Morgunblaðið - 20.03.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975 23 Guðbjörg Guðmunds- dóttir - Minningarorð I gær var gerð frá Kapell- unni í Fossvogi útför frú Guðbjargar Guðmundsdóttur frá Seyðisfirði, sem andaðist 8. þ.m. að Kvisthaga 1 hér í Reykjavík, á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, Jóhönnu Guðmundsdóttur og Jóns Sigurðssonar form. Sjó- mannasambands Islands. Með frú Guðbjörgu er gengin ein af minnisstæðustu vildiskon- um þeirrar kynslóðar, sem hér fæddist og óx upp laust fyrir og um siðustu aldamót, en sem nú er að hverfa af sjónarsviði þjóðlífs- ins. Guðbjörg var fædd að Hreins- stöðum í Hjaltastaðaþinghá 16. júli 1886 og var því lahgt komin á 89. aldursár er hún lézt. En litlu eftir að hún fæddist fluttist fólk hennar að Bóndastöðum í Hjalta- staðaþinghá og ólst Guðbjörg þar upp til fullorðinsára. Ung að aldri, aðeins 18 ára, gift- ist hún 4. okt. 1904 sveitunga sín- um Guðmundi Bjarnasyni. Hann hafði stundað nám í Möðruvalla- skóla og starfaði sem kennari á Héraði, er þau giftust. Skömmu eftir giftinguna fluttust þau hjón- in til Akureyrar og áttu þar heima um skeið. Voru þau bæði kunnug Akureyri, þar sem Guðmundur hafði stundað nám i Möðruvallaskóla en Guðbjörg dvalið einn vetur í kvennaskóla á Akureyri. En dvöl þeirra á Akureyri varð ekki löng. Þaðan fluttust þau til Húsavíkur, þar sem Guðmundur gerðist starfs- maður hjá Kaupfélagi Þingey- inga. En þeim hjónum fór sem fleirum að í átthaganna andinn leitar. Þó þau ynnu sér hlýhug og virðingu norður þar, mun hugur- inn títt hafa hvarflað til Austur- lands. Og eftir þriggja ára búsetu á Húsavik fluttust þau austur til Seyðisfjarðar, þar sem þau síðan áttu heima allan starfstíma ævi sinnar, að undanskildum 6 árum, sem þau voru búsett á Breiðdals- vík, en þar var Guðmundur verzlunarstjóri. Og frá Breiðdals- vík fluttust þau aftur til Seyðis- fjarðar. Guðbjörg og Guðmundur eignuðust þrjú börn. Elzt barna þeirra er Ragnhildur, sem búsett er hér í Reykjavík. Hún var gift Benedikt Þórarinssyni banka- bókara á Seyðisfirði. En hann lézt á bezta aldri. Næst barna þeirra er Jóhann, kona Jóns Sigurðsson- ar, sem áður er hér nefnd. Yngst- ur barna þeirra var sonur, er Baldur hét, hann lézt ungur mað- ur. Árið 1955 fluttust þau Guðbjörg og Guómundur alfarið hingað til Reykjavíkur, þar sem þau settust að hjá Jóhönnu dóttur sinni og manni hennar. Var Guðmundur þá orðinn áttatíu og tveggja ára og hættur störfum. Hann var rúm- lega 13 árum eldri en kona hans. Guðmundur lézt árið 1957 í desembermánuði. Hefur Guð- björg síðan dvalið hjá dætrum sínum þó aðallega Jóhönnu. Er þar í engu ofmælt þó sagt sé, að af frábærri ástúð og umhyggju hafi þær systur annast móður sína eft- ir að hár aldur og líkamshrörnun gerði hana umönnunar þurfi. Og þá mundi það síst að skapi hinna látnu heiðurshjóna, Guðmundar og Guðbjargar, að gleymt væri þess að geta með hve einlægni vinsemd og hlýhug tengdasonur þeirra, Jón Sigurðsson, tók þeim er þau, honum þó lítið kunnug, fluttust inn á heimili hans og af hve sönnum drengskap hann tengdist þeim vináttuböndum. Slika mannkosti kunnu þau mörg- um öðrum betur að meta og virða. Það lætur að líkum að við frá- fall slíkrar sæmdarkonu, sem Guðbjargar Guðmundsdóttur, með svo langan ævidag að baki, verði margt, sem á hugann leitar, minningarnar margar, sem vakna og sem þráð væri að drepa á ef rúm og tími leyfðu. Guðbjörg var fríðleiks og glæsi- kona, svo á orði var haft og at- hygli vakti. Á þeim dögum, sem hún stóð i blóma lífsins var Seyðisfjörður talinn, það sem kaliað var sérstakur menningar- bær og um margt var þar glæsi- bragur á fólki, bæði konum og körlum. En þess minnist ég frá barnæsku og uppvaxtarárum að ekki síst varð mörgum tíðrætt um fríðleik Guðbjargar, smekkvísi hennar og glæsibrag.' Og um gestrisni og góðgerðar- semi hennar og heimilis hennar höfðu allir, er því kynntust, sömu sögu að segja. Það mátti með sanni mæla um þau Guðbjörgu og Guðmund hvar sem þau bjuggu, að þau hefðu reist heimili sitt um „þjóðbraut þvera“ svo sem sagan greinir um eina vestfirska konu fornaldarinnar. Þau urðu bæði vinsæl og vinmörg, hvar sem leið- ir þeirra lágu og sjaldgæfara var að koma svo að dyrum þeirra að eigi væru þar gestir fyrir. Og heimsóknir til þeirra voru öllum aufúsa og fagnaðarefni. Hlýleiki og smekkvísi heimilisins, innilegt og glaóvært viðmót fjölskyldunn- ar, léttar eða þroskandi samræð- ur, eftir því hvað á góma bar, gerðu dvölina þar ánægjulega. Og yfir öllu sveif hinn frjálsi andi húsmóðurinnar, sem öllum -og ávallt veitti af hinni sömu rausn og með hinum sömu yljandi bros- um, hversu mörgu sem í var að snúast og í mörg horn að líta. Guðbjörg Guðmundsdóttir var í ríkum mæli gædd því vermandi glaðlyndi sem aldrei brást og sem gerði hana svo hugþekka og minnisstæða öllum sem návistar hennar nutu og af henni höfðu kynni. Ekki fór hún fremur en flestir aðrir í þessum hrjáða heimi á mis við sorgir og and- streymi. En skapgerð hennar öll gaf henni þrek og kraft til þess að greina, einnig þá sorg og mótlæti knýðu hurðir, hinar björtu og heillandi hliðar lífsins og færa birtu og yl á leið sjálfrar sín og annarra. Ég hygg, að þegar að leiðarlok- um er litió yfir langan æviveg Guðbjargar, sé óhætt að segja aó hún hafi verið gæfukona. Hún átti að lífsförunaut í löngu og farsælu hjónabandi eiginmann, sem bæði hún og allir sem honum kynntust dáðu fyrir gáfur, dreng- skap og traust í allri gerð. Og þó í ýmsu virtust þau hjónin ólík, duldist ekki þeim, sem af þeim höfðu náin kynni að innra með þeim báðum bærðust á mörgum sviðum, strengir svipaðrar tón- tegundar, sem sameinuðu þau og samstilltu til hamingju og þroska. Hún átti börn, sem i ríkum mæli tóku að erfðum beztu kosti og hæfileika beggja foreldra sinna og sem til síðasta dags, — þeim þeirra, sem aldur entist til, sýndu henni ást og virðingu i alúð og umönnun. Og síðast en ekki síst, henni auðnaðist álöngum lífsferli að eignast víða um land fjölda vina og velunnara og að verða þeim sá veituli gestgjafi gleði og góðgerðar, sem allt hennar hugar- far, af svo rikulegri einlægni hafði nautn og fögnuð af. Og, þegar hún er færð til hvíldar í skauti þeirrar moldar, sem ól hana og gaf henni styrk til starfa, sameinast ástvinir hennar, vinir og kunningjar í minningu og þökk fyrir liðnar samverustundir, samverustundir sem geymast munu mörgum í minni, en gleym- ast ekki þó hún sé af sviðinu horfin. Og sé það rétt að handan grafar og hérvistar bíði allra annaö til- verustig þá veit ég að þar mun henni nú fagnað í ljóma þess glæsileika, gleði- og góðhugar, sem um svo langan veg bar líf hennar og störf uppi á þessari jörð. Dætrum hennar, tengdasyni, barnabörnum, bræðrum, systrum og öðrum ástvinum votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Knútur Þorsteinsson. Minning: Tryggvi Briem aðstoðarforstjóri F. 29. desember 1916. D. 12. marz 1975. Hann Tryggvi frændi er dáinn, þessi elskulegi, trausti og góði frændi, sem reyndist okkur hjón- unum og drengjunum svo afburða vel að við gátum ekki og getum aldrei endurgoldið, nema lítið brot af þvi sem að hann gerði fyrir okkur. Þéir eðlislægu eiginleikar, sem ef til vill voru ríkastir i fari Tryggva og mest einkennandi fyr- ir persónuleika hans voru sannur drengskapur, góðvild, sanngirni og höfðingsskapur i öllum sam- skiptum við samferðamenn sína i lífinu. Tryggvi fór ekki varhluta af erfiðleikunum í sinu lífi, og hann mætti þeim af sannri karl- mennsku, festu og skynsemi. I löngum og erfiðum veikindum eftirlifandi konu sinnar reyndist hann henni svo frábærlega vel, að erfitt mun að finna hliðstætt dæmi. Sár söknuður og óbætanlegur missir er nú hlutskipti okkar sem þekktum Tryggva. Mannkostir hans voru svo margir og ötvíræðir, að vart mun sá maður finnast, er eigi bar til hans hlýjan hug virðingar, trausts og velvildar. Með söknuði, þakklæti og virð- ingu kveðjum við þig elsku Tryggvi. Haddý og Oli. Tryggvi Briem, sem í dag er kvaddur hinztu kveðju, var fædd ur í Reykjavík 29. desember 1916, sonur hjónanna Sigurðar Briem, póstmálastjóra, og konu hans Guðrúnar Islerfsdóttur. Tryggvi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hélt að námi loknu til Kaup- mannahafnar, þar sem hann stundaði nám í endurskoðun. Að loknu prófi i þeirri grein vann hann við endurskoðun i Dan- mörku í nokkur ár, en þetta var á stríðsárunum og ekki um að ræða samgöngur við island. Á þessum árum kynntist hann sér- staklega bókhaldi vátrygginga- félaga og ýmsu því, sem að starfi þeirra laut. Sú reynsla, er hann þá öðlaðist, varð honum dýrmætt veganesti i því starfi, sem síðar varð ævistarf hans. Til Islands kom Tryggvi með hinni frægu feró m.s. Esju í ófrió- arlok árið 1945 og þann 1. ágúst sama ár réðst hann til Almennra trygginga h/f. Um þaó leyti voru tvö ár liðin frá stofnun fyrirtækis- ins og verkefnin næg fyrir vel- menntaðan og gáfaðan mann. Hann hóf störf við sjótryggingar og fljótt voru honum fengin ábyrgðarmikil störf. Árið 1948 varð hann skrifstofustjóri fyrir- tækisins og því starfi gegndi hann til ársins 1970, þegar hann var skipaður aðstoðarforstjóri. Störf Tryggva fyrir Almennar tryggingar verða ekki ofmetin. Hann var með afbrigðum sam- vizkusamur og nákvæmur starfs maður enda fjallaði hann jafnan um þau mál, sem slíkra hæfileika kröfðust. Sjó- og flutningatrygg- ingar voru honum ávallt hug- leiknar, enda starfaói hann alltaf mikió vió þær og var einkar vel að sér um allt, er varóaði þær mikil- vægu vátryggingar. Hann tók og virkan þátt í samstarfi íslenzku tryggingafélaganna á því sviói og var gott til hans að leita. Með Tryggva og Baldvin Einarssyni, forstjóra Almennra trygginga, tókst snemma mikil og náin samvinna. Hvor um sig sinnti sínum sérstöku störfum, sem sameiginlega stuóluóu að efl- ingu fyrirtækisins og lögðu grundvöllinn aó auknum verkefn- um og auknu starfi. Þessi sam- vinna varð mér lærdómsrík, þeg- ar ég hóf störf hjá fyrirtækinu og ég hygg að svo hafi farið um fleiri. Baldvin Einarsson dvelur urn þessar rnundir í fjarlægri heimsálfu og getur þvi ekki fylgt vini sínum til grafar en þakklæti sitt fyrir langt og náið samstarf hefur hann beóið mig að tjá. Tryggvi Briem var í allri um- gengni og dagfari prúður maður. Hann var hlédrægur og kaus helzt að vinna í kyrrþey, en fastur fyrir og ákveðinn, ef honum þótti nauð- syn bera tii. Hann var gæddur ríkri kímnigáfu og naut sín vel i góðra vina hópi, enda maður vió- förull og vel lesinn og hafði frá mörgu að segja. Tryggvi var maður hreinskiptinn, mikill vinur vina sinna og drengur góður. Það var dapurt á skrifstofum Almennra trygginga nuðvikudag- inn 12. marz. Nóttina áóur féll Tryggvi frá. Andlát hans kom okkur öllum á óvart. Hann hafði að vísu átt vió alvarleg veikindi að striða um nokkurt skeið, en vonir stóðu til að nú væri batinn á næsta leiti eftir mikla skuróað- gerð erlendis. Veikindum sínurn tók Tryggvi af mikilli karl- mennsku og hugurinn stefndi til þess að hefja störf svo fljótt sem verða mætti. Þannig endaði síð- asta samtal okkar og öll hugðum við gott til endurfunda. Af þeim varó ekki og við erurn fátækari á eftir. Nú þegar leiðir skilja kveðjum við samstarfsmenn Tryggva Briem, góðan vin og félaga. Við sendum eftirlifandi konu hans, Hrafnhildi Haraldsdóttur, svo og öðrunt ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin urn góðan dreng vera þeim huggun harmi gegn. Olafur B. Thors. Sólveig Þórðardóttir — Minningarorð Fædd 19. júní 1902 Dáin 12. marz 1975 Sólveig Þórðardóttir frá Kol- beinsstöðum, Hnappadalssýslu, fædd 19. júní, 1902, dáin 12. marz 1975. Ekkja Gunnars Jónssonar frá Hvammi í Dýrafirði. Þau Gunnar voru árum saman búsett á Akureyri og þar var hann skipa- smiður hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Gunnar var í báðar ættir af stórmerkum þingeyskum ættum kominn, en þýðir lítt að þylja nöfnin tóm. Þjóðin mun þau annarsstaðar finna. Ættir Sólveigar eru mér ekki kúnnar, en Sólveig var mann- kostamanneskja og sýndi það aó hún var af traustu og trygglyndu fólki komip. Sannaóist það best í því, hvernig hún annaðist og hjúkraði af snilld manni sinum, sem var sjúkur og ósjálfbjarga árum saman. Gagnvart sínu tengdafólki og vinum var hennar hlýja hönd og vinarfaðmur sifellt útbreiddur öllum til blessunar. Þess vegna er sár söknuóur ættmenna, vina og tengdafólks við hennar burt- kvaðningu af þessa lífs sviði. Þynnist vina fylking fríd fast að raunir sverfa, augun stara angurhlíi) eftir þeim sem hverfa. Jón M. Pétursson, frá Hafnardal. I dag verður gerð útför móður- systur minnar, Sólveigar Þórðar- dóttur, Kaplaskjólsvegi 65, hér í borg. Hún var fædd aó Eiðhúsum í Miklaholtshreppi og voru foreldr- ar hennar hjónin Þórður Kristjánsson bóndi og Sigríóur Þorkelsdóttir. Síðar fluttust þau að Kolbeinsstöðum i Kolbeins- staðahreppi og bjuggu þar, unz þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Sólveig var vart af fermingar- aldri, er hún fór að vinna fyrir sér. Stundaði hún öll algeng störf i Reykjavik á vetrum, en á sumrin fór hún ýmist í kaupavinnu í sveit eða síidarvinnu á Siglufirði. Árið 1933 giftist hún Gunnari Jónssyni skipasmióameistara. Var hann þá ekkjumaður og gekk Sólveig börnum hans í ntóður stað, en þau voru Tryggvi, nú skipasmiðameistari á Akureyri, og Bára, húsmóðir í Reykjavik. Elzta barn Gunnars, Ólafur, ólst hins vegar aó mestu upp hjá foreldrum Gunnars. Það var mikió ábyrgðarhlut- verk hinni ungu konu að taka við uppeldi barna Gunnars, strax og þau stofnuðu heimili. En Sólveig var því hlutverki vaxin og taldi hvorki þá né sióar eftir sér þau húsmóðurstörf, sem á hana hlóð- ust. Þau Gunnar og Sólveig stofnuðu heimili sitt á Akureyri og bjuggu þar allt til ársins 1955, utan þriggja ára búsetu á Siglu- firói. Á Akureyri reistu þau sér hið myndarlegasta hús að Fjólu- götu 16 og áttu þar fallegt heintili. Voru þau hjónin mjög samhent og annáluð fyrir myndarskap og gestrisni. Börn þeirra hjóna eru Anna Lísa, gift Pétri Erlendssyni vél- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.