Morgunblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1975 5 | | Dömublússur Boli — Boli — Boli | | Létta ° dömublússu- jakka úr kaki I | Herraskyrtur n Dömuföt Herraflauelisföt Fermingarföt (~1 Kápur — Poppelin og rifflað flauel | | UFO gallabuxur □ Rúllukraga- peysur I 1 Stakar buxur úr denim — flauel og tereline ° i 1 Geysistór hljómplötu- sending o.m.fl. tizkuverzlun unga fólksins KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a '•S&ítw*'* SIMM8660 SIMI 13630 SlMi min í hennar augum að vera neyðarúr- ræði. Hvað er hugsanlegt? Stjórn L.I. telur hina endur- skoðuðu gerð frumvarpsins — þar sem búið er að fella niður ákvæðið um fóstureyðingu „að ósk konu“ — ganga eins langt og hugsanlegt er í þessum efnum; takmarkalaus sjálfsákvörðunar- réttur sé ekki mögulegur. Samkvæmt upphaflega ákvæð- inu átti að vísu að takmarka ákvörðunarrétt konunnar, bæði við fyrstu 12 vikur meðgöngu og við það skilyrði „að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um hvaða félagsleg aðstoð stendur til boða i þjóðfélaginu fyrir þungaða konu og við barnsburð". Nú er ákvörðunarrétti konu til fóstur- eyðingar sniðinn jafnrúmur I tilefni greinargerðar stjórnar Læknafélags Islands um frum- varp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlff og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, sem greint hefur verið frá i fjölmiðium og birt í Morgunblaðinu miðvikudag- inn fyrir páska, vill framkvæmda- nefnd Baráttusamtaka fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar koma á framfæri nokkrum athugasemd- um við málflutning stjórnar L.I. Skiptar skoðanir lækna I upphafi greinargerðarinnar gefur stjórn L.í. í skyn að hún tali i þessu máii fyrir munn ails þorra lækna. Þetta er þó alls óvíst. Aðal- fundir L.I. eru fámennir fulltrúa- fundir, og hinn fjölmenni fundur Læknafélags Reykjavíkur sem til er vitnað, stóð fram á nótt og fundarmönnum farið að fækka þegar ályktunin var samþykkt með 26 atkvæðum gegn 10. Sam- þykktir þessara funda eru því ekki órækur vitnisburður um skoðanir læknastéttarinnar á þessu máli. Geðlæknafélag íslands sendi frá sér álitsgerð sem studdi meginstefnu upphaflega frum- varpsins um fóstureyðingar og fleira (eins og það var lagt fyrir Alþingi 1973), og kemur þar fram mjög ákveðinn stuðningur við grein 9, 1. um heimild til fóstur- eyðingar „að ósk konu, ef aðgerð- in er framkvæmd fyrir Iok 12. viku meðgöngu og ef engar lækn- isfræðilegar ástæður mæla á móti aðgerð". Þó fullyrðir stjórn L.I.: Læknasamtökin eru andvíg því að aftur verði tekin upp gr. 9, 1. úr fyrra frumvarpi. Þá ber að muna, að af 4 nefnd- armönnum, sem upphaflega sömdu frumvarpið, voru tveir læknar, báðir yfirlæknar og prófessorar. Annar er geðlæknir, en geðsjúkdómar eru algengustu heilsufarsástæður sem leyfi til fóstureyðingar hafa verið byggð á að undanförnu. Hinn, formaður nefndarinnar, var yfirlæknir sjúkradeildar þeirrar þar sem langflestar fóstureyðingar hafa verið framkvæmdar hér á landi, og sá maður sem mesta reynslu hafði af framkvæmd núgildandi laga. Þjónustuhlutverk læknisins Það er því ljóst að íslenzkir læknar og læknasamtök eru ekki einhuga i þessu máli. Við slíkri einingu er ekki heldur að búast, þar sem ágreiningsmálið snýst minnst um læknisfræðileg atriði, heldur er það fyrst og fremst mannréttindamál þar sem deilt er um sjálfsákvörðunarrétt konu um fóstureyðingu og um skyldu og vald lækna í því sambandi. Stjórn L.I. kemst að kjarna málsins þegar hún segir: Það er staðreynd sem ekki verður á móti mælt, að konan ber erfiðið og áhættuna f sambandi við með- gönguna og fæðinguna. 1 flestum tilfellum hvflir mest á hennar herðum umsjá og uppeldi barns- ins. Ætla má einnig, að konan sé betur fær en nokkur annar til að meta þörfina fyrir fóstureyðingu og taka ákvörðun. Þetta sjónarmið fær þó ekki að ráða niðurstöðu stjórnar L.I. Henni verður starsýnna á það að nota verði þekkingu og reynslu læknisins við ákvörðun um fóst- ureyðingu, og því vill hún leggja úrslitavaldið í hendur hans. Þá gleymist það, að þessi sérþekking og reynsla nær aðeins til einnar hliðar málsins, áhættunnar af að- gerð, en ekki til hins sem mestu máli skiptir: að meta þörfina fyr- ir fóstureyðingu. Því að varla hafa læknar almennt sérþekk- ingu og reynslu í því að sitja uppí með ótimabæra þungun. Allir eru sammála um að taka beri mið af áhættunni sem að- gerðinni fylgir og meta hana með hliðsjón af nauðsyninni. En þa.' þýðir ekki að læknirinn eigi að ráða — enda er hlutverk hans eins og stjórn L.I. segir: þjónustu- verk við sjúklinginn — heldur á hann að miðla konunni af þekk- ingu sinni og skýra fyrir hénni áhættuna. Varla yrði það honum torveldara en að setja sig svo í hennar spor að hann geti á sann- gjarnan hátt metið þörf hennar fyrir fóstureyðingu. Áhættan snýr að konunni — það er hún sem getur orðið ófrjó eða dáið — og því hlýtur fóstureyðing einmitt stakkur og jafnvel rýmri í ýmsum Evrópulöndum og í Bandaríkjun- um, og verður þá ekki séð hvi stjórn L.I. telur slíkar regiur ein- f aldlega óhugsandi. Af fordæmum annarra þjóða gerir stjórn L.I. mest úr reynslu þriggja ríkja Austur-Evrópu sem nýlega hafa skert rétt kvenna til fóstureyðingar. En hvers vegna gerðu þau það? Vegna þess að stjórnvöldum hentaði að örva fólksfjölgun í löndunum. Það var ekki verið að hugsa um hagsmuni þeirra einstaklinga sem i hlut eiga, heldur um hentugleika hins alvalda rikis. Slíkt væri væntan- lega ekki hugsanlegt hér á landi. Framhald á bls. 14 Athugasemd frá framkvæmda- nefnd Baráttusamtaka fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar LOKAÐ Á HÁDEGI í DAG Skrifstofur okkar að Laugaveg 54 verða lokaðar frá hádegi í dag vegna flutninga. Opnum í nýjum húsakynnum að Skóla vörðustíg 16 í fyrramálið, laugardag. Opið 9—12. LANDSYN -ALÞYÐUORLOF FERÐASKRIFSTOFA, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16, SÍMI 28899 (5 LfNUR) FfllÐ FRÁBÆRT ÚRVAL AF NÝJUM GLÆSILEGUT VÖRUM í VERZLUNUM OKKflR. TöKum upp f dag: Unglingabuxur frá 7 —12 ára j Herrapeysur I | Dömupeysur Skynsamlegur meðalvegur??

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.