Morgunblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRlL 1975 Sæluvikan aðeins fyr ir Sauðkræklinga? Bæ, Höfðaströnd, 3. apríl. SÚ VAR tfðin, að Karlakórinn Heimir æfði söng mikinn hluta vetrar til þess að geta komið fram á sæluviku Skagfirðinga sem fram fer á Sauðárkróki seinni hluta vetrar ár hvert. Þá voru eins og nú bændur í framanverðum Skagafirði í meiri hluta í kórnum, þótt nú sé hann meira blandaður. Söng- menn eru núna 40 talsins. Að sögn formanns kórsins mun hann ekki taka þátt i sæluvik- unni að þessu sinni, því kór- félögum finnst að þeim sé löngu orðið ofaukið á sæluvik- unni því þeir hafa ekki um langa hrið fengið að halda söng- skemmtanir á þeim tima sem boðlegur getur talist. Hefur kórinn aðeins fengið að syngja klukkan 18 á þriðjudögum sem er auðvitað óhæfur tími. Bæði er fólk þá enn i vinnu og bænd- ur eiga erfitt með að komast frá búum sínum á þessum tima. Telja kórmenn eins og flestir Skagfirðingar, að sæluvikan í' þeirri mynd sem hún er nú komin i sé nokkuð langt fyrir utan þann ramma sem átti að verða. Sé sæluvikan fremur fyrir Sauðkræklinga en Skag- firðinga. Hér er indælis veður og tekur snjó ört. Veturinn hefur verið harður og geysilega óstilltur og ég man ekki eftir eins mörgum snjóflóðum. Til dæmis féll 4 km breið snjóskriða í Óshlið í vetur, en slikt mun síðast hafa gerst á þessum stað 1648. — Björn. Skaut 8 tófur og náði metinu aftur Staðarbakka, Miðfirði 3. april. HÉR VAR veturinn harður eins og annars staðar. En nú hefur verið blfðuveður um hrfð og er að mestu orðið snjólaust á láglendi en mikill snjór er enn f hlfðum og upp til f jalla. Harðfenni hefur verið mikið og hafa menn getað ekið upp um fjöll og firnindi á harðfenn- inu. Þetta hefur verið notað óspart, t.d. við að flytja girð- ingarefni og efni til viðhalds gangnamannakofum. Hafa menn farið þetta á jeppum með kerru aftan i. Vegna þessJive snjóþungur veturinn var hefur þurft að gefa fé að mestu inni og einnig hrossum að miklu leyti og er það óvanalegt. Hermann Stefánsson refa- skytta á Haugi í Miðfirði skaut fyrir nokkru 8 tófur á einni nóttu frá skýli sínu skammt frá Aðalbóli. Hafði hann lagt æti fyrir tófuna um nokkurn tíma Þetta er mesti fjöldi sem skot- inn hefur verið í einu. Fyrir nokkrum árum átti Hermann metið, 6 dýr í einu. Síðan náði hann metinu, skaut 7 dýr er nú hefur Hermann náð þvi aftur. —Benedikt. Útigangsfé finnst Breiðuvíkurhreppi, 30. marz. I GÆR, laugardaginn 29. marz, heimti ég undirritaður tvær ær sem ekki hafa sést sfðan um réttir s.l. haust. Ferðamaður sá ærnar skammt frá veginum á Svalþúfu sem er austan við Lóndranga. Ég fór í gær að leita að ánum og fann þær á svokölluðum Engjum sem eru á sjávar- bökkunum milli Svalþúfu og Dagverðarár. Ég tók ærnar heim og setti þær í hús. Ærnar eru nú að verða tveggja vetra gamlar. Þær eru mjög hold- litlar og kviðmagrar og er ljóst að þær hafa lifað við sult lengi. Það má teljast furðulegt að þær skuli hafa lifað af veturinn þvi veðráttan hefur verið mjög hörð í vetur. Líklegast er að ærnar hafi haldið sig í hrauni í vetur og líklegt að þær hafi verið nokkuð lengi í fönn. Þetta er einsdæmi í mínum búskap. — Finnbogi G. Lárusson. Afli Þorlákshafn- arbáta að glæðast Þorlákshöfn, 3. april. HIN langþráða páskahrota kom hér ekki við sögu að þessu sinni. — En afli fór að glæðast upp úr páskum og er nú góður. Menn vona, að sem oft áður verði aprílmánuður sá mánuð- ur vetrarvertíðarinnar sem geri gæfumuninn í aflabrögðum vertfðarinnar hér í Þorláks- höfn. Hinn 31. marz voru komin á land hér 6530 tonn af bolfiski i 782 róðrum, sem er 8,3 tonna meðalafli í róðri. Á sama tfma í fyrra var bolfiskaflinn orðinn 5470 tonn í 621 róðri og var meðalafli i róðri aðeins meiri, 8,8 tonn. Loðnuaflinn hér er nú 14.000 tonn á móti 19.750 tonn- um á sama tima í fyrra. — Aflahæstu Þorlákshafnarbátar voru um mánaðamótin Brynjólfur 543 tonn, Friðrik Sigurðsson 414 tonn og Jón á Hofi með 400 tonn. I gær, miðvikudag, var mesti afladagur vertiðarinnar og yar mestur afli á bát 48 tonn. Sjómenn hér i Þorlákshöfn hafa ekki boðað til verkfalls. — Ragnheiður. Afli Grindavíkurbáta 13001 meiri en í fyrra UM mánaðamótin var heildar- afli Grindavfkurbáta orðinn röskum 1300 lestum meiri en á sama tfma f fyrra. Þann 31. marz s.l. var aflinn orðinn 8100 lestir f 1270 löndunum, en var f fyrra 6781 lest f 1224 löndunum. Aflahæsti báturinn er nú Geirfugl með 679 lestir, síðan kemur Þórir með 325 lestir og Hópsnes með 318 lestir. Að sögn Daniels Halldórs- sonar viktarmanns i Grindavik gefa þessar tölur ekki til kynna að meðalaflinn sé miklu meiri en i fyrra, bæði eru landanir fleiri á þessari vertið og svo hafa minni bátar litið getað róið i vetur vegna ótíðar, en stærri bátarnir verið fleiri og sótt af þeim mun meiri krafti. Ljósmynd Mbi. ÖIJUL # Flestir styrkþegar eða fulltrúar þeirra voru mættir I hófi Menntamálaráðs f Þingholti. Frá vinstri á myndinni: Unnur Bafdursdóttir, sem mætti fyrir hönd Veturliða, Kristján Davfðsson, Heiga Ingólfsdótt- ir, Hrafn Gunnlaugsson, Fjölnir Stefánsson f.h. Tónverkamiðstöðvarinnar, Rut Ingólfsdóttir, Ulfar Þormóðsson og Guðrún Tómasdóttir. 3 milij. kr. styrkir frá menntamálaráði til tónlistar, kvikmynda og listamanna Menntamálaráð tilkynnti i gær um afhendingu 500 þús. kr. tón- listarstyrks, 1 millj. kr. kvik- myndastyrks og 125 þús. kr. dvalarstyrkja til 10 listamanna og hafði Kristján Benediktsson for- maður menntamálaráðs, orð fyrir nefndinni á blm.fundi. Tónlistarstyrkur er ætlaður til útgáfu á fslenzkum verkum á hljómplötur og hlaut hann að þessu sinni Islenzka tónverkamið- stöðin til útgáfu á hljómplötu með Sögusinfónfu Jóns Leifs. Ráðgert er að finnski hljóm- sveitarstjórinn Jussi Jalas stjórni verkinu, sem verður tekið upp í haust. Um þennan styrk bárust 6 umsóknir alls, en þær voru auk þeirrar sem um er getið: Tón- verkamiðstöðin til útgáfu á litlum hljómplötum með íslenzkum verkum.SG-hljómplötur, Félag ís- EINS OG flestum mun vera kunn- ugt, brást loðnufrysting svo til algjörlega hér á landi f vetur og sömu sögu er að segja frá Noregi, en þar er frystingin aðeins brot af þvf sem hún var f fyrra. Af þessum sökum er talið að mikið rýmkist á japanska markaðnum á þessu ári, þannig að sæmilegar horfur á sölu frystrar loðnu þangað gætu orðið á næsta ári. Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Japan, sagði i samtali við Morgunbiaðið i gær, að örugglega gengi mikið á birgðirnar á þessu ári. Um áramótin hefðu verið til um 40 þús. tonn á japanska mark- aðnum, en meðalneyzlan væri i kringum 3000 tonn á mánuði. Þannig ætti mikið að ganga á birgðirnar á þessu ári. Þá sagði Guðmundur, að um Baldur hefur áburðarflutninga frá Flatey í dag BÚIÐ VAR að ná helm- ingi áburðarfarmsins úr Hvassafellinu á land I gær- kvöldi eða rösklega 500 lestum, en talið er að í skip- ínu séu um 1000 lestir. I samtali við Morgunblaðið sagði Heiðar Kristinsson báts- maður að unnið væri við upp- skipunina frá þvi snemma á morgnana fram til kl. 23 á kvöldin og taldi hann að búið yrði að skipa öllum áburðinum upp úr skipinu á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Þá er ákveðið að flóa- báturinn Baldur hefji flutninga á áburði frá Flatey i dag. lenzkra dægurlagahöfunda til út- gáfu á nótum, Kristinn Reyr til útgáfu á nótum og Steingrímur Sigfússon á Húsavik til útgáfu á nótnasafni. Kvikmyndastyrkur hefur verið veittur þrívegis áður af mennta- málaráði. Styrkinn að þessu sinni hlaut Hrafn Gunnlaugsson til að gera kvikmynd er hann hyggst kalla „Blóðrautt sólarlag“. Hrafn hefur sjálfur samið handritið, leikendur eru 5 og ráðgerður sýn- ingartími er 30 mín. Alls bárust 2 umsóknir um styrkinn. Hrafn kvað þessa mynd verða gerða á 16 mm svarthvíta filmu. Handritið samdi hann upphaflega á sænsku þegar hann nam við Dramatiske Institut i Stokkhólmi. „Svíar höfðu mikinn áhuga á handrit- inu,“ sagði hann, „og kváðust myndu standa að tæknilegri hlið útlit á næsta ári væri ekki hægt að segja með neinni vissu fyrr en i ljós kæmi hvernig Nýfundna- landsveiðar Rússa gengju i sumar, en þeir væru stórir sölu- aðilar á Japansmarkaði. SALA á miðum f happdrætti Slysavarnafélags Islands stendur nú sem hæst og f dag, föstudag, og tvo næstu daga, verður söluher- ferð um allt land. Þá verður gengið f hús, farið á vinnustaði og miðar boðnir til sölu á götum úti. Slysavarnadeildir og björgunar- sveitir S.V.F.I. um allt land sjá um að selja miðana. Það er áskorun til allra lands- myndarinnar ef ég fengí styrk á Islandi, en það er ljóst að þessa mynd get ég ekki gert nema I samvinnu við innlenda eða er- lenda aðila.“ Ráðgert er taka myndina í sumar, en Hrafn kvaðst hafa í huga að það yrði gert i Flatey á Breiðafirði, Djúpavik, Hesteyri eða Aðalvík, því efnið fjallaði um stað sem væri í eyði eða þar sem byggðin hefði átt í vök að verjast. „Ég hafði ákveðna leikara í huga við gerð handríts- ins,“ sagði Hrafn, „og þeim hef ég sýnt handritið við ágætar undir- tektir, en í stytztu máli er efni myndarinnar um það að verða innlyksa, ekki aðeins í umhverfi sínu og þjóðfélaginu, heldur einn- ig í sjálfum sér og sinni eigin menningu.“ Um kvikmyndastyrkinn sóttu auk Hrafns: Þrándur Thorodd- sen, til að gera kvikmyndir um Hundadaginn mikla og um sögu eftir Gunnar Gunnarsson blaða- mann; Édda Hákonardóttir, til að gera heimildarmynd um land og þjóð; Guðmundur P. Ölafsson og Öli Örn Andrésson, til að gera heimildarkvikmynd um töku fuglamyndar á Breiðafirði og fleiri þætti náttúrulífs þar; Þor- geir Þorgeirsson til að gera heimildarkvikmynd um vinnu kvenna i fiskvinnslu á Islandi; KVIK s.f., til að gera heimildar- Framhald á bls. 20. manna frá Slysavarnafélaginu, að þeir taki sölufólkinu vel og styrki félagið i starfi með þvi að kaupa miða. Vinningar eru 20 talsins og eru þeir skattfrjálsir. Meðal vinninga má nefna Citroen Ami fólksbifreið, Zodiac Mark 3 slöngubát með utanborðsvél og Johnson vélsleða. Dregið verður i happdrættinu 1. mai n.k. og verður drætti ekki frestað. Mun betra útlit á Japansmarkaði Söluherferð í happdrætti Slysavarnafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.