Morgunblaðið - 20.03.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1975 31
ÍÞRÓnáFRfniR MORGUNBLABSINS !
1
Nýstárlegur
körfuknatt-
leiksleikur
Bikarmeistarar Vals í knatt-
spyrnu 1974 og tslandsmeistarar
FH f handknattleik 1974 munu
mætast í körfuknattleiksleik f
Laugardalshöllinni f kvöld. Fer
þessi nýstárlegi leikur fram í
leikhléi leiks Reykjavíkurúrvals
og liðs varnarliðsins f svokallaðri
„Sendiherrakeppni“. Má búast
við skemmtilegri viðureign
þessara kappa, og hefur heyrzt að
dómararnir muni horfa með
blinda auganu á það þótt knatt-
spyrnumennirnir skalli, og hand-
knattleiksmenn taki eilftið fleiri
skref en ströngustu reglur körfu-
knattleiksfþróttarinnar kveða á
um.
Engin íslandsmet
en góður árangur
EVRÓPUBIKARKEPPNI
MEISTARALIÐA:
Ararat Yerevan (Sovétrfkjunum)
— Bayern Munchen, V-
Þýzkalandi
1—0 (1—0). Mark Ararat: Andreasyan.
Áhorfendur: 80.000. Bayern kemst f undan-
úrslitin. þar sem liðið vann leikinn á heima-
velli sfnum: 2—0.
Anderlecht (Belgíu) — Leeds
United (Englandi) 0—1 (0—0)
Mark Leeds: Billy Bremner. Áhorfendur
35.000. Leeds vann fyrri leikinn 3—0 og
kemst f undanúrslit.
FC Twente (Hollandi) — Valez
Mostar (Júgóslavfu) 2—0 (1—0)
Mörk Twente: Zuiedma og Overweg.
Áhorfendur 27.000. FC Twente kemst í und-
anúrslit á hagstæðari markatölu 2—1,
samanlagt.
St. Etienne (Frakklandi) —
Ruch Chorzow (Póllandi) 2—0
(1—0)
Mörk St. Etienne: Janvion og Hverve
Kevelli (vfti). Áhorfendur 38 þúsund. St.
Etienne kemst áfram á hagstæðari marka-
tölu 4—3, samanlagt.
EVRÓPUBIKARKEPPNI
BIKARHAFA:
Ferencvaros, Ungverjalandi —
FF Malmö, Svfþjóð 1—1 (1—1).
Mark Ferencvaros: Brankovits. Mark
Malmö:Sjöberg. Ferencvaros kemst áfram —
vann fyrri leikinn í svfþjóð 3—1.
Dinamo Kiev, Sovétrfkjunum —
Bursaspor, Tyrklandi 2—0 (0—0)
Mörk Dinamo: Kolosov og Muntyan. Ahorf-
endur: 90.000. Dynamo f undanúrslit; Vann
einnig fyrri leikinn f Tyrklandi 1—0.
Rauða stjarnan, Júgóslavfu
Real Madrid, Spáni 2—2 (1—0)
en Rauða stjarnan komst
áfram eftir vftaspyrnukeppni.
Mörk Rauðu stjörnunnar: Dzajic og Olja
Petrovic (vftaspyrna) Áhorfendur 100.000.
Rauða stjarnan kemst f undanúrslit.
Leik Benfica (Portúgal) og Eindhoven
(Hollandi) var ekki lokið þegar Morgun-
blaðiðhafði sfðast fréttir.
FYRRI hluti Meistaramóts ls-
lands f lyftingum, tvíþraut, fór
fram f anddyri Laugardalshallar-
innar á þriðjudaginn var. Keppt
var í léttari þyngdarflokkunum,
þ.é. frá fluguvigt og upp í milli-
vigt. Sfðari hluti mótsins fer fram
á morgun, föstudag, á sama stað,
og hefst keppnin kl. 20. Þá verður
keppt f þyngri flokkunum.
Það hefir nánast talist til und-
antekninga þegar ekki hafa verið
sett met á þeim lyftingamótum
sem haldin hafa verið að undan-
förnu. Þvf mun þetta mót teljast
til undantekninganna, þar sem
ekkert met var sett, þó lögðu
menn til atlögu við metin, en
tókst ekki f þetta sinnið.
Huguvigt.
Þar var adeins einn keppandi, Einar 0.
Magnússon. HSK. Keppcndur mega vega allt
að 52 kfló f þeim flokki.
Árangur Einars varð eftirfarandi: Snörun
(fslm. 55 kg) 37*5.
Jafnhöttun: (fslm. 77.5 kg) 50. Samtals
(íslm. 117,5 kg) 87,5.
Fjaðurvigt.
Þar voru tveir keppendur, Sigurður Grét-
arsson og Brynjar J. Stefánsson, báðir úr
HSK. Sigurvegari varð Sigurður. Uann snar-
aði 75 kg (íslm. 85), jafnhattaði 90 kg (íslm.
Danirnir
koma
Forsala adgöngumiöa
á landsleiki
Islands og Danmerkur,
sem fram fara um
næstu helgi, stendur
yfir í dag í Austurstræti
kl. 4-6
LANDSLIÐSMENN
ÍSLANDS
selja miöa í
íbúðarhappdrætti HSÍ
_ á sama staö
•j l J ,1
110), samtals 165 kg (íslm. 195 kg) Árangur
Brynjars varð þessi: Snörun 50 kg, jafnhött-
un 70 kg, samtals 120 kg. Keppendur mega
vera allt að 60 kg að þyngd til að hafna f
fjaðurvigt.
Léttvigt.
Hámarksþyngd keppenda f léttvigt er 67,5
kg. Þar voru fjórir keppendur, Jón Páisson
og Stefán Larsen úr HSK og Kári Elfsson og
Sigbert Berg Hanesson úr Ármanni.
snörun (fslm. 100) jafnhöttun (íslm. 222,5)
samt (22)
Kári Jón Stefán Sigbert
75 kg 70 60 7«
112,5 95 80 ógilt
187.5 165 140 70
Kári Elfsson setti þarna persónulegt met
þegar hann jafnhattaði 112,5 kg. Honum
mistókst naumlega að jafnhatta 115 kg. Einn-
ig mistókst Kára að snara 87,5 kg, en hann
var ekki langt frá að ná þvf marki.
Millivigt
I þeim flokki keppa menn sem eru allt að
75 kg. Þar voru kcppendur aöcins tvcir. Skúlí
Óskarsson UIA og Þorvaldur Stclðnsson Ar-
mannl.
— VIÐ skiljum vel fjárhagsvandræði
Frjálsiþróttasambandsins en teljum
að það hafi farið út á mjög varhuga-
verða braut, sem er andstæð hug-
sjónum iþróttanna, með þvl að
ganga að tilboði tóbaksfyrirtækisins
og beita sér fyrir auglýsingastarf-
semi á ákveðinni vindlingategund.
Við viljum reyna að gera það sem i
okkar valdi stendur til þess að fá
sambandið til þess að hætta við
þetta áform sitt og vonumst til þess
að þeir sem eru okkur sammála sýni
vilja sinn i verki með þvi að leggja
fram fé i söfnun þá sem við höfum
ákveðið að beita okkur fyrir.
Þannig fórust Sveini H. Skúlasyni
orð i viðtali-við Morgunblaðið i gær,
en hann, ásamt þeim Ragnari
Tómassyni og Tryggva Gunnarssyni,
hafa ákveðið að gangast fyrir fjár-
söfnun til styrktar FRÍ og vonast til
þess að geta safnað um 1,5 milljón
króna. Skilyrði frá þeirra hendi er
hins vegar að FRl láti af áformum
sínum um vindlingapakkasöfnunina.
— Það hefur komið fram hjá FRÍ,
að þeir telja hámark þeirrar upphæð-
ar sem út úr söfnun pakkanna kæmi
væri ein og hálf milljón króna, sagði
Sveinn og þvi höfum við sett okkur
það markmið að safna þessari upp-
hæð og færa sambandinu. Hafa verið
sendir út undirskriftalistar með svo-
hljóðandi formála:
snörun (Islm. 110) jafnhöttun (fslm. 142.5)
samt (fslm.) 252,5
Skúli Þorvaldur
105 90
135 ógilt
240 90
Skúli hcfir verið manna iðnastur við að
sctja íslandsmet þann stutta tfma sem hann
hefir tekið þátt í keppni. Hann reyndi að slá
eigin fslandsmet í bæði snörun og jafnhöttun
og var ekki fjarri þvf. i snöruninni mistókst
honum tvfvegis naumlega með 112,5 kg og f
jafnhöttuninni mistókst honum og naum-
lega með 145 kg.
Þrátt fyrir aö engin islandsmet
hafi verið slegin á fyrri hluta
mótsins á þriðjudag var keppnin
hin skemmtilegasta. Það var ekki
mikið fjölmenni áhorfenda á mót-
inu á þriðjudag, og sætir það
furðu vegna þess að lyftingamót
eru meðal skemmtilegri íþrótta-
greina á að horfa. En líklegt er að
fólk geri sér ekki almennt grein
fyrir hve skemmtilegt það er.
Sigb. G.
,,Við undirrituð lýsum yfir fullum
stuðningi okkar við iþróttahreyfing-
una i landinu og teljum hugsjón
hennar aldrei hafa átt brýnna erindi
til almennings en i dag.
Við teljum mjög óviðeigandi þá
ákvörðun FRÍ að fjármagna starf sitt
með þátttöku i auglýsingastarfsemi
tóbaksf ramleiðanda.
Um leið og við heitum á hið opin-
bera að auka stuðning sinn við
iþróttastarf [ landinu, þá leggjum við
fram, hvert um sig, kr. 1.000, — til
FRÍ, að þvi tilskyldu, að það láti af
áðurnefndri ákvörðun sinni."
Til þess að við söfnum á þennan
hátt þeirri upphæð sem um ræðir
þurfa 1 500 manns að leggja fram fé,
og trúum við tæpast öðru en, að það
megi takast. Mun söfnunin standa
a.m.k. fram að næstu helgi, og skor-
um við á alla þá sem eru okkur
sammála að bregðast vel við. Þeir
sem ekki fá söfnunarlista í hendur
geta lagt inn á sparisjóðsbók 75600
við Búnaðarbanka Islands, og merki
þeir þá innlegg sitt „Söfnun til FRÍ".
Stjórn Frjálsiþróttasambandsins
sendi í gær frá sér langa greinargerð
vegna vindlingapakkasöfnunarinnar,
sem því miður verður að biða birting-
ar sökum rúmleysis. Í greinargerð
þessari kemur fram, að stjóm sam-
bandsins stóð einhuga að ákvörðun-
U E F A —
BIKARKEPPNIN:
Hamburger SV (V-Þýzkalandi)
— Juventus (Italíu ) 0—0.
Juvcntus vann fyrri leikinn 2—0 og kemst
f undanúrslit.
Borussia Mönchcngladbach, (V-
Þýzkalandi) — Banik Ostava
(Tékkóslóvakfu) 3—1 (1—0)
Mörk Borussia: sjálfsmark, Heynches og
Vogts. Mark Ostava: lludecek. Borussia vann
fyrri leikinn 1—0 og kemst í undanúrslit.
FC Amsterdam (Holland) — FC
Cologne (V-Þvzkaland) 2—3
(0—3)
Mörk Amsterdam: Jensen 2, mörk
Cologne: Stach, Miiller og Loher. Áhorf-
endur 5 þúsund. Cologne vann fyrri leikinn
5—1 og er þannig komió f undanúrslit.
Benfica (Portúgal) —Eindhoven
(Hollandi) 1—2 (1—1)
Mörk: Humbcrto fyrir Benfica cn van dcr
Kerkhof og Kuijen fyrir Eindhovcn. Ahorf-
cndur 60 þúsund. Eindhovcn fcr áfram I
undanúrslit cn I fyrri icik liöanna varö jafn-
tefli — 0—0.
inni að taka tilboði tóbaksfyrirtækis-
ins, og einnig segir i greinargerðinni
að um hafi verið að ræða að taka þvi
eða draga saman seglin og hætta við
ýmis áform um mót og uppbyggingu
iþróttarinnar sem búið var að ganga
frá. „Við gerðum okkur grein fyrir
þvi. að menn yrðu ekki á eitt sáttir,
ef tilboðinu yrði tekið, enda engum i
stjórninni Ijúft," segir i greinargerð-
inni.
Morgunblaðið hafði samband við
Svavar Markússon. gjaldkera FRÍ og
nefndarmann i fjáröflunarnefnd sam-
bandsins i gær, eftir að þremenn-
ingarnir höfðu tilkynnt um söfn-
unina.
— Þetta er svo ný til komið, að
stjórn FRÍ hefur vitanlega ekki fjall-
að um málið enn, sagði Svavar. —
Hins vegar hef ég ekkert nema gott
eitt um þessa söfnun að segja. For-
svarsmenn hennar gera þetta
áreiðanlega af heilum hug, og við
gleðjumst vissulega yfir þvi að það
skuli vera til menn, sem vilja rétta
okkur hjálparhönd i erfiðleikum okk-
ar. Við munum örugglega taka samn-
inga okkar við tóbaksfyrirtækið til
endurskoðunar, ef þeir félagar ná þvi
takmarki sem þeir hafa sett sér,
enda neyðarbrauð að gera þá, eins
og kemur fram i greinargerð þeirri
sem FRÍ hefur sent frá sér.
Ætla að safna 1,5 milljón króna fyrir FRÍ
verði látið af söfnun vindlingapakkanna
Björgvinsson
Reykjavikurmeistaramótið i
göngu fór fram um siðustu helgi i
Bláfjöllum og var þar keppt i
flokki fullorðinna og i 17—19
ára flokki. Sigurvegari i göngu
fullorðinna og þar með Reykja-
vikurmeistari varð Freysteinn
Björgvinsson, SR. sem gekk 15
km á 64,21 min. Annar varð
Sigurjón Hallbjörnsson SR, á
64,43 min. og þriðji varð Páll
Guðbjörnsson, SR. á 65,53 mín. f
flokki 17—19 ára varð Sigurður
Sigurðsson, Hrönn, sigurvegari,
gekk á 51,43 min. og annar varð
Birgir Sigurjónsson. Hrönn, á
55,39 mín.
Þá var keppt i skiðastökki á
þriðjudaginn. Sigurvegari i þvi og
Reykjavikurmeistari varð Mar-
teinn Kristjánsson SR. sem hlaut
203,3 stig. Lengsta stökk hans
var 30 metrar. Annar varð Sveinn
Jakobsson, SR. með 178,2 stig
og þriðji Þórhallur Sveinsson. SR.
sem hlaut 1 74,3 stig.
Jóhannes
Eðvaldsson
— ÞAÐ ER endanlega gengið frá
þvi að ég má leika með Holbæk-
liðinu frá og með 1. mai n.k.,
sagði Jóhannes Eðvaldsson i við-
tali við Morgunblaðið i gær. en
svo sem skýrt hefur verið frá i
blaðinu stóðu um það deilur
hvort Jóhannes væri gjaldgengur
með liðinu. Reglur danska knatt-
spyrnusambandsins kveða á um,
að útlendingar þurfi að hafa verið
búsettir i Oanmörku a.m.k. i sex
mánuði áður en þeir geta hafið
leik með þarlendum liðum. Fékk
Holbæk-liðið lögfræðing til þess
að annast þetta mál fyrir s<g, og
var það sótt á þcim forsendum að
íslendingar nytu sömu réttinda i
Danmörku og Danir og að þegar
væri fordæmi fyrir því að er-
lendur leikmaður hefði leikið með
dönsku liði, án þess að dvelja i
Danmörku áður. Málið vannst þó
ekki á þessum forsendum, heldur
urðu forráðamenn Holbæk að
fara ýmsar krókaleiðir til þess að
fá Jóhannes samþykktan.
— Holbæk lék æfingaleik við
Djurgárden um siðustu helgi, og
vann 3—2. Ég var ekki með i
þeim leik, heldur var það skipað
þeim leikmönnum sem koma til
með að leika fyrstu leiki liðsins í
deildinni i ár, en keppnin hefst
n.k. sunnudag, sagði Jóhannes.
— Hins vegar verð ég með i
bikarleik Holbæk við Ballerup-
liðið úr 3. deild, en sá leikur á að
fara fram á skirdag. Takist okkur
að vinna hann er Holbæk-liðið
komið i fjögurra liða úrslit bikar-
keppninnar og auðvitað stefnum
við að þvi að komast i úrslitaleik-
inn sem fram á að fara á Idræts-
parken í Kaupmannahöfn 8. maí.
Jóhannes kvaðst missa af fjór-
um fyrstu leikjum Holbæk-liðsins
i 1. deildar keppninni. Hans fyrsti
leikur með liðinu í keppninni
verður 4. mai. en þá á Holbæk að
mæta dönsku meisturunum KB á
Idrætsparken.