Alþýðublaðið - 03.09.1958, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 03.09.1958, Qupperneq 1
Brezk freigáta hefur níu íslenzka varðskÍDsmenn í haldi Utanríkisráðherra mótmæiir. c c ^ c ó;o>c „Ætli þeir viti ekki, að við höfum aldrei tapað stríði ?“ ALÞÝÐUBLAÐEÐ SEGIRi ÞAU TÍÐINDI hafa gerzt, að brezka ríkisstjórnin hefur orðið við ofbeldishót- unum togfaraeigenda í garð okkar íslend- inga vegna stækkunar landhelginnar. — Brezk herskip hafa hindrað íslenzk varð- skip að störfum og þar með verndað með valdi ólöglegar veiðar brezkra togara inn- an hinnar nýju fiskveiðilandhelgi. Jafn framt hefur íslenzkum varðskipsmönnum verið rænt. Þar með hefur brezka ríkis- stjórnin gert oíríkismálstað togaraeigenda að 'sínum. íslendingar hafa framkvæmt stækkun landhelginnar af alvöru, en stillingu. — Frumkvæðið er af hálfu Breta. Þeir hafa sýnt friðsömu smáríki og vopnlausri sam- starfsþjóð ofríki í lífsbaráttu hennar. — Þeirri staðreynd verður ekki gleymt að sinni. Nýr skuggi hefur fallið á skjöld Bretlands í augsýn alls heimsins. Löngum hefur þótt fara vel á því, að’ menn kynnu að þafcka fyrir sig. Og með framkomu sinni í landhelgismálinu eru Bretar að þakka fyrir veiðar sínar á ís- landsmiðum, fiskflutninga okkar til Bret- lands á styrjaldarárunum, þegar fslend- ingar urðu fyrir hlutfallslega meira mann- falli en stríðsaðilarnir, björgun brezkra sjómanna úr sjávarháska við íslands- strendur og önnur samskipti þjóðanna um ár og aldir. Nú stendur brezka stórveldið eitt í andstöðunni við íslendinga vegna stækkunar landhelginnar, sem er og verö- ur okkar lífsnauðsyn. Sannarlega leggsí lítið fyrir ljónið, og framkoma þess mætti verða heiminum umhugsunarefni. íslendingar þakka þeim ríkjum, sem virða nýju landhelgina í framkvæmd og Iáta ekki ófbeldi fylgja mótmælum sínum. Og þeir fordæma allir sem einn athæfi Breta, sem nú hafa gert alvöru úr fljót- færnislegum og ótímabærum hótunum togaraeigenda, er láta sjónarmið ímynd- aðra eiginhagsmuna og hlægilegs stórlætis ráða afstöðu sinni. Valdsmennirnir í Lund- únum hafa gert þeim til hæfis. En þeir kúga fslendinga aldred. Við ætlum að halda áfram að lifa og starfa í Iandi okkar, og til þess þörfnumst við fiskistofnsins og fiskimiðanna. Þá skoðun finnst Alþýðu- blaðinu hæfa að setja á forsíðu sína í dag. Stækkun landhelginnar er komin til sög- unnar, og við hana verður staðið hvort sem úrslitasigurinn tekur lengri eða skemmri tíma. íslendingum dettur ekki í hug að missa stjórn á skapsmunum sínum í tilefni af ofríki Breta — veiðiþjófnaði þeirra og mannráni. Framkoma þeirra vekur hins vegar vorkunnsama undrun, því að mál- staður íslendinga hlýtur að sigra. Bretar standa uppi sem ofríkismenn gegn okkur. Og við þekkjum þá aðeins betur eftir en áður. ÍSLENZK VARÐSKIP tóku í gærmorgun brezkan tog- ara. er var að veiðum innan 12 mílna landhelginnar. Settu varð- skipin menn uiri borð í togarann. B-ezka eftirlitsskipið East- bourne kom bá á vettvang og setti mikið lið um borð í togar- ann. Báru Bretarnir íslendingana ofurliði og fluttu þá nreð valdi um borð í brezka eftirlitsskipið. Utanríkisráðherra ís- lands, Guðmundur í. Guðmundsson, kallaði sendiherra Breta í Reykjavík á sinn fund í gær og bar fram við hann harðorð mótmæli út af bessum ofbeldisverkum Breta hér við land. Frásögn landhelgisgæzlunn- ar um atburði þessa fer hér á eftir: Snemma í gærmorgun stöðv- aðí íslenzkt varðskip brezkan togara, sem var að veið'um 5 sjómílur fyrir innan landhelg- islínu og setti sex óvopnaða varðskipsmenn um borð í tog- arann .Togaramenn gerðu SJg líklega til að varna varðskips- mönnum uppgöngu á skipið og höfðu bareflí og annan útbúnað í því skyni, en er varðskips- menn létu það ekki á si.g fá, sýndu togararnenn ekki fre.kari mótþróa. Nokkru síðar kom brezka herskipið ,,Eastbourne‘‘ á vettvang og eftir allmikiS þóf setti það sjóliða um borð í togar ann og tóku þeir íslenzku vr.rð- skipsmennina burt með vaidi og fóru með þá yfir í herskipið, en skipherrann á íslenzka varð- skipinu hafði mótmælt aðgerð- unum og neitað að taka v:5 varðskipsmönnum aftur um borð. —- Á nieðan á þessu stóð hafði brezka togarann reklð að- eins inn fyrir gömlu fjögurra mílna landhelgisiinujia. BEITTU JÁRNKÖLLUM OG ÖXU!VI. Samtímis þessu reyndj ann- að íslenzkt ’varðskip að sétja tnenn um borð i annan brezkan togara, en varðskipsmönnum var þar mætt með járnstöngum, bareflum, öxum og vatnsslöng- um, og hurfu þeir frá. Atburðir bassir gerðust út af Norðfjarðarflóa fyrir Austur- iandi. Islenzku varðskipsmennirnir, sem Eastbourne hefur í haldi eru þessir: Af Þór: Hrafnkeli Guðjónsson, stýrimaður, Hörð- ur Karlsson, Ólafur Gunnars- son, Ólafur V. Sigurðsson, Karl Einarsson, Guðmundur Sölva- son og Jóihannes Elíasson. Af Maríu Júlíu: Guömundr Karls son ,stýrimaðr og’ Björn Bald- vinsson. Fréttaritari Álþýðublaðsin-s á Neskaupstað, Oddur Sigur- jónsson, símaði eftirfarandi frá- sögn af atburðum þessum í gær: Hér í Neskaupstað heyrð- ist í morgun, er togarinn North ern Foam kallaði í brezka eftir litsskipið Eastbourne og óskaði Framliald á 2. síðu. Gilchrist, sendiherra Bretai brosti, er ljósmyndari blaðs- ins tók þessa mynd af honum í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.