Alþýðublaðið - 14.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ s. Sterlin fer héðan í strandferð austur og norður um land laugard. 21. ágúst kl. 4 síðd. Vörur afhendist þannig: á mánudag’ 16. ág“úst til; ísafjarðar, Ingólfsfjarðar, Norðurfjarðar, Reykjar- fjarðar, Hólmavíkur, Bitrufjarðar, Borðeyrar, Hvammstanga, Blönduóss, Skagastrandar, Kálfs- : : hamarsvíkur, Sauðárkróks og Hofsóss. : : á þriðjudag- 17. ágúst til: Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Kópaskers, Raufar- hafnar, Bórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borg- arfjarðar, Seyðisfjarðar, Eskifjarðar og Vestm.eyja. H.f. Eimskipafólag íslands. Gummívinnustofan á Laugaveg 22 tekur að sér allar viðgerðir á bifreiðadekkum og slöngum, gúmmístígvélum, skóhlífum og fleiru. ó.s. Ssuðurlanó fer til Bovgarness þriðjud. 17. ágúst. : : Vörur alhendist á mánudag. : • H.f. Eimskipafélag íslands. Koli konangnr. Eftir XJpton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. , (Frh.). XII. Þegar Hallur kom út á aðal- götuna, sá hann mannfjöldann fyrir utan skrifstofurnar. Á auga- bragði sá hann, að eitthvað hafði skeð. Menn þutu fram og aftur og böðuðu út handleggjunum. Sumir komu á móti honum, og þegar þeir sáu hann fóru þeir að kalla til hans. Sá fyrsti, sem mætti honum var Klowoski, lítill Pólverji, sem másandi og kvás- andi æpti: „Þeir kasta nefndinni okkar á dyr!“ „Kasta henni á dyr?“ „Já, út úr héraðinu". Pólverjinn veifaði höndunum, og augun ætl- uðu út úr höfði hans. „Þeir draga þá í burtu! Heill hópur af skamm- byssuþrjótum. Sumir hafa séð þá — að húsabaki. Hendur þeirra voru bundnar á bak aftur, þau gáfu ekkert hljóð frá sér, þorpar- arnir héldu þeim, þau gátu ekkert gert. Þeir höfðu þessa vagna, hvað þeir nú heita —“ „Bifreiðar?" „Já — þrjár! Alla upp í vagn- inn í hvelli, eins og elding — og svó þeystu þeir niður veginn. Æ, þeir gera verkfallið að engu!“ ög síðustu orðin voru þrungin ör- væntingu. „Nei, þeir skulu ekki eyði leggja þaðl“ hrópaði Hallur. „Ekki enn þá!“ Alt í einu mundi hann eftir því, að bróðir hans elti hann másandi og stynjandi, því Hallur hafði haft hraðann á. Hann greip nú í handlegg Halls og sagði: „Stattu utan við þetta, segi egl“ Meðan Hallur spurði Klowoski spjörunum úr, reyndi hann hálf- óafvitandi að ríta sig lausann. En nú var litli Pólverjinn búinn að horfa nógu lengi á þetta. Hann rak upp óp og rauk með krepta fingrurnar, eins og klær, á Ed- ward, og bróðir Halls hefði mátt gæta sfn, ef Hallur hefði ekki stöðvað Pólverjann. „Láttu hann vera“, sagði hann, „þetta er bróð- ir minn“. Hallur sá að Grikkinn Andro- culos kom hlaupandi til hans. Hann hafði verið á götunni bak við skrifstofurnar og séð þegar nefndinni var ekið af stað. Þeir höfðu tekið nfu: Wauchope, Tim og Mary Burke, Wfarcelli, Zamu- nakis og’ Rusick og þrjá aðra, 8601" höfðu verið túlkar daginn áður. Þessu hefði farið fram með slíkum hraða, að manngrúinn átt- aði sig ekki, fyr en alt var um garð gengið. Nú voru menn örvita af bræði þegar þeir vissu hvað skeð hafði. Þeir kreptu hnefana, þeir ógnuðu og formæltu nokkrum skrifurum og aðkomuvarðmönnum, sem stóðu á tröppunum. Þeir æptu á hefad- Hallur sá hættuna á svipstundu. Hann var eins og maður, sem gætir brennandi tundurþráðar sprengikúlu. Ef þessi manngrú' hafði nokkurntíman þurft á stjórU að halda, þá var það nú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.