Morgunblaðið - 04.04.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.04.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1975 VINNUSLYS — Þannig var umhorfs í skemmu SlS vid Sundahöfn eftir slysið í gær. Eins og sjá má hefur fall vélarinnar og mannanna verið geysimikið. 3 vinnuslys í gær Las Palmas-mótið hefst á sunnudag: Friðrik teflir gegn tveimur fyrrverandi heimsmeisturum Um kl. 11 í gærmorgun vildi það óhapp til í nýrri vöruskemmu Sambandsins við Sundahöfn, að dráttarvél með aftanívagn bakkaði út á lyftuop og féll niður 5'á metra. Tveim menn voru á vélinni og slösuðust þeir minna en við hcfði mátt búast. Hlutu þeir aðeins minni háttar meiðsli og fengu að fara heim að lokinni rannsókn. Við rannsókn á vettvangsstað kom í Ijós, að úthúnaður lyftuops- ins var með ólíkindum. Þar höfðu fjalir verið negldar yfir og sfðan lagt þunnt lag af steypu ofan á og hvergi girt fyrir. A hæðinni fyrir BERGÞÓR kominn með 812 lestir Siind^eröi. .1 iiprii. HEILDAREISKAELI i Sandgerði var frá vertíðarbyrjun til síðustu mánaðamóta 4,673 lestir í 717 sjó- ferðum en var 4,257 lestir í 768 sjóferðum á sama tíma í fyrra. Sjö bátar voru héðan á loðnu veiðum en þeir eru allir hættir og farnir á netaveiðar, 35 bátar eru nú gerðir út héðan og eru flestir þeirra á netaveiðum eða 23,4 eru á botnvörpu, aðeins 2 á linu og 5 eru byrjaðir á handfæraveiðum. Auk þess landa hér alltaf daglega nokkrir aðkomubálar. Um mánaðamótin var Bergþór sem fyrr aflahæstur Sandgerðis- báta með 812 lestir og er hann líklega jafnframt hæsti báturyfír landið. Skipstjóri á Bergþóri er Magnús Þórarinsson. Hér eru komnar á land nú 12,463 lestir af loðnu en á síðasta ári var landað hér 20.800 lestum af loðnu. Þrær verksmiðjunnar eru svo til fullar og bræðsla í fullum gangi. Hafnarframkvæmdum þeim sem hófust hér i ágúst í fyrra er haldið áfram og miðar allvel. Aætlað er að loka höfninni alveg með tveimur skjólgörðum sem verða um kiiómetri að lengd í það heila. Verkið mun væntanlega standa langt fram á sumar. Akveðið hafði veríð að byggja nýja 90 metra bryggju á komandi sumri en sökum fjárskorts var þeim áætlunum frestað en haldið þess í stað áfram með gerð grjót- garðanna. — Jón. neðan var sami úthúnaður og heppni að dráttarvélin skyldi ekki fara þar niður líka. Annað framhjólið fór þó í gegnum timburverkið þar. Þá varð vinnuslys í Hampiðj- unni í gær. Unnið var við að koma stórri 8 tonna hnýtingavél inn á 3. hæð hússins. Var búið að koma vélinni inn og veríð að tjakka upp eitt horn hennar þegar stöng tjakksins rakst af miklu afli undir höku eins starfsmannsins. Fékk hann töluverðan skurð'undir hök- una og margar tennur brotnuðu i munni hans en ekki var talið að maðurinn hefði kjálkabrotnað. Loks varð vinnuslys i Plast- prenti við Ilöfðabakka i gærmorg- un. Starfsmaður fór með aðra höndina í prentvél og missti við það fingur. Blíða í Siglufirði Sinlufii<)i. :í. ciprfl. STALVIK kom hingað um hádeg- isbilið í dag með um 110 lestir af góðum fiski. Linubálurinn Tjald- ur, sem rær með línu, kom i gær- kvöldi með 8 lestir af bezta íiski. ERIÐRIK Ólafsson stórmeistari fór í fyrradag til Las Palmas á Kanaríeyjum, en þar verður hann meðal þátttakenda á afar sterku skákmóti sem hefst á sunnudag- inn. Níu stórmeistarar taka þátt í mótinu, þar á meðal tveir fyrrver- andi heimsmeistarar, Tal og Petrosjan frá Sovétríkjunum. Er þetta mót álitið nokkru sterkara en mótið f Tallin á dögunum. Eriðrik var nokkuð bjartsýnn þegar Mbl. náði af honum tali síðdegis f gær f Las Paimas. Var hann að búa sig undir átökin og sagðist vera í ágætu formi. Þá má geta þess, að innan skamms hefst mjög sterkt mót I Kaliforníu f Bandarfkjunum. Þar verður Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, ætlar Eiskbúðin Sæ- björg að reisa stóra fiskheiidsölu úti í Örfisey á næstunni. Þeir Guðmundur Óskarsson og Björg- vin Jónsson, eigendur Sæbjargar, sögðu í samtali við Morgunblaðið f gær, að húsið yrði byggt í félagi við aðra aðila, en Sæbjörg myndi þarna fá 800 fermelra gólfpláss á tveimur hæðum. Neðri hæðin er hugsuó sem vinnupiáss fyrir nýja fisk og til verkunar á saltfiski. Hingað til hafa þeir lítið getað nýtt þorsk- inn. Hann hafa þeir ekki getað saltað, heldur orðið að selja öðr- um til söltunar og keypt á ný. A efri hæðinni á að koma frystiað- staða, fyrir þá fisksala sem vilja. Undanfarin ár hafa fisksalar orð- ið aó geyma fisk úti um allan bæ og mest í sænska frystihúsinu, en engin veit hve lengi það fær að standa. Þeir Guðmundur og Björgvin sögðu, að það væri fyrst og fremst nýi fiskurinn sem væri vinsæll, og ýsan þar nr. 1. Síóustu vikur hefði hins vegar veríð mikil ýsugengd vió landió, og því hefði ekki verið hægt aó selja alla ýsuna sem bor- Alþingi kom saman í gær ALÞINGI kom saman í gær að loknu páskaleyfi og á fundi í Sameinuöu þingi voru samþykkt kjörbréf. Tók þá sæti á Alþingi Kristján Eriðriksson, sem ekki hefur áður setið á þingi, undirrit- aði hann eiðstaf þingsins. Þá voru settír deildarfundir. I efri deild fór fram fyrsta umræða Eramhald á bls. 20. Guðmundur Sigurjónsson meðal þátttakenda. Friðrik sagði í samtalinu við Mbl. að teflt væri á hóteli í Las Palmas sem heitir Santa Catalina. Hefst hver umferó klukkan 16 að Islenzkum tíma og lýkur klukkan 21. Ef biðskákir verða er ætlunin að tefla þær strax klukkan 23 sama kvöld. Þetta mót er árlegt og var Friðrik meðal þátttakenda i fyrra og hafnaði þá í 2—3 sæti. Borgaryfirvöld í Las Palmas standa að mótinu með stuðningi ýmissa aðila. Mótið hefst á sunnu- daginn og því lýkur 26. apríl. Þátttakendur eru alls 16, þar af 9 stórmeistarar. Eru þar fremstir i flokki Tal og Petrosjan frá izt hefði að landi jafnóðum. Því væri nauðsynlegt að geta fryst nokkurt magn af ýsu, þegar ástand væri svipað og nú, til harðari tima, þegar ýsan léti ekki sjá sig í jafn rikum mæli og nú. Þá er þeim boðið mikið magn af rauðmaga um þessar mundir, en vegna aðstöðuleysis hafa þeir ekki getað verkað hann. Og ai- mennt á að vera hægt að verka allan fisk á hinn bezta hátt 1 nýja húsinu. Til samanburðar má geta þess, að húsnæði það sem Sæbjörg hef- ur á Grandagarði núna er aðeins 40—50 fermetrar að gólffleti, en hjá fyrirtækinu vinna 15 manns. UM SEXTÍU félagar úr Ferðafé- lagi lslands stofnuðu á pálma- sunnudag með sér nýtt útivistar- félag í Reykjavík, sem hlotið hefur nafnið Útivist. Formaður félagsins er Þór Jóhannsson, rit- ari Jón I. Bjarnason og Einar Þ. Guðjohnsen er meðstjórnandi og jafnframt framkvæmdastjóri fé- lagsins. Stofnfundur félagsins var haldinn f Lindarbæ og var hann lokaður og hafði ekki verið auglýstur. 1 fréttatilkynningu frá Utivist segir að uppbygging þess sé í stórum dráttum þannig, að stofn- endur mynda 25 manna félags- kjarna, sem hefur það hlutverk að standa vörð um stefnu og stjórn félagsins. Þriggja manna stjórn sér um daglegan rekstur félagsins og ber hún ábyrgð gagnvart Sovétríkjunum, báðir fyrrverandi heimsmeistarar. Þá má nefna Larsen frá Danmörku, Andersson frá Svíþjóð, Hort frá Tékkóslóvakíu, Mecking frá Brasiiiu, Ljubojevic frá Júgósla- víu, Pomar frá Spáni, auk Frið- riks. Aðrir þátttakendur eru Spánverjarnir Hernandes, Deljon og Vixier, Cárdosa frá Filipseyj- um, Debonet frá Argentinu, Carzia frá Kúbu og Tatai frá Italíu. Einhverjir þessara kappa hafa náð alþjóðlegum meistara- titli. Friðrik sagði að lokum, að þokkaleg verðlaun væru í boði, t.d. væru 1. verðlaun um 300 þús- und islenzkar krónur. Menningar- starf í Reyk- holtsdal SVEITUNGAR okkar Guðmund- ar Hagalin eiga vissulega skilió það lof sem hann hefur á þá borið i löngum og skilmerkilegum greinum í Morgunblaðinu — nú siðast í dag. Þökk sé Guðmundi fyrir þetta. En hann eignar undirrituðum alltof mikið í sambandi við sýn- ingar á Skugga-Sveini í Logalandi fyrir níu árum. Við Andrés Jóns- son i Deildartungu skiptum með okkur verkum við leikstjórnina og það sem þar kann að hafa vel tekizt var miklu meira honum að þakka en mér. Heiður þeim sem heiður ber. 2. apríl 1975 Jónas Arnason Kópareykjum. félagskjarnanum og félaginu. Til- gangur félagsins er að stuðla að útivist fólks i hollu og óspilltu umhverfi. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með þvi að gefa út rit, sem hvetji fólk til ferðalaga og hollrar útivistar, stuðla að ferðum, einkum gönguferðum, um Island og önnur lönd, hafa vinsamlegt samband við aðra aðila, sem vinna að skyldum verkefnum utanlands og innan, koma upp gistiskálum, sem auðveldi ferðir og útivist á íslandi, og láta til sin taka mál, sem varða ferðalög og útivist eftir því sem stjórn og félagskjarni sjá ástæðu til hverju sinni. Félagið er opið öllum, og félagar geta allir orðið, sem fá til þess meðmæli frá félagsmanni — segir i fréttatil- kynningu frá Útivist. Aðalfund félagsins á að halda fyrir marzlok ár hvert og verður þar gefin skýrsla um starfsemi félagsins, og lagðir fram endur- skoðaðir reikningar þess. Verði félaginu slitið, eftir nánari ákvæðum félagslaganna, renna eignir þess til hliðstæðs félags eða stofnunar á sama svæði. Á stofn- fundi var Stefán Nikulásson kjör- inn endurskoóandi félagsins og Guðjón Jónsson frá Fagurhóls- mýri til vara. Félagió hefur þegar tekið til starfa og hyggst fara í fyrstu ferð sína sunnudaginn 6. apríl. Lagt verður af stað frá Umferðamið- stöóinni klukkan 13. Verður ekið til Höskuldarvalla og gengið á Keili og nágrenni hans skoðað, en Höskuldarvellir eru sérstæður óbrynnishólmi, umflotinn hraun- hafi Reykjanesskaga. Þá verður einnig komið við hjá Hvernum eina og á fleiri markverðum stöð- um. Fararstjóri verður Gisli Sigurðsson í Hafnarfirði, en hann er manna kunnugastur á þessum slóðum, reyndur fararstjóri og fróður vel. Einmuna blíða er hér 1 dag, eins og bezt lætur að sumariagi, hitinn er um 12 stig. M.J. Fischer leit á kröfur sín- ar eins og trúarbrögðin EETIR AÐ ljóst varð í gær, að Bobby Eischer heimsmeistari I skák ætlaði að afsala sér heims- meistaratitlinum með því að láta ekkert í sér heyra vegna fyrirhugaðs einvfgis hans og Karpovs á Eilipseyjum síðar á þessu ári, hafði Morgunblaðið samband við Gunnar Gunnars- son, forseta Skáksambands ís- lands, og bað hann að segja álit sitt á þessu máli. Gunnar sagði í upphafi, að á fundi Alþjóða skáksambands- ins, sem haldinn var í Hollandi fyrir stuttu, hefði Edmondson, forseti Bandaríska skáksam- bandsins, rætt nokkuð vió Is- lendingana og sagt að Fischer héldí eins fast vió þær kröfur, sem hann hefði sett, og um trúarbrögð hans væri að ræða. Edmondson hefði verið með margar útskýringar á þessu meðal annars bent á að margir stærðfræðingar og prófessorar hefðu talið kröfur Fischers ekki óeðlilegar. — En þvi er ekki að neita að Fiseher missti á fundinum í Hollandi réttindi sem heímsmeistarinn hefur lengi haft, en fékk önnur ekki veigaminni i staðinn. Þá sagði Gunnar að Fischer vissi nú vel hvað gerðist, en hann vissi líka að til væru lönd, eins og í þriðja heiminum, sem vildu styðja hann í því skyni að hann gæti byggt upp einhvers- konar skákveldi þessara landa. — Eg hef það hins vegar á tilfinningunni, að það sé svo mikið eftir af Fischer sem skák- manni, að það sé mikil synd að missa hann út úr keppni. En ég veit líka, að Fischer dvaldist á heimili Edmondson í fimm daga áður en fundurinn i Hol- landi var haldinn og þar gat Edmondson ekki hnikað Fischer. Gunnar sagði að lokum að það hefði verið reiknað út, að ef verðlaun þau sem í boði væru hækkuðu jafnmikið í prósent- um milli heimsmeistarakeppna, eins og nú átti verða frá einvig- inu í Reykjavík og til einvígis- ins i Manilla, þá hefðu sérfræó- ingar komist að því, að allir fjármunir heimsins myndu ekki duga til verðlauna árið 2000. Fiskheildsala Sæbjargar: Gólfrýmið eykst úr 40 ferm í 800 Ferðafélagið Útivist stofnað Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Einar Þ. Guðjohnsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.