Morgunblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1975 Allar þrær fullar á SV-landi — Skipin til Siglufjarðar? ENN cr sæmileg loðnuveiði og nú eru allar þrær fullar á Sv-horni landsins. Því stóð til f gærkvöldi að einhver skip héldu jafnvel til Siglufjarðar en greiða átti 1 kr. f flutningsstyrk þangað. Eftir þeim upplýsingum, sem við fengum hjá loðnuncfnd f gærkvöldi, voru 18 skip enn á loðnuveiðum, en 2 hæltu í ga>r, Börkur og Reykja- horg. Frá því um miðnætti í fyrrinótt fram til kl. 21 í gærkvöldi til- kynntu 8 skip um aíla, samlals um 3000 lestir. Skipin voru þessi: Klosi IS 240 lestir, Oskar — Víetnam Eramhald af bls. 1 tvær héraðshöfuðborgir til viöbót- ar í dag. þ.á m. Phan Thiet, aóeins 100 kílómetra frá Saigon. bá kváðust Vielcong skærulíðar hafa náð á sitt vald Ghon Thanh, um 90 kílömetra norður af Saigon eftir margra vikna umsátur. Upplýst var í Washington að bandaríska stjórnin væri að undirbúa gífurlega flutninga flóttafólks, allt að milljón manns, áður en landið fellur algjörlega í hendur kommúnista. Kröfur um afsögn Thíeus for- seta komu fram af auknum krafti í dag, og æðsti leiðtogi kaþólskra i landinu, Nguyen Van Binh erki- biskup, krafðist afsagnar hans i þágu þjöðarinnar. I>á sagði kaþólski stjórnarandstiiðuleiðtog- inn séra Tran Iluu Thanh að Thieu bæri fulla ábyrgð á afhroði stjórnarherja að undanfiirnu og ætti að segja af sér. Ford íorseti sagði í einkavið- ræðum við fréttamenn fyrir blaðamannafundinn í dag að Thieu hefði fyrirskipað illa undir- búið og óþarft undanhald sljórnarherja og um væri að ræða ótrúlega umfangsmiklar hörm- ungar. A blaðamannafundinum lýsti Ford öánægju sinni með að Thieu hefði ekki skýrt sér frá undan- haldinu fyrirfram. En hann tök fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Thieu ætli að segja af sér, þó að slikl kynni að leiða til vopnahlés. Ford sagði að hann byggist ekki á þessu augnabliki við falli Suður- Vietnams í bráð. Hann harmaði enn að þingið skyldi koma í veg fyrir að Bandarikin stæðu við skuldbindingar sínar um her- aðstoð við Suður-Vietnam. Thieu forseti ræddi í dag við Weyand hershöfðingja, yfirmann bandaríska hersins í Víelnam, um ástandið, og mun hershöfðinginn skýra Ford frá þeim viðræðum. Mikill fjöldi útlendinga flýr Saigon, og t.d. fyrirskipaði vestur- þýzka sendiráðið brottflutning fjölskyldna starfsmanna sinna, og fregnir hermdu að fjölskylda Thieus forseta sjálfs væri að mestu flúin frá Suður-Víetnam. Fjölskyldum 75 starísmanna Sameinuðu þjöðanna i Saigon hefur verið leyft að yfirgefa borg- ina og fara til Bangkok ef þær vilja, en alls eru það 108 manns. Hins vegar verða starfsmennirnir sjálfir ekki fluttir burt. Víðsvegar að berast framlög til hjálparstarfsins í landinu. Þannig var t.d. skýrt frá því í Stokkhólmi í dag að Sviar myndu verja 23 milljónum sænskra króna þegar í stað til mannúðarstarfs í Suður- Víetnam. og u.þ.b. helmingur þeirrar upphæðar mun fara beint tíl bráðabirgðastjórnar Víetcong. Þá sendi vestur-þýzka ríkisstjórn- in flugvél með 18 tonn af hjálpar- vörum til flóttamanna áleiðts til Saigon í dag, einkum lyf, og mun vélin koma með flóttamenn til baka. Rauði krossinn mæltist í kvöld til þess að fá 30 milljónir dollara til viðbótar til að standa straum af hjálparstarfinu í Indó- kina næstu þrjá mánuðina, og var beiðninni beint til ríkisstjórna og Rauða kross félaga um heim allan. Og Alþjóða verkalýðssam- bandið skoraði í dag á ríkisstjórn- ir að veita rausnarlega til hjálpar- starfs í Suður-Víetnam. Magnússon AK 450 lestir, Ásberg RE 330 lestir, Faxi GK 220 lestir, Asgeir RE 300 lestir, Börkur NK 600 lestir, Rauðsey AK 430 lestir og Faxaborg GK 300 lestir. Vestmannaeyingar: Kjaramálin í DAG verður viðræðufundur forystumanna Vinnuveitendafé- lagsins í Vestmannaeyjum og forystumanna Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sem felldu sam- komulagið, sem gert var milli ASÍ og VSÍ. Eundurinn í dag verður að sögn Haralds Gísla- sonar, formanns vinnuvcitenda f Eyjum, ekki samningafundur hcldur aðeins viðræðufundur. í gærkveldi hafði Verkakvenna- félagið Snót hoðað til fundar í Eyjum, þar sem ræða átti samn- ingana. Ekki hafði frétzt af fund- inum í gærkveldi, enda var honum ekki lokið er Mhl. fór í prcntun. 3 samninga- fundir í dag SAMNlNtJ AFUNDUR með sjó- mönnum á bátaflotanum og minni skuttogurum var haldinn hjá sáttasemjara í gær og stóó til klukkan 19. Annar fundur með þessum aðilum hefur verið boðaður í dag klukkan 13.30 og klukkan 14 hefur verið boðaður fundur með togarasjómönnum á stærri togurunum. Er það fyrsti fundur um alllangt skeið með þeim aðilum Þá er þriðji samn- ingaíundurinn, sem haldinn verður í dag, fundur með verzl- unarmönnum og hefst hann klukkan 17. — Samþykktu Eramhald af bls. 36 næstu dögum og af þeim sökum þorðu bræðslurnar þar meðal annars ekki að taka á méiti loðnu. A lundi stjórnar- og trúnaðar- mannaráðs félagsins í gær var hins vegar ákveðið, að fresta verkfallsboðuninni um óákveðinn tima. — Alþingi Eramhald af bls. 2 um tekjuskatt og eignaskatt, en í neðri deild var rætt um írumvarp til laga um breytingu á vegalög- um. Að tilhlutan Jóhanns Haf- stein varö allmikil umræða um 11. grein lagafrumvarpsins og töldu allir, sem til máls tóku, að skoða bæri þá grein nokkuð vel áður en samþykkt yrði. Nánar verður skýrt frá umræðunum um vega- lagafrumvarpið á laugardag. — Styrkir Framhald af bls. 3 kvikmynd um hvalveiði við Island frá öndverðu; Ölafur Torfason, til að gera mynd um Papana; Magnús Magnússon, til að gera heimildarmynd um teistuna; Reynir Oddsson til að gera stór- mynd tveggja stunda í samvinnu við franska aðila og Þorsteinn Úlfur Björnsson sótti einnig um styrk til heimildarkvikmyndar. Dvalarstyrkir, 125 þús. kr., eru ætlaðir listamönnum, sem hyggj- ast dvelja erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Alls bárust 35 umsóknir. Menntamálaráð veitti eftirtöld- um 10 listamönnum styrk að þessu sinni: Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu, Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara, Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu, Jóni úr Vör skáldi, Kristjáni Davíðssyni listmálara, Ragnari Kjartanssyni mynd- höggvara, Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, Steindóri Hjörleifssyni leikara, Úlfari Þormóðssyni rithöfundi, Veturliða Gunnarssyni list- málara. Guðrún Tómasdóttir söngkona kvaðst ætla að nota sinn styrk til söngnáms í Bandarikjunum, „til þess að hressa upp á sönginn, einkum túlkun ljóðasöngs“, eins og hún orðaði það, en í þeim er- indagjörðum mun hún halda til New York síðla sumars. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari kvaðst ætla á námskeið í sumar hjá fyrrverandi kennara sínum í Lubeck þar sem hún kvaðst einn- ig ætla að æfa þau verk sem hún myndi leika á tónleikum næsta vetur. Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari kvaðst ætla á námskeið í semballeik í Bremen og skoða hljóðfærasöfn og sembalsmiðjur. Veturliði Gunnarsson listmál- ari ætlar að nota sinn styrk til þess að fara á Veggskreytingaskólann i Kaupmannahöfn, Úlfar Þormóðs- son rithöfundur kvaðst ætla að fara til Spánar og Póllands í sum- ar til þess að komast að því hvern- ig tslendingar færu að þvl að kaupa togara. Kristján Davíðsson listmálari ætlar til Bandarikjanna, Jón úr Vör til Svíþjóðar, Herdis Þor- valdsdóttir til London, Steindór. Hjörleifsson kynnir sér nýjungar í leikhúsmálum og Ragnar Kjart- ansson myndhöggvari ætlar að vinna í Svíþjóð í sumar. — Kambódía Eramhald af bls. 1 vitni að því er 15 óbreyttir borgar- ar, þ.á m. allmörg börn og korna- barn i fangi móður sinnar, særð- ust. Talið er að hersveitir skæruliða muni nú herða sérstaklega sókn sína við suðursvarnarlínu Phnom Penh eftir að hafa náð á sitt vald hinni mikilvægu ferjuborg Neak Luong, um 50 kílómetra suðaust- ur af Phnom Penh, í gær, en þar með náðu þeir tökum á öllum ferðum um Mekongfljót. Hins vegar sagði talsmaður stjórnar- innar að fall Neak Luong væri ekki algjört og enn væru um 20.000 hermenn og borgarar að verjast skæruliðasveitunum í suðurhluta ferjuborgarinnar. Ekki vildu þó áreiðanlegar heimildir innan hersins staðfesta þessar fullyróingar talsmannsins, og kváðu allt samband við varnar- liðíð í Neak Luong slitið. Flótta- fólk frá borginni sem kom til Phnom Penh árla miðvikudags sagði að öllum bardögum þar hefði verið hætt þegar á þriðju- dagskvöld. — Munaðarlaus börn Framhald af bls. 17 til að taka að sér nokkur börn frá Víetnam, sem misst hefðu foreldra sína. Taldi hún að for- setinn myndi álíta slíkt eðlilegt og æskilegt þar sem þessi börn ættu rétt á að fá tækifæri til að alast upp við mannsæmandi skilyrði eins og önnur börn. — Ford spáir Eramhald af bls. 1 verið 12—13% árið 1974. Aukin eftirspurn væri eftir vörum í fyrsta skipti i hálft ár, vextir færu lækkandi og lánsfé væri vaxandi. Þetta taldi Ford benda til þess að efnahagsástandið myndi verulega batna síðar á árinu. — Finnska eitrið Framhald af bls. 17 efnum, skipað upp úr finnska skipinu „Enskeri" í Lissabon eftir mótmæli frá Suður-Afriku og ýmsum löndum í Suður-Ameriku. Er allt á huldu til hvaða ráða verður nú gripið til að losna vió eiturefnin, að sögn Reuters. — Fischer Framhald af bls. 1 Karpov: „Sérhver heims- meistari verður að sýna yfir- burði sina á þriggja ára fresti. Mér virðist svo sem Fischer hafi verið að leita að tækifæri til að komast hjá því að tefla einvígið." Hins vegar segir Karpov ekki berum orðum að Fiseher hafi ekki þorað að tefla við sig, og bætti við: „En auðvitað hefur Fischer stórkostlega hæfileika og skákvit.“ Hann lagði áherzlu á að hann hefði sjálfur kosið að tefla við Fischer um titilinn, en hann væri engu að síður mjög ánægður með það að FIDE lét ekki knýja sig til að breyta grundvallarreglum skák- íþróttarinnar. „Því miður kaus Fischer að svara ekki. Hann þagði bara.“ „Ég er mjög hamingjusamur yfir þvi að heimsmeistaratitill- inn skuli aftur vera kominn til Sovétrikjanna," sagði Karpov, en Sovétmenn höfðu haldið titlinum samfleytt frá árinu 1937 er Fischer náði honum frá Boris Spassky í Reykjavík árið 1972. „Sannast sagna vonuðum við i lengstu lög, að Fischer myndi láta heyra frá sér,“ sagði dr. Euwe í samtalinu við Mbl. „En ég lít svo á að þetta sé dapur- legt í alla staði, og ég tel víst að Karpov sjálfum sé það ekkert gleðiefni, að hafa ekki fengið tækifæri til að tefla. Ég vona að þetta hafi ekki varanleg áhrif á skákiþróttina, við verðum að gera allt til að reyna að draga úr neikvæðum áhrifum þessa. Ég þori engu að spá um neitt i sambandi við framtíð Fischers, hvort hann teflir framar, hvort hann verður næsti áskorandi — sem vissulega væri afskaplega mikill viðburður. Yfirleitt hef ég gersamlega gefið það upp á bátinn að vera með spádóma, þegar jafn sérstæður maður og Robert Fischer er annars vegar,“ sagði dr. Euwe. Dr. Euve sagðist ekki hafa heyrt frá Karpov hinum ný- skipaða heimsmeistara, en hins vegar hefði sovézka skák- sambandið lýst því yfir fyrir hans hönd, að hann myndi taka við útnefningu FIDE. Úm úrskurð FIDE hefur ekkert heyrzt frá Fisch- er en I fréttum TASS í Moskvu sagði að útnefningu Karpovs sem heimsmeistara væri eðlileg niðurstaða vegna frábærrar frammistöðu hans. Tass sagði einnig að „sú stað- reynd að Fischer hefði ekki tekið þátt í neinum skákmót- um, síðan hann tefldi einvígið við Spassky 1972, gæfi mönnum ástæðu til að draga þá ályktun að hann væri hreinlega ekki undir það búinn að taka þátt í einvígi um heimsmeistaratitil- inn og því miðuðust gerðir hans við það að gera að engu vonir manna um einvigi, sem skák- áhugamenn um allan heim hefðu beðið áfjáðir eftir. — Minning Ólafur Framhald af bls. 27 is óhræddur vió mikla andstöðu. A hinn bóginn hafói hann næmar tilfinningar og trúmaður mikill var hann. Þeir eru áreiðanlega ófáir sem minnast mildi hans, þó að ekki færi hann hátt með góð- verk sín. Hann var hagmæltur vel og hrókur alls fagnaóar í vina- hópi. Vil ég i þessum fátæklegu oró- um mínurn leggja fyrst og fremst áherzlu á hið nána persónulega samband fjölskyldúnnar við Olaf. Við kveðjum hann öll með söknuði og biðjum ættingjum hans Guðs blessunar. Minning hans lifir, og er ávöxtur erfiðis hans og tengdaföður míns við uppbyggingu fyrirtækis þeirra þeírn veglegur minnisvaróí. Eálmar Olason. Tengdafaðir minn, sem í dag er borinn til hinztu hvílu, var sterk- ur persónuleiki, gæfuríkur faðir, dáður tengdapabbi og elskaður afi. Vorið 1970 urðu þáttaskil i lífi okkar fjölskyldu, því að þá flutt- umst við inn á heimili tengdaföð- ur míns og einkadóttir hans tók að sér heimilisstörfin. Ólafur var dulur maður og ekki óspar að láta tilfinningar sínar í ljós. Þess vegna urðu ýmsir þröskuldar á vegi okkar til að byrja með, en þar kom að lokum, að við kynntumst nánar og opnuð- um hug okkar hvor fyrir öðrum. Ég kynntist þvi, að þegar á bjátaði, þá var hvergi jafn gott að leita huggunar og ráða, heldur en hjá honum. Hann var sannur vin- ur, vina sinna og það vita þeir bezt, sem hann þekktu. Þegar við fluttumst til tengda- pabba áttum við eina telpu, Láru Nönnu, sem var ætið augnayndi afa síns. Hún var fædd á brúð- kaupsdegi sonar hans, Ólafs og Hildar, og ég held að ég hafi sjaldan séð ánægðari mann en Ólaf Jónsson, þegar þær fréttir bárust, að við hefðum eignast dóttur, sem þá þegar var búið að nefna í höfuð ömmu sinnar. Barnabörnin hans í Úthliðinni áttu eftir að verða þrjú, meðan hans naut við. Það eru ekki öll börn þeirrar hamingju aðnjót- andi, að fá að alast upp með og umgangast annan eins afa og „Óli afi“ var. Oft var það eins og samkeppni, hver ætti að fá að fara upp og segja „Óla afa“ að koma að borða. Það var þá á milli eldri systkin- anna, en sú yngsta fylgdi á eftir í seinni tíð, og þá var alltaf sagt „afi nammi“, „afi nammi“ og það var ósjaldan að Óli afi átti mola að stinga í munninn. Ég og börnin mín, sem misst hafa mikið, biðjum honum guðs- blessunar og eilífs lífs. Tengdasonur. Ólafur Jónsson frá Sandgerði er skyndilega látinn. Andlát hans mun hafa komið mörgum á óvart, svo brátt sem það bar að. Ég þykist vita að góðvinir hans og nánir samstarfsmenn geri ævi- ferli hans glögg og góð skil, og sleppi ég því að rekja þau. Þess vill ég þó geta, að ég átti samleið með honum í nokkrum félögum og minnist frá þeim tím- um glöggskyggni hans og ráðholl- ustu. Lengst og best minnist ég samstarfs okkar, sem var i Vél- bátatryggingu Reykjaness og Fiskiðjunni s.f. í Keflavík. Löng samvinna okkar í Vélabáta- tryggingunni styrkti betur vissu mína um skýrleika hans og skyldurækni og hversu auðvelt honum var að greina milli aðal- atriða og aukaatriða. Þar var alvörumaðurinn að verki. Ég kynntist einnig annarri hlið á Ólafi. í húsi okkar hjóna var lengi skrifstofa Vélabátatrygging- ar Reykjaness. Oft að fundum loknum kom hann og sat með okk- ur yfir kaffibolla, og rætt var um dægurmálin. Þá var hann gaman- samur og oft léttur i máli. Góð frásagnargáfa, góðlátleg kímni og jafnvel litið ljóð gera þessar sam- verustundir ógleymanlegar. Þegar ég og kona mín minnumst ánægju okkar með að hafa kynnst Ólafi, látum við ekki hjá líða, að votta börnum hans og öðrum að- standendum samúð, um leió og við blessum minningu hans. Þorgr. St. Eyjólfsson. — Portúgal Framhald af bls. 17 Þeir þrír stjórnmálaflokkar sem ekki hafa byltingu á stefnu- skrá sinni hafa jafnan snúist gegn tilraunum til að veita hernum varanleg pólitisk völd, en þessir flokkar eru sósíalistar, miðdemó- kratar og Þjóðlegi demókrata- flokkurinn. Er því talið að ákvarð- anir þeirra varðandi áætlun hers- ins á morgun kunni að hafa mikil áhrif á gildi kosninganna. Herinn hefur komið á fót bylt- ingarráði, sem í raun er æðsta valdastofnun landsins, og sagði Jesuino ráðherra að ráðið mundi gegna mun mikilvægara hlut- verki í stjórn landsins en hin borgaralega kjörna ríkisstjórn. Er hann var spurður um það, hvers vegna herinn væri betur til þess fallinn að stjórna Portúgal en ríkisstjórn kjörin af Portúgölum sjálfum sagði Jesuino: „Við erum framverðir byltingarinnar. Það vorum við, herinn, sem gerðum byltinguna en ekki menntamenn- irnir i stjórnmálaflokkunum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.