Morgunblaðið - 04.04.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.04.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1975 7 Graser, samkvæmt hugmynd Baldwins. Graser á döfinni Á ráðstefnu eðlisfræð- inga, sem haldin var á frönsku Rívíerunni síðast- liðið haust, rakti V.l. Gold- anski hugmyndir sínar um graser, nýstárlega aðferð til framleiðslu gammageisla. Graser myndi í verunni opna nýtt svið tæknilegra framfara. Oldulengd gammageisla er svo litil, að gera mætti þrívíðar myndir af sameindum efnisins, veirum og erfðalyklum (genum), á svipaðan hátt og þrívíðar myndir af hvers- Fljótlega syrti þó í álinn. Tæknilegir þröskuldar blöstu við og náttúran virtist hafna allri samvinnu við raunvísind- in. Eftir amstur og barning kvað mikilsmetinn sérfræð- ingur upp endanlegan dóm: graser er tæknilega útilokað- ur drengir góðir, og snúum okkur að frjósamari verkefn- um. MEÐ KVEÐJU FRÁ RÚSS- LANDI Nú uppgötvaði Baldwin sér til blandinnar gleði, að MOSSBAUER HRIF í fyrrahaust gerði svo Goldanski nokkra grein fyrir hugmyndum sínum á ráð- stefnu í Frakklandi. Ráðstefn- an fjallaði um svonefnd Mössbauer-hrif, sem einmitt gegna veigamiklu hlutverki i graser. Þau eru aðallega i því fólgin, að geislavirkur kjarni gefur frá sér gammageisla án þess þó að kippast til við aðgerðina. Kristallinn sem hann situr í tekur við högg- inu eins og skotmaður styður haglabyssu við öxl sér og Baídur Hermannsson FÓLK OG VÍSINDI w dagshlutum eru nú gerðar með laser. Einnig kæmi graser að haldi í hernaði sem geislabyssa. Graser byggist á sömu grundvallaratriðum og laser. Laser er skammstöfun á Light Amplification by Stimu- lated Emission of Radiation. Graser er myndað á sama hátt, með Gamma Ray (gammageisli) í stað Light (Ijós). Geislarnir eru sama eðlis í báðum tilvikum, en hafa ólika bylgjulengd. Laser framleiðir geisla á Ijósbylgju- svæðinu og eiga þeir upptök sín í rafeindahjúpi frumeind- arinnar. Gammageislarnir myndast inni í sjálfum kjarn- anum og eru margfalt orku- meiri, enda stendur orka geisla í öfugu hlutfalli við bylgjulengdina. BROSTNAR VONIR Fyrir tæpu ári sat banda- rískur eðlisfræðingur, G.C. Baldwin, ráðstefnu um Ijós- fræði i Sovétríkjunum. Hon- um til mikillar furðu skröfl- uðu Rússarnir ákaft og opin- skátt um hve mjög þeim hefði orðið ágengt i rann- sóknum á graser. Þá rifjuðust upp fyrir Bald- win rannsóknir hans sjálfs og annarra visindamanna hjá General Electric Comp- any áratug áður. Þá virtist dæmið svo einfalt og augljóst, að þeir útveguðu sér í snatri einkaleyfi á fram- leiðsluaðferðum vissra hluta grasers. rússneskir eðlisfræðingar höfðu haldið rannsóknunum til streitu, og greinilega orðið talsvert ágengt. Hann heim- sótti án tafar forsprakka rannsóknanna, VI. Gold- anski, og ræddu þeir málin ! bróðerni yfir vodka og kaviar. Goldanski skýrði aðallinurnar fyrir gesti sínum, en lét þess þó ekki getið hvernig hann hygðist fá jafn þéttan neu- trónustraum og þörf krefur. Gamla kempan Goldanski er ekki aðeins frábær vísinda- maður, hann veit lika að stundum er þögnin gull. Baldwin er nú lika glúrinn og veit hvað hann syngur. Hann komst á snoðir um að Goldanski hafði skrifað rit- gerð í samvinnu við V.A. Namiot, en Namiot þessi hafði aftur skrifað ritgerð um framleiðslu þéttra neutrónu- strauma. Baldwin fylgdi þessum þræði, lagði saman innihald greinanna og fyllti i eyðurnar með eigin útreikningum. Ár- angurinn varð hugmynd sú, sem meðfylgjandi teikning gefur til kynna. Vandlega völdum frum- eindum er dreift í beryllíum- tein, sem vafinn er kápum úr þungu vatni og úrani. Laser- geislum er skotið á sívalning- inn, og þegar ytri lögin hitna og þrýstingurinn vex klofnar úranið og sendir neutfónu- straum inn í beryllíumtein- inn. Ef frumeindirnar hafa rétta eiginleika senda þær nú út gammageisla. lætur þannig líkama sinn taka upp bakslagið — ann- ars myndi byssan kastast til og skotið ónýtt. Geysilega fjölskrúðugt vís- indalif grundvallar tilvist sína á Mössbauer-hrifum. Slikar rannsóknir eru m.a. stundað- ar við Raunvisindastofnun Háskóla íslands undir forystu Arnars Helgasonar, sem einn ig sat fyrrnefnda ráðstefnu. Goldanski hefur um árabil verið einn helzti frömuður Mössbauer-rannsókna. SAMVINNA UM GRASER Það vekur athygli hve op- inskáir Rússar eru i þessum greinum og hafa þeir óspart látið í Ijós vilja til samvinnu við Bandaríkjamenn um hönnun grasers. Ein ástæðan er vafalaust sú, að almennt standa Rúss- ar Bandaríkjamönnum langt að baki í hagnýtum visind- um, og raunar óvist að þeir geti nokkurntima framleitt graser sér á báti. Einnig kemur til, að graser myndi ekki aðeins opna nýja leið til friðsamlegrar nýtingar kjarnorku, heldur líka leggja drög að hræðilegu vopni: geislabyssu sem gæti skotið sundur flugvélar og eldflaug- ar í órafjarlægð og reyndar lagt allt i rúst sem maður kærði sig um. Samvinna um graser myndi hindra vígbúnaðar- kaupphlaup á þessu sviði. 3ja til 4ra herbergja ibúð óskast á leigu helzt i Háleitis- hverfi. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í sima 86003 eftir kl. 7 á kvöldin. Sjómenn Matsvein og háseta vantar á neta- bát, sem rær frá Þorlákshöfn. Símar 34349 og 30505. Vill ekki einhver góð kona eða telpa í Keflavík passa mig, 9 mánaða snáða, á meðan mamma vinnur úti. Vinsaml. hringið í sima •2856 eða 32345 eftir kl. 7 á kvöldin. Útsaumað: Rennibrautir, pianóbekkir, streng- ir, púðar, rokkókó stólar, stólsetur og fl. Hannyrðaverzlunin Erla. Snorrabraut 44. Hveragerði Sumarbústaður eða litið hús i Hveragerði eða nágr. óskast til kaups eða i skiptum fyrir sumar- bústað við veiðivatn. Tilboð send- ist Mbl. merkt. „G.M. — 7365 ". Heklugarn Nýar tegundir og litir af heklu- garni frá Marks. D.M.C. heklugarn í litum. C.B. og Mayflower garn í litavali: Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut 44. Til sölu bátur 1 '/2 tonn árs gamall með 8 hestafla dieselvél. Upplýsingar i sima 53094. 11 —12 tonna bátur óskast til leigu á handfæraveiðar. Upplýsingar i sima 92-31 27. Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu. Staerð 100—1 50 fm. Upplýsingar í síma 38781. Grásleppuhrogn Kaupi óunnin grásleppuhrogn til vinnslu eins og undanfarin ár. Móttaka hafin i verbúð 10 við Tryggvagötu, Reykjavik. Ásbjörn Jónsson, simi 1 2036 og 22838. Rennilásar og hnappar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun. Sími 1 5583. HJÁLP Hjón með 5 börn óska eftir íbúð á Suðurnesjum. Helzt strax. Upplýsingar i síma 34905. Keflavik Til sölu 4ra herb. ibúð við Hóla- braut, neðri hæð. Frágengin lóð. Bilskúrsréttur. Fasteignasala, Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890. Vörubíll t.d. Trader um 5 tonn óskast. Simi 66385. Keflavík Til sölu nýleg 4ra herb. ibúð við Mávabraut. Frágengin lóð. Bil- skúrsréttur. Fasteignasala, Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890. Pianó óskast Óska eftir að kaupa pianó. Uppl. i sima 43270. Ytri-Njarðvík Til sölu mjög vel með farin 2ja herb. ibúð við Borgarveg. Sér- inngangur. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1 420. Til sölu um 1000 metrar 1V4" 4" uppi stöðuefni. Upplýsingar i sima 83186. — Kjarakaup — Vér höfum tekið að oss að selja nýlega Olivetti- bókhalds- og reikningsútskriftavél. Vélin er ennfremur með gatræmustanzara og sjálfvirk- um kortaíleggjara. Vegna verðhækkana erlendis og undangenginna gengisfellinga fæst þessi vél nú á afar hagstæðu verði eða kr. 1.200.000. — . Semja má um hagstæða greiðsluskilmála. Skrifstofutækni h. f., Tryggvagötu, sími 2851 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.