Morgunblaðið - 04.04.1975, Page 33

Morgunblaðið - 04.04.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRIL 1975 33 / & Likið ö / grasfletingm 4K \! % rfr J\ 24 urnar sem ég gleypti i mig þegar ég var krakki! Einar lagði skeiðina frá sér og horfði ákveðinn á föður minn. — Nei, heyrðu mig nú, Johannes ... .Ég dreg í efa hæfni þína sem uppalanda. Brennandi og tryllingslegar ástarfarslýsing- ar Elsbet Matts eru svei mér ekki efni við hæfi barna. Faðir minn horfði bláum og sakleysislegum augum á eigin- mann minn og svipur hans gaf til kynna að hann hefði hvorki meðan ég var barn né síðar haft hugmynd um að þessi skáldkona væri til og það hjálpaði honum ekki hið minnsta þótt Einar lýsti henni sem „eitthvað á milli Courths-Mahler og Sigge Stark og kannski með undir smááhrifum frá Freud og Elskhuga Lafi Chatt- erlays". En ég sökkti mér niður I lukkulega ungpíudrauma ... Löng dimm vetrarkvöld, þegar ég hafði eldrjóð og með titrandi hjartslátt verið leidd inn í heima hinna fullorðnu og fór að fá hug- boð um hin flóknu en undursam- legu ástarævintýri.... og ein- manalegir regnþrungnir sumar- dagar síðar þegar Elsbet Matts var enn sú sem gaf rómantískum dagdraumum mínum næringu og ég vísaði hæðnislega á bug vand- ræðalegum tilburðum slánans Karls Eriks, vegna þess að hann hafði engin líkindi með hinni harðsoðnu en dásamlegu hetju í skáldsögu sem hér „Kveðju- stund.“ Auðvitað væri fráleitt að segja að skáldsögur hennar ætti að skoða sem bókmenntaverk og ég var fyrir löngu hætt að lesa nýjustu bækurnar hennar. En á þessari stundu, þegar ég var að rifja upp sögurnar hennar gerði ég mér ljóst að hún hafði haft mikla þýðingu fyrir mig á sínum tíma og átt þátt í að móta smekk minn á bókmenntum. Ég greip því illskulega fram í þegar Einar ætlaði að gera litið úr henni og lýsa henni sem algerum „kellingabókahöfundi". — Hættu nú þessum ýkjum. Elsbet Matts er sannarleg ágæt á sínu sviði. Veiztu annars nokkuð um hvað þú ert að tala? Hefur þú lesið ein- hverjar bækur eftir hana? — Já, ég man sérstaklega eftir einni sem hét „Síðasta sumarið þeirra". Hún snerist um unga og yndislega saklausa stúlku sem lét sterka, lifsreynda og heillandi hetju táldraga sig meðan blá- klukkurnar ilmuðu allt um kring, en þegar grasið hafði verið slegið og bláklukkurnar voru visnaðar orðnar þá sat hún ein eftir með barn sitt, sakleysið á bak og burt og tár sín .... — Hún hlýtur að raka saman peningum, sagði ég fljótmælt. — Hvers vegna býr hún hér i Skógum? — Hún græðir á tá og fingri. Hún býr hér sennilega vegna þess að hún er fædd hér og vill hafa frið til að vinna. — Frið! tautaði faðir minn og það hljómaði örlítið kaldhæðnis- lega. En Einar hélt áfram til skýr- ingar. — Hún er eins og þú veizt systir Yngve Mattson, en hún er tölu- vert eldri en hann ... ég hugsa að hún verði fimmtug í haust. Hún hefur byggt sér einbýlishús á lóð sem er á móti Matsonhúsinu, þar sem ekki hefur verið byggt áður og hún býr ein og henni hefur tekizt að halda sér enn þá ræki- legar út af fyrir sig en nokkurn tíma ofurstafjölskyldunni. Þegar hún er að vinna að bók held ég að Lou sé eina manneskjan sem vogar sér að ónáða hana .... — Hvernig er hún? spurði ég hálfkvíðafull. — Hún er heillandi. Einar var orðinn alvarlegur á svip. — Jú ég viðurkenni fúslega að ég er ekki hrifinn af bókunum hennar en ég hika ekki við að segja að Elisabet Mattson er ein viðfelldnasta og indælasta manneskja sem ég hef kynnzt. Og svo bætti hann við ósköp blátt áfram: — Ég held, að Jóhannes og hún myndu eiga prýðilega saman. Ég hugsaði með mér að ég yrði einhvern veginn að koma mér i kynni við þessa konu. Ef maður ætlar að upplýsa flóknar morðgát- ur er sannarlegasta mikilvægasta forsenda þess að maður þekki alla, sem líklegir eru til að koma einhvers staðar við sögu hvort sem grunur beinist að þeim eður ei. Ég rifjaði upp fyrir mér þá sem ég hafði þegar hitt af fólkinu í Dalnum. Og hvert hafði Tomas i Holt farið þetta sunnudagskvöld J — hvaða hús hafði hann valið? I Hver var það sem lokið hafði upp | dyrum sínum fyrir honum — . annað hvort af fúsum vilja eða I treglega. Allt í einu hrópaði ég upp yfir . mig: — En það vantar einn! Það er | eitt hús i viðbót, sem enginn hef- ■ ur minnst á. Hver býr þar. Og hvorki Einar né Hulda sem J komin var inn til að bera fram I kaffið skildu hvað ég var að segja I og því sagði ég áköf til frekari : skýringar: I — Ég hef sjálf séð að það eru | sex hús í Dalnum, þrjú hvorum . megin við veginn. Meðfram ánni I er fyrst Mattsonhúsið, siðan | okkar og svo Petrenhúsið. Hinum • megin býr Elisabet Mattson, og ' síðan Holtfjölskyldan og hvað | kemur svo. Hver á húsið sem er á i móti Petrensystrunum? — Þú átt við vistarveruna hans I Börje Sundins. Það er nú kannski | ofmælt að kalla það hús, en þó. . Hver Börje Sundin er? Hann er • allt og gerir allt mögulegt. Hann | býr aleinn þarna í kofanum j sinum ... sem er hreinn og snyrti- ! legur. Hann vinnur sem garð- I yrkjumaður og vinnumaður i hin- | um fimm húsunum, hann setur í . glugga fyrir Elisabet, slær gras- • flötina hjá Mattson ... hann er | sem sagt laginn og duglegur. Er ■ það ekki rétt, Hulda? — Sundin er ágætur, sagði | Hulda stuttlega. — Og hann talar i ekki yfir sig. Og hann er alltaf .’ — Dynheimar Vísis og Þjóðviljans Framhald af bls. 11 Að endingu þetta: Mér hefur oftar en einu sinni dottið það i hug að forystugreinar ritstjórans og umsagnir hans i fjölmiðlum væru gerðar til þess að lífga upp á hið tiltölulega fábreytta menn- ingarlif borgarinnar og að beita geirum sínum að bændum væri nokkurn veginn hættulaust gaman, en svo er hægt að brýna deigt járn að það bíti um síðir. Miðhúsum, 20 febrúar. 1975. Sveinn Guðmundsson. Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11 30. frá mánudegi 'til föstudags. % Lífskjör og þjóönýting liúsmóðir skrifar: „Hún gaf tilefni til tnargs konar heiiabrota, lýsing sjónaryotts að atburðunum i Poznan i Póllandi 1956, sem birtist í Morgunblaðinu 27. f.m. Eítir algjöra þjóónýtingu þá voru það bara 6.4 af hundraði þjóóarinnar, sem höfðu inann- sæinandi tekjur. Hvert fór allur gróðinn aí framleiðslutækjunuin? Það var auðvitað ekki nóg, aó verkatnennirnir lifóu hundalíl'i, héldur voru i þessari einu borg um 30 þús. pólitiskir íangar. Hve niargir ætli þeir hafi þá verið i öllu Póllandi? Hér eru mikil eínahags- vandræði vegna clæinalauss vió- skilnaðar vinstri stjórnarinnar, verófalls á útflutningsafurðum, auk þess seni iniklar hækkanir hafa orðið á suinuin erlenduin vörutegunduin, sérstaklega olíu og sykri. Það er talað uni oliu- gróóa Arabanna, en við þuriuin að kaupa okkar oliu af Rússum, og greiðum um fyrir hana sama verð og aðrar þjóðir greiða fyrir Arabaoliuna. Hvert fer gróði Rússa? I islenzkuin blöðuin er mikið uin fréttir af stórírainkvæmdum í Rússlandi, en aldrei heyrist að kaup hafi hækkað þar í landi. Kommúnislarnir í Kreml gela óáreittir staðið i virkjunuin og öðruin írainkvæindum, þvi að þar eru engar Laxárdeilur. Þeir, seiii halda, að verkamönnunum inuni liða betur þegar búið er að þjóð- nýta atvinnul'yrirtækin, ættu að lesa söguna frá Póllandi, þvi af henni má inargt læra, sein þeir geta ekki látið í'ratn hjá sér fara, vilji þeir hafa það er sannara reynist. Það vill nefnilega þannig til, að koinmúnisminn gefur engum- annað en steina fyrir brauð þar sem hann er íramkvæmdur. Eg' tek þá ekki ineð í reikninginn barnalegt brölt sjálfnel'ndra öreigafyikinga Marx-Leninista á Vesturlönduin, þvi að þeir, sem skipa sér i flokk með þeim, vita ekkert um framkvæint koimn- únisina. 0 Velferöaröreigar og sósíalrealismi Þessir fámennu en háværu hóp- ar hér á landi og viðar, þekkja ekkert annað en vell'erðarþjóð- félagið, sem þeir hafa íleytl rjóm- ann af alla sina ævi, og þvi er það að boðskapur þeirra getur aldrei orðið annað en hjáróina gaul i eyðimörkinni, eins og dæmin reyndar sanna. Staðreyndir eins og þær, að í koimnúnislarikjunuin ei; ekkei't írelsi til gagnvart vald- höfum, ná ekki eyrum „velíerðar- öreiganna-’, og sennilega munu þeir aldrei skilja, að i óskaland- inu fengju þeir ekki að gefa út inálgögn, ganga ineó spjöld og hafa sig i frammi. En „sósial-realisini" er viðar til en i myndlist, og væri verl að gefa þvi gaum hvernig hann er. Það hefur vakið athygli mina, að upp á síðkastið er „sósialrealismi" að verða nokkurs konar lramúrstefna i myndlist hérlendis. Eg brá inér á sýningu i Norræna húsinu þar sem sýndar voru inyndir eítir konur. Margt var þar ágætt aó ininum dómi, en mér var sem ég væri koinin á rikisviðurkennda „listasýningu" i Sovétrikjunuin þegar ég sá nokkur veggteppi, sem þarna voru. Þessi veggteppi voru „figúratíf", sem kallað er, og sizt skal ég hafa á inóti þvi aó hlut- irnir hali réttar útlinur. Þessi leppi voru undantekningárlaust pólitísk, og þóttist ég þekkja þar „sósíal-realistiska" handbragðið þeirra i Sovét. Þetta þótti mér athyglisvert, en ekki get ég neitaó þvi, að inér lannst kvenfólkinu ekki hafa íarið nógu mikið frain í listsköpuninni, sérstaklega þar sem komið er l'rain á árið 1975. Eg þekki verk tveggja inyndlist- arinanna, sein teljast inunu „naivistar" og hef ég hall mikla ánægju af að skoða verk þeirra. Annar var íslenzkur, Isleifur Konráðsson, en hinn bandariskur, „Grandma Moses". Auóvitað gela ekki öll listaverk verið jaín góð, en ég varð fyrir vonbrigðum með þessi veggteppi, þvi að ég hélt i einfeldni minni að margra ára seta i myndlistarskól- um hlyti að hafa ineira að segja en þaó handverk, sein þarna var til sýnis. En kannski var þetta bara enn ein sönnun þess, að iist getur aldrei sprottið af rótuin pólitísks diktatúrs og andi listsköpunar er ekki sjálfgefinn. Húsmóðir." 0 Þakkir til Pólýfónkórsins Stella Magnúsdöttir skrilar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig að koina á írainfæri fyrir mig þakk- læti til Pólýfónkórsins fyrir fluln- ing Messiasar. Eg er að visu ekki sprenglærður tónlisiarsérfræð- ingur, en ég hef hlýtl á þetta verk erlendis, m.a. i Bretlandi, og ég vil leyla inér að halda þvi frain hér, aó frammistaða Pólýfónkörs- ins, stjórnandans, einsöngvaf- anna og hljómsveilarinnar, var með slikum ágætuin, að einstakt er. Nú kom vel i ljós, að hér er unnið geysilega merkilegt starf, og ég hef t.d. ekki heyrt nokkurn inann segja eítir þennan flutning, að hann hafi verið mjög góður, miðað við að hér væri um að ræða áhugalólk en ekki atvinnufólk. Kórinn stenzl áreiðanlega saman- burð við beztu erlenda kóra. Mér dettur ekki i hug að segja, að hann beri af öllum öðrum kórum — slíkt væri fásinna — en ég held að það verði að teljast al'rek, að svo frábær kór sé lil hjá svo láinennri þjóð sem við Islending- ar eruin. btella Magnúsdóttir." SIG&A V/GGA t iiLVER4N VfRÓTTOVÍS'í W/EKO#V0$A$ WOV/ QÓHWA )ú, ví‘öT KVAÓ/5/66A/ M WK\ ÍKKI vmULlGVA'?' [fflBMMSB JHflrgnnMa&iI) MARGFALDAR BHHMlii MARGFALOAR I SJÓN- VARPS- LOFTNET! allar stœróir fyrirliggjandi heildsala, smásala, RAFIÐJAN HR VESTURGOTU 11 SfMI 19294

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.