Morgunblaðið - 20.03.1975, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975
— Viðtöl
Framhald af bls. 10
sungið með honum; — og ég held að
það eina. sem ekki hefur breytzt séu
gæðin.
— Geturðu gert einhvers konar
samanburð á popptónlist og þeirri
tónlist sem er viðfangsefni Pólýfón-
kórsins.
— Nei, en það opnaðist fyrir mér
algerlega nýr heimur, þegar ég fór að
syngja hér. Meðan ég var í poppinu
lagði ég mig ekkert eftir sígildri tón-
list. Ég hef enn mjög gaman af góðri
popptónlist, en þetta hefur víkkað
sjóndeildarhringinn.
við hittum Helgu Gunnarsdótt-
ur. Hún er kennari en stundar
jafnframt nám i söngkennaradeild
Tónlistarskólans.
- — Helga, hvenær byrjaðir þú að
syngja?
— Ég byrjaði að syngja i kór hjá
Ingólfi i Laugarnesskólanum, en fór i
Pólýfónkórinn þegar hann var stofn-
aður. Ég hef sungið I honum siðan,
en þó ekki alveg óslitið.
— Eru margir i kórnum, sem hafa
verið frá upphafi?
— Nei, þar er fátt eftir af þvi fólki
sem var með i upphafi. Það er ýmis-
legt annað, sem kallar að. og
óneitanlega fer mikill timi i þetta, en
aftur á móti kemur svo ánægjan.
Kristinn Sigmundsson liffræði-
nemi hefur verið i Pólýfónkórnum i
þrjú ár samfleytt, en söng fyrst með
honum i Jólaóratóríu Bachs.
— Hefurðu lært að syngja?
— Já, ég byrjaði að syngja i
Hamrahliðarkórnum, og lærði svo
einn vetur hjá Engel Lund. Ég hef
lika sungið með Filharmóníu og hef
feiknalega gaman af að syngja.
Það er oft anzi mikið að gera,
sérstaklega þegar tónleikar eru á
næsta leiti, en ég sé ekki eftir timan-
um sem fer i þetta.
— Loðnan
Framhald af bls. 32
ar Magnússon 440, Vonin 180,
Hilmir 360, Þórður Jónasson 360,
Harpa 300, Halkion 240, Súlan
650, Víðir NK 260, Dagfari 140,
Börkur 800, Guðmundur 600,
Bjarni Ásmundar 120, Álftafell
250, Héðinn 400, Faxi 180 (önnur
ferð), Árni Sigurður 380 (önnur
ferð), Magnús 250 (önnur ferð),
Flosi 240 (önnur ferð),Gísli Árni
480 (önnur ferð), Bjarni Olafsson
280 (önnur ferð), Helga 2. 300
(önnur ferð), Reykjaborg 530,
Eldborg 530, Náttfari 250, Skógey
120, Örn 300, Sigurður 900, Faxa-
borg 580, Óskar Halldórsson 300
(ö'nnur ferð) og Fffill 530 lestir.
♦ ♦ ■ ...—
— Svæðamót
Framhald af bls. 32
Þegar við töluðum við Gunnar
kvað hann allt á suðumarki á
þinginu vegna Fischers-Karpov
málsins og væri mörgum heitt í
hamsí en frétt frá þinginu er á
öðrum stað í blaðinu.
— Áskorun
Framhald af bls. 19.
Gagnvart borgarstjórn Reykjavík-
ur hlýtur þessi réttur R.Þ. að vega
afar þungt, þar sem borgarstjórn
hefur með samþykkt sinni frá 18.
júli 1974, óskað eftir sakadóms-
rannsókn á rekstri Áhaldahúss
Reykjavíkur, sem öll beindist að
honum. Reyndist sú rannsókn til-
efnislaus eins og áður er að vikið.
F’yrir hönd Reynis Þórðarsonar
leyfi ég mér að skora á borgar-
stjórn Reykjavíkur, að hún hlut-
ist til um, áður en endanleg
ákvörðun veróur tekin í málinu,
að allir þættir þess verði athugað-
ir ítarlega af hæfum, sérfróðum
og hlutlausum mönnum og þeim
verði gert að skila skriflegri
greinargerð um málið og réttmæti
uppsagnar. Þegar niðurstöður
slíkrar athugunar liggja fyrir, er
tímabært að fjalla um málið í
borgarstjórn en ekki fyrr.
Við afgreíðsiu málsins í borgar-
stjórn væri eðlilegt að þeir borg-
arfulltrúar, sem lengst hafa geng-
ið i tilefnislausum kæruaðgerðum
á hendur R.Þ., vikju sæti.
Reykjavík, 18. mars 1975,
Tómas Gunnarsson, hdl.
FH sigraði
FH SIGRAÐl Val f sfðasta leik
Islandsmótsins með 27 mörkum
gegn 23. 1 hálfleik var staðan
14:13.
— Landburður
Framhald af bls. 2
GRINDAVÍK
Frá Grindavík róa nú um 45
bátar og á þriðjudag komu þeir að
landi með samtals 340 tonn. Geir-
fugl er hæstur Grindavíkurbáta
það sem af er og er kominn með
400 tonn og i fyrradag landaði
hann 25 tonnum. Þá var hins
vegar Þorbjörn II. hæstur með
um 40 tonn. Algengast var þó að
bátarnir væru með á milli 4—7
tonn í róðri. Að sögn vigtarmanns
í Grindavík hefur vertíðin gengið
heldur illa — afli hefur verið
tregur og tíðarfar fremur óhag-
stætt. t>ó var svolítill reytingur
hjá bátunum um daginn en nú
upp á síðkastið hefur það dottið
niður aftur.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
raun s.l. þriðjudag. Haldið var
áfram aðgeróum gegn íhalds-
sömum auðmönnum og herfor-
ingjum sem grunaðir eru um
aðild að byltingartilrauninni, og
þrír valdamiklir bankastjórar
voru m.a. handteknir. Alls hafa
100 manns verið handteknir, en
margir eru í felum eða hafa flúið
land. 1 dag var skýrt frá því að
heimild hefði verið gefin út fyrir
handtöku Jose Sanches Osorio,
majórs, fyrrum leiðtoga hins
bannfærða flokks Kristilegra
demókrata, en hann er talinn
hafa flúið til Spánar. Þjóðvegirn-
ir milli Portúgals og Spánar eru
enn lokaðir, en flugumferð er að
komast í eðlilegt horf, þótt eftirlit
sé mjög strangt.
— Methalli
Framhald af bls. 1
an frá því að ráðuneytið hóf
skýrsluhald þar um árið 1960.
Árshallinn 1972 nam 11,2
milljörðum, og þá fylgdu tvær
gengisfellingar dollarans í kjöl-
farið með stuttu millibili.
Greiðslujöfnuðurinn sýnir
peningastreymið úr landi til út-
landa og hallinn sýnir að mun
meira af dollurum fer úr Iandi til
vörukaupa eða fjárfestingar en
kemur inn í landið.
— Alþingi
Framhald af bls. 15
alla áherslu á tengingu við önnur
orkuveitusvæði og þá sýnist þar
bera af möguleikinn um samteng-
ingu við Kröflu. Þessi lausn orku-
mála Austurlands þolir enga bið.
Á það hafa verið færðar sönnur
með reynslu undanfarinna ára.
Ég vil ekki taka sem neina niður-
stöóu ákvarðana þær upplýsingar,
sem koma fram í máli formanns
Landsvirkjunarstjórnar og ég
vitnaði til hér áðan. Þó hafa nú
skoóanir hans á ýmsum efnum ;
haft nokkuð ríka tiihneigingu til
að rætast og verða að verúleika.
En svo er nú skammt á veg komið
ýmsum rannsóknum, sem að
framkvæmdum lúta í þessum efn-
um, að ég hygg, að mjög þurfi að
endurskoða alla afstöðu til þess-
ara máia áður en sú heildarstefna
verður mörkuð, sem þar má lesa.
Þó sýnist það nokkuð auðgert
mál, að næstu stórvirkjanir verði
á þvi sama svæði, sem hinar tvær
við Búrfell og við Sigöldu. Sú
næsta verður í Þjórsá einnig og
eins og komið er, þá er það alveg
auðgert mál, rannsóknum er það
langt á veg komið, engin önnur er
sambærilega á vegi stödd, önnur
virkjun við Hrauneyjarfoss. Nú,
hitt er svo annaó mál, sem þarf að
athuga mjög gaumgæfilega. Er
það rétt stefna þjóðhagslega að
haidið verði áfram virkjun Þjórs-
ár á þessu sama svæði í framhaldi
af Hrauneyjarfossvirkjun, þ.e.a.s.
við Sultartanga og síðan, eins og
nú er komið upp í Morgunblaðinu
í gær, Gnjúpverjavirkjun eða
hvað það hét nú, allt virðist þetta
vera á eina bók iært, en það hygg
ég, að muni áður en lýkur verða
mjög örðugt til samkomulags
a.m.k. ef svo á að halda fram
stefnunni, sem nú hefur lengi
horft og raunar frá upphafi.
— Ingólfur
Framhald af bls. 10
þess er mér mikils virði að geta á
þennan hótt aukið nýjum þætti
gleði og fegurðar inn i lif svo
margra þátttakenda og jafnvel
áheyrenda líka.
— Hvernig fara þessi gjöróliku
athafnasvið þin saman, tónlistin
og viðskiptalifið?
— Það eru einmitt andstæð-
urnar, sem eru svo mikils virði i
lifinu. Ég gleymi öllum viðskipta-
áhyggjum yfir tónlist Há'ndels og
þrátt fyrir allan erilinn hef ég
aldrei fengið magasár og hugsa að
ég fái það varla héðan af.
— Stundum er þvi haldið fram,
að ísland sé vanþróað tónlistar-
land. Hvað segir þú um þetta?
— Ég held, þvi miður, að á
þessu sé enginn vafi. Þegar miðað
er við þau lönd. sem háþróuðust
eru að þessu leyti, þá vantar 600
ára timabil í þróunarsögu tónlistar
á Íslandi. Til þessa liggja ýmsar
eðlilegar ástæður eins og til
dæmis einangrun landsins. Hins
vegar er ekki nokkur vafi á því, að
á síðustu áratugum hefur þróun
tónlistarmenningar fleygt fram,
eins og reyndar er um aðrar list-
greinar lika. En það má ekki
gleyma þvi að menning á hvaða
sviði sem er lærist ekki eins og
hver önnur vinnubrögð. Hún
kviknar ekki af sjálfri sér og það er
ekki hægt að hlaupa yfir margra
alda þróun á nokkrum árum. Þess
vegna er engin von til þess að við
islendingar höfum tileinkað okkur
þá tónlistarmenningu á örfáum ár-
um, sem hefur þróazt i löndum
eins og Þýzkalandi og Bretlandi.
Tónlistin hefur heldur alls ekki
hlotið sömu viðurkenningu hér á
landi og sumar aðrar listgreinar,
þvi fer fjarri að að henni sé búið
sem skyldi. eins og t.d. sést á þvi.
að henni hefur enn ekki verið
valinn staður í islenzku skólakerfi.
— Hvað er að segja um
flutning Messiasar að þessu sinni?
— Verkið hefur verið flutt hér
þrisvar áður, en i öll skiptin hefur
verkið verið stytt verulega. Við
höfum að þessu sinni farið þá leið
að stytta verkið eins iitið og kost-
ur er og flutningurinn verður i
anda þeirrar hefðar, sem þróazt
hefur í Bretlandi i meðferð þess
síðan það var fyrst flutt fyrir tæp-
um 250 árum. Það er af þessari
ástæðu. sem við fáum úrvals
brezka einsöngvara til að flytja
verkið með okkur. Við viljum gefa
áheyrendum kost á því bezta, sem
völ er á.
— Ef þú ættir að benda á eitt
meistaraverk, sem væri þér öðrum
hugstæðara, hvert yrði það?
— Ég get ekki gert upp á milli
stórverka Bachs og Handels, það
er mér alltaf hugleiknast, sem ég
er að vinna að hverju sinni þau eru
ólik, en mér þykir jafn vænt um
þau öll, sagði Ingólfur að lokum.
— Minning
Framhald af bls. 22
norður, og talar það sínu máli um
skapgeró hennar.
Um svipað leyti festa þær
mæðgur sér ibúð að Miðbraut 21 á
Seltjarnarnesi, búa hana falleg-
um húsgögnum og miklu blóma-
skrúði, sem minnti á sjálfan
gróandann, upphaf alls lífs.
Síðla sumars 1971 fór Unnur í
aðgerð og var í sjúkraleyfi fram
að áramótum. Eftir það mætti
hún til vinnu, eins og ekkert hefði
í skorizt og var erfitt að fylgjast
með heilsufari hennar næstu ár-
in, því að hún lét engan bilbug á
sér finna og minntist aldrei á
liðan sína að fyrra bragði og var
sem endranær lítió fyrir að flika
tilfinningum sínum.
Fyrir tveimur árum tók hún til
við að mála, gerðist meðlimur í
myndlistarklúbbi á Seltjarnar-
nesi og tók hröðum framförum,
eins og hún vildi nota tímann sem
allra bezt. Myndirnar sótti hún
stundum í sjóð minninganna.
Þarna voru hestarnir hennar lif-
andi komnir að leik úti í guðs-
grænni náttúrunni og féllu aó
landslaginu. Stundum málaði hún
fallegt landslag, sem fyrir augu
bar, og gæddi það miklu lita-
skrúði. Stundum málaði hún
blómamyndir sjálfri sér og öðrum
til ánægju og afþreyingar.
Unnur fór á mis við margt sem
öðrum er gefið. Hún var ógift,
barnlaus og saknaði æsku-
stöðvanna og þess umhverfis sem
var eins og hluti af henni sjálfri.
En þegar skyggnzt er undir yfir-
borðið, átti hún svo margt, sem
öðrum er ekki gefið. Þrátt fyrir
bústaðaskiptin þekkti hún ekki til
rótleysis, til þess lágu ræturnar of
djúpt. Hún vissi hver hún var og
hvað hennar var, þekkti skyldur
sínar og hagaði sér jafnt að von-
um. Þessi vitneskja var henni svo
geðgróin, að hún tók flestu sem að
höndum bar með jafnaóargeði og
mótlæti með æðruleysi. Hvort
þessir eðliskostir voru sóttir til
forfeðranna eða áunnir, er erfitt
um að dæma, nema hvort tveggja
sé. Hitt er víst, aó Unnur var
óvanalega vel gerð, grandvör,
vönduð til orðs og æðis og sjálfri
sér samkvæm.
Ég vil leyfa mér að votta
nánustu ættingjum hennar samúð
okkar samstarfsmanna hennar.
Að samfylgdinni lokinnier okkur
efst í huga söknuður og þakklæti
ásamt aðdáun. Það er svo sjaldan,
sem við sjáum mannfólkið sigrast
á erfiðleikum og mæta hverju
sem að höndum ber með stillingu.
Guðrún P. Heigadóttir.
— 100 konur
Framhald af bls. 3
dóttir, húsmóðir. — Hólmfríður
Gunnarsdóttir, félagsmálafull-
trúi. — Helga M. Nfelsdóttir, ljós-
móóir. — Helga Hannesdóttir,
læknir. — Hlédís Guð-
mundsdóttir, læknir. —
Harpa Jósefsdóttir Amin,
kennari. — Halla Malmquist,
sjúkraþjálfari. — Hrefna
Kristmannsdóttir, jarðfræðingur.
— Hallveig Einarsdóttir,
afgreiðslustúlka. — Helga Sigur-
jónsdóttir, kennari. — Hildi-
gunnur Olafsdóttir, afbrotafræð-
ingur. — Hjördís Hákonardóttir,
dómarafulltrúi. — Ingibjörg
Einarsdóttir, bóksali. — Ingi-
björg P. Jónsdóttir, félagsmála-
fulltrúi. — Ingibjörg Helgadóttir,
hjúkrunarkona. — Inga Birna
Jónsdóttir, kennari. — Ingibjörg
Guðmundsdóttir, sjúkraliði. —
Jóhanna Kristjánsdóttir, kennari.
— Kristjana Jónsdóttir, lögfræð-
ingur. — Kristfn Gunnarsdóttir,
húsmóðir. — Kolbrún Agústs-
dóttir, heilsuverndarhjúkrunar-
kona. — Kristfn Bjarnadóttir,
meinatæknir. — Lilja Ölafs-
dóttir, fulltrúi. — Margrét
Guðnadóttir, prófessor. —
Margrét Sæmundsdóttir,
hjúkrunarstjóri. — Margrét
Margeirsdóttir, félagsráðgjafi. —
Marfa Þorsteinsdóttir, húsmóðir.
— Málhildur Angantýsdóttir,
sjúkraliði. — Nanna Jónasdóttir,
deildarhjúkrunarkona. — Ölöf
Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari. —
Ragnheiður Torfadóttir, mennta-
skólakennari. — Sigrún Júlfus-
dóttir, félagsráðgjafi. — Svava
Stefánsdóttir, félagsráðgjafi. —
Sigurlaug Jóhannesdóttir,
vefnaðarkennari. — Sofffa
Jakobsdóttir, leikari. — Stefanfa
Mekkfn Sigurðardóttir, lækna-
ritari. — Sunna Karlsdóttir,
bókari. — Silja Sjöfn Eirfks-
dóttir, húsmóðir. — Steinunn H.
Hafstað, háksólanemi. — Sólveig
Ölafsdóttir, formaður K.R.F.I.. —
Sigurlfna Asbergsdóttir, frétta-
maður. — Steinunn Jóhannes-
dóttir, leikari. — Svala Thorlaci-
us, fréttamaður. — Sigrfður
Hjartar, lyf jafræðingur. —
Svandfs Skúladóttir, fóstra. —
Sigrún Karlsdóttir, félagsráð-
gjafi. — Steinunn Harðardóttir,
kennari. — Stella Stefánsdóttir,
verkakona. — Sigríður Kristins-
dóttir, sjúkraliði. — Sylvía
Guðmundsdóttir, kennari. —
Sofffa Sigurjónsdóttir, hjúkr-
unarkona. — Unnur V.
Ingólfsdóttir, félagsmálafulltrúi.
— Unnur Guttormsdóttir, sjúkra-
þjálfari. — Unnur Halldórs.
einkaritari. — Valborg
Bentsdóttir, skrifstofustjóri. —
Vilborg Harðardóttir, blaða-
maður. — Þórunn Pálsdóttir, for-
stöðukona. — Þórunn Sigurðar-
dóttir, leikkona. — Þorgerður
Benediktsdóttir, lögfræðingur. —
Þórdfs H. Ölafsdóttir, sfma-
vörður. — Þorbjörg Guðmunds-
dóttir, skrifstofustúlka. —
Þórunn Klemenzdóttir, hagfræð-
ingur. — Þórunn Valdimars-
dóttir, formaður Verkakvenna-
félagsins Framsóknar."
— Hvassafell
Framhald af bls. 32
kvæmdastjóra Skipadeildar SlS,
eru ýmsir erfiðleikar við að dæla
svartolíunni en forsenda þess að
losun olíunnar takist er þó að gott
veður haldist. „Þetta er töluvert
fyrirtæki, sem þarna er ráðizt i,
en við töldum sjálfsagt og skylt að
gera tilraun til að sigrast á þess-
um vanda, sem þarna er við að
glíma,“ sagði Hjörtur.
— Skák
Framhald af bls. 1
Þetta tel ég mjög lofsverða af-
stöðu," sagði Max Euwe. Hins
vegar sagði hann andrúmsloftið
á þinginu hafa verið afar fjand-
samlegt og hefði hart verið
deilt.
„Og Sovétmenn réðust ekki
aðeins á Bandaríkjamenn
heldur lika á mig, forseta
FIDE,“ sagði dr. Euwe og
virtist vera sár og leiður.
„Allan tímann voru þeir að
ráðast á mig. Ég skil ekki af
hverju. Ég var á þeirra máli, en
samt réðust þeir á mig. Ég hafði
ekkert gott gert í þeirra augum.
En þetta virðist vera viðtekin
aðferð hjá þeim, þótt ég viti
ekki hvers vegna. Ef menn gera
ekki allt sem þeir vilja þá er
það glæpur," sagði forseti
FIDE að lokum i samtalinu við
Mbl.
AP - Reuter: Ed Edmundson
forseti bandariska skáksam-
bandsins lýsti yfir í reiði sinni
eftir síðari atkvæðagreiðsluna:
„Ég tel það víst að herra
Fischer muni ekki tefla og hr.
Karpov verður pappírsmeistari.
Ég er viss um að hann er jafn
vonsvikinn og við, því að ég veit
að hann hefði viljað tefla.“
Edmundson sagði að at-
kvæðagreiðslan hefði farið ná-
kvæmlega eins og Sovétmenn-
irnir vildu, úrslitin litu út sem
jafntefli, en væru í raun og
veru sigur fyrir Rússana. Hann
sagði að Fischer hefði dvalizt á
heimili sínu í 5 daga fyrir
skömmu og hann vissi nákvæm-
lega um afstöðu Fischers til úr-
slitanna og hvað þau þýddu.
Boris Gromov, leiðtogi
sovézku sendinefndarinnar,
sagði við fréttamenn, að hann
gæti ekkert sagt um horfurnar
á einviginu, fréttirnar um úr-
slit atkvæðagreiðslunnar hefðu
verið sendar heim til Sovétríkj-
anna, þar sem þau yrðu rædd
nánar.
Atkvæðagreiðslurnar fóru
fram eftir tveggja daga heitar
umræður, þar sem fylkingarnar
tvær hnakkrifust og notuðu
báðir aðiljar stór orð. Miklar
deilur urðu um umboð ýmissa
sendinefnda, sem höfðu fengið
umboð sín í símskeytum, en
höfðu það ekki skriflegt, eins
og kveðið er á um i reglum
FIDE. Varð þó um síðír sam-
þykkt með handauppréttingum
að umboðin skyldu gilda. Ef svo
hefði ekki farið, hefði tjónið
orðið mest fyrir málstað
Fischers, þar sem hér var
einkum um Asíuþjóðir að ræða
og þjóðir S-Ameríku, sem
styðja Fischer.
Fulltrúarnir greiddu atkvæði
eftir fylkingum og fylgdu
sendinefndir A- og V-Evrópu
svo og Arabaþjóðirnar Rússum
að máli, en Asíuþjóðirnar og
S-Ameríkuþjóðirnar studdu
Fischersmenn.
Af Evrópuþjóðunum greiddu
Danir, Norðmenn, írar, Skotar,
Walesbúar og Guernsey at-
kvæði með ótakmörkuðum
skákafjölda, en Argentina,
Kanada, Kúba, Dóminikanska
lýðveldið og Mexíkó voru á
möti. 1 seinni atkvæðagreiðsl-
unni snerust Hollendingar,
Ekvadormenn og Antilleyju-
menn gegn Fischersmönnum
og með því að Costa Rica, Skot-
land og Irland sátu hjá, tókst að
fella kröfu Fischers.