefnu í framleiðslumálum land-
búnaðarins.
Fyrir þinginu lá nefndarálit
kjötmatsnefndar Framleiðsluráðs
landbúnaóarins, og lýsti þingið
ánægju sinni yfir tillögum þeim
er það felur í sér. Þar er lögð
höfuðáherzla á vörugæðin, og
fjalla tillögurnar um flokkun
kjöts af sauðfé, nautgripum og
svínum.
Rætt var um brunatryggingu á
heyi, búfé og útihúsum. Gert er
ráð fyrir að til greina komi
skyldutrygging á þessu sviði, ef
hagkvæm tilboð fást hjá
tryggingarfélögum og ef bændur
verða því fylgjandi.
Samþykkt var tillaga um athug-
un á stækkun áburðarverksmiój-
unnar og jafnframt gerð ályktun
um að draga verulega úr þeirri
hækkun sem yfir vofir á áburðar-
verði. Ennfremur má nefna tillög-
ur um rekstrarlán og stofnlán til
landbúnaðar, tillögu um snjó-
mokstur og vegagerð og síóast en
ekki síst tillögur um eignar- og
almenningsrétt á landinu.
Öll hafa mál þessi sem og önnur
mál Búnaðarþings mikla þýðingu
fyrir landbúnaðinn og þjóóar-
heildina.
Þingfulltrúar hafa lagt mikla
vinnu i það að kynna sér málin og
bera ályktanir og greinargerðir
þess vott.
Rökræður hafa verið miklar og
fróðlegar. Það er von min að
ályktanir og óskir þingsins megi
verða bændastéttinni, landbún-
aóinum og þjóðinni til gagns og
styrkja þar með stöðu atvinnulífs-
ins i framtíðinni."